Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Hreinn viðbjóður - og viðurkenndur í þokkabót

Mál af þessu tagi fylla mann óhug og viðbjóði yfir menningu sem getur látið svona sæmdarsvik og sæmdarmorð líðast.  Það er eitthvað mikið að í þjóðfélagi sem leggur það að jöfnu að hlaupast undan ráðhag foreldra um að giftast manni eftir þeirra vilja og að fyrirgera rétti sínum til lífs.  Fari allur postmodernismi (menningarleg afstæðishyggja í siðferði) fjandans til því svona hluti er aldrei hægt að réttlæta.  Fari þessar testósterónfnykjandi karlveldisbullur norður og niður, því verri verður ekki kúgun kvenna en þetta. 

Læknir (karlmaður um þrítugt) frjá Jórdaníu sem ég kynntist í New York í sérnámi mínu þar á árunum 1998 - 2001, sagði mér frá ýmsum háttum í menningu sinni.  Hann útskýrði að hann myndi ekki taka konu sína til baka í þriðja sinn ef að hann myndi fyrirgefa henni tvisvar fyrir "misgjörðir".  Þriðja skiptið væri alger skilnaður og þá ætti hún enga möguleika á því að giftast aftur, hvorki honum né öðrum körlum.  Ég lýsti yfir undrun minni á þessu og þá sagði hann þessi "gullnu" orð sem ég gleymi seint:

Mannréttindin eru ágæt en þau eru ekki fyrir okkur

og hló svo við af miklu sjálfsöryggi.  Hann eignaðist skömmu síðar stúlku með konu sinni og sagði brosandi að faðir hans hefði sagt:

Þú gerir bara betur næst!

Þá talaði hann um hversu Ísraelsmenn væru slæmir og hefðu rekið föður hans og fjölskylduna af landi þeirra í Palestínu.  Það væri ekki þeirra val að vera Jórdanir nú.  Ég átti bágt með að vökna um augun, þó að í þeim efnum hefði hann ýmislegt til síns máls.

Viðbjóður!  Það er bara ekkert annað orð betra um þessi smánarlegu morð sem kennd eru við heiður.  Hvaða heiður? 


mbl.is Myrti systur sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hít þvælunnar - Alþingi Íslendinga

Það er með ólíkindum hversu heimskuleg umræða á sér nú (í þessum skrifuðum orðum) stað á Alþingi í aðdraganda atkvæðagreiðslu þess um það hvort fulltrúar þjóðarinnar megi kanna hvaða samning ESB bjóði okkur við hugsanlega aðild. 

Listin að gera einfalt mál flókið er þar iðkuð af mikilli áfergju og miklum kröftum eitt í að ausa út tortryggni sinni varðandi aðildarviðræður.

Toppur heimskunnar kom frá Sigmundi Davíð formanni xB þegar hann rétt í þessu ásakaði ríkisstjórnina um að vera að fjalla um þetta mál í júlímánuði þegar enginn væri að fylgjast með.  Er maðurinn á sama landi og við? Er maðurinn á landi þar sem allt bankakerfið hrundi og það þarf að taka til hendinni? Loksins þegar Alþingi fer ekki í langt sumarfrí þegar mest ríður á, fer formaður Framsóknarflokksins að væla yfir því að verið sé að þoka umræðunni áfram.  Ég held að xB þurfi fljótlega að skipta aftur um formann.  Það getur varla nokkur flokkur sem einhvern heiður hefur horft upp á svona barnaskap.

Það er með ólíkindum að þrír þingmenn Borgarahreyfingarinnar séu að setja þetta mál að veði fyrir það að annað mikilvægt mál, IceSave málið, nái ákveðnum lyktum.  Þetta er einnig barnaskapur og ekki vænleg leið til að öðlast virðingu fólks.  Örvænting og þvinganir eru ekki það sem við viljum sjá hjá þingmönnum þjóðarinnar.

Fari svo að Alþingi felli tillögu ríkisstjórnarinnar nú, mun það kosta þjóðina hundruði milljóna og það eru hundruðir milljóna sem við eigum ekki til.  Heil þjóðaratkvæðagreiðsla og öll sú orka, tími og fjármunir sem fara í auglýsingar og fleira fyrir slíkt er gríðarlega kostnaðarsamt - og fyrir hvað? Slík kosning yrði út í bláinn því að við getum ekki vitað hvað ESB mun bjóða okkur varðandi landbúnaðinn og sjávarútveginn nema að við setjumst að samningarborðinu með sambandinu. 

Í stað þess að sýna dálítið traust og leyfa aðildarviðræðum að hefjast karpar digurmannlegt fólk á Alþingi - stofnunni sem við ættum að vera stoltust af, en nú vill maður helst bera hauspoka af skömm yfir þessari þvælu.  Bjarni Benediktsson, formaður xD gagnrýndi Katrínu Jakobsdóttur heilbrigðisráðherra fyrir að vera "flækta í neti" þess að greiða atkvæði með tillögu stjórnarinnar þó að hún vildi ekki ganga í ESB.  Ég aftur hrósa henni fyrir að sýna stjórninni það traust að fara með þetta mál og kanna málið til hlýtar með aðildarviðræðum.  Þannig á fólk að starfa saman.  Rétt eins og hjónaband, þá getur farsælt samstarf og uppbyggileg vinna, ekki byggt á öðru en á ákveðnu lágmarks trausti.  Ef við treystum ekki hvort öðru, hvernig ætlum við að byggja upp traust alþjóðasamfélagsins á okkur?  Fjárfestingarbrjálæðið rúði okkur trausti og nú þurfum við að starfa saman af skynsemi og heiðarleika. 

Að loknum samningarviðræðum við ESB er það þjóðin sem ákveður.


mbl.is „Bjart yfir þessum degi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Styðjum átak til stuðnings framförum í Íran - ákall Maryam Namazie um hjálp

Baráttukonan Maryam Namazie (írönsk/ensk, fyrrum múslimi, húmanisti, kvenréttindakona) sem heimsótti Ísland fyrir tæpum 2 árum sendi mér og öðru stuðningsfólki sínu um bætt mannréttindi í hinum Íslamska heim, eftirfarandi bréf:

-----

Iran Solidarity is to be officially launched on Monday July 13, 2009 from
12:30-1:30pm at the House of Lords in London. The organisation will be
established to organise solidarity for the people of Iran and stand with
them in opposition to the Islamic regime of Iran. IMG_0180_adj-600

To RSVP for the launch, please contact Maryam Namazie, Tel: +44 (0)
7719166731, iransolidaritynow@gmail.com.

Iran Solidarity's declaration and initial list of signatories follows:

Iran Solidarity

In June 2009 millions of people came out on to the streets of Iran for
freedom and an end to the Islamic regime. Whilst the June 12 election was a
pretext for the protests - elections have never been free or fair in Iran -
it has opened the space for people to come to the fore with their own
slogans.

The world has been encouraged by the protestors' bravery and humane demands
and horrified by the all-out repression they have faced. It has seen a
different image of Iran - one of a population that refuses to kneel even
after 30 years of living under Islamic rule.

The dawn that this movement heralds for us across the world is a promising
one - one that aims to bring Iran into the 21st century and break the back
of the political Islamic movement internationally.

This is a movement that must be supported.

Declaration

We, the undersigned, join Iran Solidarity to declare our unequivocal
solidarity with the people of Iran. We hear their call for freedom and stand
with them in opposition to the Islamic regime of Iran. We demand:

1. The immediate release of all those imprisoned during the recent
protests and all political prisoners
2. The arrest and public prosecution of those responsible for the
current killings and atrocities and for those committed during the last 30
years
3. Proper medical attention to those wounded during the protests and
ill-treated and tortured in prison. Information on the status of the dead,
wounded and arrested to their families. The wounded and arrested must have
access to their family members. Family members must be allowed to bury their
loved ones where they choose.
4. A ban on torture
5. The abolition of the death penalty and stoning
6. Unconditional freedom of expression, thought, organisation,
demonstration, and strike
7. Unconditional freedom of the press and media and an end to
restrictions on communications, including the internet, telephone, mobiles
and satellite television programmes
8. An end to compulsory veiling and gender apartheid
9. The abolition of discriminatory laws against women and the
establishment of complete equality between men and women
10. The complete separation of religion from the state, judiciary,
education and religious freedom and atheism as a private matter.

Moreover, we call on all governments and international institutions to
isolate the Islamic Republic of Iran and break all diplomatic ties with it.
We are opposed to military intervention and economic sanctions because of
their adverse affects on people's lives.

The people of Iran have spoken; we stand with them.

To join Iran Solidarity, click here: http://www.iransolidarity.org.uk.

Initial list of signatories:

Boaz Adhengo, Humanist and Ethical Union of Kenya, Kenya
Nazanin Afshin-Jam, Coordinator, Stop Child Executions Campaign, Canada
Mina Ahadi, Campaigner, Germany
Sargul Ahmad, Activist, Women's Liberation in Iraq, Canada
Susan Ahmadi, Mitra Daneshi, and Furugh Arghavan, Iran Civil Rights
Committee, Canada
Yasmin Alibhai-Brown, Writer and Columnist, UK
Mahin Alipour, Coordinator, Equal Rights Now - Organisation against Women's
Discrimination in Iran, Sweden
Farideh Arman, Coordinator, International Campaign in Defence of Women's
Rights in Iran, Sweden
Abdullah Asadi, Executive Director, International Federation of Iranian
Refugees, Sweden
Zari Asli, Friends of Women in the Middle East Society, Canada
Ophelia Benson, Editor, Butterflies and Wheels, USA
Julie Bindel, Journalist and Activist, UK
Russell Blackford, Writer and Philosopher, Australia
Nazanin Borumand, Never Forget Hatun Campaign against Honour Killings,
Germany
Caroline Brancher, UFAL, France
George Broadhead, Secretary of Pink Triangle Trust, UK
Children First Now, Sweden
Committee for the Freedom of Political Prisoners, UK
Communist Youth Organisation, Sweden
Council of Ex-Muslims of Britain, Germany, and Scandinavia
Count Me In - Iranian Action Network, UK
Shahla Daneshfar, Director, Committee for the Freedom of Political
Prisoners, UK
Richard Dawkins, Scientist, UK
Patty Debonitas, Third Camp against US Militarism and Islamic Terrorism, UK
Deeyah, Singer and Composer, USA
Equal Rights Now - Organisation against Women's Discrimination in Iran,
Sweden
Tarek Fatah, Author, Chasing a Mirage: The Tragic Illusion of an Islamic
State, Canada
AC Grayling, Writer and Philosopher, UK
Maria Hagberg, Chair, Network against Honour-Related Violence, Sweden
Johann Hari, Journalist, UK
Farzana Hassan, Writer, Canada
Marieme Helie Lucas, founder Secularism Is A Women's Issue, France
Farshad Hoseini, International Campaign against Executions, Netherlands
Humanist and Ethical Union of Kenya, Kenya
Khayal Ibrahim, Coordinator, Organization of Women's Liberation in Iraq,
Canada
Leo Igwe, Director, Nigerian Humanist Movement, Nigeria
International Campaign for the Defence of Women's Rights in Iran, Sweden
Iran Civil Rights Committee, Canada
International Committee against Executions, Netherlands
International Committee to Protect Freethinkers, Canada
International Committee against Stoning, Germany
International Federation of Iranian Refugees, Sweden
International Labour Solidarity, UK
Iranian Secular Society, UK
Ehsan Jami, Politician, the Netherlands
Asqar Karimi, Executive Committee Member, Worker-communist Party of Iran, UK

Hope Knutsson, President, Sidmennt - the Icelandic Ethical Humanist
Association, Iceland
Hartmut Krauss, Editor, Hintergrund, Germany
Sanine Kurz, Journalist, Germany
Ghulam Mustafa Lakho, Advocate, High Court of Sindh, Pakistan
Derek Lennard, UK Coordinator of International Day against Homophobia, UK
Nasir Loyand, Left Radical of Afghanistan, Afghanistan
Kenan Malik, writer, lecturer and broadcaster, UK
Johnny Maudlin, writer of Neda (You Will Not Defeat The People), Canada
Stefan Mauerhofer, Co-President, Freethinker Association of Switzerland,
Switzerland
Anthony McIntyre, Writer, Ireland
Navid Minay, General Secretary, Communist Youth Organisation, Sweden
Reza Moradi, Producer, Fitna Remade, UK
Douglas Murray, Director, Centre for Social Cohesion, UK
Maryam Namazie, Campaigner, UK
Taslima Nasrin, Writer, Physician and Activist
National Secular Society, UK
Never Forget Hatun Campaign against Honour Killings, Germany
Nigerian Humanist Movement, Nigeria
Samir Noory, Writer, Canada
Yulia Ostrovskaya and Svetlana Nugaeva, Rule of Law Institute, Russia
One Law for All Campaign against Sharia Law in Britain, UK
Peyvand - Solidarity Committee for Freedom Movement in Iran, Germany
Pink Triangle Trust, UK
Fariborz Pooya, Founder, Iranian Secular Society, UK
Revolutionary Association of the Women of Afghanistan, Afghanistan
Flemming Rose, Journalist and Editor, Denmark
Rule of Law Institute, Russia
Fahimeh Sadeghi, Coordinator, International Federation of Iranian
Refugees-Vancouver, Canada
Arash Mishka Sahami, TV Factual Producer, UK
Terry Sanderson, President, National Secular Society, UK
Michael Schmidt-Salomon, Philosopher, Author and Ralph Giordano Foundation
Spokesperson, Germany
Gabi Schmidt, Teacher, Germany
Karim Shahmohammadi, Director, Children First Now, Sweden
Sohaila Sharifi, Editor, Unveiled, London, UK
Udo Schuklenk, Philosophy professor, Queen's University, Canada
Issam Shukri, Head, Defense of Secularism and Civil Rights in Iraq; Central
Committee Secretary, Left Worker-communist Party of Iraq, Iraq
Bahram Soroush, Public Relations, International Labour Solidarity, UK
Peter Tatchell, Human Rights Campaigner, UK
Dick Taverne, Baron, House of Lords, UK
Hamid Taqvaee, Central Committee Secretary, Worker-communist Party of Iran,
UK
Third Camp, UK
Karin Vogelpohl, Pedagogue, Germany
Babak Yazdi, Head of Khavaran, Canada
Marvin F. Zayed, President, International Committee to Protect Freethinkers,
Canada
 
-----

Þvi miður hafði ég ekki tíma til að þýða bréfið en það er ákall hennar um stuðning okkar við bætt mannréttindi og lýðræði í Íran.  Við getum stutt þetta átak með því að skrá okkur á undirskriftalista samtakanna "Iran Solidarity" (Samstaða Íran).  Þetta er mikilvægt í kjölfar þeirra atburða sem áttu sér stað í kringum nýafstaðnar forsetakosningar þar. 

Leggjum okkar á vogarskálarnar!


Fyrir 1. flokks þegna Íslands

Í frétt Fréttablaðsins „Hálfur milljarður í Hallgrímskirkjuturn“ þ. 22. júní sl. (bls. 2) kemur fram að borgarstjórnin hafi velt fyrir sér því að með fyrirhuguðu 228 milljóna framlagi sínu (á móti ríkinu) hafi hún mögulega verið að brjóta á jafnræði gagnvart öðrum trúfélögum. 

Það brot á jafnræði var þó fljótt afgreitt sem mun léttara lóð á vogarskál réttlætisins því „um væri að ræða höfuðkirkju landsins og eitt helsta kennileiti Reykjavikurborgar sem jafnframt er hluti af byggingarsögu Íslands“. 

Þessu má svara með því að rétt eins og að Valhöll, hús Sjálfstæðismanna er ekki höfuðskrifstofa stjórnmála landsins þá er ekki réttlætanlegt að kalla þessa kirkju eins safnaðar einhverja höfuðkirkju allra landsmanna.  Slíkt er hreinn yfirgangur. 

Vissulega er Hallgrímskirkja kennileiti og hluti af byggingarsögunni, en hún er í einkaeign trúfélags sem á digra sjóði og er ekki vorkunn að standa undir eigin viðhaldi.  Þjóðkirkjan fær að njóta þess að hafa þessa kirkju á einum besta stað borgarinnar og því ætti hún að sýna fulla ábyrgð á viðhaldi hennar og útliti svo ekki verði lýti af.

Í þeirri bók sem stoltir kristnir menn vilja gjarnan kalla „bók bókanna“ segir á mörgum stöðum að náð fyrir augum Guðs almáttugs felist ekki í því að safna veraldlegum auði, heldur fylgja orðinu og deila brauðinu, sbr. hin ágætu orð í Lúk. 9,25:

Hvað stoðar það manninn að eignast allan heiminn, en týna eða fyrirgjöra sjálfum sér? 

Á hinn bóginn stendur á enn fleiri stöðum í sömu bók að Guð og hinn erfðafræðilega ómögulega sonur hans Jesú, séu alfa og ómega alls sem hugsast getur, sérstaklega hluta eins og óskoraðs valds, kærleika, visku, fyrirgefningu, hjálpræðis og áreiðanleika.  Hyggilegt sé að treysta á Guð og láta ekki mannlega skynsemi þvælast fyrir.  Í fagurgylltri bókinni „Orð dagsins úr Biblíunni“ eftir hinn ástsæla biskup Ólaf Skúlason, sem fékk áberandi stað í bókabúðum yfir fermingartímann síðastliðið vor, má lesa perlur eins og fyrir daginn 5. maí:

Treystu Drottni af öllu hjarta, en reiddu þig ekki á eigið hyggjuvit (Orðskv. 3,5).  

Önnur tilvitnun í þessari bók Ólafs ber þess vitni um hvaðan sumir kristnir trúarleiðtogar landsins fá þá glórulausu hugmynd að ekkert eigi upphaf utan kristninnar, því fyrir daginn 21. júní er vitnað í Jóh. 15,5:

Sá ber mikinn ávöxt, sem er í mér og ég í honum, en án mín getið þér alls ekkert gjört.   

Þrátt fyrir boðskap um nægjusemi, var það fyrsta verk frumkirkjunnar í Róm á 2-4. öld að safna gríðarlegum auði.  Það var ekki óalgengt að fólk eftirléti kirkjunni þriðjung eigna sinna af sér látnum.  Þessi stefna tryggði henni veraldlegt vald og hinn ríkulegi boðskapur hennar um óskorað einræði yfir trúarlífi fólks gerði hana ákaflega hentuga fyrir keisara og einræðisherra, sem í samvinnu við biskupa gátu tryggt völd sín enn frekar með guðlegri blessun.  

Ægivald þetta hrundi með tilkomu húmanískrar og vísindalegrar hugsunar sem gjörbreytti heimsmynd manna og gaf áræðni til sjálfstæði og frjálsra skoðanaskipta, en leifar þess lifa þó enn góðu lífi í mörgum vestrænum þjóðfélögum.

Á sviði lífsskoðana og trúarlífs Íslendinga hefur hin evangelísk-lúterska kirkja skapað sér rækileg forréttindi og sérstakan aðgang að stjórnvöldum. Ein kirkna er hún á launum hjá þjóðinni og um hana hefur aldrei verið kosið. Gríðarlegur kostnaður við hana hefur aldrei fengið að komast upp á pallborð stjórnmálaumræðunnar, þrátt fyrir að hún minnki hlutfallslega með hverju ári og er nú með undir 80% landsmanna skráða.  Með aflögn hennar mætti spara 3-6 milljarða árlega háð mismunandi útfærsluleiðum.  Þjónar hennar rukka hvort eð er gjöld fyrir athafnir svo hverju er verið að tapa?

Siðmennt, félagi siðrænna húmanista, var neitað um húsaleigustyrk (kr. 250 þúsund vegna leigu kennsluhúsnæðis við borgaralega fermingu) af hálfu Reykjavíkurborg síðastliðinn vetur, en á sama tíma felldi borgin niður 17 milljóna krónu skuld Langholtskirkju og nú á að greiða ríflega 228 milljónir til viðgerðar á Hallgrímskirkju næstu árin og búist viðað ríkið geri hið sama. Digrir sjóðir þjóðkirkjunnar og miklar jarðeignir mega ávaxta sig í friði. 

Ásatrúarfélaginu var neitað af dómstólum aðgangi að jöfnunarsjóði kirkna þegar það vildi láta reyna á 64. málsgrein stjórnarskrárinnar um að:

...enginn megi neins í missa af borgaralegum og þjóðlegum réttindum fyrir sakir trúarbragða sinna,...

Það blasir við, en fáir vilja heyra að þeir 2. flokks og 3. flokks þegnar þjóðarinnar (20.6%) sem ekki eru í þjóðkirkjunni eru meðhöndluð sem menningarleg úrhrök – andlit sem ekki þarf að horfa framan í. 

  Jesú átti að hafa deilt út brauði til allra, en ef að það er kristið siðgæði sem stýrir hönd stjórnvalda í útdeilingu „brauðsins“ til lífsskoðunarfélaga á Íslandi, þá er boðskapur þess í raun sá að aðeins eitt félag sé verðugt.  Hinn evangelísk-lúterski (gagnkynhneigði karl-) maður Íslands er hinn útvaldi og saga hans og eignir eru öðru mikilvægara.

----

Grein þessi var birt í Morgunblaðinu í dag 10. júlí 2009. 

Athugasemd vegna prentúgáfu greinarinnar:  Prófarkalesari blaðsins breytti þar mynd orðsins "ómögulega" yfir í "ómögulegi" og fékk því setningin um Guð og Jesú dálítið aðra merkingu fyrir vikið.  Ætlunin er að segja að það sé erfðafræðilega ómögulegt að geta son á þann veg sem Guð á að hafa getið Jesú með Maríu, en ekki að segja að Jesú sé ómögulegur. 


Nokkrar tilvitnanir til heiðurs skynseminni

Það er gott að orna sér stundum við hnyttin eða skörp orð fólks sem vissi hvað það söng, ekki síst nú á tímum þegar þrátt fyrir allt upplýsingaflæðið, vaða hindurvitnin og sjálfsblekkingarnar um allt.  Hér fara nokkrar tilvitninar í merka menn sögunnar.

Thomas Jefferson, 3. forseti Bandaríkjanna er í miklu uppáhaldi hjá mér.  Hann skrifaði í bréfi einu til yngri manns sem hann var að gefa ráðleggingar:

Með djörfung skaltu draga í efa jafnvel tilveru guðs; því ef slíkur er til, þá hlýtur hann að halda í heiðri notkun skynseminnar, frekar en að blinda hana með ótta.

Rithöfundurinn George Bernard Shaw skrifaði:

Sú staðreynd að hinn trúaði sé hamingjusamari en efahyggjumaðurinn er engu nær lagi en sú staðreynd að drukkinn maður er hamingjusamari en sá allsgáði.

Stærðfræðingurin, heimspekingurinn, sagnfræðingurinn og nóbelsverðlaunahafinn Bertrand Russell sagði:

Eftirsóknarverður er ekki viljinn til að trúa, heldur löngunin til að finna út um hlutina, sem er alger andstæða þess.

Hér er eitt snoturt frá Charles Darwin, sem átti 200 ára fæðingarafmæli fyrr á árinu:

Ég get ekki sannfært sjálfan mig um að góðviljaður og almáttúgur Guð hefði með hönnun skapað ... það að kettir skuli leika sér að músum.

Rokkarinn kunni og háðfuglinn Frank Zappa sagði:

Munurinn á trúarbrögðum (religions) og sértrúarsöfnuðum (cults) ræðst af því hversu miklar fasteignir þeir eiga.

Ég gef svo Benjamin Franklin einum af "landsfeðrum" Bandaríkjanna, síðasta orðið:

Eina leiðin til að opna augun fyrir trú er að loka augum skynseminnar

 

Góðar stundir!

Svanur


Af EES, IceSave reikningum og ábyrgð

Jón Baldvin Hannibalsson skrifaði á dögunum ágætis grein um þann fjárglæfraleik sem IceSave ævintýrið var og setur hlutina í ákveðið samhengi - samhengi við fjármálaglæpamenn sem nú sitja fyrir dómstólum í Bandaríkjunum. 

Ég er langt kominn með lestur bókarinnar "Sofandi að feigðarósi" eftir Ólaf Arnarson og mæli ég hiklaust með lestri hennar.  Af þeim upplýsingum sem þar eru og því sem ég hef fengið annars staðar frá þá er það ljóst að IceSave innlánsreikningarnir voru bara hálmstrá sem náði ekki að bjarga Landsbankanum frá þeim offjárfestingum sem hann var kominn í.  Viðskiptamódel hans virkaði vel í gnægð lausafjárs en jafn illa í lausafjárskreppu sem hafði skollið á upp úr byrjun árs 2005. 

Davíð Oddsson seldi bankann mönnum sem kunnu að reka fjárfestingarfélag, en ekki viðskiptabanka sem á endanum væri uppá ábyrgð þjóðarinnar kominn.  Í stað erlendrar þekkingar inn í landið fékkst aðeins íslensk tilraunamennska í útrás þegar stærsti banki landsins var einkavæddur með því að selja hann Íslendingum en ekki erlendum aðilum í bland við dreifða íslensks eignaaðild. 

Með EES samningnum sem JBH og Davíð höfðu tryggt landinu sköpuðust skilyrði til að hreyfa fjármagn og afla sér menntunar og starfa um alla Vestur-Evrópu.  Það var var og er mikils virði.  EES samningurinn veitti frelsi, en er ekki orsök þess glapræðis sem fjárfestingarbankarnir leiddust út í.  Það er álíka vitlaust að segja að það að veita þræl frelsi sé hið sama og gera hann að glæpamanni, geri hann svo eitthvað af sér.  Frelsið gerir það að verkum að við berum ábyrgð á því sem við gerum, en það er svo siðferðisþroskinn og siðferðisþrekið sem segir til um það hvort að frelsið sé nýtt til góðra eða slæmra hluta.  Ásakanir sumra á blogginu og athugasemdum við grein Jóns Baldvins Hannibalssonar um að hann beri ábyrgð á hruninu með því að hafa verið forvígismaður þess að Ísland gerðist aðili að EES er því alger rökleysa.

Það eru fyrst og fremst fjárfestarnir sem bera ábyrgðina þó ekki beri þess merki eftir hrunið.  Eftirlits- og taumhaldsskylda stjórnvalda er einnig réttmætt skotmark gagnrýni, sérstaklega eftir að skýrslur hagfræðinga og stofnana báru þess merki að stormur væri í aðsigi.  Reynsluleysi og afneitun ráðamanna ásamt því að á lokastigunum fékk stjórnarformaður Seðlabankans að vaða yfir allt með sínum valdhroka og óvarkárni, setti svo punktinn yfir i-ið.  Tilraunin stóra hafði misheppnast og þjóðin þurfti nú að blæða fyrir sukkveisluna hrikalegu.  Verðum við að borga? Já, hvort sem okkur líkar betur eða verr.  Við verðum öll að bera byrðarnar.  Hlutverk stjórnvalda er einfaldlega að reyna að jafna þær yfir á sem flest bök og að enginn sleppi við að taka ábyrgð.  Einfalt hugtak en verulega flókið í framkvæmd.


Hugljúf stund hjá Siðmennt

Það var hugljúf stund í dag með alþingismönnunum Þór Saari, Birgittu Jónsdóttur, Margréti Tryggvadóttur (öll xO) og Lilju Mósesdóttur (xVg).  Einnig var þarna varaþingmaður Hugvekja JóhannsBorgarahreyfingarinnar Katrín Snæhólm Baldursdóttir.  Þetta kjarkaða fólk sem þorði að brjóta sig út úr áratugagömlu "rituali" fyrir setningu Alþingis, lét ekki stýrast af hefðarrökum ("af því að svoleiðis hefur það verið gert á Íslandi") og meirihlutaþrýstingi til þess eins að virðast samheldin.  

Alþingi og trúarbrögð eiga að vera aðskilin og því ber þingmönum ekki skylda að sækja messu í tengslum við starf sitt.  Í annan stað eru mun fleiri lífsskoðanir en sú kristna og margir þingmenn eru ekki kristnir.  Það á því ekki að beita félagslegum þrýstingi á það fólk sem hefur aðrar skoðanir en þá kristnu til að mæta í Dómkirkjuna. 

Heppilegast er að Alþingi hafi ekki nein tengsl við lífsskoðunarfélög á þennan máta, en á meðan þingið vill fara í messu er til bóta að til sé veraldlegur valkostur óháður trúarbrögðum.  Siðmennt veitti þann valkost í dag og tókst vel til þó auðvitað hefðu fleiri alþingismenn mátt iðka frelsi sitt.

Hugvekja Jóhanns Björnssonar er birt á síðu Siðmenntar.  Myndband af því verður birt síðar.


mbl.is Óþarfi að blanda Guði inn í þinghaldið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í átt að jafnræði

Þó lítill tími væri til undirbúnings ákvað stjórn Siðmenntar að bjóða nýkosnum alþingismönnum valkost við trúarlega guðsþjónustu fyrir setningu Alþingis í dag föstudaginn 15. maí kl 13:30.  Á sama tíma geta þeir alþingismenn/alþingiskonur sem vilja, trítlað yfir á Hótel Borg og hlustað á hugvekju Jóhann Björnssonar, heimspekings og athafnarstjóra hjá Siðmennt um mikilvægi góðs siðferðis í þágu þjóðar.  Þessi stundi í boði Siðmenntar verður að mestu óformleg og frjálsleg.  Þingmennirnir fá léttar veitingar og geta spjallað saman eftir hugvekjuna þar til tími er kominn til að trítla inn í sal Alþingis á ný til setningar þingsins.  Þetta er því svolítið í anda þess að vera frjáls undan því að klæðast bindi í þingsal, þau auðvitað búist ég við að allir verði prúðklæddir við setninguna.

Samkvæmt ákvæðum stjórnarskrár ríkir hér trúfrelsi og er það í raun svo, en það segir ekki alla söguna.  Ef við tökum dæmi úr öðru þá sést að það er ekki nóg að hafa atvinnufrelsi ef enginn vill ráða þig.  Það er ekki nóg fyrir konur að hafa sama rétt til sömu launa og karlar ef í rauninni er þeim mismunað.  Þannig er það með lífsskoðunarmálin (trúarlegar eða veraldlegar lífsskoðanir).  Við megum hafa þá sannfæringu að trúa ekki á guð eða annan æðri mátt, en ríkið, með lögum sínum, setur trúlaust fólk í 3. flokk á eftir trúuðu fólki í trúfélögum utan þjóðkirkjunnar sem er í 2. flokki á eftir 1. flokki sem er fólk í þjóðkirkjunni.  Þetta fyrsta flokks fólk fær gríðarlegan fjárstuðning til kirkju sinnar, sem er langt umfram það sem annars flokks fólkið fær og að auki fá prestar fyrsta flokks fólksins sérstök tækifæri til að messa yfir þjóðinni í ríkisfjölmiðlum og ganga við hlið forseta þjóðarinnar og leiða þingmenn inní kirkju sína fyrir hverja setningu Alþingis og boða þeim fagnaðarerindið.  Hin trúfélögin, 2. flokks þegnar í þessu tilliti, fá engin slík félagsleg forréttindi þó vissir söfnuðir hafi jú fengið að messa í útvarpinu öðru hvoru í gegnum árin.

Líkt og dalítarnir (lægst setta stéttin) í Indlandi, verða siðrænir húmanistar á Íslandi að þola óréttlæti og ójöfnuð þó ólíku stigi sé saman að jafna, en Siðmennt er eina lífsskoðunarfélagið sem fær ekki neitt frá ríkinu.  Eini styrkurinn sem Siðmennt hefur fengið frá opinberum aðila var húsaleigustyrkur vegna kennsluhúsnæðis fyrir borgaralega fermingu, frá Reykjavíkurborg í 3 ár, en hann var felldur niður í ár, án sérstakra útskýringa.  Það olli mörgum foreldrum barna í borgaralegri fermingu sárum vonbrigðum því kostnaðurinn dreifðist á þá.  Á meðan þetta gerðist var kirkju einni í bænum afskrifaðar skuldir upp á um 17 milljónir króna.  Ágætis bónus það ofan á jöfnunarsjóð og kirkjusjóð, sem þjóðkirkjan fær aukretis við sóknargjöldin.  Prestar eru á launum hjá ríkinu við sína fermingarfræðslu en foreldrarnir bera kostnað við hófleg laun kennara í fermingarfræðslu Siðmenntar.  Siðmennt gefur börnum val, en ríkið styður einungis við val þeirra sem "leitast til við að gera Jesú Krist að leiðtoga lífs síns". 

Nú mun Siðmennt veita þingmönnum val.  Smekkleg og hógvær veraldleg hugvekja um siðferðisleg málefni þjóðar verður flutt á Hótel Borg fyrir þá alþingismenn sem ekki eru kristinnar trúar og vilja eiga notalega stund án þess að hlusta á boðun trúar eða vera óbeint beðnir að biðja bæna eða syngja sálma, þ.e. taka þátt í athöfn sem hæfir ekki lífsskoðun þeirra.  Það er ljóst að sumir þingmenn Borgarahreyfingarinnar voru ekki að finna sig í hefðinni.  Birgitta Jónsdóttir, alþingiskona segir á bloggi sínu:

Ég ætlaði ásamt nokkrum þingfélögum að vera úti á Austurvelli í stað þess að sækja messuna - finnst persónulega ekki rétt að blanda saman trúarbrögðum og þinghaldi. Veit að þetta er hefð og allt það en mér ber að fara eftir minni eigin siðferðisvitund varðandi þingstörf.

Ímyndið ykkur að Alþingi er í raun samkvæmt venjuhefð að bjóða uppá trúarlega athöfn sem alls ekki passar öllum þingmönnum og jafnvel þó þeir væru kristnir gæti verið að þeir vilji ekki blanda saman þingstarfinu og trúarbrögðum, með réttu.  Ímyndið ykkur hversu neyðarlegt það er að setja þá þingmenn sem ekki eru kristnir í þá stöðu að þurfa að sitja eftir eða standa á Austurvelli til þess að fylgja sannfæringu sinni!  Hvernig ætli Birgittu muni líða, standandi í fámenni á Austurvelli, gagnvart hinum nýja vinnustað sínum, sem er "á mála" hjá einu trúfélagi, einni trúarskoðun og hefur þar forsetann í liði með sér einnig?  Líðanin er líklega ekki ósvipuð og hjá hjá barni sem sökum lífsskoðunar foreldra sinna þarf að sitja eitt þegar bekkjarfélagar hennar lesa valda kafla úr Biblíunni í kristinfræði eða hlusta á káta djákna spila og syngja Áfram Kristmenn krossmenn! fyrir hin börnin í leikskólanum. 

Ísland hefur aldrei stigið aðskilnaðarskref ríkis og kristinnar kirkju til fullnustu og þjóðin hefur aldrei fengið að kjósa um málið.  Það þarf reyndar ekki að kjósa um slíkt mál því að hér er um að ræða einfalda kröfu um að gera tvennt:

  1. Aðskilja vald í samræmi við þær kenningar um lýðræðisríki sem hugsuðir og framámenn Upplýsingarinnar (1650-1850) kenndu okkur.  Það nægir ekki að aðskilja bara löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald, heldur þarf að aðskilja vel hið gamla kóngs-prests-vald með því að halda algeru trúarlegu hlutleysi og jafnræði innan hinna veraldlegu skipuðu ríkisstofnana.  Þessi aðskilnaður þarf að vera bæði fjárhagslegur og félagslegur.  Þetta skyldi Thomas Jefferson þegar hann og stofnendur Bandaríkjanna bjuggu til stjórnarskrá þar í landi sem innihélt ekki orð um guð og mismunaði ekki þegnunum eftir lífsskoðunum þeirra.
  2. Að algert jafnræði ríki í meðhöndlun ríkisins gagnvart trúarlegum og veraldlegum lífsskoðunarfélögum.  Ríkið á sem minnst að hafa afskipti af lífsskoðunarfélögum og nota fé skattgreiðenda fyrst og fremst í uppbyggingu mennta-, heilbrigðis- og félagskerfis.  Á lingói mannréttindafrömuða kallast þetta "krafan um jafna meðferð".  Hún hefur algeran forgang og ef ríkið/fólkið ákveður að styðja við lífsskoðunarfélög á að gera það þannig að öll fái það sama.

Þetta var lærdómur Upplýsingarinnar og nútímans eftir heimsstyrjaldirnar.  Með þessi sjónarmið í huga var veraldleg yfirlýsing um mannréttindi allra samþykkt af Sameinuðu Þjóðunum arið 1948.  Sum lönd eins og Frakkland tóku þessar hugsjónir alla leið en Norðurlöndin gátu ekki brotist undan áhrifamætti og fjárhagslegum ítökum hinnar evangelísk-lútersku kristnu kirkju og mynduðu með henni eins konar fyrirskipað hjónaband.  Norðmenn hafa bætt talsvert jafnræðismálin og Svíar hafa lagt niður þjóðkirkjufyrirkomulagið.  Með losun tabúa um umræður um trúmál undanfarin 10-15 ár eru þjóðirnar smám saman að sjálfmennta sig um þessi mál því ekki eru jafnræðismál kennd í skólum.  Brétar losuðu sig við guðlastslögin sín fornu í fyrra og þess sér víða merki að það eru að renna upp nýjir tímar.  Nú er svo komið að þjóðkirkjan hefur rétt undir 80% skráningu og samkvæmt könnun hennar via Gallup árið 2004 eru 19.6% þjóðarinnar trúlausir.  Ljóst er að sjálfkrafa skráning ungabarna í trúfélag móður stenst ekki siðferðislegar kröfur um að hér sé um meðvitaða ákvörðun að ræða, gerða af báðum foreldrum og að börn séu ekki stimpluð eftir skoðunum foreldra, ekki frekar en þau eru gerð það í tilviki stjórnmálanna.  Engum dytti í hug að segja:  "þetta er Sjálfstæðisbarn" eða "Samfylkingarbarn".  Báðir stjórnarflokkarnir hafa á stefnuskrá sinni að jafna stöðu lífsskoðunarfélaga og því verður fróðlegt að fylgjast með þessum málum á Alþingi næstu misserin.  Aðkallandi efnahagsvandi útheimtir athygli þingsins, en það mun koma að því að mannréttindin fái sína daga. 

Til hamingju Siðmennt og allir þeir sem vilja eiga val um annað en ríkistrúnna!  Hvort sem nokkur þingmaður mætir eða ekki í hugvekju Siðmenntar þá er blað brotið í sögu landsins með þessu boði félagsins.  Ég veit að vinur minn Jóhann Björnsson, heimspekingur, kennari og athafnarstjóri hjá Siðmennt mun gefa þingmönnum gott hugarfóður blandað með nokkrum broskítlum í hugvekju sinni fyrir þau mikilvægu störf sem framundan eru á Alþingi.


mbl.is Hugvekja í stað guðsþjónustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mögulega skaðleg fyrirsögn fréttar

Dr. Amen á bunka af umfjöllunum á skottulækningavaktinni, en það er margverðlaunuð vefsíða sem inniheldur gagnrýni á alls kyns skottulækna og kuklara víða um heim.

Vinsamlegast kynnið ykkur þessa rannsókn og gagnrýni á hana áður en þið hellið niður kaffinu.  Wink

Það er ekki sérlega ábyrgt af mbl.is að koma með þessa frétt án þess að kanna gagnrýni á rannsóknina áður.  Erlendis er til grein blaðamennsku sem sérhæfir sig í heilbrigðismálum og ábyrgum fréttum af þeim, en því miður bólar ekki á neinu slíku hérlendis.  Aftur og aftur sér maður bullið etið upp eftir erlendum ógagnrýndum erlendum heimildum.


mbl.is Kaffi skaðar heilann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bréf baráttukonu

Baráttukonan og húmanistinn Maryam Namazie sendi mér og fleiri stuðningsmönnum bréf í vikunni sem á erindi til allra þeirra er vilja leggja mannréttindabaráttu kvenna lið.  Hún er einn af forvígismönnum samtakanna „Council of Ex-Muslims in Britain” og hefur sýnt mikið hugrekki í baráttunni gegn trúarlega boðuðum mannréttindabrotum.  Maryam heMaryam Namazie í HÍimsótti Ísland í september 2007 í boði Siðmenntar og Alþjóðastofnunar HÍ og hélt tvo fyrirlestra fyrir fullu húsi og kom fram í viðtali í Kasljósi RÚV.  Í þessu bréfi vekur hún athygli á þróun mála í nokkrum ríkjum múslima og biður um stuðning við stofnun nýrra alþjóðlegra samtaka „International Coalition for Women’s Rights”.  Ég birti hér bréfið í heild sinni því að það er opið til allra þeirra sem vilja leggja málefninu lið. 

----- 

Hello
 
Since our last email, we have been busy organising an International
Coalition for Women's Rights, to which a number of well-known personalities
and organisations have signed up.
 
As you know, on April 19, 2009, the Somali parliament unanimously endorsed
the introduction of Sharia law across the country. A few days earlier, the
imposition of Sharia law in Pakistan's northwestern Swat region was
approved. Last month, a sweeping law approved by the Afghan parliament and
signed by President Hamid Karzai required Shi'a women to seek their
husband's permission to leave home, and to submit to their sexual demands.
Because of international and national protests the new law is now being
reviewed but only to check its compatibility with Sharia law.
 
The imposition of Sharia law in the legal codes of Somalia, Pakistan and
Afghanistan brings millions more under the yoke of political Islam.
 
Local and international pressure and opposition are the only ways to stop
the rise of this regressive movement and defend women's universal rights and
secularism.
 
From Iran and Iraq to Britain and Canada, Sharia law is being opposed by a
vast majority who choose 21st century universal values over medievalism.
Join us in supporting this international struggle and calling for:
 
* the abolition of discriminatory and Sharia laws
* an end to sexual apartheid
* secularism and the separation of religion from the state
* equality between women and men
 
You can find a list of initial signatories here:
http://www.equalrightsnow-iran.com/discriminatory_laws.html
 
You can join the International Coalition for Women's Rights by signing here:
http://www.petitiononline.com/ICFWR/petition.html
 
If you haven't already done so, you can also sign a petition opposing Sharia
law in Britain here:
http://www.onelawforall.org.uk/index.html
 
We must mobilise across the globe in order to show our opposition to Sharia
law and our support and solidarity for those living under and resisting its
laws.
 
In the coming months, we will be organising towards mass rallies in various
cities across the globe on November 21. We've chosen this date to mark both
Universal Children's Day (November 20) and the International Day for the
Elimination of Violence against Women (November 25). If you are interested
in helping us organise a rally in your city, please contact us.
 
And please don't forget we need money to do all that has to be done. And we
have to rely on those who support our work to provide it.
 
If you are supportive, there are many ways you can raise funds. You can:
 
* send in a donation - no matter how small
* organise a picnic or cook a dinner for your friends or colleagues and ask
them to contribute to our work
* invite us to speak and raise money for our work at the event
* hold sales or organise a concert or exhibition and donate the proceeds to
us
* ask if your workplace gives donations to employee causes and make an
application.
 
You can send in your donations via Paypal
(
http://www.onelawforall.org.uk/donate.html) or Worldpay
(
http://www.ex-muslim.org.uk/indexDonate.html) or make cheques payable to
CEMB or One Law for All and mail them to: BM Box 2387, London WC1N 3XX, UK.
 
We look forward to hearing from you.
 
Best wishes
 
Maryam
 
Maryam Namazie
 
* You can read the latest issue of Equal Rights Now - Organisation against
Women's Discrimination in Iran, which also highlights some urgent execution
and stoning cases in Iran, here:
http://www.equalrightsnow-iran.com/publications.html
 
* To help organise a November 21 rally, volunteer or for information on our
work, contact us at onelawforall@gmail.com or exmuslimcouncil@gmail.com. For
more information on the Coalition for Women's Rights, please contact
coalition coordinator Patty Debonitas +44 (0) 7778804304, ICFWR, BM Box
2387, London WC1N 3XX, UK, icwomenrights@googlemail.com.

-----


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband