Dularfull óvissuferð

Eldsnemma í fyrramálið fæ ég og mín kjereste símtal.  Ég veit að við fáum símtalið en ekki frá

Í dimmu Drekagili - eintóm hamingjahverjum.  Okkur verður sagt hvert við eigum að fara.  Fyrir mánuði síðan fengum við ómerkt og óundirritað boðskort um að okkur væri boðið í óvissuferð.  Dagurinn er runninn upp og við höfum ekki guðmund um það hver bauð okkur.  Spennandi... eða e.t.v. dálítið krípí.  Hvað ef þetta er bara hrekkur eða einhver brjálæðingur ætlar að ræna okkur?  Hljóma ég paranoid? Crying

Á maður að fara í svona ferð vitandi ekki neitt hver lagði á ráðin og hvað er í vændum?  Jú, annað væri púkó.  Við tökum stökkið.  Ég lofa ferðasögu komist ég aftur heim.  dadodado...darumdarumm..twilight zone...

 

 

 

Farskjótinn

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Spennandi, vonandi hafið þið gaman af.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 28.9.2007 kl. 02:24

2 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Takk Guðrún María

Svanur Sigurbjörnsson, 28.9.2007 kl. 03:10

3 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Þetta er bara spennandi og verður gaman að lesa um ferðasöguna hérna þegar þið komið til baka. Svona til öryggis ætla ég að senda ykkur verndarengil sem passar ykkur í ferðinni

Annars, góða ferð og góða skemmtun

Margrét St Hafsteinsdóttir, 28.9.2007 kl. 12:10

4 identicon

Þetta verður stuð hjá okkur

Kobbi kviðrista (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 17:24

5 identicon

hehehehehhe ég veit hvert þú ert að fara !!! og hvar þið eruð múhahahha

Soffía snillingur ;)  Vonandi er rosa gaman hjá ykkur :)

Sigrún (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 20:21

6 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

He he

Ég er endurheimtur frá Hollandi, eftir að hafa andað að mér hassi (óbeint) og farið hjólandi út að borða.  Þá sá ég karlmenn pissa á þar til gerðum pissustöndum á miðju torgi í miðbæ Amsterdam og "bláar" konur bjóða sig til sölu í rauðum gluggabásum.  Kaffihúsin eru í raun reykhús þar sem "grasið" er reykt.   Þá voru þarna búðir með "magical mushrooms".   Ákaflega líbó allt saman. 

Húsin voru skemmtilega skökk og sjarmerandi.  Fólkið hresst og brosandi. 

Kærastan rændi mér sem sagt til Amsterdam og þar vorum við í góðu yfirlæti hjá vinum okkar Öddu og Elmari og mesta krútti jarðar, Alvildu Eyvör.   Danke weil..  :-)  ...meira síðar

Svanur Sigurbjörnsson, 1.10.2007 kl. 00:19

7 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Gaman að heyra um óvissuferðina og ég hlakka til að lesa ferðasöguna. Sniðugt af kærustinni þinni að ræna þér



Margrét St Hafsteinsdóttir, 1.10.2007 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband