Hugljúf stund hjá Siðmennt

Það var hugljúf stund í dag með alþingismönnunum Þór Saari, Birgittu Jónsdóttur, Margréti Tryggvadóttur (öll xO) og Lilju Mósesdóttur (xVg).  Einnig var þarna varaþingmaður Hugvekja JóhannsBorgarahreyfingarinnar Katrín Snæhólm Baldursdóttir.  Þetta kjarkaða fólk sem þorði að brjóta sig út úr áratugagömlu "rituali" fyrir setningu Alþingis, lét ekki stýrast af hefðarrökum ("af því að svoleiðis hefur það verið gert á Íslandi") og meirihlutaþrýstingi til þess eins að virðast samheldin.  

Alþingi og trúarbrögð eiga að vera aðskilin og því ber þingmönum ekki skylda að sækja messu í tengslum við starf sitt.  Í annan stað eru mun fleiri lífsskoðanir en sú kristna og margir þingmenn eru ekki kristnir.  Það á því ekki að beita félagslegum þrýstingi á það fólk sem hefur aðrar skoðanir en þá kristnu til að mæta í Dómkirkjuna. 

Heppilegast er að Alþingi hafi ekki nein tengsl við lífsskoðunarfélög á þennan máta, en á meðan þingið vill fara í messu er til bóta að til sé veraldlegur valkostur óháður trúarbrögðum.  Siðmennt veitti þann valkost í dag og tókst vel til þó auðvitað hefðu fleiri alþingismenn mátt iðka frelsi sitt.

Hugvekja Jóhanns Björnssonar er birt á síðu Siðmenntar.  Myndband af því verður birt síðar.


mbl.is Óþarfi að blanda Guði inn í þinghaldið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Blöndal

Þú hefur fullkomnlega rétt fyrir þér, enda fáránlegt að fordæma fólk sem er ekki trúað fyrir það eitt að vilja ekki mæta í kirkju. Hefðir eru sjaldan besta veganestið sem okkur gefst, og frekar væri að beita okkar eigin hyggjuviti áður en við ákveðum eitthvað í staðin fyrir að segja „en svona hefur þetta alltaf verið gert“.

Baldur Blöndal, 15.5.2009 kl. 18:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband