Færsluflokkur: Mannréttindi

Framfaraspor til fyrirmyndar!

Samþykkt þessara samskiptareglna er eitt mesta framfaraspor sem stigið hefur verið lengi í þróun mannréttinda á Íslandi.

Með þessu hefur stærsta bæjarfélag landsins sýnt að skilningur á mannréttindum fleygir fram. Í þessu tilviki er grunnur skólastarfs styrktur þannig að öllum foreldrum (ekki bara kristnum) líði vel með að senda börn sín í skóla borgarinnar og þurfi ekki að hafa áhyggjur að því að þar fari fram starfsemi ætluð til að snúa börnunum þeirra til lífsskoðunar sem þau aðhyllast ekki.

Einn megin lærdómur upplýsingarinnar og þróun lýðræðis á þeim tíma var aðskilnaður trúarlegra og veraldlegra þátta þjóðfélagsins. Ríkið og lögin varð að hafa veraldleg og vera óháð trúarsetningum valdamikilla kirkna. Tryggja þurfti að ríkið meðhöndlaði alla jafnt. Hér erum við 350 árum síðar og eigum enn í erfiðleikum með að framkvæma þetta sómasamlega. Mannréttindaráð og borgarstjórn Reykjavíkur hafa nú aukið þroska hins siðaða samfélags með þessari ákvörðun og sett gott fordæmi. Þetta er heillaspor og það sýnir sig á þeim jákvæðu viðbrögðum sem ákvörðunin hefur fengið (t.d. yfir 2 þúsund like á frétt mbl.is um efnið) að mikill hljómgrunnur er með þessu merkilega skrefi.

Til hamingju Reykjavíkurborg!


mbl.is Banna trúboð í skólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þúsundir vitringa vakna

Formáli:

Ég hef nær algerlega hætt að blogga á mbl.is en ætla að gera nokkrar undantekningar á því þetta árið.

Blogg um lífsskoðanir eru af einhverjum ástæðum betur niður komin hér en t.d. á Eyjunni. Kannski er það af því að rauða letrið fyrir ofan mig í rithamnum sem segir:

"Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is og Morgunblaðsins.", sem gerir það meira krassandi að skrifa um þessi mál hér. Það er ljóst af áratugalangri ritstjórnarstefnu og yfirbragði Morgunblaðsins að það er nánast hægri hönd Þjóðkirkjunnar.

Hins vegar má segja blaðinu til hróss að af og til hafa blaðamenn þess fengið að birta hlutlægar fréttir um trúmál. Aftur þegar biskupar og prestar telja sig í neyð og er mikið mál að verja kristina hafa þeir jafnan fengið feitt pláss í blaðinu með opnum í lesbókinni eða greinar birtar á ritstjórnarsíðunni, næst hjá pabba. Dæmi um þetta hrönnuðust upp t.d. þegar prófessor Richard Dawkins heimsótti Ísland sumarið 2006. 

Nú hafa þúsundir Íslendinga vaknað af þjóðkirkjusvefninum langa. Nánar tiltekið 5092 manns! Ég vil kalla þetta fólk vitringa nútímans. Þetta fólk tekur það alvarlega þegar það uppgötvar að leiðtogar þeirrar kirkju sem það var skráð í sem ómálga börn gera uppá bak af ósiðlegum feluleik og yfirhylmingum á kynferðisofbeldi fyrrum biskups apparatsins.  

Þetta fólk hefur gert sér grein fyrir því að það á ekki heima í trúarlegu lífsskoðunarfélagi sem telur sig njóta leiðsagnar ofurveru á himnum um hvað sé rétt og rangt, kærleikur eða illska, en getur í leiðinni ekki valið sér jarðneska leiðtoga sem hafa óbrenglaða siðferðiskennd eða hugrekki til að koma fram með sannleikann.

Þetta fólk hefur líklega vaknað við það að það nægir ekki að vera í félagi sem er ríkt af eignum, aðstöðu, fornri hefð, fallegu líni, söngvum og hljómfögrum orgelum.  Það þarf meira til, til þess að félag sem fjallar um siðferði, sé þess virði að bakka upp.   Úldið ket í fallegum umbúðum er bara úldið ket og það lyktar langar leiðir. Þó að saltað sé með þeim brotum í bókinni ofmetnu sem brúkleg eru, þá sleppur enginn við lyktina.  Þó þeir prestar sem bera þá gæfu til að nota fyrst og fremst skynsemi sína frekar en bókstafinn, klóri í bakkann fyrir þjóðkirkjuna, þá er það bara sem gegnsætt plast utan um skemmdina.  

 núverandi fyrirkomulag

 

Skematísk skýringarmynd af núverandi skipan mála.

Kirkja eða félag sem sýnir ekki meiri siðferðisþroska en lítið barn sem sér ekki út fyrir eigin þarfir er sem eitrað epli. Þjóðkirkjan situr á forréttindum sínum eins og ormur á gulli. Þrátt fyrir að um 70% (Capacent 2009) almennra meðlima hennar hafi þann siðferðisstyrk að vilja slíta hin óeðlilegu hagsmunatengsl hennar við ríkið, kýs forystusveit hennar að hunsa þennan vilja og halda áfram að verja óréttlætið með alls kyns þrætubókarlist.  Einn sá ósvífnasti fyrirslátturinn er sá að halda því fram að ríki og kirkja séu nú þegar aðskilin af því að Þjóðkirkjan hafi gert samning við ríkið sem tryggi henni sjálfstæði og eilífum greiðslum úr ríkiskassanum fyrir jarðir sem hún fékk flestar gefins af landsmönnum fyrr á öldum.  

Fjöldi fólks er bara menningarlega tengt kirkjunni, en er annað hvort trúlaust eða óvissusinnað (agnostic).  Því þykir gott að geta fengið þjónustu hennar þegar athafna er þörf.  Þessi tenging er nú óþörf því að Siðmennt, félag siðrænna húmanista hefur athafnarstjóra á sínum snærum sem hjálpa fólki að gera daginn sinn sem eftirminnilegastan.  

Í raun eru bara um 8-10% þjóðarinnar sem trúa á kjarna Kristinnar trúar, þ.e. upprisu Jesú, himnavistina og aðra yfirnáttúru.  Aðrir í kirkjunni virðast láta yfir sig ganga að þetta sé bara goðsögn líkt og um Óðinn og Seif.  Merkilegt nokk þykir þessu fólki í lagi að láta prest messa um þessar ofurhetjur; þríeininguna og englana á hátíðlegustu stundum lífs síns.  Heilinn er bara settur í eitthvern dí-dí-da-da-da ham þegar presturinn þusar og fer með bænir, ritningalestur og blessanir. Faðirvorið og trúarjátningin er svo þulin með álíka "sannfæringu" líkt og í trans.  Eins konar æfing í deyfingu skilningarvitanna og svæfingu gagnrýninnar hugsunar.

Sóknargjaldakerfið er ekki einföld miðlun félagsgjalda heldur trúarskattur 

Mismununin sem er látin viðgangast með lögum og stjórnarskrárákvæðum er lagaleg, fjárhagsleg og félagsleg.  Þjóðkirkjan nýtur mikilla fjárhagslegra sérkjara, lagalegrar verndunar og forréttinda í aðgangi að ríkisfjölmiðlum.  Hin trúfélögin fá sóknargjöld en veraldleg lífsskoðunarfélög fá ekkert.  

Þeir sem tilheyra veraldlegum lífsskoðunarfélögum (Aðeins eitt hér starfandi: Siðmennt) eru skráðir "utan trúfélaga", en þar eru líka þúsundir einstaklinga sem eru ekki í neinum lífsskoðunarfélögum.

Í fyrra ákvað ríkisstjórnin að jafnvirði sóknargjalda fyrir þennan hóp rynni ekki lengur til Háskóla Íslands, heldur gæti ríkið ráðstafað fénu eins og það vildi.  Hvað hefur þetta í för með sér?

 

  1. Trúlausir (fólk "utan trúfélaga) fá ekki að njóta sóknargjalda til félags sem þeir kunna að tilheyra og greiða því hærri skatta en trúað fólk. 
  2. Trúlaust fólk sem greiðir skatt, tekur þátt í því að greiða trúfélögunum sóknargjald fyrir þá meðlimi trúfélaganna sem eru með tekjur undir skattleysismörkum.  Trúlaust fólk í vinnu er því skyldað til að hjálpa við viðhald og uppbyggingu trúfélaga á meðan þeirra félag fær ekki að njóta neins.

 

Lítum aðeins á tölurnar í þessari töflu sem ég gat fengið hjá Hagstofu Íslands:

hagst-08-11-gj

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tölur frá Hagstofu Íslands.  

Taflan sýnir að 1. janúar 2011 voru 77,64% (-1.54%) í Þjóðkirkjunni en 4,42% (+1,17%) utan trúfélaga. Ástæðan fyrir því að fjöldi þeirra sem greiða sóknargjöld (194 þús) er hærri en fjöldi fólks 18 ára og eldri (186 þús) í Þjóðkirkjunni, er sá að sóknargjöld eru miðuð við 16 ára og eldri.  

Hversu margir má maður ætla að séu lágtekjufólk eða á bótum ríkisins á meðal Þjóðkirkjufólks?  Það er langtum stærri tala en sem nemur þessum 4,4% sem eru utan trúfélaga, líklega um 15-20% fólks (t.d. 8% atvinnulausir).  Það er því ljóst að jafnvirði sóknargjalda trúlausra fer allt í að greiða Þjóðkirkjunni sóknargjöld fyrir það fólk sem greiðir ekki skatt af ýmsum orsökum.  Trúlausir skattgreiðendur eru því skyldaðir til að taka þátt í því að viðhalda trúfélögum.  Þeir ríflega 300 á meðal þeirra sem eru Siðmennt greiða að auki þangað félagsgjald (kr 4.400) til að reka félagið.  Það er líklegt að fleiri gætu komið til liðs við Siðmennt ef að það nyti sömu kjara og trúfélögin hjá ríkinu, en þess í stað fá siðrænir húmanistar að finna að þeir séu settir skör lægra en trúaðir. 

Getur þetta kallast réttlæti og jafnræði?  Er þetta í anda jafnaðarstefnu? Að vísu er ekki gert upp á milli háskóla lengur, en er það skárra að enginn háskóli fái ígildi sóknargjalda trúlausra?

   samfelagssattmali

 

Skematísk mynd af þeirri skipan mála (secular) sem tryggir jafnræði.

Þessu ójafnræði þarf að linna.  Það verður aðeins gert með því að allir fái það sama og Þjóðkirkjan eða það sem skynsamlegra er, að útgjöld ríkisins til lífsskoðunarmála verði færð niður á einn lítinn grunn, t.d. helming þeirra sóknargjalda sem nú eru við lýði og gildi jafnt fyrir þau öll.  Félagsleg forréttindi verði jöfnuð út að sama skapi.  Ákvæði um þjóðkirkju tekið út úr stjórnarskrá (en til þess þarf þjóðaratkvæðagreiðslu samkvæmt 79. grein).  

Í maí í fyrra var lögð fram þingsályktunartillaga um jafnræði lífsskoðunarfélag og nú í apríl 2011 var lögð fram þingsályktunartillaga um aðskilnað ríkis og kirkju.  Þetta eru fyrstu skrefin á Alþingi en nú þarf að spýta í lófana og koma þessum mikilvægu réttlætismálum í verk.  Ofríki hinnar evangelísk-lúthersku kirkju þarf að linna.


mbl.is Fækkar í þjóðkirkjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Styðjum baráttumál Helga Hóseassonar!

Nú er hinn aldni baráttumaður og hugsjónamaður Helgi Hóseasson allur.  Í lifanda lífi fékk hann blendnar móttökur og þótti undarlegur.  Nú vill fjöldi fólks reisa honum minnisvarða.  Hvers vegna?

Ég held að flestir vilji heiðra minningu manns sem gafst ekki upp og mótmælti allt til enda því ranglæti sem hann taldi sig hafa verið beittan.  Fjöldi fólks dáðist að baráttuþreki hans, burt séð frá því hvort að það væri sammála málstað hans eða ekki.  Helgi fékk síðan aukna athygli og fólk skyldi betur manninn eftir að um hann var gerð heimildamyndin "Mótmælandi Íslands".  Hann varð einhvers konar lifandi goðsögn hins ódrepandi mótmælanda, en sökum þess að hann var einfari og var sérlundaður var hann aldrei opinberlega viðurkenndur né fékk hann opinbera lausn á sínum umkvörtunum.

En var eitthvað vit í baráttumálum hans? 

Eitt helsta baráttumál Helga var að fá skírnarsáttmála sínum rift af yfirvöldum eða Þjóðkirkjunni, því að hann taldi sig "svotil blautur úr móður minni" hafa verið beittur órétti með því að vera skírður.  Hann tók skírnina alvarlega, nokkuð sem fólk mætti gera áður en það ákveður að viðhafa slíka athöfn, því að í henni felst innganga í kristinn söfnuð og sáttmáli við Guð.  Helgi var trúlaus og vildi ekki vera bundinn þessum sáttmála, sem hann hafði ekki haft tækifæri til að ákveða nokkuð um.  Hann bað því yfirvöld um að fá skírnarsáttmálanum rift. 

Ólafur Arnarson hagfræðingur skrifaði á Pressunni í fyrradag um þessi málaferli Helga í minningargrein um hann.  Ég leyfi mér hér að vitna í grein hans (sem má lesa alla hér):

Helsta baráttumál hans, lengst af, var að fá að rifta skírnarsáttmála sínum við guð. Helgi taldi sig ekki hafa gert þann sáttmála og því bæri að rifta honum. Ríkisvaldið og Þjóðkirkjan voru á annarri skoðun og aldrei var fallist á að Helgi fengi að rifta sáttmálanum. Ekki var talið að heimild væri í lögum stil slíkrar riftunar. Verður það að teljast einkennileg afstaða af hálfu ríkisvaldsins, að hafna því að almennur samningaréttur gildi um skírnarsáttmálann svo sem aðra samninga.

...

Ég þekkti ekki Helga Hóseasson, en hann leitaði til föður míns heitins, Arnar Clausen hæstaréttarlögmanns, í raunum sínum og baráttu við kerfið. Þá munaði litlu að lausn fyndist, sem Helgi hefði orðið ánægður með og engan hefði meitt.

Ráðuneytisstjóri í Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu var á þessum tíma Baldur Möller, skákmeistari, húmoristi og mannvinur. Pabbi og Baldur fundu lausn á málinu, sem fólst í því að ráðuneytið gæfi út yfirlýsingu svohljóðandi: „Dóms- og kirkjumálaráðuneytið staðfestir hér með að Helgi Hóseasson hefur tilkynnt ráðuneytinu að hann hafi fyrir sitt leyti rift skírnarsáttmála sínum.“

Lagalegt fordæmisgildi slíkrar yfirlýsingar var að sjálfsögðu ekkert, enda ekki hægt að rifta samningum einhliða. Ráðuneytið var ekki að staðfesta riftun. Þetta var hins vegar lausn, sem Helgi var sáttur við.

Þá brá svo við að Biskupsstofa, fyrir hönd Þjóðkirkjunnar, setti sig upp á móti þessari einföldu lausn, sem hefði róað mann, sem sannarlega taldi sig beittan ranglæti. Pólitísk yfirstjórn ráðuneytisins vildi ekki ganga gegn vilja kirkjunnar í málinu og því neyddist Helgi til að mótmæla til dauðadags.

Þessi saga kemur manni því miður ekki á óvart.  Þjóðkirkjan er ekki vön að láta eftir neitt af sínu og forystumönnum hennar hefur sjálfsagt þótt beiðni Helga í hæsta máta óvirðuleg og óviðeigandi.  Hann gat jú skráð sig úr Þjóðkirkjunni eins og aðrir, sem undu ekki hag sínum þar.  Hvers vegna ætti Þjóðkirkjan að gefa yfirlýsingu til Helga um að hann væri ekki lengur bundinn skírnarsáttmálanum?  Hvers vegna ekki, spyr ég á móti? 

Ef að prestar hennar trúa því virkilega að þarna sé um heilaga athöfn að ræða þá ættu þeir að skilja að Helgi hafi viljað afhelgast.  Það sést nefnilega að þegar Þjóðkirkjunni hentar, getur hún afhelgað hluti, en það gerir hún þegar gamlar kirkjur eru teknar úr notkun.  Fyrir trúfrían mann eins og mig er það frekar hláleg athöfn, svona líkt og þegar wodoo prestar taka svartagaldur til baka.   Hvað sem mínu áliti líður, þá er þarna fordæmi um að Þjóðkirkjan afhelgi.  Hvers vegna mátti það ekki gilda einnig um fólk? Sérstaklega fyrir aldraðan mann sem tók skírnina svona alvarlega.  Mátti ekki kveðja hann úr loforði við skírnina með handabandi og orðum um aflausn sáttmálans?  Mátti ekki sýna þá mannvirðingu, frekar en að hunsa hann sem óguðlegan og skrítinn sérvitrung? 

Þetta baráttumál Helga á sér hliðstæðu í dag hjá okkur sem eftir lifa, en það er nefnilega baráttan gegn því að nýfædd börn séu skráð sjálfkrafa í trúfélag móður.  Með því að gera slíkt er verið að gera nákvæmlega það sama þessum börnum og gert var við Helga, þ.e. að skrá börn í félag sem þau hafa ekkert vit á og stimpla þau þannig með lífsskoðun móðurinnar.  

Þann 1. desember 2008 sendi Jafnréttisstofa frá sér svohljóðandi tilkynningu um efnið: 

Jafnréttisstofa telur annmarka á þessu ákvæði laganna um skráð trúfélög. Í fyrsta lagi er það tæpast í samræmi við jafnréttislögin og bann þeirra við mismunun á grundvelli kyns að kyn þ.e. móðerni ráði því alfarið í hvaða trúfélag barn er skráð frá fæðingu. Löggjafinn hefur ekki fært fyrir því rök, eftir því sem best verður séð, af hverju nauðsynlegt er að barn sé skráð í sama trúfélag og móðir þess við fæðingu. Í öðru lagi er það sem Jafnréttisstofa telur mikilvægast í þessu máli sem er a ðekki er að sjá að það séu neinir hagsmunir,hvorki fyrir nýfætt barn né aðra, að það sé sjálfkrafa skráð í trúfélag, hvort sem það fylgir skráningu móður eða föður. Miklu eðlilegra, og í meira samræmi við jafnréttislög og anda þeirra laga,sem og jafnrétti og mannréttindi almennt, væri að forsjáraðilar tækju um það ákvörðun hvort, og þá hvenær skrá ætti barn í trúfélag. Samþykki beggja forsjáraðila ef þeir eru tveir, yrði þá að liggja fyrir til þess að barn yrði skráð í trúfélag þegar það er yngra en að því sé heimilt að sjá um slíkt á eigin forsendum.
 
Niðurstaða Jafnréttisstofu er því sú að endurskoða þurfi tilgreint ákvæði laganna um skráð trúfélög, og þá annað hvort færa fyrir því gild rök að fyrirkomulag sem nú er lögfest sé eðlilegt og samrýmist jafnréttislögum og mannréttindalöggjöf eða fella ákvæðið í 2. mgr. 8.gr. laganna brott, og breyta fyrirkomulagin í þá veru að forsjáraðilar taki sameiginlega ákvörðun um skráninu barns í trúfélag, þegar þeir svo kjósa.

Minning Helga Hóseassonar yrði best heiðruð með því að afnema þessi lög um sjálfkrafa skráningu barna í trúfélag móður.  Það á ekki að viðhafa skráningu barna upp að 16 ára aldri hjá ríkinu í trúarleg eða veraldleg lífsskoðunarfélög. 

Fyrir þessu berst Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi og það gengur með góðu fordæmi með því að skrá ekki börn í félagið. 

 

Helgi og Siðmennt 

Helgi grúskaði talsvert í ritum um lífsskoðanir og trúmál. Hann hafði kynnt sér siðrænan húmanisma á erlendum tungum þar sem talað var um "human etik" og "ethical humanism".  Reynir Harðarson einn af stofnfélögum í Siðmennt átti í samskiptum við Helga um það leyti sem stofna átti húmanískt félag í kringum Borgaralegar athafnir.  Hann kom auga á eina athugasemd í úrklippusafni Helga þar sem stóð: "Eftirtaldir menn aðhyllast siðmennt:...".  Reyni fannst þetta bráðsnjallt orð og stakk uppá því að félagið yrði kallað Siðmennt, og gekk það eftir. Um stuttan tíma uppúr stofnun Siðmenntar árið 1990 kom Helgi nokkrum sinnum á fundi hjá félaginu en svo skildu leiðir hans við félagið enda einfari mikill.

 

Ekki aðeins minnisvarða!

Mótmælandinn mikli er nú allur og hans baráttuþreks verður lengi minnst.  Hann barðist fyrir frelsi og gegn kúgun, en átti alltaf erfitt uppdráttar.   Ég votta aðstandendum hans og vinum samúð mína og vona að um hann rísi ekki einungis minnisvarði, heldur einnig varanleg bót á mannréttindum í anda þess sem hann barðist fyrir, þ.e. frelsi fólks til að hafa sína eigin sannfæringu og vera ekki innvígður opinberlega í trúfélag sem barn. 


mbl.is Vilja minnast Helga Hóseassonar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sannir ameríkanar eru enn til!

Hverjum þykir sinn fugl fagur og nú hef ég fundið fallegan amerískan örn sem talar undurfagra tónlist í mín eyru.  Hlustið kæru! Hlustið!

Húmanistinn Pete Stark er fyrsti þingmaður Bandaríkjanna til að lýsa því yfir opinberlega að hann sé guðlaus.  Þetta er greinilega hinn vænsti maður og amerísk hetja í sinni sönnu mynd.  Hann veit hvað landsfeðurnir, Thomas Jefferson og félagar áttu við með aðskilnaði ríkis og kirkju.  Verst að íslensk stjórnvöld hafa aldrei skilið það fyllilega, en það er ekki öll von úti. ;-)

Eftir að hafa lesið um viðbjóðsleg sæmdarmorð í Jórdaníu (og Norðurlöndunum þar áður) og séð kvenhatara og ofbeldisseggi í sænsku krimmamyndinni "Karlar sem hata konur", voru það Leifur Geir og Pete Stark sem björguðu deginum. 


Styðjum átak til stuðnings framförum í Íran - ákall Maryam Namazie um hjálp

Baráttukonan Maryam Namazie (írönsk/ensk, fyrrum múslimi, húmanisti, kvenréttindakona) sem heimsótti Ísland fyrir tæpum 2 árum sendi mér og öðru stuðningsfólki sínu um bætt mannréttindi í hinum Íslamska heim, eftirfarandi bréf:

-----

Iran Solidarity is to be officially launched on Monday July 13, 2009 from
12:30-1:30pm at the House of Lords in London. The organisation will be
established to organise solidarity for the people of Iran and stand with
them in opposition to the Islamic regime of Iran. IMG_0180_adj-600

To RSVP for the launch, please contact Maryam Namazie, Tel: +44 (0)
7719166731, iransolidaritynow@gmail.com.

Iran Solidarity's declaration and initial list of signatories follows:

Iran Solidarity

In June 2009 millions of people came out on to the streets of Iran for
freedom and an end to the Islamic regime. Whilst the June 12 election was a
pretext for the protests - elections have never been free or fair in Iran -
it has opened the space for people to come to the fore with their own
slogans.

The world has been encouraged by the protestors' bravery and humane demands
and horrified by the all-out repression they have faced. It has seen a
different image of Iran - one of a population that refuses to kneel even
after 30 years of living under Islamic rule.

The dawn that this movement heralds for us across the world is a promising
one - one that aims to bring Iran into the 21st century and break the back
of the political Islamic movement internationally.

This is a movement that must be supported.

Declaration

We, the undersigned, join Iran Solidarity to declare our unequivocal
solidarity with the people of Iran. We hear their call for freedom and stand
with them in opposition to the Islamic regime of Iran. We demand:

1. The immediate release of all those imprisoned during the recent
protests and all political prisoners
2. The arrest and public prosecution of those responsible for the
current killings and atrocities and for those committed during the last 30
years
3. Proper medical attention to those wounded during the protests and
ill-treated and tortured in prison. Information on the status of the dead,
wounded and arrested to their families. The wounded and arrested must have
access to their family members. Family members must be allowed to bury their
loved ones where they choose.
4. A ban on torture
5. The abolition of the death penalty and stoning
6. Unconditional freedom of expression, thought, organisation,
demonstration, and strike
7. Unconditional freedom of the press and media and an end to
restrictions on communications, including the internet, telephone, mobiles
and satellite television programmes
8. An end to compulsory veiling and gender apartheid
9. The abolition of discriminatory laws against women and the
establishment of complete equality between men and women
10. The complete separation of religion from the state, judiciary,
education and religious freedom and atheism as a private matter.

Moreover, we call on all governments and international institutions to
isolate the Islamic Republic of Iran and break all diplomatic ties with it.
We are opposed to military intervention and economic sanctions because of
their adverse affects on people's lives.

The people of Iran have spoken; we stand with them.

To join Iran Solidarity, click here: http://www.iransolidarity.org.uk.

Initial list of signatories:

Boaz Adhengo, Humanist and Ethical Union of Kenya, Kenya
Nazanin Afshin-Jam, Coordinator, Stop Child Executions Campaign, Canada
Mina Ahadi, Campaigner, Germany
Sargul Ahmad, Activist, Women's Liberation in Iraq, Canada
Susan Ahmadi, Mitra Daneshi, and Furugh Arghavan, Iran Civil Rights
Committee, Canada
Yasmin Alibhai-Brown, Writer and Columnist, UK
Mahin Alipour, Coordinator, Equal Rights Now - Organisation against Women's
Discrimination in Iran, Sweden
Farideh Arman, Coordinator, International Campaign in Defence of Women's
Rights in Iran, Sweden
Abdullah Asadi, Executive Director, International Federation of Iranian
Refugees, Sweden
Zari Asli, Friends of Women in the Middle East Society, Canada
Ophelia Benson, Editor, Butterflies and Wheels, USA
Julie Bindel, Journalist and Activist, UK
Russell Blackford, Writer and Philosopher, Australia
Nazanin Borumand, Never Forget Hatun Campaign against Honour Killings,
Germany
Caroline Brancher, UFAL, France
George Broadhead, Secretary of Pink Triangle Trust, UK
Children First Now, Sweden
Committee for the Freedom of Political Prisoners, UK
Communist Youth Organisation, Sweden
Council of Ex-Muslims of Britain, Germany, and Scandinavia
Count Me In - Iranian Action Network, UK
Shahla Daneshfar, Director, Committee for the Freedom of Political
Prisoners, UK
Richard Dawkins, Scientist, UK
Patty Debonitas, Third Camp against US Militarism and Islamic Terrorism, UK
Deeyah, Singer and Composer, USA
Equal Rights Now - Organisation against Women's Discrimination in Iran,
Sweden
Tarek Fatah, Author, Chasing a Mirage: The Tragic Illusion of an Islamic
State, Canada
AC Grayling, Writer and Philosopher, UK
Maria Hagberg, Chair, Network against Honour-Related Violence, Sweden
Johann Hari, Journalist, UK
Farzana Hassan, Writer, Canada
Marieme Helie Lucas, founder Secularism Is A Women's Issue, France
Farshad Hoseini, International Campaign against Executions, Netherlands
Humanist and Ethical Union of Kenya, Kenya
Khayal Ibrahim, Coordinator, Organization of Women's Liberation in Iraq,
Canada
Leo Igwe, Director, Nigerian Humanist Movement, Nigeria
International Campaign for the Defence of Women's Rights in Iran, Sweden
Iran Civil Rights Committee, Canada
International Committee against Executions, Netherlands
International Committee to Protect Freethinkers, Canada
International Committee against Stoning, Germany
International Federation of Iranian Refugees, Sweden
International Labour Solidarity, UK
Iranian Secular Society, UK
Ehsan Jami, Politician, the Netherlands
Asqar Karimi, Executive Committee Member, Worker-communist Party of Iran, UK

Hope Knutsson, President, Sidmennt - the Icelandic Ethical Humanist
Association, Iceland
Hartmut Krauss, Editor, Hintergrund, Germany
Sanine Kurz, Journalist, Germany
Ghulam Mustafa Lakho, Advocate, High Court of Sindh, Pakistan
Derek Lennard, UK Coordinator of International Day against Homophobia, UK
Nasir Loyand, Left Radical of Afghanistan, Afghanistan
Kenan Malik, writer, lecturer and broadcaster, UK
Johnny Maudlin, writer of Neda (You Will Not Defeat The People), Canada
Stefan Mauerhofer, Co-President, Freethinker Association of Switzerland,
Switzerland
Anthony McIntyre, Writer, Ireland
Navid Minay, General Secretary, Communist Youth Organisation, Sweden
Reza Moradi, Producer, Fitna Remade, UK
Douglas Murray, Director, Centre for Social Cohesion, UK
Maryam Namazie, Campaigner, UK
Taslima Nasrin, Writer, Physician and Activist
National Secular Society, UK
Never Forget Hatun Campaign against Honour Killings, Germany
Nigerian Humanist Movement, Nigeria
Samir Noory, Writer, Canada
Yulia Ostrovskaya and Svetlana Nugaeva, Rule of Law Institute, Russia
One Law for All Campaign against Sharia Law in Britain, UK
Peyvand - Solidarity Committee for Freedom Movement in Iran, Germany
Pink Triangle Trust, UK
Fariborz Pooya, Founder, Iranian Secular Society, UK
Revolutionary Association of the Women of Afghanistan, Afghanistan
Flemming Rose, Journalist and Editor, Denmark
Rule of Law Institute, Russia
Fahimeh Sadeghi, Coordinator, International Federation of Iranian
Refugees-Vancouver, Canada
Arash Mishka Sahami, TV Factual Producer, UK
Terry Sanderson, President, National Secular Society, UK
Michael Schmidt-Salomon, Philosopher, Author and Ralph Giordano Foundation
Spokesperson, Germany
Gabi Schmidt, Teacher, Germany
Karim Shahmohammadi, Director, Children First Now, Sweden
Sohaila Sharifi, Editor, Unveiled, London, UK
Udo Schuklenk, Philosophy professor, Queen's University, Canada
Issam Shukri, Head, Defense of Secularism and Civil Rights in Iraq; Central
Committee Secretary, Left Worker-communist Party of Iraq, Iraq
Bahram Soroush, Public Relations, International Labour Solidarity, UK
Peter Tatchell, Human Rights Campaigner, UK
Dick Taverne, Baron, House of Lords, UK
Hamid Taqvaee, Central Committee Secretary, Worker-communist Party of Iran,
UK
Third Camp, UK
Karin Vogelpohl, Pedagogue, Germany
Babak Yazdi, Head of Khavaran, Canada
Marvin F. Zayed, President, International Committee to Protect Freethinkers,
Canada
 
-----

Þvi miður hafði ég ekki tíma til að þýða bréfið en það er ákall hennar um stuðning okkar við bætt mannréttindi og lýðræði í Íran.  Við getum stutt þetta átak með því að skrá okkur á undirskriftalista samtakanna "Iran Solidarity" (Samstaða Íran).  Þetta er mikilvægt í kjölfar þeirra atburða sem áttu sér stað í kringum nýafstaðnar forsetakosningar þar. 

Leggjum okkar á vogarskálarnar!


Fyrir 1. flokks þegna Íslands

Í frétt Fréttablaðsins „Hálfur milljarður í Hallgrímskirkjuturn“ þ. 22. júní sl. (bls. 2) kemur fram að borgarstjórnin hafi velt fyrir sér því að með fyrirhuguðu 228 milljóna framlagi sínu (á móti ríkinu) hafi hún mögulega verið að brjóta á jafnræði gagnvart öðrum trúfélögum. 

Það brot á jafnræði var þó fljótt afgreitt sem mun léttara lóð á vogarskál réttlætisins því „um væri að ræða höfuðkirkju landsins og eitt helsta kennileiti Reykjavikurborgar sem jafnframt er hluti af byggingarsögu Íslands“. 

Þessu má svara með því að rétt eins og að Valhöll, hús Sjálfstæðismanna er ekki höfuðskrifstofa stjórnmála landsins þá er ekki réttlætanlegt að kalla þessa kirkju eins safnaðar einhverja höfuðkirkju allra landsmanna.  Slíkt er hreinn yfirgangur. 

Vissulega er Hallgrímskirkja kennileiti og hluti af byggingarsögunni, en hún er í einkaeign trúfélags sem á digra sjóði og er ekki vorkunn að standa undir eigin viðhaldi.  Þjóðkirkjan fær að njóta þess að hafa þessa kirkju á einum besta stað borgarinnar og því ætti hún að sýna fulla ábyrgð á viðhaldi hennar og útliti svo ekki verði lýti af.

Í þeirri bók sem stoltir kristnir menn vilja gjarnan kalla „bók bókanna“ segir á mörgum stöðum að náð fyrir augum Guðs almáttugs felist ekki í því að safna veraldlegum auði, heldur fylgja orðinu og deila brauðinu, sbr. hin ágætu orð í Lúk. 9,25:

Hvað stoðar það manninn að eignast allan heiminn, en týna eða fyrirgjöra sjálfum sér? 

Á hinn bóginn stendur á enn fleiri stöðum í sömu bók að Guð og hinn erfðafræðilega ómögulega sonur hans Jesú, séu alfa og ómega alls sem hugsast getur, sérstaklega hluta eins og óskoraðs valds, kærleika, visku, fyrirgefningu, hjálpræðis og áreiðanleika.  Hyggilegt sé að treysta á Guð og láta ekki mannlega skynsemi þvælast fyrir.  Í fagurgylltri bókinni „Orð dagsins úr Biblíunni“ eftir hinn ástsæla biskup Ólaf Skúlason, sem fékk áberandi stað í bókabúðum yfir fermingartímann síðastliðið vor, má lesa perlur eins og fyrir daginn 5. maí:

Treystu Drottni af öllu hjarta, en reiddu þig ekki á eigið hyggjuvit (Orðskv. 3,5).  

Önnur tilvitnun í þessari bók Ólafs ber þess vitni um hvaðan sumir kristnir trúarleiðtogar landsins fá þá glórulausu hugmynd að ekkert eigi upphaf utan kristninnar, því fyrir daginn 21. júní er vitnað í Jóh. 15,5:

Sá ber mikinn ávöxt, sem er í mér og ég í honum, en án mín getið þér alls ekkert gjört.   

Þrátt fyrir boðskap um nægjusemi, var það fyrsta verk frumkirkjunnar í Róm á 2-4. öld að safna gríðarlegum auði.  Það var ekki óalgengt að fólk eftirléti kirkjunni þriðjung eigna sinna af sér látnum.  Þessi stefna tryggði henni veraldlegt vald og hinn ríkulegi boðskapur hennar um óskorað einræði yfir trúarlífi fólks gerði hana ákaflega hentuga fyrir keisara og einræðisherra, sem í samvinnu við biskupa gátu tryggt völd sín enn frekar með guðlegri blessun.  

Ægivald þetta hrundi með tilkomu húmanískrar og vísindalegrar hugsunar sem gjörbreytti heimsmynd manna og gaf áræðni til sjálfstæði og frjálsra skoðanaskipta, en leifar þess lifa þó enn góðu lífi í mörgum vestrænum þjóðfélögum.

Á sviði lífsskoðana og trúarlífs Íslendinga hefur hin evangelísk-lúterska kirkja skapað sér rækileg forréttindi og sérstakan aðgang að stjórnvöldum. Ein kirkna er hún á launum hjá þjóðinni og um hana hefur aldrei verið kosið. Gríðarlegur kostnaður við hana hefur aldrei fengið að komast upp á pallborð stjórnmálaumræðunnar, þrátt fyrir að hún minnki hlutfallslega með hverju ári og er nú með undir 80% landsmanna skráða.  Með aflögn hennar mætti spara 3-6 milljarða árlega háð mismunandi útfærsluleiðum.  Þjónar hennar rukka hvort eð er gjöld fyrir athafnir svo hverju er verið að tapa?

Siðmennt, félagi siðrænna húmanista, var neitað um húsaleigustyrk (kr. 250 þúsund vegna leigu kennsluhúsnæðis við borgaralega fermingu) af hálfu Reykjavíkurborg síðastliðinn vetur, en á sama tíma felldi borgin niður 17 milljóna krónu skuld Langholtskirkju og nú á að greiða ríflega 228 milljónir til viðgerðar á Hallgrímskirkju næstu árin og búist viðað ríkið geri hið sama. Digrir sjóðir þjóðkirkjunnar og miklar jarðeignir mega ávaxta sig í friði. 

Ásatrúarfélaginu var neitað af dómstólum aðgangi að jöfnunarsjóði kirkna þegar það vildi láta reyna á 64. málsgrein stjórnarskrárinnar um að:

...enginn megi neins í missa af borgaralegum og þjóðlegum réttindum fyrir sakir trúarbragða sinna,...

Það blasir við, en fáir vilja heyra að þeir 2. flokks og 3. flokks þegnar þjóðarinnar (20.6%) sem ekki eru í þjóðkirkjunni eru meðhöndluð sem menningarleg úrhrök – andlit sem ekki þarf að horfa framan í. 

  Jesú átti að hafa deilt út brauði til allra, en ef að það er kristið siðgæði sem stýrir hönd stjórnvalda í útdeilingu „brauðsins“ til lífsskoðunarfélaga á Íslandi, þá er boðskapur þess í raun sá að aðeins eitt félag sé verðugt.  Hinn evangelísk-lúterski (gagnkynhneigði karl-) maður Íslands er hinn útvaldi og saga hans og eignir eru öðru mikilvægara.

----

Grein þessi var birt í Morgunblaðinu í dag 10. júlí 2009. 

Athugasemd vegna prentúgáfu greinarinnar:  Prófarkalesari blaðsins breytti þar mynd orðsins "ómögulega" yfir í "ómögulegi" og fékk því setningin um Guð og Jesú dálítið aðra merkingu fyrir vikið.  Ætlunin er að segja að það sé erfðafræðilega ómögulegt að geta son á þann veg sem Guð á að hafa getið Jesú með Maríu, en ekki að segja að Jesú sé ómögulegur. 


Að loknum landsfundum - hjónabandslöggjöf og lífsskoðunarfélög

Hjónabandslöggjöfin og samkynhneigðir

Fyrst skulum við skoða baráttuna fyrir því að í landinu ríki aðeins ein hjúskaparlög, þ.e. að samkynhneigðir verði ekki lengur meðhöndlaðir sem annars flokks þegnar með því að kalla hjónaband þeirra "staðfesta samvist" .  

Það er gleðilegt frá því að segja að Framsóknarflokkurinn, Samfylkingin, Vinstri grænir og Sjálfstæðisflokkurinn hafa allir ályktað að

  • Sameina eigi hjónabandslöggjöfina í ein lög.  

Í stefnuskrá Frjálslynda flokksins er ekki ritað sérstaklega um þetta en sagt í almennri yfirlýsingu að samkynhneigðir eigi að njóta sömu mannréttinda og jafnréttis og aðrir (fann ekkert nýrra á vefsíðu þeirra).

Samfylkingin ályktaði til viðbótar:

  • Að flokkurinn skuli taka til við að endurskoða hjónabandslögin varðandi eðli þess sem borgaraleg stofnun þannig að hugsanlega eigi lagalegi hluti þess að vera alfarið í höndum sýslumanna.

Þessi tillaga var sett á dagskrá hjá Sjálfstæðismönnum en okkur er ekki kunnugt um afdrif hennar.  Ýmsir guðfræðingar í flokknum andmæltu henni hart á spjallvef flokksins.  Nokkrir guðfræðingar í Samfylkingunni andmæltu þessu einnig.

Jafnræði lífsskoðunarfélaga.

Leggja niður þjóðkirkjuskipanina

Aðeins Frjálslyndi flokkurinn hefur það í stefnuskrá sinni frá stofnun flokksins að stefna skuli að aðskilnaði ríkis og kirkju.  Flokkurinn hefur lítið unnið að þessu mikilvæga máli, en formaður þess hafði þó smíðað tillögu þess efnis sem fékk ekki brautargengi á Alþingi í tíð stjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.

Stórtíðindi!

Vinstri grænir ályktuðu á sínu landsþingi í ár að:

  • Stefna skuli að aðskilnaði þjóðkirkju og ríkisvalds. Mikilvægt er að stuðla að víðtækri sátt í þjóðfélaginu um samstarf ríkis og trúfélaga.

Þeir eru nú stærsti stjórnmálaflokkurinn sem hefur sent frá sér ályktun um aðskilnað þjóðkirkju og ríkisvalds.

Önnur mikilvæg mál lífsskoðanafrelsis og jafnræðis

Vinstri grænir og Samfylkingin hafa samþykkt á landsfundum sínum í ár, eftirfarandi:

  • Hætta skal sjálfkrafa skráningu barna í trúfélag móður
  • Veraldleg lífsskoðunarfélög öðlist sömu lagaleg réttindi og þau trúarlegu.  Þetta mun þýða að Siðmennt fái skráningu sem lífsskoðunarfélag og fái að njóta sóknargjaldakerfis ríkisins.
  • Virða beri réttindi foreldra til þess að ráða trúaruppeldi barna sinna.  Trúboð eða trúarlega starfsemi eigi því ekki að leyfa í leik- eða grunnskólum.

Vinstri grænir ályktuðu að auki:

  • Afnema skuli 125. grein almennra hegningarlaga um guðlast.   Samfylkingin beindi þessari tillögu til framkvæmdarstjórnar.

Samfylkingin ákvað að skoða nánar lög um helgidagafrið og guðlastslögin hjá framkvæmdastjórn.  Sömuleiðis var tillögu um að leggja niður 62. grein stjórnarskrárinnar um að hin evangelísk-lúterska kirkja skuli vera þjóðkirkja, vísað til framkvæmdarstjórnar.  Málið var talið of skammt komið í umræðunni til að greiða um það atkvæði, en finna mátti á mörgum landsfundarfulltrúum að málið átti hljómgrunn.

Hvorki Framsóknarflokkurinn né Sjálfstæðisflokkurinn ályktuðu um þessi mál og þeir hafa ekki látið frá sér aðrar yfirlýsingar en að styðja eigi við þjóðkirkjuna og önnur trúfélög.  Ekkert minnst á að laga þurfi þá mismunun sem ríkir eða viðurkenna veraldleg lífsskoðunarfélög.

Nýju flokkarnir; Borgarahreyfingin (xO), Fullveldissinnar (xL) og Lýðræðishreyfingin (xP), taka ekki afstöðu til þessara mála enda yfirlýst stofnaðir til að taka á afmarkaðri stórmálum.


Krufning fortíðar og lærdómur til framtíðar

Jæja, það er komið að því að hleypa út hugsunum sínum um ástand þjóðmála undanfarna 100 daga og aðdraganda þess.  Maður hefur verið hálf orðlaus yfir þessu öllu saman og reynt að fylgjast vel með og draga lærdóm af þessari rússibanaferð sem nú er niðrí myrkvuðum göngum þó eitthvert ljós sé framundan.  Ég vil reyna að setja fram hugmyndir um það hvernig þetta ljós getur skinið skærar og gefið fallegri birtu og meira gefandi til allra, en áður.

Óheft frjálshyggja og bræðralag valda

Nú er 17 ára valdatíð Sjálfsstæðisflokksins lokið og loksins möguleiki á því að lifa í þjóðfélagi sem telur það ekki æðst dyggða að verða ríkari og ríkari.  Þjóðin vaknaði upp við vondan draum, sem var í raun afneitunarástand blindra frjálshyggjumanna og áhættusækinna auðmanna.  Trekk í trekk voru viðvörunarbjöllurnar ekki teknar nógu alvarlega og bankarnir fengu að rúlla yfir fjármálaeftirlit ríkisins.  Í byrjun árs 2006 var ljóst að lausafjárkreppa var skollin á og þá stofnaði Landsbankinn Icesave reikningana í Englandi.  Það var þensluaðgerð ofan á þenslu.  Í stað þess að stofna dótturfyrirtæki var Icesave bara útibú bankans og þannig var auðveldara að færa gjaldeyri milli landanna.  Í byrjun árs 2008 var ljóst að alþjóðleg bankakreppa var að skella á, en þá var leyfð stofnun Icesave í Hollandi!!! Vextir á þessum innlánsreikningum voru hærri en skynsamlegt gat talist.  Skýrsla Danske bank var hunsuð og forysta Sjálfsstæðisflokksins, hneykslaðist á henni og öðrum sambærilegum skýrslum.  Við þekkjum þessa sögu og framhaldið.  Hrokafull framkoma og léleg dómgreind Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra gerði svo illt verra.   Það litla sem eftir var af trausti erlendra lánadrottna í garð íslenskra fjársýslumanna og stjórnun fjármála hjá hinu opinbera, hrundi með hroðalegum aflæðingum.  Davíð jós móðgunum yfir fréttamenn og þóttist búa yfir leyndarmálum líkt og örvinglaður krakkaormur sem er búinn að missa virðingu leikfélaga sinna.  Fóstbróðir hans, Geir Haarde hélt svo verndarhendi yfir honum þrátt fyrir að fá sinn skerf af niðurlægjandi ummælum hans.  Ljóst var að enginn töggur var í Geir, en hann reyndi að láta mannalega með því að beina athygli sinni að ómenninu Gordon Brown.  Hann og ríkistjórn hans skyldi lögsækja fyrir að snúa litla Ísland niður á asnaeyrunum.  Nokkrum vikum síðar kom sú aumingjalega tilkynning í fréttum að slíkt myndi ekki borga sig, þó ríkið myndi aðstoða Kaupþing til að fara í mál.  Aftur var Geir orðinn skólastrákur sem slegið hafði vindhögg.  Hann kunni ekki að reita arfann í eigin garði og réði ekki við tréð í garði nágrannans, sem hann taldi orsök alls skugga og uppskerubrests hjá sér. 

Jafnaðarflokkur annar stýrimaður í sökkvandi skipi

Þáttur Samfylkingarinnar var aðeins til þess fallinn að taka þátt í dauðateygjunum, með vel hugsandi viðskiptamálaráðherra, sem með sína heimsspekimenntun gerði hvað hann gat og hafði vit á, en var auðvitað bara lítilsmegnugur farþegi um borð í skemmtisnekkju sem gerð var úr glópagulli og var komin því sem næst á enda ferðar sinnar.  Björgvini G. Sigurðssyni tókst ekki að snúa við atburðarrásinni og var bundinn því líkt og allir í þessari ríkistjórn að fylgja hrifningu forsætisráðherrans á burðum og getu hins íslenska efnahagskerfis og snjallra stjórnenda og eigenda bankanna, sem hann og tveir forverar hans höfðu svo rækilega rutt brautina fyrir.  

Samstaða íhaldsins um vald og gott útlit

Sjálfstæðismenn krefjast þess að út á við syngi allir sama lagið og inná við er því auðvelt að eiga við þá sem ógna þeim sem stækka kökuna.  Samkvæmt hugmyndafræði sjálfstæðismanna kallast það að "eyða fé" að gefa gamalmennum betra líf með auknum ríkisútgjöldum, en að "stækka kökuna" að gefa fjármálageiranum frjálsar hendur til að afla fjármuna og búa við lægstu skattprósentuna.  Allt skal vera keppni "því samkeppni getur ekki leitt til annars en góðs" segja þeir vatnsgreiddu með fallegu bláu augun sín.  Eftir hrunið í október mátti sjá á könnunum Gallups á fylgi flokkanna að almenningur kenndi ekki Samfylkingunni um ófarirnar og Sjálfstæðisflokkur (xD) og Framsókn (xB) komu illa út.  Fylgi xD var í sögulegu lágmarki.  Ljóst var að Samfylkingin (xS) hafði spil í hendi og varð nú að leika þeim rétt út, en hvað gerðist? Eftir nokkrar vikur þar sem Geir leitaði m.a. til Guðs og mikilvægar neyðaraðgerðir voru framkvæmdar, stóð enn eftir að sækja lykilpersónur í lykilstöðum til pólitískrar ábyrgðar.  Geir og sjálfstæðisflokkurinn lét sem bankahrunið væri "smámál" líkt og pólitísk skipan vina í dómskerfið.  Fólkið og fjölmiðlar skyldu bara kyngja því án þess að nokkur sem að málum hefði komið þyrfti að segja af sér og hleypa öðrum að. 

Samfylkingin sogaðist með en vaknaði aftur til aðgerða

Ekkert gerðist og Ingibjörg Sólrún fór að hljóma samdauna þrátt fyrir varfærin orð um að Davíð ætti að segja af sér.  Hún hafði hlaupið vonlaust og illa til stofnað hlaup Halldórs Ásgrímssonar og fyrri ríkisstjórnar í átt að sæti Íslands í Öryggisráði SÞ með engum árangri og niðurlægjandi niðurstöðu.  Miklu fé hafði verið sóað.  Hún var þannig samviskusamlega að reyna að spila úr vonlausum spilum sem hún fékk í hendurnar og hélt svo áfram að gefa Geir tíma til að átta sig.  Þessi tími var dýrkeyptur því að eftir deyfingu fjöldans um jól og áramót sauð bara upp úr.  Hún gat ekki lengur sagt að fólkið sem hrópaði á borgarafundum í Háskólabíói eða barði á potta og pönnur á Austurvelli, væri ekki endilega fulltrúar þjóðarinnar.  Hún hafði sogast með í afneitun og óviðunandi værð Geirs, að því marki að hennar eigin vaska sveit baráttumanna og kvenna var við það að springa á limminu.  Það þurfti svo fund Samfylkingarfélagsins í Reykjavík til þess að vekja upp Ingibjörgu Sólrúnu.  Hún var að missa frumkvæðið en rétt náði að bjarga sér og flokknum fyrir horn.  Þetta kostaði það að sjálfstæðismenn fengu höggstað á Samfylkingunni að því leyti að gamla sundrungarlumman fékk endurnýjun lífsdaga.  Í huga sjálfstæðismanna eru skiptar skoðanir opinberlega innan sama flokks það sama og "sundrung", nema skyldi vera hjá þeim sjálfum.  Þá heitir það opinberlega "uppbyggileg gagnrýni" en hlýtur harða refsingu innanbúða.  Það getur orsakað pólitíska dauðarefsingu að tala opinberlega gegn formanninum eða fyrrum formanni og almennt séð er fólk sem skipt hefur oft um skoðun um ævina, hvað þá um stjórnmálaflokk, talin alger viðrini í augum klassískra sjálfstæðismanna af gamla skólanum (og e.t.v. þeim nýja einnig).  Hin hugrakka Þorgerður Katrín á greinilega erfitt uppdráttar þessa dagana innan flokksins eftir að hún lét Davíð heyra það eftir fall bankanna. 

Valdaelska sjálfstæðismanna

Sjálfstæðisflokkurinn er íhaldsamur flokkur sem elskar völd og tangarhöld.  Hann passar uppá aðra valdastofnun, þjóðkirkjuna og gætir þess að hún haldi sérréttindum sínum og óhóflegum greiðslum úr ríkissjóði.  Þjóðin fær aldrei að kjósa um það hvort hún vilji hafa þjóðkirkju.  Málið hefur aldrei fengið að fara á dagskrá fyrir kosningar.  Í borginni ríkti valdagræðgi sjálfstæðismanna í jafnvel meira mæli en í ríkisstjórn.  Sá farsi sem boðið var uppá þar með aðstoð fyrrum sjálfstæðismanns, Ólafs F með Vilhjálm í löskuðum fararbroddi, verður minnst sem eitt af smánartímabilum íslenskrar stjórnmálasögu.  Þar horfði Geir á án nokkurs bætandi innleggs eða inngrips líkt og svo rækilega kom í ljós að var einkennandi fyrir hans stjórnunarhætti, eða öllu heldur vanstjórnun. 

Mjúkur ráðherra sem skynjaði ekki harða framtíð 

Á tímum þegar þjóðin þurfti verulega kjarkaðan og harðraunsæjan og varkáran stjórnanda, sem þyrði að skipa fyrir og byrja óþægilegar og víðtækar varnaraðgerðir fyrir íslenskt efnahagslíf árið 2005 eða hið síðasta í byrjun árs 2006, þá var aðeins ríflegt meðalmenni í aksturssætinu.  Allt árið 2006 og fram til maí 2007 fór í að mýkja upp landsmenn fyrir kosningar.  Nær alger yfirhylming var í gangi og milljónum lofað hægri vinstri.   Mottóið var að fólk og millistýrendur stýrðu sér sjálfir.  T.d. mátti menntamálaráðherra ekki skipta sér af starfi skólastjóra, sem fengu að túlka klásúluna um að "skólar eru ekki trúboðsstofnun" á sinn eigin máta.  Engar skýrar línur mátti draga og það átti greinilega einnig við um fjármálageirann.  Hann var jú sjálfstæður, en ef hann félli um koll yrði þjóðin að borga.  Það gleymdist þó, að í valdatíð forvera Geirs, Ólafs Thors, á árunum fyrir seinni heimstyrjöld hefðu stóru útgerðarfyrirtækin staðið á barmi gjaldþrots og við blasti að þjóðin þyrfti að greiða ef þau myndu hrynja.   Þá kom stríðið og hruni var forðað.  Við vorum ekki í fyrsta sinn með ofvaxin fyrirtæki í sögu okkar.  Við þurftum framúrskarandi ríkisstjórn sem hefði hlustað á raunsæja hagfræðinga, en Geir og hinn leiðandi flokkur hans reyndist ekki betri en meðaljóninn.  Það er "sök" þeirra og í ljósi aðstæðna, ástæða falls þeirra. 

Lærdómurinn og hugmyndir fyrir betra Ísland 

Í kjölfar þessa þarf friðsama byltingu í íslenskum stjórnmálum.  Einstakt tækifæri býðst nú til að læra af öllum þeim fjölda fagmanna á sviði siðfræði, hagfræði, stjórnmálafræði, sagnfræði og fleiri, sem hafa tjáð sig í fjölmiðlum og á opnum fundum undanfarna mánuði.  Tilmæli forsetans um að huga að því að byggja upp "nýtt lýðveldi" eða einhvers konar "nýjan sáttmála" ættum við öll að taka alvarlega.  Vandi okkar á sér djúpar rætur í því hvernig við lítum á siðfræði í stjórnmálum, förum með vald, veljum fólk til forystu, skipuleggjum dreifingu valds, skömmtum sumum sérréttindi, gerum feril í stjórnmálum óaðlaðandi, forðumst að sæta ábyrgð sem auðmenn, kjósendur eða foringjar og vanrækjum kennslu í gagnrýnni hugsun, hugmyndasögu, rökleiðslu og grundvallaratriðum mannréttinda á grunnskóla- og framhaldsskólastigi.  Við þurfum að læra að stjórnmál eru ekki íþróttakeppni, líkt og svo margir stjórnmálamenn virðast líta þau.  Valdið er ekki lokamarkmiðið, heldur samfélagslega framþróunin.  Hæstu sæti í flokkstarfi eru ekki æðstu verðlaunin, heldur heildar mannauðurinn og sanngjörn dreifing valda innan tiltekins flokks.  Markmiðið á að vera það að hæfasti flokksmaðurinn leiði starfið og fólk á að kunna að víkja og styðja við þá sem hafa forskot t.d. í formi þekkingar, reynslu, mikilla tengsla við fólk og hæfileika til tjáningar og samskipta við fólk.   Þroskaður stjórnmálamaður bíður síns tíma og nýtur leiðarinnar hver sem svo vegsemdin verður á endanum.  Vegur sem varðaður er af heiðarleika, velvilja, mannvirðingu og frjálsri hugsun er ávallt virðingarverður og þjóðinni til gagns. 

Val fulltrúa þjóðarinnar 

Í ljósi þessa leyfi ég mér stórlega að efast um gildi prófkjara til að velja fólk til forystu innan flokka.  Í fulltrúalýðræði eru prófkjörin ákaflega afdrifarík og fela í sér mikilvægi sem ég held að þau standi ekki undir.  Hvort sem að þau eru "lokuð" eða "opin", misheppnast þau oftast.  Í lokuðum prófkjörum er það stundað að smala utanaðkomandi fólki sem þekkir ekki til manna eða málefna í viðkomandi flokki nema yfirborðslega og skrá það í flokkinn svo það fái kosningarrétt.  Hið sama gerist í opnum prófkjörum nema hvað skráningin er óþörf.   Útkoman er sú að sá aðili sem er duglegastur að smala og leggur mest í auglýsingar, vinnur eða hlýtur sæti mun ofar en stjórnmálalegur þroski segir í raun til um.  Ég met það svo að prófkjör séu afleit leið til að finna hæfustu leiðtogana og eru oft á tíðum völd af misklíð, deilum og sundrung innan flokka.  Finna þarf betri lausn á þessu t.d. með lýðræðislegu samráði miðstjórna og kjördæmastjórna um ágæti frambjóðenda eftir skipulegt umsóknarferli þar sem fagmennska og nærgætni ráði ríkjum.   Hinn almenni kjósandi gæti svo haft áhrif með útstrikunum eða endurröðun frambjóðenda, skv. nýjum reglum þar sem meirihluti kjósenda tiltekins flokks geti breytt röðuninni.  Ég hef ekki úthugsaða lausn, en það hlýtur að vera hægt að finna betri lausn á vali frambjóðenda en prófkjör og allt það smalræði og vinsældabrölt sem því fylgir.

Út með flokka - inn með einstaklingsframboð? 

Nú heyrist oft í umræðum fólks á kaffistofum vinnustaðanna að flokkskerfið sé úrelt og kjósa eigi óháða einstaklinga til alþingis.  Þetta er því miður algerlega óraunsær draumur.  Það er í órjúfanlegu eðli mannsins að leita félagsskapar og hópmyndunar um mikilvæg málefni.  Í stað stjórnmálaflokka yrðu því óhjákvæmilega til faldar klíkur og leynimakk hópa sem í raun yrðu duldir flokkar.  Það er því betra að hafa flokkana á yfirborðinu og reyna frekar að þroska starf þeirra og afstöðu til innri og ytri mála.  Auðvelda mætti veg minni framboða þannig að þau þurfi ekki að yfirstíga þröskuld fylgis uppá 3 þingmenn, heldur fengju að koma einum manni að fái hann til þess hlutfallslega nóg fylgi.  Þetta getur greitt veg einstaklinga sem hafa fengið rangláta úthlutun í stórum flokkum og kæmist því nær því að vera kerfi einstaklingsframboða, en gallinn við svona lítil framboð er að þau geta komist í aðstöðu þar sem þau fá óeðlilega mikil völd, vegna kreppu í myndun stjórna.   Hugsanlega má semja lög til að hindra slíkt á einhvern máta, þ.e. að oddamaður í stjórn sem á ekki mikið fylgi að baki á landsvísu (eða sveitarfélagi), geti ekki farið fram á eða þegið valdamestu stöðuna.  Þetta þarf að skoða gaumgæfilega af sérfræðingum á sviðum stjórnmálafræði, siðfræði og lögfræði.

Mörg fleiri svið stjórnmálanna þarf að bæta og mun ég koma með fleiri tillögur í komandi bloggfærslum.  Þessi færsla fer að líkjast kafla í bók haldi ég áfram.  Hlusta þarf á hagfræðingana og orð siðfræðinga eins og Vilhjálms Árnasonar.   Fólk á kosningaraldri þarf á nýrri upplýsingu að halda og tileinka sér miklu meiri þekkingu á stjórnmálalegum málefnum en það hafði fyrir síðustu kosningar.  Allir þurfa að læra og líta á stjórnmál í nýju og jákvæðu ljósi.  Við þurfum okkar hæfileikaríkasta fólk við stjórnvölin og það er þjóðarinnar að skapa þá umgjörð sem laðar að farsæla leiðtoga. Umfram allt þurfum við að læra að hlusta á hvort annað og þiggja góðar hugmyndir, sama hvaðan þær koma.  Þjóðin og mannkynið er sá "flokkur" sem við viljum í raun að beri sigur úr býtum og sigurinn felst í því að reyna að hámarka hamingjuna fyrir sem flesta úr öllum kimum þjóðfélagsins.


Sóknarfærin hans Karls biskups í fullri sveiflu

Í þessari frétt Mbl.is af Kirkjuþingi unga fólksins hjá Þjóðkirkjunni segir:

Á þinginu kom einnig fram hvatning til að efla boðun kirkjunnar í framhaldsskólum, með vísan til mikilvægis þess að sjónarmið kirkju og trúar þyrftu einnig að heyrast þar.

Það er greinilega ekkert launungamál hjá þeim að boða á kristni í framhaldsskólum rétt eins og ekkert væri sjálfsagðara í opinberum skólum allra landsmanna.  Það er ekki einu sinni reynt að sýna þá tillitssemi að nefna þetta fræðslu.  Nei það skal efla BOÐUN kirkjunnar í framhaldsskólum.

Svo segir í fréttinni:

Þá lagði þingið til að  Þjóðkirkjan marki sér stefnu í æskulýðsstarfi í minni söfnuðum, með það í huga að vinna í samvinnu við  sveitarfélögin og stofnanir þess. 

Ég beini athyglinni að: "...að vinna í samvinnu við sveitarfélögin og stofnanir þess".  Þetta er alveg makalaust.  Þetta þýðir ekkert annað en að Þjóðkirkjan vill nýta sér opinbera aðstöðu og fé annarra stofnana en sinna eigin til að boða trú sína.  Margir þjóðkirkjuprestar verða æfir ef sagt er að hún sé "ríkiskirkja" því hún þykist vera svo sjálfstæð og óháð ríkinu.  Hún er það vissulega en algerlega á sínum skilmálum, þ.e. hún þiggur sóknargjöld, full laun handa prestum sínum (og ekki af verri endanum), menntun og húsbyggingar auk stjórnarskrárlegrar verndar og sérstakrar heiðursstöðu við upphaf hvers þings Alþingis.  Fleira mætti tína til en á móti hlýtur að vera lágmarkskrafa stjórnvalda og opinberra stofnana að kirkjan komi ekki með virkt trúboð inní þær.  Um 20% þjóðarinnar "trúa ekki" á æðri mátt (Gallup 2004) og að megin uppbyggingu er þetta land byggt upp á veraldlegan máta þannig að mennta- og heilbrigðisstofnanir, dómskerfi og framkvæmdavald þurfi ekki að lúta kirkjulegu valdi eða áróðri við sín störf. 

Ósvífni Þjóðkirkjunnar við að brjóta á þessari megin reglu sem er í fullum takti við ákvæði mannréttindasáttmála um "jafna meðferð" allra þegna innan hins opinbera geira, er með ólíkindum og ætlar ekki að taka enda þrátt fyrir mótmæli víða að síðastliðin ár.  Í krafti stærðar sinnar, peninga og vissu um réttmæti boðunar sinnar inní alla kima þjóðfélagsins ætlar Þjóðkirkjan sér að vera allsráðandi.  Siðmennt hefur mótmælt þessari stefnu Þjóðkirkjunnar og fyrir það fékk félagið einkunnina "hatrömm samtök" úr munni Karls Sigurbjörnssonar biskups, boðara kærleiks Krists, fyrir um ári síðan.  Slík orð eru ekkert grín fyrir félag sem hefur borðið ábyrgð á kennslu um þúsund ungmenna fyrir Borgaralega fermingu undanfarin 20 ár og hefur ábyrga umfjöllun um siðfræði sem eitt af sínum megin markmiðum. 

Nú furða sig eflaust margir yfir því hvers vegna maður fettir fingur út í boðun kristinnar trúar í framhaldsskólum.  Ástæðan er tvíþætt. 

  • Í fyrsta lagi tel ég að lífsskoðunarfélög (bæði trúarleg og veraldleg) eigi að tilheyra einkageiranum því um þau verður aldrei nægilegt samkomulag um eina skoðun eða lífssýn, til að taka megi eitt eða nokkur þeirra út fyrir og gefa forréttindi innan opinbera geirans.  Hér gildir einu hvort að eitthvað félag er í meirihluta eða ekki því mannréttindi eru gerð til að vernda hag minnihlutahópa.  Mannréttindi eru samin til að tryggja öllum jafnan aðgang og frið frá áróðri og boðun utanaðkomandi hópa innan kerfa eins og hins almenna menntakerfis. 
  • Í öðru lagi tel ég að það sé til betri lífsskoðun en sú trúarlega og því finnst mér slæmt ef prestar fá að boða og innræta trú sína í opinberum skólum.  Að sama skapi skil ég að prestum þætti slæmt ef ég fengi að boða lífsskoðun mína í opinberum skólum og því er best að hvorugur fái aðgang að skólunum nema rétt til að kynna einstöku sinnum skoðanir á fræðslufundum utan skólatíma, fyrir börn ekki yngri en 13 ára. 

Ekkert lífsskoðunarfélag á að fá að dreifa boðunarritum sínum ókeypis í barnaskólum.  Skólar eru ekki vettvangur gjafa frá trúfélögum eða klúbbum tengdum þeim.  Ef foreldrar telja að börn sín hefðu gott af því að lesa eitthvað trúarrit þá er það þeirra að útvega þeim það eða biðja trúfélag um að gefa barninu það.  Skólar landsins eiga ekki að koma í staðinn fyrir það uppeldi foreldra sem þeir hafa val um að gefa barni sínu um siðferði, trú, lífsskoðanir og stjórnmál.  Hlutverk skólanna er að fræða á hlutlægan máta og sú fræðsla á að koma frá kennurunum og menntakerfinu en ekki hagsmunasamtökum úti í bæ. 

Nú á tímum naflaskoðunar á lífi okkar og siðferði í kjölfar efnahagslegs hruns stærstu fyrirtækja landsins og hagkerfisins, er einnig tími til að efla rökhyggju og raunsæi á öllum sviðum.  Þjóðin þarf ekki á aðilum eða samtökum að halda sem ýkja og tala upp ímyndað mikilvægi sitt og verðmæti, hvorki á efnahagslega sviðinu né hinu siðferðislega (andlega, trúarlega eða hugarfarslega).  Slíta þarf hin óeðlilegu fjárhagstengsl ríkis og kirkju og spara þannig milljarða á ári hverju.  Þegar Þjóðkirkjan er orðin bara hin Evangelísk-Lúterska kirkja á Íslandi, rekin af eigin verðleikum og félagsmönnum sem ekki lengur yrðu skráðir sjálfkrafa við fæðingu eða skírn, heldur þegar þeir taka upplýsta ákvörðum við 16-18 ára aldurinn óski þeir þess, þá kæmi í ljós hinn raunverulegi stuðningur við hana.  Ég efast ekki um að hann yrði talsverður því þrátt fyrir guðsþrugl þá gerir kirkjan margt gott en ég efast ekki heldur um að hún myndi missa umtalsverðan fjölda félagsmanna og yrði að komast af án launa til presta sinna sem eru hærri en margir sérfræðimenntaðir læknar fá hjá ríkinu.   Hún yrði að reiða sig á eigin fætur í stað þess að mergsjúga ríkið og allan almenning.   Af öllum viðbrögðum þjóna hennar virðist Þjóðkirkjunni er þó alveg sama um þetta því þó að hún þykist vera sjálfstæð og vera ekki "ríkiskirkja" nýtur hún þess að  maka krókinn líkt og áhættufjárfestar á meðan vel árar og seilist í meira en hún á skilið svo lengi sem aðstaðan er fyrir hendi og flestir þegja.  Hún gefur ekki neitt eftir þó að sumir innan hennar viti órétt hennar.  Slíkt er ekki siðaðra manna siður, en líkt og Guðni Ágústsson fyrrverandi landbúnaðarráðherra sagði þegar hann var spurður að því hvað væri "kristilegt siðgæði" í Kastljósinu, þá virðist það einkennast helst að því "að vernda Þjóðkirkjuna".

Ólafur Stefánsson handboltakappi og heimspekipælari sagði nokkuð merkilegt í viðtali sínu við Evu Maríu í gærkveldi á RÚV.  Inntak orða hans var að valdafígúrur kæmust upp með slæma hluti á meðan fólk væri upptekið við afþreyingarefni ýmiss konar í stað þess að nýta tíma sinn til að öðlast þekkingu á þjóðfélaginu.  Hann sagðist frekar lesa Laxnes en að tala við hinn heimsfræga Djorkowitz handboltakappa. Þarna virðist mér að Ólafur vera að lýsa sinnuleysingjum þjóðfélagsins gagnvart pólitík og af mínum athugunum sýnist mér að hið sama eigi við um stóran hluta þjóðarinnar gagnvart trúmálum eða lífsskoðunarmálum.  Þjóðkirkjan nýtur þess að hafa alið upp margar kynslóðir Íslendinga (m.a. með valdi sínu á kennsluefni í trúarbragðafræði í skólum) sem hafa nær enga gagnrýna og hlutlæga þekkingu á hugmyndasögunni og tilurð trúarbragða eða þeim áhrifum sem órökræn trúarhugsun getur haft á gjörðir manna.  Fólk veit almennt t.d. ekkert um húmanisma og sáralítið um Upplýsinguna.  Í þessum málum ríkir nær algert naívitet í landinu og fólk lætur mata sig á Trúarjátningunni og Faðir vorinu líkt og heiladauðir svefngenglar, löngu eftir að afsökunin um eðlilega trúgirni í æsku er runnin út. 

Er ekki kominn tími til að stoppa þessum svefngengilshætti á öllum sviðum mannlífsins?  Er ekki kominn tími til að stefna svolítið hærra og um leið mannlegar?  Er ekki kominn tími til að hætta að láta mata okkur af barnalegum hugmyndum í pólitík, efnahagsmálum, heilsufræðum kuklara og aldagamalli hugsanalögreglu í nafni guða frá botni Miðjarðarhafs þar sem mönnum blæðir reglulegar og meira en víðast annars staðar allt frá uppfinningu þessa gerræðislegu stjórnkerfa?  Þjóðin á nú að segja nei takk við þessu og taka upp ábyrga siðferðisstefnu byggða á velvilja, mannvirðingu, ábyrgð, raunsæi og faglegri þekkingu.

 


mbl.is Ungt fólk þingaði um málefni kirkjunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hin frelsandi þjóð - þjóð Thomas Jeffersons. Hvar er hún?

Tilefni þessa skrifa er ástand mála í USA og að hluta í hinum vestræna heimi.  Hvatningin kemur frá skrifum og starfi Thomas Jefferson, sem ég hef nú síðustu misseri lært æ meira um, m.a. frá lestri bóka Alan Dershowitz, A.C. Grayling, Richard Dawkins, Sam Harris og síðast en ekki síst frá vandaðri bók tilvitnana í Jefferson, Light and Liberty - Reflections on the Pursuit of Happiness, ritstýrt af Eric S. Petersen, sem heimsótti Ísland nýlega og hélt fyrirlestur í HÍ um ævi og störf meistara Jefferson.

(Hægt er að niðurhala MP3 skjali með hljóðupptöku frá fyrirlestri Petersen hér.  Thanks to Vinay Gupta!. Ræður Herdísar Þorgeirsdóttur og Jóns Baldvins Hannibalssonar voru einnig mjög áhugaverðar.).

Eric S Petersen

Mynd:  Eric S Petersen og Jón Baldvin Hannibalsson.  13. sept 08 í Odda, HÍ.

Heyrum hvað einn af frægustu heimsspekingum Bandaríkjanna sagði fyrir nokkrum árum, eftir að hann heyrði niðurstöður úr könnun á lífsskoðunum fólks í landi hinna frjálsu.

Tölurnar eru áfall.  Þrír fjórðu hlutar amerísku þjóðarinnar trúa bókstaflega á kraftaverk fyrir tilstuðlan trúar.  Fjöldi þeirra sem trúa á tilvist djöfulsins, upprisuna, að Guð geri hitt og þetta - er sláandi.  Þessar tölur ná hvergi sömu hæð í hinum iðnvædda heimi. Þú þarft ef til vill að fara í mosku í Íran eða gera skoðanakönnun meðal gamalla kvenna á Sikiley til að jafna þessa útkomu.  Samt er þetta ameríska þjóðin.  - Noam Chomsky

 

Þriðji forseti Bandaríkjanna Thomas Jefferson skrifaði frelsisyfirlýsingu Bandaríkjanna sem var samþykkt nær óbreytt við stofnun þeirra af fyrsta löggjafarþingi þjóðarinnar.  Jefferson var ákaflega vel menntaður maður fyrir sinn tíma og hafði lesið heimsspeki Forn-Grikkja.  Hann trúði á guð náttúrunnar, þ.e. að guð hefði í forneskju skapað heiminn en síðan látið jörðina og náttúruna afskiptalausa og mennirnir tækju ábyrgð á eigin gerðum.  Hann taldi Biblíuna verk manna og tók hana ekki bókstaflega.  Hann var ekki kristinn, heldur deisti líkt og títt var meðal þeirra best menntuðu í lok 18. aldar.  (T.d. Thomas Payne, Hamilton, Washington o.fl) Hann ráðlagði fólki að efast og trúa ekki á ósannaða hluti.  Hann var það sem á þeim tíma var hve næst því að vera trúlaus húmanisti.  Hann var úthrópaður sem guðleysingi af andstæðingum sínum og það furðar mig ekki. 

Jefferson og stofnendur Bandaríkjanna skildu að það yrði að slíta sundur hina fornu valdtryggingu kónga, presta og aðalsmanna (í dag: Stjórnvöld, biskupar og stóreignamenn) með því að koma á fót lýðræði, dreifa valdinu í löggjafavald, dómsvald og framkvæmdavald og loks aðskilnaði Thomas Jeffersontrúar og ríkis.  Jefferson lærði af sögunni og gat því hafið nýjan djarfan kafla í sögu mannkyns og þjóða.  Hann var einn mikilvægasti og áhrifamesti maður Upplýsingarinnar sem hófst um 100 árum fyrir hans tíma.  Í landi þar sem fólkið gat ekki verið ólíkara af uppruna og trú, hófst sú djörfung og áræðni til að gefa fólki áhrifamátt með skoðunum sínum og atkvæði og uppbyggingu menntunar þjóðar til að vita hvað hún ætti að velja.  Um 150 árum síðar, eftir seinni heimsstyrjöldina voru Bandríkin orðin öflugasta þjóðríki í heimi og framverðir lista, frjórrar hugsunar, tækniframfara og umróta í átt til bættra mannréttinda.  Marshall hjálpin reisti Evrópu upp úr öskustó eftirstríðsárana og niðurlæging millistríðsáranna var úr sögunni.  Samanborið við hina augljósu andstæðu, Sovétríkin voru Bandaríkin boðberi alls þess sem eftirsóknarvert gæti verið í nokkurri þjóð... eða það hélt maður að minnsta kosti þar til....skrrrrtzssss...bwwwwbww..eitthvað stakk mann í eyrað - ill meðferð blökkumanna, pólitískar ofsóknir McCarthys, tilgangslaus stríð, mafía og dóp - loks þegar maður fór að lesa sögu utan skólanna og þjóðfélagsgagnrýnar kvikmyndir urðu æ algengari síðustu 2-3 áratugina, fór glansmyndin að hrynja.  Bandaríki seinni hluta 20. aldar voru talsvert gölluð, en fram til tíunda áratugarins fannst manni að kjarni landsins sem kennt er við frelsi, stæði enn undir nafni. 

Svo kom Bush yngri.  Framhaldið þekkið þið.  Bandaríkin hunsa SÞ, skorast undan alþjóðlegum herrétti, ráðast inn í þjóðir til að betrumbæta þær og hefna sín, traðka á rétti borgara í nafni öryggis, viðhalda dauðarefsingum, víkka út NATO og storka Rússum með staðsetningu eldflauga við túnfót þeirra.  Bandaríkjamenn einangruðu sig og misstu mikið traust.  Á sama tíma er áhrifum mjög afturhaldssinnaðra trúfélaga hleypt inn í Hvíta húsið.  Trúfélögin njóta æ fleiri ívílnana og dómarar í hæstarétt eru valdir eftir trúarsannfæringu.  Tvö fylki banna fóstureyðingar.  Miklar árásir eru gerðar á eina mikilvægustu uppgötvun manna, þ.e. að við þróuðumst sem lífsform úr einfaldari í flóknari og að þróun lífs átti sér stað yfir milljónir ára á plánetunni jörð sem er um 4.5 milljarða ára gömul.  Árásirnar koma frá kristilegum ráðgjöfum Bush-stjórnarinnar sem vilja að kennt sé að jörðin sé 6000 ára gömul og mynduð af veru líkri manni sem kölluð er Guð og átti að hafa afrekað þetta allt á 6 dögum í upphafi þessa stutta tímabils.  7. daginn hvíldi veran sig og því gerum við það líka.  Meirihluti fólks í mið- og suðurríkjum USA trúir á þessa vitfirru og þetta sama fólk styður stjórnmálamenn eins og G.W. Bush jr.  Þetta eru það sem þeir í hægri flokknum Repúblikanar, kalla á hinn rómatíska máta "small town values", þ.e. lífsgildi smábæjafólksins. 

Hin falska hógværð og tilhöfðun til hins fábreytna bandaríkjamanns sem gerir það sem kirkjufaðirinn segir honum og verksmiðjustjórinn skipar honum, eða herinn sendir hann í, tryggir þeim sem standa í raun fjærst frá verkamanninum, þ.e. stórefnafólkinu og einstaklingshyggjumönnunum völdin.  Gulrótum er veifað, öryggi frá "ógnum" heimsins er lofað og andstæðingurinn er borinn lygum.  Tilgangurinn á að helga meðalið.  Í hinum þekkta háskólabæ Princeton í New Jersey fylki, hefur G.W.Bush um 8% fylgi.  Hin upplýsta Ameríka strandríkjanna austan og vestan megin ásamt Norðaustur horninu er nær algerlega á máli Demokrata.  Miðjan (Biblíubeltið) og suðaustrið styðja Bushtýpur.  Þetta er eins og tvær þjóðir þar sem önnur er samlokuð inní miðjunni í eins konar tímabelti sem lifir enn í hugmyndafræði tímans fyrir þróunarkenningu Darwins sem var sett fram fyrir rétt tæpum 150 árum síðan.  Í stað þess að þróast fyllilega með bylgju upplýsingarinnar hefur þessi þykki "kjöthleifur" smáborgara gengið í hugmyndafræðilegan barndóm (og þrældóm) og er nú ógnum gagnvart menntakerfinu, stjórnkerfinu og friði í heiminum.  Þetta er alræði hinna fáu og ríku með stuðningi hinna mörgu fáfróðu og fátæku. 

Thomas Jefferson sagði:

"Menntið og upplýsið allan mannfjöldann.  Gerið fólkinu kleift að sjá hvað þeim er fyrir bestu til að varðveita frið og reglu, og það mun framfylgja því.  Og það þarf ekki háa menntagráðu til þess að sannfæra það um þetta.  Þetta er hið eina sem treysta má á með vissu að varðveiti frelsi okkar."

"Í hverju landi og á hverri öld, hefur presturinn sýnt frelsinu óvináttu.  Hann er alltaf í bandalagi með harðstjóranum, ráðgefandi í valdníðslu hans svo hann tryggi vernd handa sjálfum sér.  Það er auðveldara að öðlast ríkidæmi og völd með þessari samsetningu en að eiga þau skilið, og vegna þessa, hafa þeir snúið hreinustu trú sem predikuð hefur verið manninum upp í vesæld og málskrípi, óskiljanlegt mannkyni og því skjólshús fyrir tilgang þeirra.  Sagan, ég held, getur engra prestsetinna þjóða (priest-ridden nations) sem viðhalda frjálst valinni borgaralegri ríkisstjórn.  Þetta er til merkis um hámark fáfræðinnar, sem bæði borgaralegir og trúarlegir leiðtogar slíkra þjóða notfæra sér til að ná fram eigin markmiðum.   Ég hef svarið við altari Guðs, eilífa andúð gegn hvers kyns harðstjórn yfir hugum manna.  Uppreisn gegn harðstjórum er hlýðni við Guð".

Það má sjá á þessum orðum hans að hann fyrirleit kirkjulegt vald og blöndun þess við veraldlega valdhafa.  Aðskilnaður þessa tveggja var lykilatriði í  myndun frjálsrar þjóðar ásamt trúfrelsi (sannfæringarfrelsi), frelsi fjölmiðla, vernd gegn stríðandi herjum, takmörkun einokunarvelda í viðskiptum, rétt til sanngjarnra réttarhalda og rétt til að velja sér atvinnu.   Fleiri atriði komu auðvitað fram í skrifum hans en þetta sýnir að mestu hvað um ræðir.

Standa Bandaríkin í dag undir þeim fyrirheitum um upplýsingu og frelsi sem Thomas Jefferson og frumstofnendur þjóðarinnar vonuðust eftir?  Hver er helsta ógnunin við þessi fyrirheit í dag?


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband