Frægir í form - síðasti þátturinn fór í loftið í gær

previewFifNú er þáttunum "Frægir í form" lokið og var fimmti og síðasti þátturinn sýndur á Skjá einum í gærkveldi.   Ég var ánægður með þáttinn og fannst hann skila jákvæðni og hvatningu.  Í heild vantaði e.t.v. eitthvað uppá að serían skilaði skýrari heilsufarsstefnu en ég vona t.d. að þau skilaboð að þyngdin er ekki eini mælikvarðinn á heilsufar hafi skilað sér.  Hinn útreiknaði ástandsaldur sýndi t.d. að Ragnheiður Sara var betur sett eftir þessar 6 vikur þrátt fyrir að vigtin sýndi sömu þyngd.   Hún hafði skipt út fitu fyrir vöðvamassa og aukinn forðasykur í lifur og vöðvum.   Það var ákaflega gott að vinna með öllum þátttakendunum og þau sýndu mikinn dugnað og áræði.  Það er ekki auðvelt að setja heilsufarsvandamál sín á borð fyrir alla landsmenn. 

Ykkur til upplýsingar þá er ástandsaldurinn reiknaður út frá samanteknum upplýsingum um lífaldur, hæð, þyngd, blóðþrýsting, blóðfitur, reykingasögu, næringarsögu og venjur, svefnvenjur og stress, aðlögunarhæfni og svo getu í þolprófi, þremur styrktaræfingum og liðleikamælingu.  Lokamarkmið hvers og eins er að ná mínus 10 árum í ástandsaldri miðað við sinn raunverulega lífaldur. 

Hvað finnst lesendum um þættina Frægir í form? 


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég verð að segja að þættirnir komu mér skemmtilega á óvart. Og svei mér þá ef þú átt ekki framtíðina fyrir þér í sjónvarpinu ;)

Erla María (IP-tala skráð) 11.12.2006 kl. 10:56

2 identicon

Mér fannst þetta bara mjög fín þáttur af því sem ég sá af honum.
Mjög ánægð með það eins og þú segir að það sé ekki alltaf verið að tönglast á því að maður þurfið að vera undir 50kg til að vera í formi. því að menn eru bara mismunandi vaxnir og geta því verið í mjög góðu formi þrátt fyrir að vera kanski aðeins yfir því sem kallað er kjörþyngd.
ég hef þó aldrei trúað á það frá mínum sjónarhóli því að ef ég man rétt þá er það mælt út frá stærð og einhverju þannig og miðað við stærð mína þá ætti ég að vera mikið mikið mikið léttari en ég er en ég hef alltaf verið mjög sátt við þýngd mína og vaxtarlag og mér finnst ég vera í mjög góðu formi. (maður fær alltaf soldið mikið útur því að eltast við ær og kýr, og mæli ég eindregið með að nota tækifærin ef þau berast að fara í göngur og réttir) :)

Til hamingju með þáttinn !

Kv.
Rækjan

Rækjan (IP-tala skráð) 11.12.2006 kl. 12:45

3 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Takk fyrir Rækja og Erla María!

Það er vissulega hægt að bæta mikið heilsufarið og líðanina með þjálfun þó það sé einhver ofþyngd en auðvitað þarf að gæta þess hleypa sér ekki uppí offitu (Líkamsþyngdarstuðul yfir 30,  kg/ m^2) því þá t.d. aukast líkur á sliti í hnjám.   Já um að gera að taka á í réttunum

Svanur Sigurbjörnsson, 11.12.2006 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband