Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Hjálpartæki kjósandans

Ég mæli eindregið með því hjálpartæki sem nokkrir nemendur við Háskólann í Bifröst hafa sett saman til að hjálpa fólki að finna "sinn flokk".  Nemendurnir fóru grannt í stefnuskrár flokkanna og völdu svo ákveðnar spurningar til að fá fram aðgreiningu. 

Styrkleiki prófsins liggur reyndar í því hversu vel nemendurnir túlkuðu stefnuskrárnar og hversu vel stefnuskrárnar sjálfar endurspegla viðkomandi flokka.  Það er reyndar veikleiki hversu fáar spurningarnar eru og það vantar spurningar um "mannagæði" innan flokkanna.  Það gæti nefnilega komið upp sú staða að maður sé málefnalega sammála tveimur flokkum að sama marki og þá hlýtur m.a. mannavalið að ráða úrslitum.  Auðvitað er þetta hjálpartæki bara nálgun en gagnleg samt.  Skjalið sem fylgir til útskýringar og hægt er að hala niður af útskýringarsíðunni er mjög fróðlegt og vel unnið. 

Takk Bifröst!


Í anda Björns Inga

Nú er Framsóknarflokkurinn kominn á vonarvöl og mun reyna þessa fáu daga fram að kosningum allt sem leyfilegt er í "bókinni" til að tryggja sér nægileg þingsæti til meirihlutasamstarfs með xD. 

Þetta gerði Björn Ingi einnig fyrir borgarstjórnarkosningarnar í fyrra.  Það leit ekki vel út með framboð hans lengi vel en svo datt honum og Halldóri Ásgrímssyni í hug að hóta því óbeint að stjórnarsamstarfið á Alþingi væri í hættu ef Björn Ingi kæmist ekki að.  Hvort að þessi hótun virkaði til að ná atkvæðum veit ég ekki en hún virtist svínvirka til þess að Björn Ingi fengi samstarf við Vilhjálm í xD við stofnun nýs meirihluta sem hafði í raun ekki einu sinni meirihluta atkvæða á bak við sig í prósentum talið.  Frjálslyndi flokkurinn sem á vissan hátt var einn mesti sigurvegari kosninganna var "dissaður". 

Afleitt gengi xB í Norðausturkjördæmi, þar sem Valgerður Sverrisdóttir reynir nú að endurheimta fylgi flokksins, er eflaust orsök þessarar örvæntingar.  Nú á að þrýsta á stóra xD og fá hann einhvern veginn til hjálpar.  Ætli xD eigi ekki að lána þeim nokkur hundruð atkvæði?  Ætli "kraftaverk" muni gerast á kosningardag?  Ég býð spenntur eftir úrslitunum.


mbl.is Valgerður: Framsóknarflokkur ekki í ríkisstjórn með svona lítið fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rökspjallið gegn guði

  1. Guð er algóður, alvitur og alsjáandi.  -  Það er ljóst að þetta er ekki satt því allt í kringum okkur deyr fólk af tilefnislausu og fær að brjóta gegn boðorðunum óheft.  Guð drap (marga af hefndarlosta) áætlaðar um 2 milljónir manna samkvæmt frásögnum Biblíunnar, slatti af þeim börn og konur.  Algóður? Lokaðu á eftir þér vinur.
  2. Guð skapaði heiminn (á 6 dögum).  -  Það er ljóst að engin vera getur verið svo flókin að hún skapi allan heiminn.  Hvað skapaði þá þessa flóknu veru?  Heimurinn, aldingarðurinn og Adam og Eva á 6 dögum  -  Kanntu annan?
  3. “Þú skalt ekki aðra guði hafa”  - þarna er viðurkennt í Gamla Testamentinu að aðrir guðir gætu verið í myndinni.  Hvernig má það vera ef Guð átti að hafa skapað heiminn?  Kunni Guð ekki lögmál markaðarins?  Lítil fyrirhyggja í almáttugum guð að koma ekki á einokun strax.  Þá er ljóst að guð gyðinga, kristinna og múslima var ekki til fyrr en frekar seint í mannkynssögunni.  Áður voru þjóðir trúandi á fjölguðakerfi, t.d. forn-grikkir og víkingarnir.  Hugarfóstur manna, gæti það verið?
  4. Guð á að tala til allra – hvers vegna þarf þá að kynna svo marga fyrir honum?  Hvers vegna voru ekki bara óþekktir þjóðflokkar með guðstrú á sama guð og hinn vestræni heimur þegar þeir voru “fundnir”.  Duh – er hinn vestræni hvíti kynstofn sem sagt hinn eini sanni mannstofn fyrst að þeir vissu um guð?  Oh, þess vegna var í lagi að halda öðrum þrælum eða hreinlega losa sig við þá.  Guð hefur talað.
  5. Guð er faðirinn, sonurinn (Jesú) og heilagur andi en samt einn!   Hver er þessi heilagi andi?  Er það “mini-mí” guðs?  Pabbi, mini-mí og stráksi; kjút en frekar mikið hókus pókus að þeir komist upp með að vera allir en samt bara einn.  Skytturnar þrjár meika meira sens:  "einn fyrir alla og allir fyrir einn" - bravó!
  6. Guð lagði fram boðorðin 10 þar sem segir “þú skalt ekki drýgja hór” en svo barnaði hann Maríu Mey kornunga eins og ekkert væri.  Búms! Jósef fékk engu breytt.  Eflaust getur Vísindakirkjan bent á að þarna hafi fyrsta stoðmóðir mannkyns komið til sögunar.  Sussumsvei - Guð að fikta með stofnfrumur!  Jesú átti að hafa verið hreinn sveinn og síðan þá hafa margar kynslóðir munka og kaþólskra presta reynt skírlífi með oft á tíðum skelfilegum afleiðingum.  Kynlíf – oj bjakk.  Af hverju gat Guð ekki losað okkur við það?  Þetta helvíti holdsins sem veitir okkur svona mikinn unað um leið og við búum til komandi kynslóðir.  Ó, ónáttúrulega himnaprik.
  7. Guð og Biblían lofa eilífu lífi.  Auðvelt fyrir ósýnilegan að halda slíku fram í bók ritaðri af mönnum.  Komdu í minn flokk og þú færð kók og prins til eilífðar.   Sálin hefur aldrei fundist, ekki einu sinni af atómfræðingum.  Miðlar lofa og lofa en hafa aldrei fengið hina 1 milljón dollara sem James Randi lofar þeim sanni þeir mál sitt á vísindalegan máta. 
 

Æ, ég gæti haldið nær endalaust áfram.  Passlegt að enda í prímtölu. Upprisan yrði næst en hvers vegna að ráðast á svona góða frídaga?  Guð samkynhneigðra, er hann til?  Guð kvenpresta og blökkumanna, er hann svört kona?  Hún Gyða er sköpuð í mynd kvenmannsins. 

Náttúran sá okkur fyrir auðugu ímyndunarafli til þess að við gætum sett okkur í hin ýmsu spor og búið til verkfæri okkur til framfæris.  Trúartilhneigingin er mögulega erfðafræðileg hjánáttúra því við þurfum sem börn að trúa því sem fullorðnir segja okkur, ellegar brenna okkur, detta í brunninn eða enda undir alls kyns völturum.  Væntumþykjan er okkur náttúruleg og þjónar rökréttum tilgangi til bættrar afkomu.  Kettirnir hans Illuga Jökulssonar eru kjút (sjá maí blað Ísafoldar).

- Rökspjallamaðurinn Svanur


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband