Þrýstum á stóru iðnríkin

Með hverjum deginum sem líður verður ljósara að hlýnun jarðar er óeðlilega mikil og hraði hennar eykst.  Djúpir fossar eru komnir í jökulstál Grænlandsjökuls og hætt er við að eftir 150-200 ár verði hann allur líkt og Vatnajökull.   Í mynd Al Gore, "An inconvenient truth" eru leiddar líkur að því að með bráðnun Grænlandsjökuls og álíka stórs svæðis á Suðurskautslandinu muni yfirborð sjávar hækka um 6 metra.  Ég endurtek 6 METRA!!!   Með þessu áframhaldi getum við hætt að hafa áhyggjur af Kvosinni, Reykjavíkurflugvelli og gamla miðbænum kringum Lækjargötu því hann yrði hreinlega undir sjó.

Það er ekki mikið sem við Íslendingar setjum í andrúmsloftið af koltvísýrlingi (CO2) og því er mjög mikilvægt að þrýsta á lönd eins og Bandaríkjamenn, Rússland og Kína til að minnka þeirra losun.  Ingibjörg Sólrún, ef þú lest þetta, vinsamlegast sendu þessum þjóðum kveðju.


mbl.is Íslenskir jöklar horfnir eftir 200 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

En núna hefur ísmagn á Suðurskautslandinu aukist sem gengur þvert á allt sem Al Gore og umhverfis samtök tala um. Þau reyndar benda einungis á lítin skaga sem gengur norður úr sauðurskautlandinu en vilja aldrei minnast á meginlandið sjálft. 

Hlýnuninn er á margan hátt eðlileg. Enda getum við loksins endur vakið bygg ræktun á Íslandi eins og hún var stunduð við landnám. En sögur frá þeim tíma segja frá tvískiptum Vatnajökli. Hver spúði mengun í andrúmsloftið í svo miklu mæli að hitastigið hækkaði svo mikið að Ísöld leið undir lok? 

Fannar frá Rifi, 7.6.2007 kl. 13:28

2 identicon

Þetta er nú ekki úr nálinni bitið enn. Mynd hefur verið framleidd af vísindamönnum sem heitir The Global warming swindle. Útdrátt úr myndinni má sjá hér:

 http://www.youtube.com/watch?v=4boaEbtjByU

 Umsagnir um svindlið : 

http://raggibjarna.blog.is/blog/raggibjarna/entry/141774/

  

http://www.channel4.com/science/microsites/G/great_global_warming_swindle/index.html

  

http://agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/entry/173587/

  Vísindamenn sem koma fram í myndinni The Global warming swindle:

-- Dr. Pat Michaels - Prófessor í umhverfisvísindum, University of Virginia-- Dr. Richard Lindzen - Prófessor í veðurfræði, MIT-- Dr. Henrik Svensmark - Forstöðumaður Centre for Sun-Climate Research við Danish National Space Center-- Dr. Eigil Friis-Christensen - Forstöðumaður Danish Space Center-- Dr. Tim Ball - Loftslagsfræðingur. Prófessor emeritus  við University of Winnipeg-- Dr. Ian Clark - Prófessor í Isotope hydrogeology og fornveðurfræði, University of Ottawa-- Nigel Calder - Fyrrum ritstjóri New Scientist Editor. Höfundur ásamt Henrik Svensmark að bókinni The Chilling Stars-- Dr. Philip Stott - Prófessor Emeritus í Biogeography, University of London-- Dr. Nir Shaviv - Associate Prófessor, The Hebrew University of Jerusalem-- Dr. Paul Reiter - Prófessor, Institut Pasteur, París-- Dr. John Christy - Prófessor og forstöðumaður Earth System Science Center, NSSTC University of Alabama-- Dr. Roy Spencer - Principal research scientist for University of Alabama in Huntsville. In the past, he served as Senior Scientist for Climate Studies at NASA's Marshall Space Flight Center in Huntsville, Alabama-- Dr. Patrick Moore - Stofnaði Greenpeace ásamt fleirum.-- Dr. Piers Corbyn - Forstöðumaður Weather Action-- Nigel Lawson - Lord Lawson of Blaby-- Dr. Carl Wunsch - Prófessor í eðlisfræðilegri haffræði, Department of Earth, Atmospheric, and Planetary Sciences, MIT-- Dr. Fred Singer - President Science & Environmental Policy Project, Prófessor við George Mason University og Prófessor Emeritus í umhverfisvísindum við University of Virginia-- Dr. Chris Landsea - Formerly a research meteorologist with Hurricane Research Division of Atlantic Oceanographic & Meteorological Laboratory at NOAA, is now the Science AND Operations Officer at the National Hurricane Center-- James Shikiwati - Kenyan economist and Director of the Inter Region Economic Network-- Dr. Syun-Ichi Akasofu - Director of the International Arctic research Centre  

Þorsteinn (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 13:58

3 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Ja hérna.  Ég skal kynna mér þetta.  Takk - Svanur

Svanur Sigurbjörnsson, 7.6.2007 kl. 19:36

4 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Svindl eða ekki svindl. Staðreyndin er að Vesturveldin menga alltof mikið.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 8.6.2007 kl. 01:56

5 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Ég horfði á eina klippuna á Youtube sem virðist vera talsverður hluti af myndinni.  Ef að það data sem kynnt er þar er rétt, verður að telja CO2 kenninguna umdeilda eða hreinlega ranga.  Ég þekki það úr læknisfræðinni að það er mjög erfitt fyrir leikmenn að átta sig á hlutum varðandi mannslíkamann eftir að hafa séð mis vel gerðar heimildamyndir.  Ég er leikmaður í loftlagsfræðum og því verð ég að setja mitt álit í bið þar til að ég hef kynnt mér upprunalegar rannsóknir eða greinar sem taka málið fyrir með vísindalega skoðun á öllu efninu.  Takk fyrir ábendingarnar Fannar og Þorsteinn. 

Svanur Sigurbjörnsson, 8.6.2007 kl. 11:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband