Mikil spenna

Þessi könnun er stærri (1150 manns í úrtaki) og því marktækari en þessar venjubundnu 800 manna kannanir.  Svarhlutfallið er að vísu áfram lágt eða um 63% en það er þannig líka í fyrri könnunum.  Það er því ekki víst að hið "óákveðna fylgi" sé neitt komið á hreyfingu.

Ljóst er að ríkisstjórnin hangir á bláþræði og þrátt fyrir aukið fylgi til xB nú er xD að dala.  Frjálslyndir eru líkt og kötturinn með 9 líf og hangir inni.  Athyglisvert er að nú eru xS og xV komnir saman með 29 þingmenn og með xF uppí 32.  Kaffibandalagið er því heldur að hitna á ný og með 2-3 sætum í viðbótum gætu það myndað starfshæfan meirihluta.  Fylgi flokka 4-7 maí

Þrátt fyrir margt gott er Íslandshreyfingin ekki að hrífa kjósendur eða hreinlega tíminn var of naumur til að skapa nauðsynlegt traust.  Eitt af megin markmiðum stofnunar hennar var að skapa valkost rétt hægra megin við miðju sem gæti höfðað til talsverðs hluta fólks úr stjórnarflokkunum og þannig stuðlað að því að ríkisstjórnin falli.  Þetta markmið hefur ekki náðst og nú er hætt við að atkvæðin til Íslandshreyfingarinnar falli niður dauð og hjálpi áframhaldandi stóriðjustefnu.  Best væri að hún drægi framboð sitt til baka til að Kaffibandalagsflokkarnir eigi meiri séns, en það hefur frekar virst að kjósendur flokksins samsamist frekar vinstri flokkunum en þeim hægri.  Miðað við að það eru 63 þingmenn eru 1.59% atkvæða á bak við hvern þeirra en samkvæmt kosningalögum (110. grein) sem sett voru í gildi af Alþingi árið 1999 þarf framboð að ná að lágmarki 5% fylgi á landsvísu til að koma til greina við úthlutun jöfnunarsæta.  Í SV-kjördæmi þarf 8.3% til að ná manni inn í kjördæmið (12 sæti) en 11.1% í NV-kjördæmi (9 sæti).  Þetta er harður raunveruleiki fyrir Íslandshreyfinguna en hér gildir að horfast í augu við staðreyndir og taka illskásta kostinn.   Ég hvet stuðningsmenn hennar að kasta ekki atkvæði sínu á glæ og kjósa ríkisstjórnina burt með þeim hætti sem nú er mögulegur.

Annars vil ég aftur vekja athygli á hjálpartæki kjósenda á http://xhvad.bifrost.is/

 


mbl.is Fylgi Samfylkingar og Framsóknarflokks eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband