Færsluflokkur: Dægurmál

Klukkið mitt

Ég var klukkaður af Margréti St Hafsteins og gat ekki skorast undan.  Hér rek ég út úr mér garnirnar: Sick

Fjögur störf sem ég hef unnið um Ævina

1 - Spýtnakofa - og kassabílagerð við Melaskóla Gasp (þegar ég var unglingur)

2 - Póstútburður, póstflokkun, röðun í póstbox og upptaka úr póstpokum  (líka unglingur)

3 - Líkamsræktarþjálfari - kenndi hvernig pumpa á stálið Pinch

4 - Söfnun sýna frá legvatni og naflastrengjum kvenna sem urðu fyrir mengun frá 9/11 New York.

p.s. ég fékk leyfi frá konunum Grin

Fjórar Bíómyndir sem ég held upp á

1 - On the Waterfront (1954).  - hef ótrúlega nostalgíu fyrir þessari fallegu mynd.

2 - American beauty  - lætur engan ósnortinn.

3 - Cidade de Deus - uppeldissaga krimma í Rio - mögnuð frásögn.

4 - The Contender (2000) - kona með hugsjónir verður varaforseti USA

p.s. púff þetta er erfitt val því margar eru kallaðar.  Hér er listinn minn á IMDb.com

Fjórir staðir sem ég hef búið á

1 - Reykjavík (Vesturbær: Hringbraut, Brávallagata, Rekagrandi)

2 -  Reykjvík (Austurbær: Stórholt)

3 -  Manhattan, New York (Wash. Heights og Spanish Harlem)

4 -  Mosfellsbær (Teigar)

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar

1 -  Boston Legal.  Alan Shore kryfur mannréttindin og Denny Crane sér um fíflaganginn.

2 - Cosmos:  Carl Sagan með undursamlega þætti um himingeiminn

3 - Næturvaktin:  Bestu íslensku leiknu þættirnir sem ég man eftir.

4 - Real Time with Bill Maher.  Þáttur á HBO í USA.  Beittur háðsfugl með skarpa sýn á stjórnmál í ljósi mannréttinda og frelsis.  Langbesti viðtalsþáttur sem ég sá í USA.  Því miður ekki sýndur hér.

 

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríium

1 - San Fransisco:  Líklega fallegasta borg USA.

2 - Selva: stærsta skíðasvæði alpanna staðsett í  Norður-Ítalíu.  Magnaður staður.

3 - Jaipur, Indlandi

4 - Milford Sound, Nýja-Sjálandi

p.s. allt of fáir möguleikar

Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg

1 - mbl.is

2 - msn.com / newyorktimes.com

3 - humanism.org.uk

4 - wikipedia.org

p.s. Ég skoða nær engar síður daglega, en þessar skoða ég helst. (stolin setning frá Margréti Wink)

Fernt sem ég held upp á matarkyns

1 - Piparsteik W00t og rautt

2 - Indverskur matur hvers kyns

3 - Sushi

4 - Svið, harðfiskur, ýsa og kartöflur

p.s. Pepsi Max og Faustino I  Cool.

Fjórar bækur sem ég hef lesið oft

1 - Tarzan - las nær allar sem til voru sem krakki.  Algert basic. Ninja Fyrstu bókina las ég nokkrum sinnum.

2 - Call of the Wild (Óbyggðirnar kalla) eftir Jack London.  Bæði á íslensku og ensku.

3 - Hobbit (íslensku og ensku)

4 - Siðfræði lífs og dauða.  Frábær bók Vilhjálms Árnasonar sem opnaði margt nýtt fyrir mér.

p.s. maður gluggar oft í ýmsar bækur, en það telst ekki heill lesturWoundering

Fjórir bloggarar sem ég klukka

Kristinn (Andmenning), Sigurður Rósant, Astan (Ásta Kristín Norrman) og Sigurlín Margrét

Nú hef ég lokið mínu klukki þökk sé Margréti St. hinni kyngimögnuðu. Wizard


"Föst leikatriði" hjá Fótboltastofnun Íslands

Það eru rúm tvö ár síðan ég heyrði fyrst íþróttafréttamenn tala um "föst leikatriði" í fótbolta.  Mér hefur aldrei líkað við þetta orðalag en ekki alveg gert mér grein fyrir því hvers vegna.  Ég ætla gera tilraun til að útskýra það hér.  Ég hef alltaf haft taugar til fótboltans frá því er ég var krakki og vil halda boltanum frá því að hljóma eins og uppfinning úr tækniháskóla.

Í fyrsta lagi þá hef ég aldrei vitað til þess að fótbolti innihéldi eða samanstæði af "atriðum".   Orðið "atriði" er eitthvað sem ég hef f.o.f. tengt við leikhús, en kannski hafa menn hin síðustu ár farið að líta á knattspyrnuna sem einhvers konar leikhús eða sirkus.  Crying 

Í öðru lagi fæ ég ekki séð hvernig "laus leikatriði" gætu litið út en ætli það megi ekki tala um stungusendingar, þríhyrningaspil, kantspil og hraðaupphlaup sem slík?  Samkvæmt því mætti því tala um tæklingar, stunguskalla og pot sem "lárétt leikatriði".  

Í þriðja lagi sé ég ekki þörf á því að yfirgefa venjubundið knattspyrnumál og taka upp orðanotkun sem hljómar eins og út úr eðlisfræðiformúlu, leikhúsi eða skipulagsnefnd hjá borginni.  Fótbolti er leikur og á að hafa hressilegt tungumál.  Hvað varð um "fríspörkin"?  Nú er bara talað um aukaspyrnur.  Má ekki tala um fríspörk eða einhver önnur "-spörk" sem samheiti yfir horn og aukaspyrnur?  Kannski "dómspörk", t.d. "Eftir dómspörk var liðið á fá á sig mörk og bar það vitni lélegs varnarleiks.  (eða verður talað um "varnarleikatriði" eftir nokkur ár?)

Ég grátbið KSÍ að taka þetta hræðilega gelda stofnanamál úr knattspyrnunni.  Bjarni Felix hlýtur að "lúta í gras" fyrir þessu.  Er ég annars einn um þessa tilfinningu?  Hvað segja "kratspyrnubullur"? Tounge


Dularfull óvissuferð

Eldsnemma í fyrramálið fæ ég og mín kjereste símtal.  Ég veit að við fáum símtalið en ekki frá

Í dimmu Drekagili - eintóm hamingjahverjum.  Okkur verður sagt hvert við eigum að fara.  Fyrir mánuði síðan fengum við ómerkt og óundirritað boðskort um að okkur væri boðið í óvissuferð.  Dagurinn er runninn upp og við höfum ekki guðmund um það hver bauð okkur.  Spennandi... eða e.t.v. dálítið krípí.  Hvað ef þetta er bara hrekkur eða einhver brjálæðingur ætlar að ræna okkur?  Hljóma ég paranoid? Crying

Á maður að fara í svona ferð vitandi ekki neitt hver lagði á ráðin og hvað er í vændum?  Jú, annað væri púkó.  Við tökum stökkið.  Ég lofa ferðasögu komist ég aftur heim.  dadodado...darumdarumm..twilight zone...

 

 

 

Farskjótinn

 

 


Listræn kona

Ég rakst á ákaflega skemmtilegt myndsafn á Flickr.com eftir ljósmyndara sem kallar sig "It´s all about Mich!!!"  Þetta er kona sem ég hef ekki nafn á en hún er ótrúlega skapandi og næm á aðstæður.  Hún kemur myndum sínum ákaflega persónulega á framfæri.  Myndunum fylgir jafnan skemmtilegur texti.   Hér er eitt dæmi.  (Ath. það má birta myndina ef maður getur höfundar.  Textinn er hennar).

watch-your-thoughts

Watch your thoughts; they become words.
Watch your words; they become actions.
Watch your actions; they become habits.
Watch your habits; they become character.
Watch your character; it becomes your destiny...

 


Í tilefni hátíðanna

Ég óska öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs

Takk fyrir hið liðna

Grin


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband