Fyrirsjáanleg viðbrögð

Ég sá þessa stuttu mynd "Fitna" í fyrradag.  Hún sýnir hvernig Íslamistar hegða sér.  Þar er ekki verið að tala um hinn almenna múslima en það er vitnað í þau vers í Kóraninum þar sem hvatt er til ofbeldis og útskúfunar þeirra sem ekki eru Íslamstrúar.  Svo eru sýndar klippur frá æsingarræðum Islamista þar sem hvatt er til ofbeldis. 

Nú fara þeir leiðtogar sem mótmæla "Fitna" fram á ný alþjóðleg lög sem hindri ærumeiðingar í garð trúarbragða.  Dæmigerð og fyrirsjáanlega viðbrögð því það er einmitt ær og kýr þessara leiðtoga að hefta mál- og tjáningarfrelsi, sérstaklega þegar kemur að trúmálum.  Nú nýlega voru refsilög við guðlasti felld úr gildi í Englandi og er það mikil framför sem ætti að vera okkur Íslendingum til fyrirmyndar því enn eru í gildi fáránleg lög þessa efnis hérlendis. 

Mynd hollendingsins er ekki ærumeiðandi fyrir Islam.  Morðingi Theo Van Gogh er ærumeiðandi fyrir Islam.  Al-Sadr er ærumeiðandi fyrir Islam.  Þeir æsingarmenn haturs og óþols gagnvart öðrum en múslimum sem sýndir eru í "Fitna" eru ærumeiðandi fyrir Islam.  Sérstök Íslömsk mannréttindayfirlýsing múslima, sk. Kairó-yfirlýsingin, sem tekur mið af Sharía lögum bókstafstrúarmanna, er ærumeiðandi fyrir Islam.  Hryðjuverkin í New York, Madrid og London eru ærumeiðandi fyrir Islam.

Við skulum standa í báða fætur og gefa ekki þumlung eftir af góðum gildum okkar.  Múslimar sem vilja lifa eftir Sharía skulu gera það í þeim löndum sem það kjósa.


mbl.is Arabaleiðtogar mótmæla „Fitna"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef verulegar áhyggjur af viðkvæmni vestrænna stjórnmálamanna, þeir væru vísir til þess að láta þessa gaura fá tjáningarfrelsið okkar á silfurfati.

DoctorE (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 07:36

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

ÉG tek heilshugar undir með þér, Svanur.  Fitna er skráning heimilda.  Þetta er ekki leikin mynd eða nokkuð atriði í henni sviðsett.  Múslimir ættu því frekar að líta svo á að "vinur er sá sem til vams segir", en að vera með æsing út af þessu.  Hitt er annað mál, að gott væri að sjá mynd þar sem öfgafullir kristnir menn og gyðingar eru að nota tilvitnanir í Gamla testamentið í sama tilgangi, því hinn heiftúguði guð Gamla testamentisins er engu skárri í blóðþrosta sínum en tilvitnanirnar í Fitna.

Marinó G. Njálsson, 31.3.2008 kl. 11:09

3 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Já tek heilshugar undir þetta, einnig það sem Marino segir!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 31.3.2008 kl. 12:00

4 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Þar sem 9/11 hryðjuverkin voru innanbúðarverk er nú varla hægt að segja þau ærumeiðandi fyrir múslima, þau eru ærumeiðandi fyrir Ný-kóna hyskið í Bandaríkjunum...en það siðlausa pakk var ærulaust fyrir svosem.

Georg P Sveinbjörnsson, 31.3.2008 kl. 13:42

5 identicon

Bottom line er að biblía er ekkert skárri en islam, þeir sem kalla sig kristna í dag kunna vel flestir varla boðorðin, hvað þá að þeir viti um allan hryllingin í biblíunni.
Ég get lofað ykkur að ef kristin kirkja stjórnaði allt og öllu þá væru morð & pyntingar daglegt brauð, eins og sagan sýnir okkur.

Mér finnst rosalega flott að sýna allt ruglið, enda geri ég hvað ég get til þess að sýna að bókstafstrúarkristnir sem eru hinir einu alvöru kristlingarnir, eru alveg jafn ruglaðir og islamistar.
Það er ekki hægt að vera hófsamur og trúaður, það er eins og að segja að alki geti drukkið í hófi.

Guð er ekki góður, guð er ekki til.

DoctorE (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 16:20

6 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Heimur stjórnað eingöngu af kirkjunnar mönnum væri ekki skárri hryllingur en ef honum væri stjórnað af múslimum, magnað annars hvað trúarbragðaþvæla á upp á pallborðið ennþá árið 2008, bendir til þess að fáfræði fari vaxandi í heiminum...eða greindarvísitala fari minnkandi.

Georg P Sveinbjörnsson, 31.3.2008 kl. 17:15

7 Smámynd: halkatla

SS (sammála Svanur) 

það er ekki hægt að guðlasta eða sýna trúarbrögðum lítilsvirðingu - að mínu mati. Trúarbrögð standa og falla með helgiritum sínum og verkum fylgjendanna.

Ég tek undir með Skúla: "bla bla bla"

og Georg, bara svo það sé á hreinu, þegar við verðum búin að gifta okkur þá flytjum við frekar til USA en Íran

halkatla, 31.3.2008 kl. 23:22

8 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Hrópi múslími á götu í London. "Þeir niðurlægja trú vorra og spámanninn í Fitna" fer hinn almenni múslími heim og á netið og sér að það er verið að gera gys af Múhameð með að sýna sprengjuhausateiknimyndina af honum. Aðrir kaflar myndarinnar eru nánast hlægilegir. Múlláh (prestur tónar) allt annað en það sem enski textinn segir. Það lítur út eins og léleg og fáfkænleg tilraun til að plata fólk. Öfgamennirnir sem æsa múginn eru allt þekktir karakterar, sem sumir eru látnir, aðrir í fangelsum eða felum. Fánaáletranir eru greinileg illa falsaðar o.s.f.r. Flestir múslíma á vesturlöndum finnst myndin svo kjánaleg að þeir skilja ekki hversvegna aðrir sjá það ekki. 

Aðrir sem ekki eru múlímar og horfa á myndina sjá  það sem Rauða Akurliljan vildi að þeir sæju og fordæma Íslam umsvifalaust. Þeir gefa sér ekki tíma til að athuga málin eða er sama.

Hrópi múslími á götu í Pakistan "Þeir niðurlægja trú vorra og spámanninn í Fitna", brjótast út móðursjúk mótmæli fyrirvaralaust. Engin hefur nokkurn möguleika á að tékka á hvort satt er og öllum er sama.

Svanur Gísli Þorkelsson, 1.4.2008 kl. 00:15

9 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sæl öll og takk fyrir athugasemdir

Kristin mótmælenda trú er siðferðislega fremri Islam og sérstaklega bókstafstúlkun hennar í formi Wahabíismans sem er helsti innblástur hins herskáa arms Islams, íslamistanna.  Hún er ekki fremri vegna betri guðs því hinn "Abrahamski" guð beggja er sama loftið.  Hún er ekki fremri vegna sagna Gamla Testamentsins því það er fullt af reiðum, afprýðisömum og hefnigjörnum "guð".  Hún er örlítið fremri vegna Nýja Testamentisins sem þrátt fyrir margt mótsagnakennt og ekki par siðað hefur þó mun friðsamlegri og umburðarlyndari boðskap en Kóraninn.  Hún er fyrst og fremst fremri vegna þess að hún hefur yfirgefið í verki flesta þá vitfyrringu sem sem bæði Nýja og sérstaklega Gamla Testamentið kenna og þess í stað tekið upp frjálslega túlkun á trúnni í ljósi upplýsingar og mannvirðingu.  Kjarni Islam er að gefa ekki eftir í hlýðni og undirgefni við hið heilaga orð Allah í Kóraninum og því hefur ekki orðið sú siðabót og vöknun til skynsemi í ljósi sífelldrar endurnýjunar á þekkingu okkar á hegðun okkar og hugsun, líkt og varð í kristni megin hluta vesturlanda.  Sú kristni á þó í baráttu við eigin kreddur og á nokkuð í land til að ná að frelsast endanlega undan eingyðingstrú yfir í núll-gyðings-lífsskoðun og lifa í stóískri húmanískri ró, skynsemi og friði. 

Svanur Sigurbjörnsson, 1.4.2008 kl. 01:20

10 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sæll nafni

Mann rekur í rogastans.  Hvað ertu að rausa?  Myndsýningin af Múhameð með sprengjuhaus er ekki sett í myndina til að gera grín að honum, heldur til að sýna eitt af þeim ágreiningsefnum sem hafa komið upp og e.t.v. undirstrika þá tifandi sprengju sem Islamismi islamistanna (athugaðu - ekki allra múslima) er.  Þetta er langt frá því að vera grínmynd eða háðsleikur.  

Hvaða heimildir hefur þú fyrir því múllinn tóni allt annað en þýðingin segir?  Skilurðu arabísku?  Sagði þér þetta einn maður eða fleiri sem skilja og tala arabísku?  Þetta eru alvarlega ásakanir.  Ég veit að boðskapurinn sem fluttur var, er í Kóraninum og hef fyrir því bæði þýddar íslenskar heimildir og erlendar.  Það þarf ekki að falsa neitt.  Þetta er allt þarna, hvort sem þessi múllah eða annar fer með viðkomandi vers eða annað með sama innihaldi.

Það breytir engu þó þessir menn sem þarna töluðu fyrir ofbeldi séu nú í fangelsi eða dánir.  Það eru fullt af staðgenglum þeirra predikandi það sama meðal Islamista í dag.  Taktu eftir, Islamista, ekki venjulegra múslima.   Auðvitað eru þeir að reyna að snú venjulegum múslimum, sérstaklega þeim ungu og varnarlitlu til bókstafstrúar Wahabíismans þannig að þeir teygja anga sína víða.  Þeim hefur vegnað vel við þetta t.d. í Danmörku og Englandi.

Síðustu málsgreinar þínar tvær eru með ólíkindum.  Það er eins og þú hafir ekkert uppá heiðursmorð, kvennakúgun, trúarlegt umburðarleysi, félagslega einangrun, sharía lög á vesturlöndum og hefting tjáningarfrelsis uppá að klaga.  Gengurðu um bjóðandi hina kinnina eða gerirðu þér ekki grein fyrir löðrungunum sem dynja á andliti vestrænna þjóðfélaga og víðar.  Ætlarðu að verja islamisma til þess að sýnast umburðarlyndur gagnvart þeim múslimum sem iðka sína trú án útþenslustefnu og hroka?  Gerirðu ekki greinamun á persónulegri trú og valdasjúkri yfirgangstrú?  Detti af mér allar dauðar. 

Svanur Sigurbjörnsson, 1.4.2008 kl. 01:45

11 Smámynd: Sigurður Rósant

Tja, svanir geta barist eins og aðrir fuglar þótt friðsælir séu á yfirborðinu. En Geert Wilders, hinn Hollenski þingmaður sem tók saman efni í stuttmyndina "Fitnah", hefur fallist á að fjarlægja myndina af Múhameð fremst og aftast í stuttmyndinni sem Kurt Westergaard gerði. Kurt hefur hætt við að höfða mál á hendur Geert á grundvelli "copyright".

En Kurt gerði gott betur og sendi Geert Wilders mynd af honum sjálfum með tifandi sprengju á höfðinu.

Annars getur vel verið að það sé ekki samræmi milli þess sem Múllinn kyrjar og textans sem birtist á ensku. En þeir gera líka svolítið meira en að tóna. Þeir eru beinlínis að hóta er það ekki, Svanur Þorkell? Þessi reiðiöskur Ímáma eða Múlla eru alveg sambærileg við reiðiöskur Hitlers heitins (blessuð sé minning hans).

Við megum sennilega búast við miklum átökum hér í Evrópu með þessar 54 milljónir muslima ef leikurinn heldur svona áfram. Þessi mikli fjöldi muslima hefur aldrei lesið Kóraninn, heldur hlýðir því sem Imámi þeirra innrætir þeim við föstudagsbænir.

Önnur mynd verður frumsýnd um 20. apríl n.k. eftir Ehsam Jami, 23ja ára fyrrverandi muslim, og fjallar um 12 hjónabönd Múhammeðs og þar verður m.a. sagt frá 6 ára gamalli stúlku Aisha, sem Múhammeð tók sér sem konu 53 ára gamall en giftist 3 árum seinna, að því er mér skilst.  Þessi mynd verður sennilega meira særandi fyrir muslima en Múhameðsteikningarnar.

Eftirfarandi yfirlýsingu er að finna á Wikipediu, þar sem Gadhafi Líbýuleiðtogi frá 1969 til dagsins í dag, talar: "We have four million Muslims in Albania. There are signs that Allah will grant Islam victory in Europe – without swords, without guns, without conquests. The fifty million Muslims of Europe will turn it into a Muslim continent within a few decades. Europe is in a predicament, and so is America. They should agree to become Islamic in the course of time, or else declare war on the Muslims."[

Það er ekkert nýtt að Arabaþjóðir ráðist á Vesturlönd vegna hatursorða Kóransins. Gadhafi Lýbíuforseti var búinn að standa að hryðjuverkum m.a. við Ólympíuleika í Munchen 1972, þar sem 11 íþróttamenn frá Ísrael voru teknir í gíslingu og drepnir.

Það var svo ekki fyrr en í apríl 1986 að Ronald Reagan kenndi honum að haga sér friðsamlega, með því að gera skyndiárás á Gadhafi og hans heimamenn, hlaupandi um á nærbuxunum.

"On April 15, 1986, Ronald Reagan ordered major bombing raids, dubbed Operation El Dorado Canyon, against Tripoli and Benghazi killing 45 Libyan military and government personnel as well as 15 civilians."

Sigurður Rósant, 1.4.2008 kl. 09:10

12 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Algerlaga sammála. Við eigum ekki að selja Vestræn mannréttindi. Ýmsir sækja að þeim, og ekki einungis Múslimar. Hef ekki séð þessa mynd "Fitna" og get ekki tjáð mig um hana.

Sindri Guðjónsson, 3.4.2008 kl. 23:32

13 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Í Biblíunni segir Ísraelsmönnum oft sagt að drepa ákveðnar óvinar þjóðir og þess háttar, meðan það er meira um almenn boð til allra trúaðra að beita ofbeldi í Kóraninum, gagnvart öllum heiðingjum, en ekki afmörkuðum þjóðflokkum. Þessar tölur sem koma frá Sceptics Annotated Bible, segja því ekki alla söguna.

Sindri Guðjónsson, 4.4.2008 kl. 22:16

14 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Já það skiptir talsverðu máli hvort að það segir: "..og þeir fóru með hernaði gegn þjóð.." þar sem versið er frásögn af atburðum eða "..skaltu drepa alla heiðingja.."  þar sem verið er beinum orðum að boða ofbeldi gagnvart einhverjum.   Fróðlegt væri að sjá samanburð á bókunum tveimur hvað slíkt innihald varðar.

Svanur Sigurbjörnsson, 6.4.2008 kl. 11:40

15 Smámynd: Magnús V. Skúlason

Ég veit það ekki, mér finnst nú viðbrögð og mótmæli íslamista gagnvart þessari blessuðu mynd og dönskum skopmyndum minna margt á viðbrögð Siðmenntarmanna gagnvart gagnrýni m.a. biskups Íslands og ráðamanna þessarar þjóðar á þeirra skoðanir undir lok síðasta árs.

Magnús V. Skúlason, 10.4.2008 kl. 11:04

16 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Já svona eins og að öskra hatursorð á götum úti, brenna flögg og sendiráð.  Ákaflega líkt eða hitt þó heldur.   Kanntu ekki að gera greinamun á eðlilegri gagnrýni í orði og svo aftur fúkyrðakasti, æsingi og ofbeldi Magnús Viðar?  Ertu svona viðkvæmur að þola ekki gagnrýni byggða á rökum í rituðu máli?

Aftur viðbrögð biskups voru líkari Islamistum sem æpa "hatur, hatur!" í ljósi gagnrýni, þegar hann kallaði Siðmennt "hatrömm samtök" fyrir það eitt að vilja trúarlega starfsemi og trúboð út úr opinberum skólum, þ.e. fara eftir mannréttindasáttmálum.  Þrátt fyrir að hafa ýmislegt að athuga við siðferði Þjóðkirkjunnar þá höfum við í Siðmennt ekki farið út í þau gífuryrði sem biskup hefur látið út úr sér.  Hann er reyndar alveg sér á parti á þeim bæ þannig að maður reynir að dæma ekki heildina út frá honum þó hann sé í forsvari.

Svanur Sigurbjörnsson, 10.4.2008 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband