Hreinn viðbjóður - og viðurkenndur í þokkabót

Mál af þessu tagi fylla mann óhug og viðbjóði yfir menningu sem getur látið svona sæmdarsvik og sæmdarmorð líðast.  Það er eitthvað mikið að í þjóðfélagi sem leggur það að jöfnu að hlaupast undan ráðhag foreldra um að giftast manni eftir þeirra vilja og að fyrirgera rétti sínum til lífs.  Fari allur postmodernismi (menningarleg afstæðishyggja í siðferði) fjandans til því svona hluti er aldrei hægt að réttlæta.  Fari þessar testósterónfnykjandi karlveldisbullur norður og niður, því verri verður ekki kúgun kvenna en þetta. 

Læknir (karlmaður um þrítugt) frjá Jórdaníu sem ég kynntist í New York í sérnámi mínu þar á árunum 1998 - 2001, sagði mér frá ýmsum háttum í menningu sinni.  Hann útskýrði að hann myndi ekki taka konu sína til baka í þriðja sinn ef að hann myndi fyrirgefa henni tvisvar fyrir "misgjörðir".  Þriðja skiptið væri alger skilnaður og þá ætti hún enga möguleika á því að giftast aftur, hvorki honum né öðrum körlum.  Ég lýsti yfir undrun minni á þessu og þá sagði hann þessi "gullnu" orð sem ég gleymi seint:

Mannréttindin eru ágæt en þau eru ekki fyrir okkur

og hló svo við af miklu sjálfsöryggi.  Hann eignaðist skömmu síðar stúlku með konu sinni og sagði brosandi að faðir hans hefði sagt:

Þú gerir bara betur næst!

Þá talaði hann um hversu Ísraelsmenn væru slæmir og hefðu rekið föður hans og fjölskylduna af landi þeirra í Palestínu.  Það væri ekki þeirra val að vera Jórdanir nú.  Ég átti bágt með að vökna um augun, þó að í þeim efnum hefði hann ýmislegt til síns máls.

Viðbjóður!  Það er bara ekkert annað orð betra um þessi smánarlegu morð sem kennd eru við heiður.  Hvaða heiður? 


mbl.is Myrti systur sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Innilega sammála Svanur, mikilvægt að vekja til máls á þessu vandamáli í hvert skipti sem að slíkt kemur upp.

Hvaða heiður?   þann heiður sem að drepur þúsundir saklausra kvenna í fjölmörgum löndum. Þann heiður sem að gerir bræður, frændur, feður og jafnvel mæður að morðingjum. Þann heiður sem að sundrar fjölskyldum og rekur stúlkur á flótta frá eigin ættingjum. Þann heiður sem að hindrar óteljandi ástfangin pör í að geta eytt lífinu saman.

Það er eitthvað alvarlegt að í menningu sem að heldur fólki í gíslingu "heiðursins" á þennan hátt. Ég segi í gíslingu því að hefðirnar virðast svo sterkar að þær geta jafnvel fengið mæður til að aðstoða við morð á dætrum sínum, þá finnst mér maður eiginlega búinn að ná botninum...

Í Danmörku var heil fjölskylda nýlega dæmd í fangelsi fyrir að skjóta 19 ára stúlku til bana fyrir framan lestarstöð í kaupmannahöfn og særa eiginmann hennar lífshættulega... móðir stúlkunnar hafði aðstoðað við morðið...

Ingunn (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 21:49

2 identicon

Og þetta er lýðurinn sem flæðir yfir vestræna menningu. Ég hef aldrei skilið vinstrisinnaða heimskingja sem stiðja við bakið á þessu múslima pakki og eru í sífeldum mótmælagöngum gengt sínum egin siðum og samfélagi.

Heiðursmorð eru algeng t.d. í Svíþjóð, enda hafa sossar ráðið þar ríkjum í næstum 70 ár og byggt upp fjölmenningarsamfélag, sem er að fara úr böndunum.

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 22:18

3 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Já manni finnst þessu fólki oft sýnd allt of mikið umburðarlyndi hér á vesturlöndum.

Þorsteinn Sverrisson, 13.8.2009 kl. 22:22

4 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Já, ég ætlaði ekki að byrja umræðuna um íslamska innflytjendur aftur, en hún dúkkar víst óhjákvæmilega upp þegar þessi ógeðslegu fjölskyldumorð koma í fréttirnar. 

Það tekur á að taka að sér börn sem hafa aðrar hugmyndir (eða engar) um siðferði en maður sjálfur.  Maður skyldi vera viðbúinn að það gæti "kostað" á einn eða annan máta.  Sama hlýtur að eiga við um þjóðir sem taka að sér hópa fólk með talsvert ólíkar siðferðishugmyndir.  Það verður ekki án árekstra og gæti haft ófyrirséðar afleiðingar sem eru ekki í anda ævintýra með góðan endi.  Sumt mun fara vel en annað illa.  Ef þjóðir eru tilbúnar að borga "gjaldið" er lítið hægt að kvarta yfir slíku vali.  En eru það þjóðir sem taka slíkar ákvarðanir eða bara stjórnmálamenn sem vilja uppfylla kvóta um að bjarga bágstöddum eða bláeygt hugsjónafólk í góðgerðaleik? Veit fólk hvað það "kostar" þjóðfélagið að búa til lítil þjóðfélög trúarhópa með hættulegri karlrembuhugmyndir en Rambó, innan í innviðum sínum?  Það virðast fáir hafa áhuga á því að svara slíkri spurningu eða telja sig ekki geta svarað því nægilega vel.  Það hlýtur bara allt að fara voða vel með allri hjálpinni sem fólkið fær og með allar þessar íslensku fyrirmyndir í kringum sig.  Ungur drengur einstæðrar palestínkrar móður verður ekki kúgari kvenna eftir skólagöngu á Íslandi þar sem hann fær að kynnast kristilegu siðgæði og fyrirgefandi anda landans.  Hvaða hjörtu getur ekki Ísland brætt?  

Ég get þó ekki annað en spurt sjálfan mig af því - hvernig manneskjur verða börn palestínsku kvennanna á Akranesi eftir 15-20 ár?  Kannski telja sumir fyrirleitlegt að maður leiði hugann að þessu þar sem við sjálf séum ekki "barnanna best".  Gamla góða sjálfsásökunin og gagnrýnislömunin aftur og aftur.  Ótti sumra við að hugsanlega flokkast sem "neikvæðar" manneskjur er mörgu öðru yfirsterkara. 

Ó er ekki tilveran og óþægilegu spurninganar óbærilegar?

Svanur Sigurbjörnsson, 14.8.2009 kl. 01:00

5 Smámynd: el-Toro

ekki það að ég sé að verja eitt né neitt.  en slíkt sem lýst er hér í fréttinni er á mjög svo afskektu svæði í jórdaníu ásamt fleiri afskektum svæðum múslima. 

það er einfaldlega barnaskapur að hrauna yfir menningu fólks þar sem fréttin á ekki við nema um 5% allra múslima í heiminum.

þetta er eins og að segja að menning íslands væri álgjör viðbjóður af því að fólk keyrði um með haglabyssu veifandi út um bílrúðurnar hjá sér. 

el-Toro, 14.8.2009 kl. 01:36

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

el-Toro. Þetta er undarlegur samanburður. Það er alveg nýr sannleikur ef lög Kóransins heyra aðeins til einhverjum afskekktum hreppum í Jórdaníu. Og þó vissulega séu ekki allir múslimir villimenn þá er réttindi konunnar ekki hátt skrifuð í trúarriti þeirra. Eða hvernig túlkar þú frásögn Svans af kynnum hans við múslimskan karl og þau tilvitnuðu orð hans sem fylgja?

Árni Gunnarsson, 14.8.2009 kl. 10:26

7 identicon

Eldfimt umræðurefni, en ég er 100% sammála því sem fram kemur í pistlinum. Menningarlegt umburðarlyndi er eitthvað sem er ágætt að hafa í heiðri í ýmsum aðstæðum, en ef verða árekstrar milli menningar og grunvallarmannréttinda þá  er ekki réttlætanlegt að gefa afslátt á mannréttindum í nafni slíks umburðarlyndis.

Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 10:28

8 identicon

Menningarlegt umburðarlyndi... trú getur ekki talist nema ómenningarlegt bull, eitthvað sem allt fólk þarf að losa sig undan.
Trú gerir eina lífið okkar einskis virði, allir eru að bíða eftir paradís... sem er ekki til.

DoctorE (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 10:40

9 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Mig langar að benda el-Toro á það að þessi menn fá "áminningu frá dómara". Hvað sem 5% líður er samfélagið ekki að fordæma þessa hegðun.

Þegar menn verða teknir af lífi fyrir svona hegðun, eða amk. fangelsaður ævilangt er hægt að tala um að þetta sé bara vandamál í fámennum hópi fólks. Þangað til er þetta landlæg geðveiki/menning sem þarf að mótmæla af fullum þunga.

mbk,

Kristinn Theódórsson, 14.8.2009 kl. 14:31

10 Smámynd: Valgarður Guðjónsson

Tek heils hugar undir það að þetta er ekkert annað en viðbjóður og á ekki að líðast undir neinum formerkjum.

Hef samt smá áhyggjur af því að þessu fylgi alhæfingar um alla innflytjendur - td. á Akranesi - veit ekki betur en að flestir aðlagi sig vel, lifi í sátt og samlyndi og auðgi viðkomandi mannlíf.

Ég veit að ég er aðeins að teygja mig, en kannski ekki svo mikið, förum við td. að hafa áhyggjur af því að Bandaríkjamenn flytjist til landsins vegna þess að þar kemur fyrir að læknar sem framkvæma fóstureyðingar séu myrtir? 

Valgarður Guðjónsson, 14.8.2009 kl. 20:20

11 Smámynd: el-Toro

Árni:  ríki og islam eru aðskild í öllum múslimalöndum nema í íran.  kóranin er bók trúarinnar islam alveg eins og biblian er trúarrit kristinna manna.  mannréttindi konunnar skipta fyrir mig mun meira máli í því lífi sem við lifum heldur en í kóraninum eða biblíunni.  um títt nefnda atvik hjá honum Svani er til auðvelt svar.  "menn eru ólíkir".

doctore:  trú er menning.  þú þarft ekki annað en að líta í kringum þig.  kristin trú er undirrót alls samfélagsins.  alveg eins og islam er undirrót samfélagsins í heimi múslima.  fyrir mína parta að þá er trúin í hausnum á fólki.  svo er það spurning hvað fólk gerir við hana.  en flestir sem lesa sér til um trúnna afsala sér henni að lokum hefur mér fundist :)

þessir hræðilegu og viðbjóðslegu hlutir gerast oftast í skjóli ættbálkaveldanna þar sem ríkistjórnir landanna hafa minni ítök sökum getuleysis hernaðarlega og pólitískt.  yfirleitt er það þannig hjá fólki sem lifir undir ættbálkaveldanna svara til ættbálkahöfðingjanna frekar heldur en til dómsvaldsins eða ríkistjórnarinnar.  í lang flestum tilvikum er þessi heiðursmorð gerð með þegjandi samþykki ættbálkaveldisins.

el-Toro, 14.8.2009 kl. 20:57

12 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

"Menn eru ólíkir" segir þú el-Toro

Hverju er ég bættari að heyra það?  Það er öllum ljóst að múslimar eru fjölbreyttur hópur, en það er ekki hægt að horfa fram hjá því að innan fjölmargra íslamskra þjóðfélaga eru mannréttindi kvenna og ýmissa minnihlutahópa eins og samkynhneigðra fótum troðin.  Hvað áttu við með því að segja að "ríki og íslam eru aðskild í öllum múslimalöndum nema í Íran"?  Telur þú að sá aðskilnaður sé alger?  Veistu að það er ekki einu sinni fullur aðskilnaður ríkis og kirkju á Íslandi?  Það er rétt hjá þér að trúarbrögð eru menning.  Ég segi að öll menning litar hegðun fólks, sérstaklega sú sem tekur fyrir siðferði fólks.  Hvað sem aðskilnaði ríkis og islam líður, þá hefur íslam miklu dýpri áhrif á stjórnmál og hegðun almennings í múslímalöndum en nokkru sinni kristni í vestrænum löndum.  Þú talar um ættbálkaveldi og það er einmitt málið.  Karllægur valdastrúktúr er það sem Kóraninn boðar og passar því vel í ættbálkaveldin.  Siðferðislögreglan í Saudi Arabíu er gott dæmi.  Árið 2000 hindraði hún fjölda ungra kvenna í því að hlaupa út úr brennandi íþróttahúsi því að þær voru siðsamlega klæddar.  Það kostaði þær flestar lífið.  Fimm prósent múslíma hlyntir sæmdarmorðum?  Hvaðan í blánum færðu þá tölu?

Svanur Sigurbjörnsson, 15.8.2009 kl. 01:10

13 identicon

Forseti Afganistan takmarkar réttindi kvenna... ef einhver segir að þetta sé ekki vegna islam... well sá maður er .... ég er að leita að ómóðgandi orði... sá maður er blindur
http://abcnews.go.com/International/story?id=8327666&page=1

DoctorE (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 14:11

14 Smámynd: Biological Mass

Hverjum er ekki sama??

Eruð þið ekki með óbeit á þessu fólki hvort eð er?  Er þessi frétt þá ekki bara gleðitíðindi fyrir ykkur

Biological Mass, 19.8.2009 kl. 15:36

15 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Hvernig er hægt að hafa orðaskipti við einhvern sem kemur fram sem "Biological Mass"? Ég leyfi mér að stytta í BM

Ef að þú BM hefur snefil af málefnalegum þroska þá ættir þú að sjá það að það er ekki það sama að gagnrýna hegðun einstaklinga eða menningarhópa og að "vera með óbeit" á þeim.  Það heitir reyndar að "hafa óbeit á einhverjum" svona rétt til að kenna þér smá málfræði BM.  Þú ætlar okkur ansi illt innræti og hugsanir með því að gefa í skyn með spurningu þinni að fréttin hafi verið gleðitíðindi fyrir okkur.  Augljóslega er hún það ekki.  Hver einasta svona frétt er verulega dapurleg tíðindi fyrir okkur öll.  Þessir verknaðir eru gróf móðgun við mannlega reisn og líf.  Vinsamlegast komdu ekki aftur með svona grófar aðdróttanir hér á bloggsíðu minni aftur.

Svanur Sigurbjörnsson, 20.8.2009 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband