Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Um rasisma

Í kjölfar frétta um að erfðafræðingurinn James Watson hefði sagt að blökkumenn væru ekki eins gáfaðir og hvíti kynstofninn hefur orðið fjörug umræða hér í bloggheimum og hefur sumum hitnað talsvert í hamsi og ausið Watson fúkyrðum.

Mér finnst rétt að staldra hér aðeins við og skoða hvað felst í rasisma. 

Samkvæmt umfjöllun á Wikipedia.org er skilgreiningin nokkuð á reiki en þrengsta mynd hennar er líklega sú að rasismi sé sú skoðun að mismunur sé á getu kynstofna þannig að ákveðinn kynstofn geti verið á hærra eða lægra stigi en aðrir.  Í enskunni eru notuð orðin "superior" og "inferior" sem ég tel vafasamt að þýða "æðri" eða "óæðri" því það gefur til kynna miklu breiðari grundvöll og hugsanlega siðferðislegan eða ákveðinn mikilvægan grundvallarmun.  Það vantar í skilgreininguna á hvaða sviði þessi hærri eða lægri stig eiga að vera en oftast er verið að vísa til vitsmunalegrar hæfni (cognitive skills) í þessu samhengi.

Þegar talað er um rasisma er væntanlega f.o.f. verið að tala um mismunun vegna kynþátta manna, þ.e. ekki verið að skilgreina í raun hverjir séu eiginleikar þessara kynþátta/kynstofna, heldur hvernig komið sé fram við þá.

Skilgreining Sameinuðu þjóðanna hneigist að þessu og er eftirfarandi:

According to UN International Conventions, "the term "racial discrimination" shall mean any distinction, exclusion, restriction or preference based on race, color, descent, or national or ethnic origin which has the purpose or effect of nullifying or impairing the recognition, enjoyment or exercise, on an equal footing, of human rights and fundamental freedoms in the political, economic, social, cultural or any other field of public life."  

þýðing mín:  "Hugtakið "mismunun kynþátta" á að ná yfir hvaða aðgreiningu, útskúfun, takmörkun eða forréttindi byggð á kynþætti, litarhætti, kynstofni (niðjum) eða þjóðernis eða þjóðfélagsuppruna sem hefur þann tilgang eða áhrif að þurrka út eða draga úr möguleikum á að fá notið, fengið viðurkennd eða framkvæmd þau mannréttindi sem fólki ber í pólitísku, efnahagslegu, menningarlegu eða öðru opinberu lífi".

Ég ætla ekki að kafa mjög djúpt í þetta en mikilvægi þessa liggur í því að það er framkoman sem skiptir máli, ekki hvort að viðkomandi kynstofn sé öðru vísi en aðrir.  Það er alveg ljóst að kynstofnar sem þróuðust á sitt hvorum staðnum á jörðinni í árþúsundir hafa sín sérkenni og þ.á.m. getur verið einhver munur á ákveðinni líkamlegri og hugrænni getu.  Það fer svo eftir því hvernig við meðhöndlum þennan mun siðferðislega hvort upp kemur rasismi (siðferðisleg mismunun) eða ekki.  Þetta á líka við um hvernig við meðhöndlum ríka og fátæka, hrausta og heilsulitla, unga og gamla o.s.frv.  Það eitt að kanna hver munurinn sé og tala um niðurstöður vissra prófa gerir fólk ekki að rasistum, heldur hvort að viðkomandi notar niðurstöðurnar til að réttlæta illa meðferð eða forréttindi til handa einhverjum ákveðnum. 

Hvað segir annars bloggheimur?


Aðeins mótmælt þegar um tap er að ræða

 

Þegar Gunnar Örlygsson sagði sig úr xF og gekk til liðs við xD og þannig úr stjórnarandstöðu í stjórnarflokk, úr flokki gegn kvótakerfinu, í flokk sem viðheldur því, var það í fyrsta sinn í stjórnmálasögunni sem þingmaður sagði sig úr flokki og gekk í annan, í stað þess að vera óháður fram að kosningum.   Forystumenn og miðstjórn xF, þ.m.t. ég og Margrét Sverrisdóttir gagnrýndu þetta hart.  Lögin eru þess eðlis þó að þetta var hægt en siðlaust var þetta samt gagnvart kjósendum xF í SV-kjördæmi. 

Skv. lögum er þingmaður bara bundinn samvisku sinni og sannfæringu og sama gildir líklega um sveitastjórnarmenn (hef þó það ekki fyrir víst).  Samt geta menn ekki fengið kosningu nema í gegnum flokka og flokkarnir hafa ákveðnar stefnur.  Fólk kýs mikið til út á stefnurnar en einnig vegna einstaklinganna, það verður að fara saman.  Lögin virðast ekki taka tillit til þessa raunveruleika eða að þau eru svona gerð vegna þess að alþingi taldi að réttindi þingmannsins til að flytja atkvæði sín með sér og fara eftir eigin sannfæringu og samstarfsmöguleikum, mikilvægari en hagsmunir flokksins (og kjósenda hans) á sínum tíma.  Voru þessi lög vanhugsuð og ætti því að breyta? eða er þetta fínt eins og þetta er í dag, að kjörnir aðilar geti farið með umboð sitt og atkvæði yfir í aðra flokka að vild?  Hvort á hinn kosni fulltrúi eða flokkurinn og stefna hans að njóta meiri verndar?  Hvað ef flokkurinn breytti um stefnu í mikilvægu máli en fulltrúinn ekki? 

Þetta eru flókin mál og ég sé ekki neina augljósa lausn í svipan.   Hugsanlega má gera nákvæmari lög um þetta og reyna þannig að koma í veg fyrir að kjósendur verði sviknir.  Í tilviki Margrétar sé ég ekki að kjósendur xF og óháðra í Reykjavík hafi verið hlunnfarnir nema að hún kúvendi í flugvallarmálinu sem var aðal kosningarmál flokksins.   Ólafur F og hún áttu stóran þátt í því fylgi sem xF og óháðir fengu.  Það er því einnig persónufylgi þarna. 

Það er dapurt að sjá xF veina yfir þessu núna.  Ég sat í miðstjórn xF þegar Valdimar Leó gekk til liðs við xF og þá sögðu þeir Guðjón Arnar og Magnús Þór, formaður og varaformaður (og þingflokksformaður) ekki orð um málið við Valdimar Leó (skv. honum).  Ég var sá fyrsti sem orðaði málið við Valdimar því ég sat í stjórn SV-kjördæmis flokksins og fannst ótækt að flokkurinn tæki við honum nema að það væri í sátt við xS og að formaðurinn gerði grein fyrir því að hann hefði ekki óskað sjálfur eftir inngöngu hans.  Mér fannst þetta rangt og hræsni hjá eigin flokki (sem ég er ekki í lengur) að gera enga fyrirvara á þessu.  Áður en Valdimar Leó gekk í xF hafði stjórn SV-kjördæmis rætt þetta mál við varaformanninn en hann virtist ekki hafa miklar áhyggjur.  Það var þó Valdimar og síðar Kristni H til málsbóta að þetta var í lok kjörtímabilsins og skipti því mun minna máli en í tilviki Gunnars Arnars.  Það er því siðferðislega ámælisvert af forystu xF að fara að hnýta í Margréti núna því þeir hafa nákvæmlega ekkert gert til að bæta stöðu þessara mála t.d. með lagatillögu á alþingi og tóku ekki á þessu máli þegar skiptin voru þeim til hagsbóta.  Reyndar hefur enginn flokkur gert það svo ég viti til.  Það er kominn til að stjórnmálamenn hætti að væla yfir þessu en skoði málin í kjölinn og komi með lagatillögur til úrbóta ef niðurstaðan er sú að bæta þurfi lögin.


mbl.is Vantrausti lýst á Margréti Sverrisdóttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott hjá líffræðiskor - sjá ræðu Guðfinnu hér

Ég bloggaði ítarlega um þetta fyrir skömmu.  Ég vil benda aftur á það blogg hér.  Ræða Guðfinnu var að mestu fín en niðurstaðan kolröng.  Ég faga ályktun líffræðiskorar HÍ.  Loksins er vísindasamfélagið og fólk sem vill vernda sanna sannleiksleit um náttúruna að vakna. Smile  Þetta má aldrei gerast aftur að við verðum okkur til skammar á Evrópuráði þingmanna eða öðrum alþjóðlegum vettvangi.


mbl.is Harma afstöðu Guðfinnu Bjarnadóttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heilsubrunnur?

Með Morgunblaðinu í morgun var óvæntur glaðningur: Vikan

Já, Vikan var gefins og boðið uppá sérstakt áskriftartilboð.  Vikan er eitt elsta tímarit landsins og trúlega langsamlega langlífasta vikuritið.  Lífdagana á það trúlega að þakka víðrar skírskotunar til landsmannna og þá sérstaklega kvenna.  Þetta blað er engin undantekning og í því er fullt af ýmsu jákvæðu og skemmtilegu efni.  Vikan hefur ekki farið slúðurblaðsleiðina sem betur fer.  En...já trúlega býst þú lesandi góður við að ég komi með gagnrýni og ég ætla ekki að bregðast þér.

Það hefur verið ljóður á ráði Vikunnar síðasta áratugar að vera málpípa alls kyns kukls og ég hef ekki litið í Viku án þess að í því sé ítarleg umfjöllun um eitthvert kraftaverkagras, brjálaða myglusveppi eða annað nýaldarmoð.  Allt í hinum vinalegasta búningi, það hefur ekki vantað.  Þessi ókeypis Vika brást mér ekki hvað þetta varðar og fletti ég henni spenntur til að vita af hvaða kukli ég gæti átt von á nú... og viti menn, á bls 48-49 blasti við mér dýrðin.

Solla heilsubrunnur

Vá! Mikilvæg lesning... "Heilsubrunnur Sollu!  Basískt fæði - Eitt það heitasta [wow, hot] í heilsuheiminum í dag.  Rétt sýrustig getur skipt sköpum hvað varðar heilsu sem og holdafar." - Sólveig Eiríksdóttir (aka Solla)

Af hverju hef ég misst af þessu? Woundering Hvers vegna hef ég ekki lært um þetta í 10 ára námi í læknisfræði og á öllum lestri mínum um sérstök áhugamál mín, innkirtlafræðina og nýrun, þau fög sem fjalla dýpst um sýru-basa jafnvægi líkamans og sjúkdóma því tengdu?  Skyldi hún Solla luma á einhverju leyndarmáli sem er haldið frá læknum?  Lítum nú á innihaldið:

"Til að losna við fituna verður kroppurinn að verða basískariAuðveldasta aðferðin er að breyta mataræðinu þannig að það verði 70-80% basamyndandi." - rétt er:  Losun á fitu kemur stýringu á sýrustigi líkamans ekkert við.  Að sjálfsögðu þarf líkaminn að viðhalda réttu sýrustigi til þess að viðahalda því umhverfi efnaskipta sem frumur líkamans þurfa til að starfa rétt en stýring á því er ekki vandamálið hjá offeitu fólki og aðferðir til að möndla við það jafnvægi eru mjög varasamar.

"...,því líkaminn notar fituna sem lagergeymslu fyrr alla umframsýru."  - rétt er:  Þetta er algert bull.  Fita er ekki hlaðin sameind og gagnast því ekki við að binda sýru sem er plús hlaðin.  Það eru aftur próteinsameindir og elektrólýtar (málmsölt) sem binda umfram sýru.  Síðan er það hlutverk nýrnanna að losa umfram sýru (í formi prótóna) og því er þvagið yfirleitt súrt og með pH stig í kringum 5.5 (pH stig undir 7 er súrt, yfir 7 er basískt, ekki öfugt eins og hún Solla fræðir lesendur Vikunnar um).   Líkaminn notar einnig öndunina (loftskipti CO2) til að leiðrétta sýru-basa ójafnvægi.

"Einnig hjálpar hreyfing okkur til að verða basískari sem og jákvætt hugarfar, slökun og heilbrigðir lífshættir almennt" - kanntu annan?   Rétt er: Við góða hreyfingu myndast mjólkursýra og niðurbrotsefni sem auka sýrustigið tímabundið og er ekki hættulegt.  Líkaminn losar sig fljótt við sýruna.  "jákvætt hugarfar"  hætti nú alveg, ekki má gleyma alheimslækningunni jákvæðu hugarfari - hvað getur jákvætt hugarfar ekki gert???   Það er nú hið fyrsta af "Geðorðunum 10".   En mikið hrikalega er ég neikvæður að gagnrýna jákvætt hugarfar.  Mér verður ekki bjargað.

Almennt:  Það er minna skaðlegt fyrir líkamann að vera örlítið súr frekar en basískur miðað við það jafnvægi sem hann heldur yfirleitt við 7.4  og hann þolir mun betur langtíma ójafnvægi í átt að súru en of basísku ástandi.  T.d. sjúklingum á öndunarvél er frekar haldið smávegis súrum en basískum.  Hvað segir það þér lesandi góður um basaæði Sollu og "sérfræðinga" hennar?

Áfram hélt Solla með fræðin sín:  "Eðlilegt sýrustig þvags og munnvatns er á milli 7.0 og 7.5"  Kolrangt!  Rétt er:  Sýrustig þvags er eðlilegt í kringum 5.5 en ef það fer yfir 6.5 getur það verið merki um ákveðna nýrnasjúkdóma eða efnaskiptasjúkdóma.

Og meira bull:  "Þegar talað er um basamyndandi mat er ekki verið að tala um sýrustig sjálfrar matvörunnar..., heldur hvaða áhrif maturinn hafi á líkamann þegar hann hefur verið meltur. T.d. eru sítrónur mjög basamyndandi í líkamanum, þrátt fyrir að vera sérlega súr ávöxtur."  Rétt er:  Sítrónur innihalda mikið af sýru, m.a. vegna þess að í þeim er mikið af C-vítamíni sem er súrt.  Þessi sýra skilar sér í blóðið og er því áfram súr, ekki basísk.  Líkaminn bufferar (bindur við basískar sameindir) sýruna í blóðinu, notar sumt af henni en losar svo í þvaginu.  Þess vegna eru súrir ávextir þvaglosandi.  Það er eins og að þessir lygalaupar sem hún Solla hefur fræðin eftir, reyni að ljúga ósennilega, því oft er ósennileg lygi meira sannfærandi, rétt eins og þarna væri einhver frábær nýr sannleikur á ferðinni.

Svo heldur Solla áfram við að telja upp fæði sem er basamyndandi, hlutlaust og loks sýrumyndandi, og gettu nú... Hvað heldurðu að sé hin "sýrumyndandi" fæða?  Hverjir eru vondu karlarnir?, "the usual suspects?" svo ég sletti nú aðeins.  Jú, auðvitað "Hvítur sykur, gervisæta, einföld kolvetni, t.d. hvítt hveiti, hvítt pasta o.s.frv., ..."  Þetta passar við almenn heilsuráð og kemur sýru-basa jafnvægi ekkert við.   Að auki er hveiti ekki einföld kolvetni, hvorki hvítt hveiti né brúnt.  Þetta veit fólk sem er með pínulitla menntun í næringarfræði.  Þetta vissi ég 13 ára eftir lestur bókarinnar "Hollusta og næring" eftir Jón Óttar Ragnarsson, sem ég las utan námsefnis í den.

"Græni liturinn er minn uppáhalds" er síðasta millifyrirsögn Sollu.  Gee! Jí!

Skýringin: "...borða mikið af grænu salati með hverri máltíð..."  og áfram "Munið að við erum að tala um 20-30% súrt og 70-80% basískt.  Þetta er ekkert nýtt, þetta talaði Hippókrates um á sínum tíma svo hér er eingöngu verið að dusta rykið af vel þekktum fræðum."   Þarf hún að draga Hippókrates inní þetta rugl?  Hann var mikilvægur heimsspekingur og siðfræðingur í sögunni en er ekki þekktur fyrir lækningaaðferðir sem við höfum mikil not af í dag utan jú skemmtilegrar aðferðar til að setja í axlarlið.  Hvers vegna halda kuklarar að því eldri sem fræðin sem þeir dusta rykið af eru, því betri séu þau?  Því er yfirleitt öfugt farið.  Við köstum út gömlu og úreltu en byggjum á því sem hægt hefur verið að staðfesta og þróa enn betur.  Sýru-basa fræðin eru mjög ný og skilningur manna á mikilvægi þess í mannslíkamanum var á algeru frumstigi þar til fyrir um 150 árum að hann tók að þróast jafnhliða byltingu í þekkingu á lífefnafræði og blóðrásarkerfinu.  Enginn vísindamaður með meira en baun í hausnum vitnar í Hippokrates sem heimild fyrir sýru-basa fræðum.  Leyfum minningu hans að njóta þess sem var hans.

Neðanmáls gefur Solla upp heimildir sínar um sýru-basa-fæði:

"The pH Miracle" eftir Robert O. Young.  Hvaða vísindamaður skýrir bók sýna "...kraftaverk"?  Á vefsíðum skottulæknavaktarinnar www.quackwatch.org má finna eftirfarandi lýsingu á þessum kappa:

Robert O. Young, author of The pH Miracle, The pH Miracle for Diabetes, and The pH Miracle for Weight Loss, claims that health and weight control depend primarily on proper balance between an alkaline and acid environment that can be optimized by eating certain foods. These claims are false [8].Young offers educational retreats that include a private blood cell analysis and "nutritional consultation" at his 45-acre estate in Valley Center, California. In 1996, under a plea bargain, Young pleaded guilty to a misdemeanor charge of attempted practice of medicine without a license and was promised that the charge would be dismissed if he stayed out of trouble for 18 months. Young claimed that he had looked at blood samples from two women and simply gave them nutritional advice [9]. The blood test he advocates (live-cell analysis) has no scientific validity [10]. Young's "credentials" include doctoral degrees in nutrition, science, and naturopathy from the American Holistic College of Nutrition. His Web site claims that he "has been widely recognized as one of the top research scientists in the world," and his book states that he "has gained national recognition for his research into diabetes, cancer, leukemia, and AIDS." Yet he, too, has had nothing published in a recognized scientific journal.

"Alkalize or Die" eftir Dr. Theodore A. Baroody - Það munar ekki um það.  Skelfandi titill, ekki laust við að maður byrji að skjálfa í hnjánum.  Grípið mig!!  Sjáið þið fyrir ykkur Laufeyju Steingríms öskra á næringarfræðifyrirlestri "étið meira grænmeti ellegar deyið!!!"  Hér má sjá heimasíðu þessa kíropraktors og Naturopaths (Dr. hér merkir ekki læknir).  Það er dásamlegt hversu ófagmannlegir bókatitlar kuklara eru, þannig að maður þarf ekki einu sinni að líta inn fyrir kápuna. 

"The Acid-Alkaline Diet" eftir Christopher Vasey.  Annar Naturopath en það er víst fínn titill í kuklinu.

Rúsínan í pulsuendanum:  Í appelsínugula "Vissir þú..." dálknum auglýsir Solla "Alkalive green" duftið með mynd af dollunni og segir hvar það fæst.  Inntaka græna duftsins í vatni á að vera "...ótrúlega auðveld og fljótleg leið" til að verða basískari.   Af hverju finnst kuklurum sjálfsagt að auglýsa vörur um leið og þeir fræða fólk um heilsufræði sín?  Hvað yrði sagt um lækni sem auglýsti sýklalyf um leið og hann fræddi fólk um sýkingar?  Læknirinn yrði ásakaður harðlega fyrir að skorta hlutleysi og gera sig sekan um að hygla lyfjaframleiðendum.  Mál hans biði hnekki þar sem ekki væri ljóst hvort að tilgangur hans væri að fræða eða selja.  Siðareglur lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks leyfa þetta ekki.  Hvers vegna ætti annað fólk sem fjallar um heilsu að leyfa sér þetta?  Er fólk í náttúrulækningum einhvers annars eðlis siðferðislega?  Byggir trúverðugleiki þeirra á einhverju allt öðru en fagmannlegum vinnubrögðum? 

Ég leyfi Sollu að eiga síðustu orðin:

"..., ég skal segja þér allt um himalayakristallinn í næsta blaði ... "  

 


Langsótt en ekki illa veitt

Al Gore hefur flutt heiminum mjög mikilvæg skilaboð með fyrirlestrum sínum og heimildamyndinni "Óþægilegur sannleikur" (an inconvenient truth), þar sem hann varar við þætti okkar mannanna í hlýnun jarðar og þeim gífurlegu afleiðingum sem það getur haft að pólarísinn bráðni. 

Þetta eru hins vegar friðarverðlaun, ekki umhverfisverndarverðlaun eða vísindaverðalaun.  Í ræðu fulltrúa Nóbel nefndarinnar kemur fram að með því að stuðla að meira öryggi í heiminum, stuðli Al Gore að friði í heiminum.  Þetta er trúlega rétt og maður skyldi ekki vanmeta þau áhrfi sem náttúruhamfarir og hungur geta haft á hegðun fólks.  Hins vegar finnst mér val nefndarinnar bera þess vott að það hafi vantað nægilega kraftmikinn fulltrúa beinna friðarumleitana til þess að útnefna.  Einhvern veginn er það ótrúlegt að slík persóna finnist ekki, en þetta lyktar af því að ekki sé bara nóg að vera góður baráttumaður fyrir friði til að fá útnefningu, heldur verður viðkomandi að vera frægur fyrir að básúna sínum skoðunum um allan heim eða a.m.k. komist í heimsfréttir, þ.e. fréttir hins vestræna heims.  Þannig fá baráttumenn ekki verlaunin fyrr en búið er að viðurkenna þá annars staðar, sbr. Mandela.  Kannski er þetta rangt hjá mér.  Vissulega er ég ánægður yfir því að Al Gore fái verðlaun en kannski bara í öðrum flokki.  

Hjúkk, a.m.k. fékk Sri Chinmoy ekki Nobbann. Grin


mbl.is Leiða friðarverðlaun Gores til forsetaframboðs?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evrópuráð þingmanna ályktar gegn kennslu sköpunarsögunnar sem vísindi

Frá ályktun Evrópuráðs þingmanna 4. október 2007 

Hér fyrir neðan fer fréttatilkynning og ályktun Evrópuráðs þingmanna allrar Evrópu, sem Ísland á 3 fulltrúa í af 319 í heild. 

Ég fagna og ég er mjög ánægður yfir því að Evrópuráðið skyldi samþykkja þessa ályktun með meirihluta.

Það er hins vegar hryggilegt að fulltrúi Íslands, Guðfinna S. Bjarnadóttir (D) greiddi atkvæði Íslands gegn ályktuninni á þeim forsendum að Evrópuráðið ætti ekki að segja löndum sínum hvað ætti að kenna í skólum þeirra.  Efnislega var hún víst sammála greininni.  Eins göfugt og umburðarlynt þetta getur hljómað þá er þetta röng ákvörðun því hér er ekki um lög eða tilskipun að ræða, heldur mikilvæga stuðningsyfirlýsingu við sönn vísindi og þekkingarleit. 

Mikilvægi vísinda eru gríðarleg.  það er sérlega mikilvægt að það sé almenn stefna þjóða Evrópu að ekki séu kenndar trúarsetningar sem vísindi í almennum skólum.  Það á ekki að vera ákvörðun einstakra sveitarfélaga, skóla eða skólastjóra hvort trú séu kennd sem vísindi.  Hér er um að ræða verndun veraldlegrar menntunar og heilinda vísindalegrar kennslu.   Ályktunin er alls ekki ógnun við sjálfsákvörðunarrétt hverrar þjóðar og það er skammarlegt að fulltrúi þjóðarinnar skyldi ekki samþykkja hana.  Afstaða íslensku sendinefndarinnar er niðurlæging fyrir raunvísindi á Íslandi og allt fólk sem vill standa vörð um raunsanna þekkingu.  Ég get því miður ekki orðað þetta vægar.

 

Ég skora á alla að lesa ályktun Evrópuráðsins en hún er ákaflega vel skrifuð

----

Council of Europe states must ‘firmly oppose’ the teaching of creationism as a scientific discipline, say parliamentarians

Strasbourg, 04.10.2007 – Parliamentarians from the 47-nation Council of Europe have urged its member governments to “firmly oppose” the teaching of creationism – which denies the evolution of species through natural selection – as a scientific discipline on an equal footing with the theory of evolution.

 

In a resolution passed by 48 votes to 25 during its plenary session in Strasbourg, the Council of Europe Parliamentary Assembly (PACE) declared: “If we are not careful, creationism could become a threat to human rights.”

 

Presenting the report, Anne Brasseur (Luxembourg, ALDE), a former Education Minister, said: “It is not a matter of opposing belief and science, but it is necessary to prevent belief from opposing science.”

 

“The prime target of present-day creationists, most of whom are Christian or Muslim, is education,” the parliamentarians said in the resolution. “Creationists are bent on ensuring that their ideas are included in the school science syllabus. Creationism cannot, however, lay claim to being a scientific discipline.”

 

The parliamentarians said there was “a real risk of a serious confusion” being introduced into children’s minds between conviction or belief and science. “The theory of evolution has nothing to do with divine revelation but is built on facts.”

 

“Intelligent design, presented in a more subtle way, seeks to portray its approach as scientific, and therein lies the danger,” they added.

 

“Creationism ... was for a long time an almost exclusively American phenomenon,” the parliamentarians pointed out. “Today creationist ideas are tending to find their way into Europe and their spread is affecting quite a few Council of Europe member states.”

 

The report cites examples from Belgium, France, Germany, Greece, Italy, the Netherlands, Poland, Russia, Serbia, Spain, Sweden, Switzerland, Turkey and the United Kingdom.

 

 

___

The dangers of creationism in education

Resolution 1580 (2007)1

1.       The aim of this report is not to question or to fight a belief – the right to freedom of belief does not permit that. The aim is to warn against certain tendencies to pass off a belief as science. It is necessary to separate belief from science. It is not a matter of antagonism. Science and belief must be able to coexist. It is not a matter of opposing belief and science, but it is necessary to prevent belief from opposing science.

2.       For some people the Creation, as a matter of religious belief, gives a meaning to life. Nevertheless, the Parliamentary Assembly is worried about the possible ill-effects of the spread of creationist ideas within our education systems and about the consequences for our democracies. If we are not careful, creationism could become a threat to human rights which are a key concern of the Council of Europe.

3.       Creationism, born of the denial of the evolution of species through natural selection, was for a long time an almost exclusively American phenomenon. Today creationist ideas are tending to find their way into Europe and their spread is affecting quite a few Council of Europe member states.

4.       The prime target of present-day creationists, most of whom are Christian or Muslim, is education. Creationists are bent on ensuring that their ideas are included in the school science syllabus. Creationism cannot, however, lay claim to being a scientific discipline.

5.       Creationists question the scientific character of certain items of knowledge and argue that the theory of evolution is only one interpretation among others. They accuse scientists of not providing enough evidence to establish the theory of evolution as scientifically valid. On the contrary, they defend their own statements as scientific. None of this stands up to objective analysis.

6.       We are witnessing a growth of modes of thought which challenge established knowledge about nature, evolution, our origins and our place in the universe.

7.       There is a real risk of a serious confusion being introduced into our children’s minds between what has to do with convictions, beliefs, ideals of all sorts and what has to do with science. An “all things are equal” attitude may seem appealing and tolerant, but is in fact dangerous.

8.       Creationism has many contradictory aspects. The “intelligent design” idea, which is the latest, more refined version of creationism, does not deny a certain degree of evolution. However, intelligent design, presented in a more subtle way, seeks to portray its approach as scientific, and therein lies the danger.

9.       The Assembly has constantly insisted that science is of fundamental importance. Science has made possible considerable improvements in living and working conditions and is a not insignificant factor in economic, technological and social development. The theory of evolution has nothing to do with divine revelation but is built on facts.

10.       Creationism claims to be based on scientific rigour. In actual fact the methods employed by creationists are of three types: purely dogmatic assertions; distorted use of scientific quotations, sometimes illustrated with magnificent photographs; and backing from more or less well-known scientists, most of whom are not specialists in these matters. By these means creationists seek to appeal to non-specialists and sow doubt and confusion in their minds.

11.       Evolution is not simply a matter of the evolution of humans and of populations. Denying it could have serious consequences for the development of our societies. Advances in medical research with the aim of effectively combating infectious diseases such as AIDS are impossible if every principle of evolution is denied. One cannot be fully aware of the risks involved in the significant decline in biodiversity and climate change if the mechanisms of evolution are not understood.

12.       Our modern world is based on a long history, of which the development of science and technology forms an important part. However, the scientific approach is still not well understood and this is liable to encourage the development of all manner of fundamentalism and extremism. The total rejection of science is definitely one of the most serious threats to human rights and civic rights.

13.       The war on the theory of evolution and on its proponents most often originates in forms of religious extremism which are closely allied to extreme right-wing political movements. The creationist movements possess real political power. The fact of the matter, and this has been exposed on several occasions, is that some advocates of strict creationism are out to replace democracy by theocracy.

14.       All leading representatives of the main monotheistic religions have adopted a much more moderate attitude. Pope Benedict XVI, for example, as his predecessor Pope John-Paul II, today praises the role of the sciences in the evolution of humanity and recognises that the theory of evolution is “more than a hypothesis”.

15.       The teaching of all phenomena concerning evolution as a fundamental scientific theory is therefore crucial to the future of our societies and our democracies. For that reason it must occupy a central position in the curriculum, and especially in the science syllabus, as long as, like any other theory, it is able to stand up to thorough scientific scrutiny. Evolution is present everywhere, from medical overprescription of antibiotics that encourages the emergence of resistant bacteria to agricultural overuse of pesticides that causes insect mutations on which pesticides no longer have any effect.

16.       The Council of Europe has highlighted the importance of teaching about culture and religion. In the name of freedom of expression and individual belief, creationist ideas, as any other theological position, could possibly be presented as an addition to cultural and religious education, but they cannot claim scientific respectability.

17.       Science provides irreplaceable training in intellectual rigour. It seeks not to explain “why things are” but to understand how they work.

18.       Investigation of the creationists’ growing influence shows that the arguments between creationism and evolution go well beyond intellectual debate. If we are not careful, the values that are the very essence of the Council of Europe will be under direct threat from creationist fundamentalists. It is part of the role of the Council’s parliamentarians to react before it is too late.

19.       The Parliamentary Assembly therefore urges the member states, and especially their education authorities:

19.1.       to defend and promote scientific knowledge;

19.2.       strengthen the teaching of the foundations of science, its history, its epistemology and its methods alongside the teaching of objective scientific knowledge;

19.3.       to make science more comprehensible, more attractive and closer to the realities of the contemporary world;

19.4.       to firmly oppose the teaching of creationism as a scientific discipline on an equal footing with the theory of evolution and in general resist presentation of creationist ideas in any discipline other than religion;

19.5.       to promote the teaching of evolution as a fundamental scientific theory in the school curriculum.

20.       The Assembly welcomes the fact that 27 Academies of Science of Council of Europe member states signed, in June 2006, a declaration on the teaching of evolution and calls on academies of science that have not yet done so to sign the declaration.

1 Assembly debate on 4 October 2007 (35th Sitting) (see Doc. 11375, report of the Committee on Culture, Science and Education, rapporteur: Mrs Brasseur). Text adopted by the Assembly on 4 October 2007 (35th Sitting).

 ---------------------------------------------------------

Hér að neðan til niðurhals er lítill bæklingurum eðli og tilgang Evrópuráðs þingmanna.  Stutt en fróðleg lesning.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Gagnsemi?

Ég ber mikla virðingu fyrir hugsjónum og baráttu John Lennons og Yoko Ono hefur verið fánaberi hennar síðan hann var myrtur.   Hins vegar er ég efins um gagnsemi hluta eins og upplýstra friðarsúlna.  Vissulega er viðburðurinn og upplýstur himininn áminning um að gleyma ekki friðarbaráttu og þjáningum þeirra sem verða fyrir barðinu á stríði, en hverju fær þetta áorkað á endanum?  Tryggir þetta einhverjar framkvæmdir?  Hætta talibanar og Al-quada við sitt jihad?  Róast herskáir Baskar?  Fæðast nýjar hugmyndir og nálganir að friðarferlum?  Mætti verja fénu sem fer í fyrirbærið í eitthvað annað gagnlegra?

E.t.v. kann ég ekki að meta nóg framtak frægs fólks til að vekja athygli á ákveðnum málaflokkum og er ekki nógu menningarlega sinnaður.  Maður fær svolítið á tilfinninguna að í enn eitt skiptið sé fræg manneskja að vekja mest athygli á sjálfri sér og sínum nánustu með flottum minnisvörðum og yfirborðslegri umfjöllun um frið.  Auðvitað þykir okkur Íslendingum þægilegt að geta baðað okkur í sviðsljósi þessa dáða fólks og hirt upp nokkra brauðmola í leiðinni, en er þetta ekki pínulítið gervilegt? Verður uppskeran einhver önnur en sú að okkur líði örlítið betur með okkur sjálf? Er eitthvað af viti í gangi hér?  Er búið að bjóða einhverjum stríðandi aðilum í umræður í tengslum við þetta?  Það hefði ég viljað sjá. 

Ég vona að ég hafi hryllilega rangt fyrir mér og að þessi viðburður sé mikilvægur og marki einhver skref í átt til friðar í heiminum.  Ljóssúlan verður án efa stórkostleg sem slík og þetta verður voða kósí viðburður og stemming, en þangað til ég sannfærist um eitthvert raunverulegt gildi hennar er hún nánast bara "symbolic" í mínum huga.   Woundering


mbl.is Ein friðarsúla nægir Yoko Ono
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klysja með boðskap

Ég var að enda við að sjá stríðsmyndina "300", sem hefur fengið misjafna dóma en nær 8.0 í einkunn á IMDb.com, en yfirleitt er þess virði að sjá myndir sem fá einkunn yfir 7 og sérstaklega milli 8 og 9. 

Myndin byrjar með hetju- og hermannaklysjunni um hinn herta hermann sem lærir að þola mikið harðræði og þjálfun í þeim tilgangi að verða drápsmaskína.  Vondu mennirnir herja að Grikklandi og vegna illra pólitíkusa og gráðugra presta er landið og þingið sem andsetið af aðgerðarleysi og ótta við að brjóta lög sem augljóslega eru fásinna.  Leonidas konungur lætur ekki blekkjast og bölvar spillingu og hindurvitnum.  Hann ákveður að berjast með sínum bestu 300 gegn ofurefli innrásarhersins í nafni hins "frjálsa manns". 

Leonídas gegn hinu illa

Fleira er ekki rétt að segja bili til þess að skemma ekki söguna algerlega fyrir þeim sem ætla að sjá myndina.  Ljóst er að óvinurinn er fulltrúi mannskemmandi hugmynda sem hafa hrjáð heiminn alla mannkynssöguna.  Loka baráttuhróp Spartverja var "berjumst gegn harðstjórn og dulhyggju!!"

Þessi mynd er augljóslega baráttukall manngildisins gegn blindri græðgi, valdnýðslu, guðshræðslu, hindurvitnum, kynferðislegri misnotkun (sbr "the oracles") og rotnum stjórnmálum.  Þetta er f.o.f. myndlíking, ekki sögukennsla.   Boðskapurinn á fullt erindi í dag.  Ekki flagð undir fögru skinni að þessu sinni. Wink


Magni! Gneisti!

Í Fréttablaðinu í gær 5. okt 07, á bls 24 var birt grein Sr. Hjartar Magna Jóhannssonar sóknarprests í Fríkirkjunni sem bar heitið "Eru húmanistar óvinir Krists?"  Í greininni ræðir hann um það hversu jákvæð lífsskoðun húmanista sé og að hún eigi samleið með þeim boðskap Krists í að "reis[a] upp þá niðurbeygðu og ger[a] heila og mynduga þá sem á vegi hans verða".  Þessu er ég algerlega sammála.  Mannvirðingin er í kjarna húmanisma og þessa boðskapar Krists.  Hjörtur Magni lýsir þeirri kristni sem hann aðhyllist og hún er greinilega umburðarlynd og stefna sameiningar um góða hluti, ekki sundrungar og fráhrindinga.  Hjörtur Magni er sá veglyndasti og siðferðislega þroskaðisti prestur sem ég hef kynnst og fylgst með.

Í Blaðinu í gær á bls 15 skrifar Óli Gneisti Sóleyjarson um þá gagnrýni sem prestar Þjóðkirkjunnar höfðu uppi um gifinguna á vegum Siðmenntar í Fríkirkjunni í síðasta mánuði í greininni "Um guðs hús, krónur og aura".  Hann veltir því fyrir sér hvort að prestarnir séu argir út í Siðmennt vegna þess að þeir sjái fram á tekjutap við að athafnir færist yfir til Siðmenntar.  Ég hef ekki heyrt neinn prest kvarta yfir því beinum orðum, en e.t.v. er þetta einhver minni ástæða sem þeir hafa ekki nefnt.  Hins vegar ósköpuðust þeir mikið yfir því að þetta væri vanhelgi.  Óli Gneisti bendir réttilega á að Siðmennt hafi enga eigin aðstöðu eins og er, og því ættu prestar að styðja félagið í að fá skráningu sem lífsskoðunarfélag og sömu réttindi og trúfélög.  Þannig yrði félagið smám saman fært um að koma sér upp sínu eigin húsnæði. 

Um 19.1% þjóðarinnar (+/- 2.5%) segjast "ekki trúaðir" samkvæmt stórri könnun Gallup árið 2004.  Er ekki kominn tími til að þessi 1/5 hluti þjóðarinnar fái tækifæri til að skrá sín "sóknargjöld" í það lífsskoðunarfélag sem höfðar mest til hans?


Loksins loksins! Pétur Tyrfingsson formaður Sálfræðingafélags Íslands andmælir kuklinu

Pétur Tyrfingsson sálfræðingur og formaqður Sálfræðingafélags Íslands stóð sig frábærlega í viðtali sem tekið var við hann í Kasljósi gærdagsins.  Þar færði hann afar sannfærandi og fjölmörg rök fyrir því af hverju hlutir eins og höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun, homeopathia, lithimnulestur, Bowen-tækni og fleira í sama dúr eru algerar staðleysur og því kukl, sem hafi möguleika á því að skaða fólk tilfinningalega og eigi ekkert erindi inní heilbrigðiskerfið.  Meðferð fagaðila með slíkum aðferðum sé óafsakanleg og brjóti í bága við starfsreglur fagstétta.  Ósannaðar og umdeildar aðferðir sé ekki hægt að nota og staðhæfa að lækni eða bæti heilsu.  Sönnunarbyrðin liggi hjá þeim sem komi með hina nýju aðferð rétt eins og við allar nýjar aðferðir sem kynntar eru í hinu hefðbundna vísindasamfélagi.  Viðtalið kom í kjölfar greinar Gunnars Gunnarssonar sálfræðings í Mbl um ágæti höfðuðbeina- og spjaldhryggsjöfnunar við einvherfu og svargreinar Péturs í Mbl s.l. sunnudag.

Pétur benti t.d. á að kuklið á ekkert skylt við heilbrigða skynsemi og jafnvel gömul ömmuráð við kvillum væru mögulega gagnlegri og ekki uppfull af fölskum loforðum.  Sú ógrynni af sjúkdómum sem höfuð- og spjaldhryggjajöfnun ætti að geta læknað væri fjarstæða og fræði þessarar greinar stæðust ekki samanburðarrannsóknir.  Staðhæfingar um að hægt væri að hreyfa við mænuvökvanum með því að snerta ímyndað orkusvið í kringum höfuðið eða mænuna standast ekki vísindalega skoðun og falla ekki að neinni viðurkenndri þekkingu á lífeðlisfræði líkamans. 

Ég prufaði að leggjast á bekk hjá höfuðbeina- og spjaldhryggsjafnara á heilsusýningu í Egilshöll 2005.  Ég gerði þetta til að vera jákvæður og gefa viðkomandi tækifæri til að reyna að sannfæra mig um eitthvað sem ég hafði ekki minnstu ástæðu til að halda að gæti gerst út frá þeim forsendum sem voru gefnar í fræðum þeirra.  Aðferðin átti að laga m.a. þunglyndi og mér átti að líða betur eftir meðferðina.  Upplifunin var nákvæmlega engin - reyndar var hún sú að meðferðaraðilinn hélt sig hafa fært heilahimnu mína um 1 cm !!?? með því að halda höndunum rétt utan við höfuð mitt.  Líffærafræðilega og samkvæmt öllu því sem við vitum um byggingu heilans er slíkt ómögulegt nema með því að rífa heilann úr skorðum sínum, kremja og slíta frá heilastofninum.  Sem sagt vel heppnuð heilahimnufærsla en dauður sjúklingur.  Ég þurfti að gæta mín að fara ekki hreinlega að skellihlæja yfir trú höfuðbeina- og spjaldhryggsjafnarans, sem var ákaflega elskuleg manneskja og vel meinandi.  Ég hugsaði með hryllingi til alls þess tíma og fjármuna sem hún og þau fjölmörgu ungmenni sem eru nú í kuklinu hafa eytt í að læra þetta bull og iðka nú líkt og óafvitandi klæðskerar nýju fata keisarans. 

Fagmennska og rökfesta Péturs var með eindæmum góð og það var ljóst að hann hafði kynnt sér málin ákaflega vel.  Þetta er í fyrsta sinn sem ég sé fagmanneskju í heilbrigðiskerfinu koma fram í sjónvarpi og ekki aðeins gagnrýna tiltekna kuklaðferð, heldur fletta ofan af allri slíkri starfsemi með framúrskarandi málflutningi og festu.  Ég hvet alla til að hlusta á viðtalið.  Upplýsingar um einstaka kuklgreinar má finna á quackwatch.org og í greinum um hindurvitni og kukl á síðum Vantrúar.

Nú á ég mér nýja hetju og hún heitir Pétur  Wink

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband