Aftur skipta menn um skútu í miðri siglingu og taka seglið með sér

Á árum áður gat það gerst öðru hvoru að þingmenn klyfu sig út úr flokki sínu á kjörtímabili sem var ekki nærri liðið, en það var alltaf með þeim hætti að þeir lýstu sig óháða eða gerðu sig líklega til að stofna nýjan flokk.  Þannig var það þar til Gunnar Örn Örlygsson klauf sig frá xF haustið 2005 og gekk rakleiðis í raðir xD.  Þetta var með ólíkindum og fólk gapti, já gapti stórum, nema auðvitað kænir Sjálfstæðismenn, sem földu undrunina en settu upp í staðinn bros og tóku Gunnari Erni báðum höndum líkt og um hetju væri um að ræða.  Ríkisstjórn þeirra með xB stóð tæpt út frá tölu þingmanna og því var liðhlaup Gunnars Örns kærkomið.  Gunnari var launaður greiðinn með 14. sæti í prófkjöri Suðurlandskjördæmis fyrir síðustu kosningar.  Hann var ekki fulltrúi neins lengur.

Nú er Karen að gera svipaðan hlut á Akranesi, en þó með viðkomu sem óháð um nokkurt skeið ef mig minnir rétt.  Magnús Þór hrakti hana fyrst úr xF og svo hraktist hún úr hlutlausri stöðu yfir í xD nú vegna flóttamannamálsins á Akranesi.  Vera kann að hún hafi haft málefnalega ástæðu til að vera ósammála varaformanni xF (og varamanni sínum í bæjarstjórn Akraness) og gat greitt málinu atkvæði samkvæmt sinni sannfæringu en hafði hún siðferðilegt leyfi til að taka atkvæði sín yfir til xD?  Ég leyfi mér að efast um það.

Sama má segja um hlaup þingmanna úr xS og xB yfir í xF í lok síðasta kjörtímabils en um þau mál má reyndar segja að flokkaskiptin áttu sér stað undir lok kjörtímabilsins og höfðu því lítil áhrif á pólitíkina.

Samkvæmt stjórnarskrá er þingmaður einungis bundinn samvisku sinni og því er ekkert hægt að segja við þessum flokkaskiptum.  Í lögum um stjórnarhætti hins opinbera er alls ekki tekið á þessu.  Þegar pólitíkus fer í framboð er það bæði í nafni eigin persónu og þess flokks sem viðkomandi fer fram fyrir.  Flokkurinn hefur ákveðna málefnaskrá og stefnu þannig að frambjóðandinn er ekki síst kosinn vegna hennar eins og fyrir kosti eigin persónu.  Á bak við hvern sveitarstjórnarmann eða þingmann sem nær kjöri eru hundruð eða þúsundir atkvæða og eru þau óumræðanlega tengd viðkomandi flokki.  Hvernig má það þá vera að kjörnir fulltrúar geti tekið þessi atkvæði og flutt yfir til annars flokks, jafnvel flokks sem hefur talsverða andstöðu við málefnaskrá þess flokks sem hinn kjörni fulltrúi tilheyrði? 

Eftirfarandi spurningum þarf að svara til þess að fá skynsamlega niðurstöðu í þessi mál:

  • Hvar byrja og enda réttindi kjörins fulltrúa gagnvart flokknum og kjósendum hans?
  • Hvar byrja og enda réttindi stjórnmálaflokksins og kjósenda hans gagnvart hinum kjörna fulltrúa?

Það má hugsa sér þá stöðu að kjörinn fulltrúi telji flokk sinn farinn svo langt frá stefnuskrá sinni við kosningar að hagsmunum kjósenda hans sé ógnað og flokkinn orðinn þvert á skoðanir þeirra í mörgum mikilvægum málum.   Í slíku tilviki mætti til sanns vegar færa að atkvæði fulltrúans væri betur varið utan flokksins en aftur má spyrja hvort að réttlætanlegt sé að það fari yfir til annars flokks?  Væri sá flokkur líklegur til að endurspegla vilja þeirra kjósenda sem völdu fulltrúann? 

Geta kjörnir sveitarstjórnarmenn eða þingmenn slitið sig frá vilja þeirra sem kusu þá?  Erum við að kjósa kraftmiklar eldflaugar sem bera ákveðin merki en geta síðan valið sína leið undir nýju merki á sínum eigin "autopilot"? 

Ég er ekki að skrifa um þetta til að styðja mál xF í þessu innflytjendamáli, heldur vegna þess að ég hef áhyggjur af framkvæmd lýðræðis á Íslandi.  Allir flokkar geta lent í því að kjörnir fulltrúar þeirra vilji skyndilega skipta um lit.  Það gæti skipt sköpum um valdajafnvægi og hefur nú gert það á Akranesi.  Þá er einnig áhyggjuefni að fulltrúar geta skilið við stjórnarsamstarf í skjóli leyndar og baktjaldamakks, án samráðs við næstu menn á lista eða flokksforystu.  Hver er réttur fulltrúans og hver er réttur heildarinnar sem hann/hún tilheyrði?  Ábyrg stjórnmálaöfl í landinu þurfa að finna svör við þessu.


mbl.is Lýsa yfir stuðningi við Magnús Þór Hafsteinsson
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er auðvitað forkastanlegt. Gersamlega siðlaust. Ég hef engra hagsmuna að gæta og er ekki að tala endilega um þetta eina tilvik  - en það gefur þó, nú, ástæðu til umræðunnar. Þetta er mál sem löggjafinn þarf nauðsynlega að taka á - og girða fyrir. Verandi með þetta svona eru ágætir möguleikar á því að siðleysingjar - en af þeim er víst nóg í stjórnmálum - bjóði sig gagngert fram fyrir flokk sem þeirra hjartans sannfæring slær ekki í takti með. Geri sér svo lítið fyrir að loknum kosningum og flytjist pólitískum búferlum yfir í þann flokk sem þeir e.t.v. ætluðu sér alltaf að starfa fyrir. Þingmaður/bæjarstjórnarmaður sem segir sig úr flokki Á að yfirgefa þá trúnaðarstöðu sem kjósendur hans (í nafni flokks) kusu hann til. Það er eina færa leiðin til þess að lýðræðið, í þessu efnum, fái að virka.

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 22:56

2 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Ég hef alltaf litið svo á að atkvæði greitt flokki/lista sé honum greitt en ekki þeim einstaklingum sem fljóta til embætta út á atkvæðin. Treysti þeir sér ekki til að fylgja þeim flokki/lista að málum lengur beri þeim að segja sig frá honum og næsti maður taki við.

Sigurður Hreiðar, 14.5.2008 kl. 23:02

3 Smámynd: Ingólfur Þór Guðmundsson

Muna þið Frjálslyndir bara eftir þeim sem fóru ?

Það var ekkert lítið vælt þegar Gunnar Örlygsson fór, en þið talið reyndar minna um það þegar þið fenguð síðan tvo í staðinn frá öðrum flokkum !

En það er auðvitað allt annað mál hvort menn séu að koma eða fara, hjá ykkur.

Fjölgunina voru þið sáttir með, þegar Kristinn H. (Flokksmella með meiru) og Valdimar Leó, komu til ykkar.

Annar frá Framsókn, hinn frá Samfylkingu.

En auðvitað er þín söguskýring töluvert betri, og að sjálfsögðu mun skemmtilegri.

Kv

Sjallinn í Odense

Ingólfur Þór Guðmundsson, 14.5.2008 kl. 23:18

4 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sæll Ingólfur Þór "Sjallinn í Odense"

Vinsamlegast talaðu ekki um "þið Frjálslyndir" hér án þess að greina nákvæmlega frá því til hverra þú ert að tala.  Ég er ekki í Frjálslynda flokknum.  Ég sagði mig úr honum í febrúar 2007.  Takk.

Svanur Sigurbjörnsson, 14.5.2008 kl. 23:51

5 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sæl Einar

Já þessar skiptingar yfir í aðra flokka, sérstaklega ef nýi flokkurinn er stærri en sá gamli, eru oftast pólitísk hara-kiri. 

Svanur Sigurbjörnsson, 14.5.2008 kl. 23:53

6 Smámynd: Theódór Norðkvist

Í þetta sinn tek ég heilshugar undir orð þín, Svanur. Það er verið að hafa kjósendur að fíflum. Besta lausnin er þriggja flokka kerfi, tel ég, en vísir að því kom fram í skoðanakönnun um fylgi flokkanna í Reykjavík. Þar eru kjósendur augljóslega að hafna liðhlaupunum.

Theódór Norðkvist, 14.5.2008 kl. 23:55

7 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Auðvitað á að breyta þessum lögum, því við eru ekki að kjosa fólk við erum að kjósa málefni

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 14.5.2008 kl. 23:57

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

  • Hvar byrja og enda réttindi kjörins fulltrúa gagnvart flokknum og kjósendum hans?
  • Hvar byrja og enda réttindi stjórnmálaflokksins og kjósenda hans gagnvart hinum kjörna fulltrúa?
  •  Góðar spurningar, það þarf vissulega að setja einhver lög um þessa hluti, það er óþolandi hver sem í hlut á að hlaupast svona milli flokka á miðju kjörtímabili.  Það er svik við kjósendur. 

    Þó er það skrýtnasta sem gerist í Reykjavík, þegar fólk úr einum stjórnmálaflokki, er allt í einu orðið í forsvari fyrir annan flokk, þ.e. sumir af liðinu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.5.2008 kl. 00:28

9 Smámynd: Kristján Hrannar Pálsson

Ætli þetta sé ekki vísbending um að flokkakerfið sé smám saman á undanhaldi og einstaklingsframboð séu á leiðinni? Í mínum eyrum hljómar það svo.

Kristján Hrannar Pálsson, 15.5.2008 kl. 08:01

10 identicon

Mér finnst þetta vera brot á lýðræði og ekkert annað, en hey förum þá bara í einstaklingsframboð ef þetta á að vera svona.

DoctorE (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 08:54

11 Smámynd: Ingólfur Þór Guðmundsson

Svanur: Gæti í raun ekki verið meira sama um hvort þú sért í Frjálslyndum eða ekki.

En hitt stendur, að þessi söguskýring, er heldur mikið á aðra hliðina hverju sem því nú veldur.

Það að nefna Gunnar Örlygsson sem svikara, en taka ekki með í dæmið Kristinn H. og Valdimar Leó

Sem gerðu nákvæmlega sama hlutinn, nema þá hagnaðist Frjálslyndi flokkurinn á því.

Það virðist vera eina ástæðan fyrir því að þú nefnir ekki þá, vegna þess einfaldlega, að þín söguskýring eru verulega lituð af Frjálslynda flokknum og virðist í því sambandi skipta máli "HVER FER" , en ekki "HVER KEMUR"

Ingólfur Þór Guðmundsson, 15.5.2008 kl. 10:54

12 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sæll Ingólfur

Lastu ekki þetta í greininni?:

"Sama má segja um hlaup þingmanna úr xS og xB yfir í xF í lok síðasta kjörtímabils en um þau mál má reyndar segja að flokkaskiptin áttu sér stað undir lok kjörtímabilsins og höfðu því lítil áhrif á pólitíkina."

Hér er ég að tala um þá Kristinn H og Valdimar Leó þó að ég nefni þá ekki á nafn.  Það er rétt hjá þér, sérstaklega varðandi Valdimar Leó því að hann átti um hálft ár eftir af kjörtímabilinu hjá xS.  Ég sat þá í stjórn SV-kjördæmis hjá xF og gagnrýndi komu hans í flokkinn.  Magnús Þór sagði hins vegar ekki bofs og formaðurinn Guðjón Arnar ekki heldur.  Þá var það fljótt gleymt hvað Gunnar Örn hafði gert. 

Það sem vann þó með þeim, og sérstaklega Kristni var að það var lítið eftir af kjörtímabilinu.   xS gagnrýndi ekki einu sinni brottför Valdimars Leó og xB voru fegnir að Kristinn H fór.  

Svanur Sigurbjörnsson, 15.5.2008 kl. 13:09

13 Smámynd: Halla Rut

Góður pistill hjá þér Svanur sem oftar.

Og því yfirgafstu flokkinn ef ég má spyrja?

Halla Rut , 15.5.2008 kl. 16:50

14 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Takk Halla Rut

Það er of löng saga til að fara með hér.  Ég get sagt þér frá því yfir kaffibolla ef þú vilt

Svanur Sigurbjörnsson, 15.5.2008 kl. 17:33

15 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Svanur.

Mjög góður pistill. Kristinn H. á nú met í þessu. Ég skildi aldrei þegar hann gekk í Framsóknarflokkinn. Hann var ekki Framsóknarmaður fyrir fimmeyring.

Þú minnist á flóttamannamálið á Akranesi. Ég skil ekki alveg af hverju Akranes sem að mér skilst hefur ekki húsnæði á lausa. Í Reykjavík er nóg húsnæði og eins á Egilsstöðum og Reyðarfirði svo dæmi séu tekin. Það er búið að byggja og byggja í Reykjavík og svo fór herinn og  þar bauðst heilt þorp til afnota og samt er byggt og byggt og fullt af húsnæði laust að mér skilst. Er það rétt? Ég veit að á Egilsstöðum er nóg húsnæði því þar ríkti svo mikil bjartsýni vegna Kárahnjúkastíflunnar og Álversins í Reyðarfirði

Spurning fyrir þig hér: http://asagreta.blog.is/blog/asagreta/entry/538307/#comments

Guð blessi þig og blessi þig í mikilvægu starfi.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 18.5.2008 kl. 16:01

16 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Svanur. Búin að svara. Var mjög ánægð með svör þín. Kærar þakkir/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 18.5.2008 kl. 22:42

17 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Takk fyrir fyrirspurn og góðar kveðjur Rósa.  

Ég þekki ekki til húsnæðismála í bæjum landsins.  Það er alltaf áhætta sem tengist því að taka að sér fólk sem við þekkjum ekki eða hefur alist upp á svæði þar sem hatur og stríð hefur ríkt.  Það er ljóst að það bæjarfélag sem tekur fólkið að sér er að axla stóra ábyrgð og augu þjóðarinnar munu beinast að þeim næstu árin til að vita hvernig til mun takast.  Þó að ég sé ekki hrifinn af Islamskri bókstafstrú, sem er við lýði víða tel ég að við getum ekki lokað á flutning þess fólks hingað frekar en annarra.  Hins vegar þarf það að vera alveg ljóst að mannréttindabrot verða ekki liðin hér og hér þurfa lífsskoðunarfélög að lifa í sátt og samlyndi undir einum lögum, þeim er Alþingi setur.  Það gengur ekki að fólk komi hingað og ætli að lifa eftir allt öðrum lögum og heimta alls kyns sérréttindi í opinberum stofnunum, þ.m.t. skólum landsins.  Komi slíkt upp þarf að standa fast í fæturna og sýna að allir fái sömu meðferð.  Ef Þjóðkirkjan heldur áfram í sérréttindi í lögum og aðkomu að skólastarfi, verður erfitt að neita öðrum hópum um aðgang.  Þannig geta sérréttindi eins aðila orðið að stöðugu þrætuepli og grafið undan friði og sátt um menntakerfið. 

Svanur Sigurbjörnsson, 19.5.2008 kl. 00:47

18 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Svanur.

Þetta er alveg hárrétt hjá þér og við höfum einmitt rætt þetta áður um Íslam og yfirgang þeirra. Ég bara skil ekki ef við eigum að taka við flóttamönnum að þeim sé potað þar sem ekki er húsnæði í boði á meðan nóg húsnæði er annarsstaðar. Það var eingöngu það sem ég hafði í huga núna. hef heyrt að það vanti nú þegar húsnæði fyrir fólk á Akranesi? en flóttafólkið sem við erum að fá eru vonandi venjulegir borgarar en við erum að taka stóran séns. þau bera það ekkert utaná sér hvort þau eru eins og fjöldinn eða öfgafólk í upphafi á meðan þau komast inní landið.

Þeir sem þykjast vera að stjórna þjóðarskútunni sjá ekki hvað hefur gerst í Evrópu eða neita að trúa að það sama geti gerst hér og í Evrópu. Öfga múslímar - Íslam er ekki að flytja til þessara landa til að aðlaðast okkur heldur að ná völdum hægt og hægt og það þarf engan speking til að sjá þá þróun í Evrópu.

Baráttukveðjur/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 24.5.2008 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband