Bréf Einsteins

Nýlega kom fram í sviðsljósið bréf eftir Albert Einstein þar sem hann tjáir sig um trúmál.  Menn hafa lengi deilt um hvort að Einstein væri trúaður eða trúlaus.  Hann vitnaði stundum í guð en það hefur ýmist verið túlkað sem tilvísun í náttúruna eða sem trú á guð.  Bréfið sem nú er komið fram er skrifað 1954 og hefur verið í einkaeign frá 1955 en nú á að selja það á uppboði.  Þar skýrist talsvert afstaða Einsteins en e.t.v. má enn deila um meiningar hans. 

Bréfið eins og það er birt í The Guardian:

An abridgement of the letter from Albert Einstein to Eric Gutkind from
Princeton in January 1954, translated from German by Joan Stambaugh. It
will be sold at Bloomsbury auctions on Thursday

... I read a great deal in the last days of your book, and thank you very
much for sending it to me. What especially struck me about it was this.
With regard to the factual attitude to life and to the human community we
have a great deal in common.

... The word God is for me nothing more than the expression and product of
human weaknesses, the Bible a collection of honourable, but still
primitive legends which are nevertheless pretty childish. No
interpretation no matter how subtle can (for me) change this. These
subtilised interpretations are highly manifold according to their nature
and have almost nothing to do with the original text. For me the Jewish
religion like all other religions is an incarnation of the most childish
superstitions. And the Jewish people to whom I gladly belong and with
whose mentality I have a deep affinity have no different quality for me
than all other people. As far as my experience goes, they are also no
better than other human groups, although they are protected from the worst
cancers by a lack of power. Otherwise I cannot see anything 'chosen' about
them.

In general I find it painful that you claim a privileged position and try
to defend it by two walls of pride, an external one as a man and an
internal one as a Jew. As a man you claim, so to speak, a dispensation
from causality otherwise accepted, as a Jew the priviliege of monotheism.
But a limited causality is no longer a causality at all, as our wonderful
Spinoza recognized with all incision, probably as the first one. And the
animistic interpretations of the religions of nature are in principle not
annulled by monopolisation. With such walls we can only attain a certain
self-deception, but our moral efforts are not furthered by them. On the
contrary.
 
Now that I have quite openly stated our differences in intellectual
convictions it is still clear to me that we are quite close to each other
in essential things, ie in our evalutations of human behaviour. What
separates us are only intellectual 'props' and 'rationalisation' in
Freud's language. Therefore I think that we would understand each other
quite well if we talked about concrete things. With friendly thanks and
best wishes

Yours, A. Einstein

Því miður hef ég ekki tíma til að þýða bréfið en það er athyglisvert, m.a. að hann telur að

"orðið Guð sé ekkert meira en tjáning og afleiðing mannlegs veikleika og Biblían sé samansafn ærlegra, frumstæðra þjóðsagna sem eru samt sem áður talsvert barnalegar."

En hvers vegna er fólki svona annt um að finna út hvaða skoðun Einstein hafði á trúmálum?  Líklega vegna þess að hann er talinn einn mesti hugsuður 20. aldarinnar og álit hans hlýtur að skipta máli. Vægi orða hans hlýtur þó fyrst og fremst að skapast af rökvísi þeirra og innihaldi, ekki frægð hans sem eðlisfræðings.  Richard Dawkins fjallar heilmikið um Einstein í bók sinni "The God Delusion" og færir þar sannfærandi rök fyrir því að Einstein hafi stundum notað guðshugtakið í því skyni að tákna hið undursamlega og óþekkta í náttúrunni eða himingeimnum, en ekki til að trúa á í sama skilningi og guð kristinna eða gyðinga.  Þetta bréf hér sýnist mér ýta undir þá túlkun.  Þá er nokkuð ljóst að hann hefði ekki tekið þátt í ráðgefandi sérfræðingaráði alþjóðlegu húmanistasamtakanna www.iheu.org við stofnun þess árið 1952 ef að hann hefði verið trúaður.  Ég leyfi Einstein að hafa síðasta orðið:

"Í mínum huga er trú gyðinga rétt eins og öll önnur trúarbrögð, holdi klædd hjátrú eins og þær gerast hve barnalegastar."

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar Pálsson

Gott hjá þér að vekja eftirtekt fólks á þessum skrifum. Bréfið er læsilegt og gefur okkur betri sýn á Einstein, sem er oft vitnað til án samhengis hinum og þessum sjónarmiðum til stuðnings. Nú þegar er fjörug umræða á the Guardian, í kringum pistil Andrew Brown.

Brown undirstrikar að Einstein trúði ekki á guð, en staðhæfði að hann trúði heldur ekki á guðleysi. Þá tóku lesendur við sér!

Arnar Pálsson, 13.5.2008 kl. 13:04

2 identicon

Trúaðir eru endalaust að reyna að ljúga því upp að Einstein hafi verið trúaður, trúaðir þrá jú að hugsuðir taki undir að guðir séu til.
Það er séns á að Einstein hefði gert slíkt, ef hann hefði fengjð heilahrörnunarsjúkdóm

Álfar, tröll, draugar og tannálfar er allt jafn barnalegt, magnað að fullorðið fólk sem virkar ok trúi svo á barnaævintýr.... úps biblían er ekki við hæfi barna ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 13:13

3 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Þá er það komið.

Nú er það næsta spurning, í hvernig nærfötum gekk Oppenheimer? 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 13.5.2008 kl. 14:26

4 identicon

Samkvæmt mörgum heimildum innan sem og utan Mannhattan verkefnisins gekk Oppenheimer "commando" eða án nærfata. Þó hefur komið til tals að þeim sem unnu að verkefninu hafi verið úthlutað G-strengjum en að Oppenheimer hafi neitað að ganga í þeim vegna pungsigs.

Gissur Örn (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 17:22

5 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Hæ Svanur. 

Ég hef lesið talsvert um Einstein og eftir Einstein og ég hef aldrei dregið þá ályktun að hann hefði verið trúaður á þann hátt sem trúarbrögðin boða.

Þessi orð eftir hann er í miklu uppáhaldi hjá mér.

The most beautiful and most profound experience is the sensation of the mystical. It is the sower of all true science. He to whom this emotion is a stranger, who can no longer wonder and stand rapt in awe, is as good as dead. To know that what is impenetrable to us really exists, manifesting itself as the highest wisdom and the most radiant beauty which our dull faculties can comprehend only in their primitive forms - this knowledge, this feeling is at the center of true religiousness.

Kveðja. 

Margrét St Hafsteinsdóttir, 13.5.2008 kl. 20:00

6 Smámynd: Hrannar Baldursson

Takk fyrir þetta Svanur og Margrét. Hressandi lesning.

Hrannar Baldursson, 13.5.2008 kl. 20:10

7 Smámynd: halkatla

mér finnst álit hans ekki skipta neinu máli en það er frábært hjá þér að birta smá úr þessu bréfi, Einstein var æði, toppurinn er þegar hann minnist á Freud

halkatla, 13.5.2008 kl. 22:37

8 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Takk fyrir þetta Margrét.  Mér finnst þetta ákaflega fallega orðað hjá Einstein, þ.e. þessi lýsing að maður verði að kunna að meta fegurð hins óþekkta og leyndardómsfulla því annars verði fræum vísindaáhuga ekki sáð.  Það er mér þó spurn hvers vegna hann notar orðið "religiousness" í lokin því mér finnst passa mun betur að segja inquiry þ.e. upphaflega skoðunin og leitunin að sannleikanum um lífið og tilveruna gegnum vísindin. 

Á bls 15 segir R. Dawkins í bók sinni The God Delusion:

"Here are some more quotations from Einstein, to give flavour of Einsteinian religion:"

I am a deeply religious nonbeliever.  This is a somewhat new kind of religion.

I have never imputed to Nature a purpose or a goal, or anything that could be understood as anthropomorphic.  What I see in Nature is a magnificent structure that we can compgrehend only very imperfectly, and that must fill a thinking person with a feeling of humility.  This is a genuinely religious feeling that has nothing to do with mysticism.

The idea of a personal God is quite alien to me and seems even naive.

Það virðist því vera svo að Einstein hafi kallað þá auðmjúku tilfinningu að við stöndum frami fyrir stórkostlegum fyrirbærum náttúrunnar, trúarlega.  Samt sem áður er hugmyndin um persónulegan guð fjarri honum.   Þetta er náttúrlega hans notkun á orðum og Dawkins og fleiri hafa ekki mælt með henni því hún er ruglandi.

Svanur Sigurbjörnsson, 13.5.2008 kl. 23:54

9 identicon

“In view of such harmony in the cosmos which I, with my limited human mind, am able to recognize, there are yet people who say there is no God. But what really makes me angry is that they quote me for the support of such views.”

Albert Einstein, according to the testimony of Prince Hubertus of Lowenstein; as quoted by Ronald W. Clark, Einstein: The Life and Times, New York: World Publishing Company, 1971, p. 425.

Alexander (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 02:57

10 identicon

Skrítin þessi meiri en aldarlanga "barátta" vísinda og trúar um hvor hafi rétt fyrir sér um lífið - td. um tilurð heimsins. Mér finnst svo margt vera það sama hjá báðum; menn nota bara mismunandi orð.

Tökum dæmi: Trúin segir að veröldin hafi orðið til þegar Guð sagði: "Verði ljós". Vísindin segja að tilveran hafi orðið til við "Big Bang". Í mínum huga er þetta nákvæmlega það sama: "Verði ljós" = Big Bang / Big Bang = "Verði ljós".

Og miðað við hve þróunarkenningin átti/á að vera mikil bylting miðað við sköpunarkenninguna, er þá ekki sláandi að hún rekur feril þróunarinnar/sköpunarinnar í svo að segja alveg sömu röð og sköpunarkenningin.

Aðalmunurinn er sá að þróunarkenningin heldur því fram að þróaðri lífverur hafi þróast af þeim fyrri og óþróaðri, en sköpunarsagan segir Guð hafa skapað nýtt og nýtt. En er nokkuð ólíklegt að hann hafi skapað nýjar og nýjar tegundir með það fyrir augum að fullkomna enn betur það sem fyrir var? Það er að sköpun hans hafi verið æ fullkomnari mynd þess eldra - og þess vegna "þróun" (eins og þegar menn þróa td hugmynd á æ fullkomnari hátt)??

Kannski hafa deilur um sköpun EÐA þróun aldrei verið annað en deilur um keisarans skegg?

Annað mál er það að sumir menn VILJA að Guð sé til en aðrir menn VILJA EKKI að Guð sé til. "Ekki er trúin allra".

En til hamingju með lífið og heiminn, öll sömul. Megum alveg vera þakklát hvaðan svo sem þetta er komið og hvort sem við teljum það orðið til fyrir sköpun eða þróun.

Alexander (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 03:35

11 Smámynd: Arnar Pálsson

Alexander

Það eru nokkur vandamál við þá hugmynd að guð hafi skapað hverja tegund, og að þróun sé ekki raunveruleg.

1. Tilvísun til yfirnáttúrulegs fyrirbæris eins og guðs er ekki gagnlegt í vísindum. Við gætum vísað til guðs í hvert skipti sem epli fellur til jarðar, en í staðin fann Newton út ákveðið náttúrulegt lögmál sem dugir. Vísindin auka skilning okkar á efnisheiminum, sem skiptir máli þegar við viljum lækna sjúkdóma, byggja brýr eða nýta fiskistofna.

2. Ef við berum saman núlifandi og dauðar tegundir kemur í ljós að mörk milli tegunda eru óskýr. Tegund er hópur einstaklinga og enginn þeirra er eins. Eigum við þá að segja að guð skapi alla einstaklinga tegundarinnar? En við vitum, flest allavega, að nýjir einstaklingar verða til eftir kynæxlun eða með kynlausri fjölgun. Við trúum því ekki lengur að sæðisfrumur mannsins beri litlar útgáfur af mönnum, skapaðar af guði, og að egg konunnar sé hús fyrir litla kallinn eða kerlinguna til að vaxa í.

3. Bara til upprifjunar. Þróun felur í sér sameiginlegan uppruna og tré lífsins. Náttúrulegt val er bein afleiðing fjögurra atriða. Breytileika milli einstaklinga, erfða, mishraðra æxlunar (ekki allir eignast jafn mörg afkvæmi) og baráttunar fyrir lífinu. Þessar forsendur standast og því geta lífverur þróast, og náttúrulega er valið fyrir þeim hæfari!

Lotning og þakklæti fólks gagnvart lífinu og heiminum sem fram kemur hjá Alexander og öðrum í þessu spjalli er einstaklega hjartnæm. Þetta er nótan sem sameinar okkur sem mannverur, og mér finnst mikilvægt að við gleyma því ekki í skoðanaskiptum okkar. 

Arnar Pálsson, 15.5.2008 kl. 09:46

12 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

religiousness = trúrækni ..... eða þannig þýddi ég þetta.  

- this knowledge, this feeling is at the center of true religiousness. = þessi þekking, þessi tilfinning er það sem hin sanna trúrækni snýst um.

Veit þú ert rosa góður í ensku Svanur  en þennan skilning lagði ég í þessi orð Einsteins

Kveðja.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 20.5.2008 kl. 02:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband