Duga góðar meiningar?

Í liðinni viku veitti Fréttablaðið í annað sinn félagasamtökum og einstaklingum viðurkenningar og Aðstandendafélag aldraðra heiðraðverðlaun fyrir framúrskarandi störf í þágu samfélagsins.  Veitt voru verðlaun í ýmsum flokkum eins og "uppfræðari ársins", "framlag til æskulýðsmála", "hvunndagshetjan", "til atlögu gegn fordómum", "samfélagsverðlaun" og "heiðursverðlaun".    Veittar voru viðurkenningar fyrir 3 útnefningar og svo valinn einn verðlaunahafi þeirra á meðal.  Ég var viðstaddur athöfnina og var þetta sérlega ánægjuleg stund.  Ljóst var að reynt var að styðja grasrótina í þjóðfélaginu og fólk sem hefur haft hugsjónir að leiðarljósi varð fyrir valinu. 

Fátt kom mér sérlega á óvart varðandi útnefningarnar nema að maður nokkur fékk verðlaun "hvunndagshetjunnar" fyrir að brugga og gefa lúpínuseyði til handa krabbameinsveikum til fjölda ára.  Einnig kom mér á óvart að eigendur náttúrulækningabúðarinnar Yggdrasil, fengu tilnefningu í einum flokknum fyrir það að hafa þraukað í 25 ár og komið fólki til hjálpar með aðferðum sínum (eða eitthvað á þá leiðina).  Þessi tvö fannst mér hafa fengið viðurkenningar fyrir það eitt að hafa sýnt viljan fyrir verkið en vissulega má segja að slíkt sé til vissrar eftirbreytni. 

Hvunndagshetjan heiðruðMér fannst það verulega dapurt að sjá það enn aftur að ósannaðar aðferðir fólks sem hefur heilsubót að áhugaefni en lítinn vísindalegan grunn, fái athygli og viðurkenningu.  Hvað með allt það góða vísindastarf sem er í gangi í landinu?  Mátti ekki verðlauna faglært fólk?  Stóð virkilega ekkert uppúr í vísindastarfi?  Voru ekki neinar hetjur þeirra á meðal?   Eru vísindamenn ekki hvunndagslegir?  Trúlega ekki.

Hvað verður næst?  Fær konan sem vill bjarga fólki úr klóm myglusveppanna verðlaun næst? eða konan sem hlustar á blómin?  Kukl er vaðandi í fjölmiðlum og fjölmiðlafólk og almenningur er farinn að trúa á það blint.  Þessi viðburður sýndi enn aftur hversu langt við erum leidd í kuklvæðingunni.  Við þessu þarf að sporna til þess að endurheimta virðingu fólks og skilning á vísindum.  Kukl er bara hindurvitni en ekki valkostur til að byggja framtíðina á.   Til þess að við förum ekki tvö skref afturábak meðan við tökum þrjú fram, þarf að huga að rökfræðimenntun þjóðarinnar.  Við getum ekki látið vel markaðssettar blekkingar frá USA og víðar, stjórna lífi okkar.    Sá tími og fé sem einstaklingar tapa daglega á þessu hérlendis er nú þegar umtalsverður og á eftir að verða geigvænlegur með þessu áframhaldi.  Dæmi; maður borgar 5000 kr fyrir að láta "græðara" greina sig með einhverjum rafblöðkum og tölvuforriti að hann hafi ofnæmi fyrir fjölmörgum fæðutegundum.  Það kostar svo margar læknisheimsóknir og hugsanlega raunverulegt ofnæmispróf til að sannfæra viðkomandi að ekkert ofnæmi sé á ferðinni.  Miklum tíma og fé þessa einstaklings og skattgreiðenda er þannig varið í vitleysu. 

Vissulega var það krúttlegt að maðurinn gaf sín lúpínuseyði veiku fólki og kannski er hann að vissu leyti hvunndagshetja en... stöldrum við og hugsum um fordæmisgildið áður en við förum að verðlauna slíkt opinberlega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband