Hvern sakar þetta? Fólk má trúa því sem það vill!

Hversu oft heyrir maður ekki þetta í umræðunni um trúarbrögð: 

Það skaðast enginn af því að trúa á guð!

Á meðan það getur verið rétt þegar um er að ræða mjög einangraða trú hugmyndafræðilega, þ.e. trú sem styðst að mestu við veraldlegt siðferði og guðshugmyndin þjónar nánast ekki neinu nema táknrænum tilgangi.  Dæmi um þetta er t.d. sú trúarstefna sem Fríkirkjan í Reykjavík heldur uppi.  Það er mjög húmanísk og umburðarlynd trúarstefna þar sem mannelskan er í fyrirrúmi og Biblían ekki tekin of bókstaflega.  Þjóðkirkjan er að meðaltali meira bókstafstrúuð og lætur ýmsar kreddur þvælast fyrir sér eins og sést hefur í vandræðum hennar með að taka sambönd samkynhneigðra í sátt.  Hún rekur einnig mjög markvisst trúboð og seilist inn í veraldlegar stofnanir eins og leikskóla og barnaskóla. Þessar trúarstefnur eru nú ekki það sem telja má hættulegar með beinum hætti, en öll guðstrú leggur grunninn að því að taka stærri trúarstökk og byggja fleiri haldvillur ofan á þá fyrstu.  Bókstafstrú er í raun sannari trú en um leið lengra frá skynseminni. Þannig fóstrar "hófsamt" trúarlegt umhverfi varasama bókstafshyggju því hún byggir á sömu upphaflegu haldvillunni, sömu tálsýninni, sama gagnsleysinu, sömu blekkingunni.   Sinnulausir trúleysingjar sem nenna ekki að skrá sig úr Þjóðkirkjunni eða telja það ekki skipta máli, stuðla einnig að því að trú fær meira vægi í umræðu og fjárhagslegum stuðningi en hún ætti að fá í þjóðfélaginu. Trúarpólitískt séð sér maður einnig að kristnir biskupar gagnrýna nær aldrei það fólk sem er meira bókstafstrúar en það sjálft, a.m.k. ekki opinberlega.  Hins vegar er styttra í að gagnrýna trúleysi.  Hinir "hófsömu" trúuðu eru stundum leynilegir aðdáendur heittrúaðra og fagna því þegar þeir ganga lengra.  Þannig fá t.d. nunnur stuðning við lífsmáta sinn úr "hófsamri" átt og veraldlegir stjórnmálaleiðtogar halda á lofti trúarlegum tengslum til að halda fylgi sínu.  Stærstu stjórnmálaflokkar þessa lands (og víða annars staðar) þora ekki að beita sér í frekari aðskilnaði trúar og ríkis vegna ítaka Þjóðkirkjunnar.  Hinir "menningarlega kristnu" sem eru í allri hegðun trúlausir halda í hugsanaleysi þannig í aldagamalt valdaapparat trúræðis.  Hið "hófsama" er haft að fífli. Í framhaldi af umfjöllun minni um heimildarmyndina Nunnan og þá haldvillu að bænin hjálpi þeim sem beðið er fyrir vil ég sýna hér eitt dæmi (af mörgum) um hræðilegar afleiðingar slíkrar trúar:Fengið af vefsíðu um verndun barna frá bókstafstrú í Massachusets, USA:  
Amy Hermanson, age seven, died September 30, 1986, in Sarasota, Florida, of untreated juvenile onset diabetes. Her parents refused to provide her with necessary medical care. Her illness began in late August of 1986. The course of her illness is documented in the testimony from the trial of her parents for felony child abuse and third degree murder. In August, Amy became thinner, her bones started to protrude through her skin, she developed dark circles under her eyes and her skin developed a bluish tinge. At school she often could not keep awake and would put her head on her desk and fall asleep. Amy's aunt reported that in the 2 weeks before her death Amy had lost 10 pounds, that her eyes were sunken and were functioning separately and that she could barely walk and often had to be carried. On Friday, August 26th, four days before her death, Amy's appearance was skeletal, according to a teacher. Amy told the teacher that she had been vomiting a lot and had been unable to sleep for a few nights. At the end, Amy had lapsed into a coma; she was lying on a bed without sheets; the sheets were found soaking nearby in several buckets with black vomit on them. A Christian Science "practitioner" had been retained to "treat" Amy, with prayer, on August 22nd. Following Amy's death, Chris Hermanson, Amy's mother, stated that Amy had been healed by Christian Science the morning of her death, but that Amy had make her own decision to pass on. Mrs. Hermanson had constantly claimed during Amy's illness that Amy was having an emotional problem deciphering her identity. She also states that Amy had become sick because of negative vibrations received from outside the home. Amy's parents were charged with felony child abuse and third degree murder. Both were convicted on the charge of third degree murder.

Nafnið "Hermanson" fær mann til að velta því fyrir sér hvort að um íslensk-ættað fólk hefði verið um að ræða.  Íslensk samantekt: Árið er 1986 og 7 ára stúlka sem býr í Flórida, Bandaríkjunum fær áberandi og alvarleg einkenni sykursýki sem fara stigversnandi á 2 vikum, en móðir hennar, sem er í hinni Kristilegu Sjáandakirkju taldi að stúlkan hefði veikst vegna neikvæðna bylgna utan heimilisins.  Hún fékk "meðhöndlara" úr kirkjunni til að "meðhöndla" stúlkuna með bænum og hélt barnið vera læknað að morgni þess dags sem hún dó en að það hefði tekið sína eigin ákvörðun um að deyja.  Foreldrar stúlkunnar (Amy) voru fundin sek um misnotkun á barni og þriðju gráðu morði og dæmd samkvæmt því.

Dæmin eru mýmörg en fara oftast hljótt því fólk hefur þá undarlegu hugmynd að trúarbrögð séu undanþegin gagnrýni.  Í síðasta mánuði var greint frá í dagblaði hérlendis dauða barns í Bandaríkjunum sem dó hægt úr sýkingu sem móðirin og prestur héldu til streitu að biðja fyrir fram í rauðan dauðan.  Manneskjan hélt þrátt fyrir þetta að hún hefði gert rétt.  Guð hefði einfaldlega ætlað þetta.  Þetta er nánast sturlun.

Hér eru fleiri dæmi á síðunni "Death by Religious Exemption" og síðunni "What's the harm?" sem bendir á skaðsemi kukls og trúarbragða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Björnsson

Takk fyrir góða grein.  Auðvitað ætti að skilgreina trúarbrögð sem lýðheilsuvandamál og heilbrigðiskerfið ætti að hjálpa fólki að takast á við þennan vanda!

Nú veit ég að læknar hafa misjafnar lífsskoðanir eins og aðrir en það fer alltaf jafn mikið í taugarnar á mér þegar ég heyri trúaða lækna, eins og bloggvin JVJ Guðmund Pálsson, tjá sig um t.d. fóstureyðingar og samkynhneigð.  Auðvitað má hann hafa sínar skoðanir eins og hver annar, en það vekur ekki upp hjá manni traust til læknastéttarinnar að vita að þar fyrirfinnist svona hugsunarháttur.  Læknar eru jú hámenntað fólk...og maður hefði haldið að einhversstaðar á leiðinni hefðu svona jólasveinar skolast út.

Kannski það vanti aðeins betri síu í klásúlus hehe.

Róbert Björnsson, 24.9.2008 kl. 19:42

2 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Takk fyrir innlit Róbert og Magga Ó

Í greiningarhandbók bandaríska geðlæknafélagsins (DSM IV) sem kom út um miðjan 10. áratuginn voru nokkrir kaflar í lok bókarinnar þar sem kynntar voru hugsanlegar nýjar greiningar í geðlæknisfræði.  Ein þeirra vakti athygli mína (og eflaust fleiri lækna) en það var greining sem skilgreindi ákveðna gerð af uppgerð þ.e. að falla í trans.  Það vildi svo "skemmtilega" til að ég var einmitt að vinna á Geðdeild Lsh árið 1995 og þar var maður sem féll í svona transa.  Þetta var svona ákveðin gerð flótta eða stjórntækis til að fá mikla athygli, umhyggju og mikla virðingu valinna áhorfenda.  Það er vel þekkt fyrirbæri í geðlæknisfræðinni svokölluð "conversion disorder" eða á götumáli "uppgerð".  Manneskjan gerir sér upp sjúkdóm til að komast undan einhverju eða fá athygli og vorkunn.  Það er alltaf eitthvað "seconary gain" þ.e. einhver gulrót að ná í.  Þessi uppgerð er þá oft svo djúpt í huga viðkomandi að hún er talin aðeins að hluta meðvitið eða beinlínis ætluð.  Þetta er einhver konar barnaleg nauðvörn.   Ekki veit ég hvort að transafyrirbærið varð að viðurkenndri greiningu síðari ár en ég held að margt að því sem fer fram í hinum heitu trúfélögum víða um heim falli í raun undir svipaða skilgreiningu.  Þá er ég að tala um "að tala tungum", "handayfirlagningar" og fleira þar sem fólk fer inní eitthvað frauðkennt hugsanamynstur innan múgsefjun og fjöldamagnaða óskhyggju.  Þetta gæti því vel skilgreinst sem lýðheilsuvandamál Róbert, ekki síður en sóun mannauðs sem fer í kuklið.  - Guðmundur Pálsson læknir.  Já ég hef deilt við hann hér og hann er sannur kaþólikki.  Auðvitað kemur það manni á óvart að svo menntaður maður sé svo þröngsýnn en trúarbrögðin ná fólki svo snemma á ævinni og varnarmúrarnir eru svo sniðuglega upp settir að vel gefið fólk getur læst þetta svið frá skynsemi og rökhugsun.  Það heldur að 2+2=4 eigi allt einu ekki við í tilviki trúar.  Þar er það allt einu að 2+2=uppfylling á orði guðs.  Einn besti vinur minn í NY var læknir sem elskaði vísindi og var mikill aðdáandi Carl Sagan heitins, en samt sá hann ekki í gegnum guðshugmyndina og hélt einnig að fullt að geimverum hefðu heimsótt jörðina en stórt samsæri stjórnvalda væri í gangi til að hylja það.  "Sad but true" eins og þeir segja.

Kæra Magga - já það ert bara þú Magga... og það er fyllilega nóg.  Svokölluð "trú á hið góða" er ekki guðstrú heldur einhvers konar tjáning eða yfirlýsing um góðvilja gagnvart öðrum og að hið góða muni halda velli.  Ein af grundvallardyggðum okkar er velviljinn. 

Bestu kveðjur - Svanur

Svanur Sigurbjörnsson, 25.9.2008 kl. 01:33

3 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

Takk fyrir mig, les þig alltaf af og til. Mikilvæg mál sem þú heldur uppi umræðu um.

Erna Bjarnadóttir, 25.9.2008 kl. 08:52

4 Smámynd: Óli Jón

Góður pistill.

Hvað varðar ítök hinnar boðandi Ríkiskirkju í leik- og grunnskólum, þá finnst mér það aumt að hún skuli ekki treysta trúuðum foreldrum fyrir því að innræta börnum sínum trú. Það er ljóst að smábörn hafa enga geta til að greina það sem að þeim er rétt með gagnrýnum hætti og því er svo nauðsynlegt að allir þættir í starfi leik- og grunnskóla séu byggðir á viðurkenndum og vísindalegum grunni. Banamein þeirrar stúlku sem þú segir frá í pistli þínum er fyrst og fremst trúarlegs eðlis. Sykursýkina hefði líklega verið auðvelt að meðhöndla, trúarmeinið er illvígara.

Óli Jón, 25.9.2008 kl. 10:01

5 identicon

Allt of mörg aðgreind trúarbrögð hafa verið misnotuð sem stjórntæki frá og það er ekki hægt að ímynda sér mannfjöldann sem hefur verið myrtur í nafni "trúarbragðanna" - enda flest það í orðalaginu ef maður vill líta á það svo sér til skemmtunar - það eru ákveðin "brögð" í trúnni. Í enska orðinu religion er hlutinn "ligion" ansi líkur "legion" en þessa skilgreiningu er að finna í orðabók:

1. The major unit of the Roman army consisting of 3,000 to 6,000 infantry troops and 100 to 200 cavalry troops.
2. A large military unit trained for combat; an army.
3. A large number; a multitude. See Synonyms at multitude.
4. often Legion A national organization of former members of the armed forces.
 
Engu að síður er mikilvægt fyrir þá sem sníða líf sitt að andlegum þroska og betrumbót á eigin karakter að eiga sér ákveðna kjörmynd - Ideal, til að hafa viðmið til að hjálpa sér að meta gjörðir sínar, hegðun og innbyrði.
 
En trú á að fá að vera mál einstaklinga svo fremi sem ekki er verið að flykkjast í stóra öfgahópa þar sem hysterían og heilaþvotturinn ræður öllum ríkjum - eins og í tilviki aumingja stúlkunnar.
 
kv. Martha

Martha Elena Laxdal (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 10:51

6 identicon

Fátt eða ekkert hefur kostað jafn mörg mannslíf og trúarbrögð... fátt hefur staðið jafnmikið í vegi mannréttinda, jafnréttis og þekkingar og trúarbrögð.
Hvers vegna virðir fólk þetta???????
Það getur ekki verið neitt annað en sjálfselska, sjálfsumhyggja & ótti... trú byggir jú á ógn vs paradís, takið þetta tvennt í burtu & allir hætta að trúa: Hvað eru trúarbrögð þá?
Trú einstaklings er no problemo, skipulögð trúarbrögð eru óvinir okkar allra, þar með talið trúarinnar sjálfrar.
Hvergi er léttara fyrir geðsjúka ruglukolla & svindlara að ná völdum en í skipulögðum trúarbrögðum.

DoctorE (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 14:36

7 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Sæll Svanur og aðrir ritarar.

Ég vona að þér mislíki ekki að ég skuli ekki taka undir allt í þessum pistli, en skrifa hér í trausti þess að málefnaleg andmæli séu velkomin.

Í fyrsta lagi þá tel ég hæpið að draga almennar ályktanir um trúarbrögð almennt þrátt fyrir dæmi sem finna má um glæpi trúaðs fólks í þessum sértrúarsöfnuðinum eða hinum, jafnvel þó að um alvarlega glæpi sé að ræða.  Vissulega getur verið að í þessu tilfellum sem þú nefnir hafi verið um stórfurðulega leiðsögn að ræða af hálfu kennimanna safnaðanna og í því tilviki ættu þeir sem hana veittu að vera sóttir til saka líka, en í tilfelli stóru kristnu safnaðanna, svo sem kaþólskra og mótmælenda þá ætti menntun  presta og andlegra leiðtoga að tryggja að svona gerist ekki. Ég tek að sjálfsögðu undir að gagnrýni á trúarbrögð á rétt á sér, en á móti getur komið krafa um að sú gagnrýni sé sanngjörn og málefnaleg. Sú tilhneyging sumra virkra trúleysingja að setja öll trúarbrögð undir einn hatt er hvorki vænleg til aukins skilnings á málefninu né markvissrar gagnrýni.

Það viðhorf sem kemur fram hér í athugasemdum að trú sé nánast það sama og veikindi ("lýðheilsuvandamál", "trúarmein") er nú frekar róttækt og ekki líklegt til að fá miklar undirtektir. Sama var uppi á tengingnum í Sovétríkjunum sálugu þar sem trúuðum var komið fyrir á geðveikrahælum ásamt gagnrýnendum kerfisins.  Sama er enn uppi á teningnum í Kína og t.d. í Víetnam og að líkindum einnig í Norður-Kóreu. Jóhannes Páll II. páfi kallaði þessi viðhorf stjórnenda kommúnistaríkjanna mannfræðileg á þeim forsendum að skv. mannfræðinni þá virðist sem manninum sé trú og trúarathafnir mjög eðlilegar og að trúarbrögð og trúarathafnir fyrirfinnist í flestum ef ekki öllum samfélögum manna. En það er ekki mitt að segja neinum fyrir verkum. Ég er aðeins að benda ykkur kurteislega á að með því að halda á lofti eða styðja viðhorf sem hafa sýnt sig að vera í besta falli gagnslaus en í versta falli andstæð mannréttindum þá aukast líkurnar á því að ykkur verði lítt ágengt í trúargagnrýni ykkar, jafnvel þó einbeittur og einlægur vilji búi þar að baki.

Lifið heil

Ragnar Geir Brynjólfsson, 25.9.2008 kl. 17:36

8 identicon

Sovét, Stalín, Dear Leader og allt þetta klapp var form af trúarbrögðum... menn voru gerðir að guðum... og allt annað drepið niður.
Skipulögð trúarbrögð af hvaða tagi er mein á öllum samfélögum

DoctorE (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 18:27

9 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Leiðrétting: JPII kallaði viðhorf kommúnistaleiðtoganna "mannfræðileg mistök" ekki "mannfræðileg" eins og þarna stendur. Orðið "mistök" féll niður hjá mér. Afsakið þessi mistök

Ragnar Geir Brynjólfsson, 25.9.2008 kl. 22:16

10 identicon

Faðir, sonur og hvað svo
Kannski er hinn kristni guð sem og aðrir bara svona pakk sem glorífæaðist með tímanum og urðu "yfirnáttúrulegir", ágætt að veðja á það sko
http://www.youtube.com/watch?v=3dC2aDHtEqk

DoctorE (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 22:31

11 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Takk Erna og Óli Jón

Já sykursýkina hefði verið auðvelt að greina og meðhöndla hjá þessari vesalings stúlku.  Hún galt fyrir ósannindi sem móðir hennar trúði á. 

Sæl Martha Elena

Þegar maður hefur einstakling sem trúir því að draugar séu til, er næst auðvelt að misnota þá trú.  Hver er ábyrgð þess sem kom viðkomandi í trú um raunveruleika draugsins (guðs)? Vissulega er til fólk sem færir sér í nyt trú fólks en það er afleiðing þeirrar misnotkunar að koma inn falshugmynd í höfuð þess til að byrja með.  Trú er oft innrætt í góðri meiningu en þannig er háttur heimskunnar, hún riðar til falls þrátt fyrir góðan ásetning.  He he já það eru ákveðin "-brögð" í trúarbrögðunum eins og þú bendir á.  Ég er sammála því að það er gott að hafa fyrirmyndir en þær þarf að velja vel.  Hver verður að hafa sitt frelsi til að trúa eða ekki, en ósönnuðum staðhæfingum án röklegs samhengis við raunveruleikann verður að halda sem slíkum og kenna ekki sem sannleik í skólum.

DoktorE

Það má með sanni segja - hvergi er auðveldara  fyrir gráðuga rugludalla að komast til áhrifa en innan trúar.

Svanur Sigurbjörnsson, 26.9.2008 kl. 00:19

12 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sæll Ragnar Geir

Þú þarft engar afsakanir eða tal um kurteisi ef þú kemur kurteisislega fram.  Hér rökræðum við oft snarpt og það þarf enga formála að því.

Mér sýnist þú nú ekki skilja alveg grein mína né umræðu um "lýðheilsuvandamál".  Ef það setur eitthvað hlutina frekar í skýrara ljós fyrir þig þá get ég sagt hið sama um alræðiskommúnisma Sovétsins.  Þar var blint trúað á það ónáttúrulega ástand að allir gætu verið gjörsamlega jafnir og átti að koma því á og viðhalda með andstæðu þess: alræðisvaldi fárra.  Sovétkommúnisminn keppti við aðrar valdastefnur og var trú ein þeirra.  Þannig reyndi hann að losa sig við trúnna rétt eins og trúin losaði sig við galdratrú eða ýmsa minnihluta trúarhópa (t.d. anababtistana).   Mér virðist á skrifum þínum að þú teljir að ég sé að mæla með trúleysi sem allsherjar lífsstefnu.  Svo er ekki.  Uppbyggileg lífsstefna byggist á mannvirðingu, góðvilja, frelsi, ábyrgð, sannri þekkingu og dreifingu valds.  Guðshugmyndin á ekki gagnlegan stað í þeirri stefnu og hefur alla burði til að skaða þá sem trúa henni, sérstaklega þegar hún er tengd siðferði.

Sú mannfræði sem JPII fór með er vinsæl meðal trúaðra.  Guðstrú er sannarlega stærsta hugarfarslega snuðið sem búið hefur verið til og þegar því er stungið upp í fólk, þá þegir það og hlýðir.  Allir hafa óskir um minni þjáningar, betra og auðveldara líf, mat á borðum alla daga, verndara sem forðar því frá farsóttum og stríðum.  Kóngar hafa þörf fyrir réttlætingu fyrir völdum sínum - eitthvað sem virðist stærra en raunveruleikinn, eitthvað sem fólkið getur synt í sem kviksyndi, brosandi á vör.  Þetta er mannfræðin sem útskýrir að hluta hvers vegna ímyndin um guðlegar verur hefur lifað í árþúsundir.  Guðshugmyndin er einnig afleiðing þess sem á stóran þátt í góðum árangri manneskjunnar í samkeppni við aðrar lífverur á jörðinni, þ.e. ímyndunaraflsins og sköpunargáfunnar, en vegna þessa eiginleika gátum við smíðað verkfæri í hugum okkar áður en verkið var hafið.  Við gátum logið og það stórt.  - touché

Svanur Sigurbjörnsson, 26.9.2008 kl. 00:46

13 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Takk fyrir málefnalegt svar Svanur. Ég er sammála því að uppbyggileg lífsstefna byggist á mannvirðingu, góðvilja, frelsi, ábyrgð, sannri þekkingu og dreifingu valds. Ég er aftur á móti ósammála því að Guðshugmyndin leggi ekkert gott til málanna í þessa veru, þvert á móti tel ég að hún leggi margt gott til málanna, einkum þegar kemur að siðferði. Þarna er líklega himinn og haf milli okkar.  Taktu t.d. baráttuna gegn löstunum með tilheyrandi kerfi iðrunar, yfirbótar og fyrirgefningar. Hvaða húmanísk siðfræði tekur jafn heildstætt á þeim vanda? Alla vega engin 2000 ára gömul sem mér er kunnugt um. Siðfræði Nikómakkosar eftir Aristóteles seilist býsna langt í þá veru en hún gengur samt mun skemur, þ.e. nokkurn veginn jafn langt og Mill og Kant gera. Þeir skilgreina góða breytni, slæma breytni, lesti, kosti, almenn viðmið, skynsemissjónarmið og þess háttar en enginn þeirra tekur á vandanum um það hvernig megi vinda ofan af vandanum eftir að alvarleg atvik hafa átt sér stað. Þ.e. hvernig hægt er að rjúfa vítahring haturstilfinninga og keðju ofbeldisverka.

Guðstrú getur gefið fólki tilgang með lífinu og þeir sem eiga tilgang finna út frá honum tilgang jafnvel í smæstu athöfnum. Trúin getur hjálpað fólki að stilla sína innri strengi og sættast við sjálft sig og lífið, og eins og ég sagði, finna tilgang í því að gefa sjálf sitt að einhverju leyti eftir, afneita sjálfum sér og fórna sér fyrir aðra að einhverju marki. Ég held að það sé ofureinföldun að kalla þetta "hugarfarslegt snuð" en ég skil hvað þú átt við og ég er að mestu leyti ósammála þeirri sýn þó eflaust megi rökstyðja að spilltir valdhafar og stríðandi kóngar hafi á einhverjum tíma fært sér þetta í nyt. 

Ragnar Geir Brynjólfsson, 27.9.2008 kl. 22:46

14 identicon

Þar sem frelsi ríkir mega menn trúa hverju sem er og þurfa ekki að réttlæta skoðanir sínar fyrir einum og neinum.  Ef menn vilja sjálfir búa við frelsi verða menna að sætta sig við þessa staðreynd. Umræður um að ákveðnir skoðanahópar séu óæskilegir og til skaða í þjóðfélaginu stuðla að andúð á slíkum hópum.   Heldur þú virkilega að trúað fólk taki einhvað mark á þér? Hvert er eiginlega markmið þitt með þessari umræðu?

Guðjón Eyjólfsson (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 13:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband