Loksins! loksins! loksins!

Þetta er stórkostlegt.  Loksins kemst fulltrúi minnihlutahóps að í forsetastól USA og loksins erum við laus við Republikana úr Hvíta húsinu.  Fyrir utan þennan sannfærandi (næsta öruggan) sigur Obama, þá er öldungaþingdeildin einnig að að skipta um meirihluta yfir til Demokrata þannig að nú er von á meiriháttar breytingum á valdahlutföllum í bandarískri pólitík.

Ég tel þetta fremstu von heimsins til aukins friðar og endurreisnar efnahagskerfa hins vestræna heims eftir kæruleysi og barnaskap nýfrjálshyggjunnar undanfarinn áratug.  Ég hlakka til þess að fylgjast með Obama í forsetastólnum.  Það er von mín að með honum og breyttum áherslum í stjórnmálum vesturveldanna til meiri samábyrgðar, verði sú siðferðislega endurnýjun sem við þurfum virkilega á að halda. 

Ég er á því að það eigi að kjósa til alþingis á ný hérlendis fljótlega eftir áramót.  Hinar pólitísku forsendur fyrir þeim þingsætum sem margir Sjálfstæðismenn verma í dag eru gjörbreyttar og forysta flokksins hefur beðið mikinn hnekki, þó Geir Haarde hafi í sjálfu sér gert lítið rangt annað en að hafast ekki að í ákveðnum málum.  Þá er sú stefna xD að halda í ónýtan gjaldmiðil og vilja ekki skoða nánar inngöngu í ESB sem tryggja myndi landinu meiri stöðugleika og nánari vináttu, einnig að grotna í fanginu á flokknum.  Aðeins elstu kjósendurnir eru enn hollir xD skv. Gallup könninni sem birt var í Mbl síðasta sunnudag.  Eitt af merkjum þess hversu forysta xD er orðin stöðnuð, mátti sjá þegar Birgir Ármannsson (xD) formaður Allsherjarnefndar, sagðist hafa kosið John McCain í könnun kosningavöku bandaríska sendiráðsis á Grand Hótel í gærkveldi.  Hann var einn af 7% sem gerðu það, en 85% kusu Obama.  Mikið af hæfileikaríku fólki á besta aldri er í xS og xVg, og er það að standa sig afar vel í fjölmiðlum og hvarvetna þar sem það kemur fram.  Það eru breyttir tímar framundan.  Þjóðin á skilið umturnun í stefnu og valdhöfum stjórnmála landsins.

Ég óska bandarísku þjóðinni, Íslendingum og heiminum öllum til hamingju með Barack Obama, næsta forseta USA! LoL


mbl.is Obama með 200 kjörmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég myndi nú fagna með hægð Svanur minn.  Obama mun engu breyta. Hann er bara flagð undir fögru skinni, þegar sekur um að viðhalda fjármálaruglinu í USA með að samþykkja innspýtingu í bankakerfið þar sem mun líklega knésetja efnahaginn eftir kosningar, því þetta var arfavitlaus aðgerð eins og Ron Paul benti á með sterkum rökum. Hann hefur einnig selt sál sína ísraelsmönnum á AIPAC þinginu og heitið að viðhalda því ógnarástandi, sem ríkir við botn miðjarðarhaf. Hefurðu pælt í því af hverju og hvaðan hann fékk sína digru kosningasjóði? Það er frá Corporate elítunni, sem vil fá hann að. Glóbalistarnir og mannlífsböðlar David Rockefeller.

Skoðaðu hverjir standa að baki framboði hans og hanna það frá a til ö. Flettu upp helsta koningastjóra og hönnuði baráttunnar Zbigniew Brzezinski.  Þá munt þú fá hroll.  Nei. Heimurinn hefur enga ástæðu til að anda léttar eftir þessi tíðindi. Það er blekking fjölmiðlanna. Það eru myrkir tímar framundan. Það hefði ekki nokkru skipt hvor þessara álfa hefði komist að.  Sjálfsmorð republíkana var of augljóst til að vera satt. Svona átti þetta að fara og engir fagna meir en þeir sem heimsbyggðin óttast mest.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.11.2008 kl. 03:47

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég vona að ég hljómi ekki vænisýkislega, en það er eitthvað afar undarlegt á seyði. Nú var að farast flugvél í miðborg mexíco með innanríkisráðherra þeirra, sem einmitt hefur verið viðriðin leynilegar viðræður um stofnun hins norðurameríska efnahagsbandags mexico usa og canada North American Union.  ´>Eg sé lítið annað en upplausnarástand framundan því það eru anarleg öfl á sveimi.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.11.2008 kl. 03:52

3 identicon

Obama gefur mér amk von um breytingu... að hinn ímyndaði guð sé loks farin úr hvíta húsinu.
Þar til annað kemur í ljós fagna ég þessu

DoctorE (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 09:56

4 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Þetta er dökk mynd sem þú dregur þarna upp Jón Steinar.  Auðvitað verður enginn maður, þó forseti sé til þess að snúa öllu við til betri vegar, en vonandi verður ekki farið úr öskunnni í eldinn.  Sjálfsagt er hægt að gera verr en Bush jr. en ef marka má þá álitsgjafa sem töluðu á CNN í nótt, þá er von á betri tíð í haga.  Verðum við ekki bara að láta árið 2009 líða áður en við gefum út of harða dóma á Barak Obama?

Svanur Sigurbjörnsson, 5.11.2008 kl. 11:02

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Bandaríkjamenn hafa ekki beint verið að vinna sér traust heimsins s.l. 50. ár og sennilegast alveg gengið frá því s.l. 20.  Ég sé enga ástæðu til að ætla að þessir Imperialistar ætli að láta deigan síga og hér eru þeir aðeins að nýta áróðursmaskínu sína til að draga fjöður yfir skítaslóðina.  Ég held að heimurinn ætti að gefa þeim færi á að sanna sig áður en hann fagnar eins og hysterísk unglingstelpa á popptónleikum.  Ég get bara ekki annað en undrast slíkt.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.11.2008 kl. 12:05

6 Smámynd: Róbert Björnsson

"I have a dream that my four little children will one day live in a nation where they will not be judged by the color of their skin but by the content of their character.

I have a dream today."  MLK 1964

Loksins.

Var hræddur við að vakna í morgun því ég óttaðist að þetta hefði bara verið draumur.  En hann rættist! 

Þvílíkur léttir.

Jón Steinar:  Lighten up, will ya!

Róbert Björnsson, 5.11.2008 kl. 17:19

7 identicon

Obama er vel að þessu kominn. 

Ég hef heyrt það á mönnum allt frá því að Reagan var kosinn að peningar skipti öllu máli til að krækja í þetta starf.  Ég hef ekki heyrt mikið um þau rök núna, líklega vegna þess að Obama er yfir það hafinn.

Bara til að árétta, þá held ég að Obama ætti að vera skilgreindur af okkur, miðað við íslenskan staðal, sem öfgasinnaður frjálshyggjusinni.  Það getur samt verið að ég hafi ekki tekið rétt eftir varðandi frelsið. Þ.e. hvort frelsið sem hann talar um sé góða samkenndar frelsið en ekki þetta vonda sjálfshyggju frelsi sem hefur vaðið upp um allan heim.

Ég vona reyndar að þú sért ekki að tala um aukna samkennd í því samhengi að við eigum að þjóðnýta að auki störf þeirra 30% sem vinna ekki enn hjá (eða fá ekki mánaðarlegar greiðslur frá) Ríkinu.  Ég held reyndar að slík leið sé fljótlegasta leiðin til að ná fram meiri jöfnuði og meiri samkennd á Íslandi og líklega eitthvað sem væri vinstri grænum að skapi.

:)

Jósep Húnfjörð (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 01:32

8 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Takk Róbert og Jósep

Við getum auðvitað týnt margt til sem okkur líkar ekki í stefnumálum Barack Obama en fögnuðurinn liggur í því að vera ekki með arfleifð Bush lengur við stjórnvölin eða hættuna á því að Sarah Palin kæmist að.  Þegar McCain var að berjast við Bush um tilnefningu Republikana fyrir rúmum 8 árum síðan, þá líkaði mér ágætlega við McCain og taldi víst að hann myndi vinna Bush.  Álitsgjafar hafa talað um það nú að sá McCain sem þar barðist hafi ekki sýnt sitt rétta andlit í þessari kosningabaráttu og er líklega margt til í því.  Átta ár eru oft á niðurleið þegar fólk er kominn á þetta háan aldur og því ekki sama orkan og einbeitingin og áður.  Val hans á Söru Palin voru skelfileg mistök að mínu mati.  Hvers konar dómgreind hefur maður sem velur (eða samþykkir) slíkan ráðhag?  Varaforseti getur orðið forseti og það þarf að vera með í myndinni frá byrjun.  Nei af tvennum kostum (sem áttu möguleika af þeim sex sem voru í framboði) þá hlýtur Obama að vera mun skárri kosturinn. 

Ég myndi aldrei styðja einhverja allsherjar þjóðnýtingu starfa.  Það er ekki það sem ég á við með aukinni samábyrgð.  Ég á við það að frelsið þarf að hafa skynsamleg mörk.  Eðli málanna samkvæmt erum við öll háð hvort öðru og því er ekkert til sem heitir algert frelsi.  Við þurfum alltaf að taka tillit til annarra og með aukinni samábyrgð ættum við að geta komið í veg fyrir að stór efnahagsleg veðmálakerfi taki að nærast á falli annarra.  Samábyrgðin er þá væntanlega framkvæmd með því að setja lög um hluti sem hafa mikinn möguleika á því að skaða þjóðfélagið.

Svanur Sigurbjörnsson, 6.11.2008 kl. 16:52

9 identicon

Fyllilega sammála!

Það verður honum erfitt að bæta fyrir þessi átta ár yngri Bush.

Það er merkilega svipuð staða sem hann þarf að takast við á og við á okkar skeri, þó ástandið þar sé með minni öfgum farið en hér:

Hann þarf strax að leita leiða við að vernda eignir almennings,

koma atvinnulífinu á ról aftur,

reyna að koma böndum á ríkisfjármálin,

og síðast en ekki síst að finna leið undan gríðarlega háum stríðskostnaði !

Jósep Húnfjörð (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 20:19

10 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Sæll Svanur.

Ég er hlynnt Obama og hlakka til að fylgjast með honum.  Hann hefur allavega einn stóran kost!  Hann er víðsýnn í trúmálum og svo má ekki gleyma að hann hefur ekkert á móti samkynhneigðum.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 6.11.2008 kl. 23:37

11 Smámynd: Sigurður Rósant

Ég man þá von sem heimurinn bar í brjósti um 1962 - 1963 þegar J.F.Kennedy var forseti Bandaríkjanna. Ég minnist þess að hafa séð stutta kynningarmynd af JFK og fjölskyldu í Gamla Bíói á þessum árum.

22. nóvember 1963, þegar JFK var skotinn til bana, hvarf sú von. Þvílíkt áfall. Aldrei, hvorki fyrr né síðar, hefur nokkur atburður haft eins mikil áhrif á mig persónulega, hvað varðar framtíðarmöguleika mannkynsins.

Framganga Baracks Obama minnir mig allt of mikið á þessa tíma og ekkert annað en ótti um að sagan endurtaki sig á einhvern hátt, skyggir á von mína um bættari heim hvað varðar frið, réttlæti og því um líkt.

Fyrsta og annað axarskaftið hjá Barak Obama varðandi víðsýni í trúmálum hafa þegar litið dags ljós. Hið fyrra var þegar hann setti á sig höfuðfat Gyðinga og stakk bænarefni í Grátmúrinn. Hið annað þegar hann sleppti út úr sér óheppilegum ummælum varðandi Nancy Reagan , þ.e. að hann ætlaði ekki að halda miðilsfundi eins og hún í Hvíta Húsinu.

John Lennon var skotinn vegna frægra ummæla Bítlanna, að þeir væru orðnir vinsælli en Jesús Kristur sjálfur.

Svo það er vandlifað í heimi ofurverndaðra trúarbragða.

Sigurður Rósant, 8.11.2008 kl. 15:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband