Klysja með boðskap

Ég var að enda við að sjá stríðsmyndina "300", sem hefur fengið misjafna dóma en nær 8.0 í einkunn á IMDb.com, en yfirleitt er þess virði að sjá myndir sem fá einkunn yfir 7 og sérstaklega milli 8 og 9. 

Myndin byrjar með hetju- og hermannaklysjunni um hinn herta hermann sem lærir að þola mikið harðræði og þjálfun í þeim tilgangi að verða drápsmaskína.  Vondu mennirnir herja að Grikklandi og vegna illra pólitíkusa og gráðugra presta er landið og þingið sem andsetið af aðgerðarleysi og ótta við að brjóta lög sem augljóslega eru fásinna.  Leonidas konungur lætur ekki blekkjast og bölvar spillingu og hindurvitnum.  Hann ákveður að berjast með sínum bestu 300 gegn ofurefli innrásarhersins í nafni hins "frjálsa manns". 

Leonídas gegn hinu illa

Fleira er ekki rétt að segja bili til þess að skemma ekki söguna algerlega fyrir þeim sem ætla að sjá myndina.  Ljóst er að óvinurinn er fulltrúi mannskemmandi hugmynda sem hafa hrjáð heiminn alla mannkynssöguna.  Loka baráttuhróp Spartverja var "berjumst gegn harðstjórn og dulhyggju!!"

Þessi mynd er augljóslega baráttukall manngildisins gegn blindri græðgi, valdnýðslu, guðshræðslu, hindurvitnum, kynferðislegri misnotkun (sbr "the oracles") og rotnum stjórnmálum.  Þetta er f.o.f. myndlíking, ekki sögukennsla.   Boðskapurinn á fullt erindi í dag.  Ekki flagð undir fögru skinni að þessu sinni. Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

ég hef ekki fattað myndina, enda fíla ég hvorki aksjón né stríðsmyndir nema einstaka sinnum, en hefði gefið henni í mesta lagi eina stjörnu af fimm. En gaman að öðrum fannst hún svona skemmtileg 

halkatla, 8.10.2007 kl. 08:51

2 identicon

Þessi mynd er listaverk, sjaldan hefur maður séð eins flottar senur og í þessari ræmu, alger unun á að horfa

DoctorE (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 10:53

3 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

He he já kannski að maður ætti að fara í svona "Photoshop meðferð"  

Já ég minntist ekki á hversu flott hún var tekin og stílfærð með tölvugrafík.  Augnhvítan var gerð skjannahvít og öll litameðferð var hrikalega flott.  Sum atriði voru mikið augnakonfekt.  Sammála DoktorE í því.

Persónugerðin var ekki sérlega góð en textinn lúmskt góður eins og ég vék að.  Það var leynt og ljóst verið að vísa til vandamála heimsins í dag.

Já sumir fíla ekki stríðsmyndir.  Ég skil það vel, allt þetta dráp er ekki sérlega upplífgandi.

"aðgerðamynd" - hef ekki séð þetta orð áður.  Ýmsir hefðu þurft aðgerðir eftir orusturnar , ekki spurning, en það var lítið um fína drætti á þessum tímum. 

Svanur Sigurbjörnsson, 8.10.2007 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband