Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Hin frelsandi þjóð - þjóð Thomas Jeffersons. Hvar er hún?

Tilefni þessa skrifa er ástand mála í USA og að hluta í hinum vestræna heimi.  Hvatningin kemur frá skrifum og starfi Thomas Jefferson, sem ég hef nú síðustu misseri lært æ meira um, m.a. frá lestri bóka Alan Dershowitz, A.C. Grayling, Richard Dawkins, Sam Harris og síðast en ekki síst frá vandaðri bók tilvitnana í Jefferson, Light and Liberty - Reflections on the Pursuit of Happiness, ritstýrt af Eric S. Petersen, sem heimsótti Ísland nýlega og hélt fyrirlestur í HÍ um ævi og störf meistara Jefferson.

(Hægt er að niðurhala MP3 skjali með hljóðupptöku frá fyrirlestri Petersen hér.  Thanks to Vinay Gupta!. Ræður Herdísar Þorgeirsdóttur og Jóns Baldvins Hannibalssonar voru einnig mjög áhugaverðar.).

Eric S Petersen

Mynd:  Eric S Petersen og Jón Baldvin Hannibalsson.  13. sept 08 í Odda, HÍ.

Heyrum hvað einn af frægustu heimsspekingum Bandaríkjanna sagði fyrir nokkrum árum, eftir að hann heyrði niðurstöður úr könnun á lífsskoðunum fólks í landi hinna frjálsu.

Tölurnar eru áfall.  Þrír fjórðu hlutar amerísku þjóðarinnar trúa bókstaflega á kraftaverk fyrir tilstuðlan trúar.  Fjöldi þeirra sem trúa á tilvist djöfulsins, upprisuna, að Guð geri hitt og þetta - er sláandi.  Þessar tölur ná hvergi sömu hæð í hinum iðnvædda heimi. Þú þarft ef til vill að fara í mosku í Íran eða gera skoðanakönnun meðal gamalla kvenna á Sikiley til að jafna þessa útkomu.  Samt er þetta ameríska þjóðin.  - Noam Chomsky

 

Þriðji forseti Bandaríkjanna Thomas Jefferson skrifaði frelsisyfirlýsingu Bandaríkjanna sem var samþykkt nær óbreytt við stofnun þeirra af fyrsta löggjafarþingi þjóðarinnar.  Jefferson var ákaflega vel menntaður maður fyrir sinn tíma og hafði lesið heimsspeki Forn-Grikkja.  Hann trúði á guð náttúrunnar, þ.e. að guð hefði í forneskju skapað heiminn en síðan látið jörðina og náttúruna afskiptalausa og mennirnir tækju ábyrgð á eigin gerðum.  Hann taldi Biblíuna verk manna og tók hana ekki bókstaflega.  Hann var ekki kristinn, heldur deisti líkt og títt var meðal þeirra best menntuðu í lok 18. aldar.  (T.d. Thomas Payne, Hamilton, Washington o.fl) Hann ráðlagði fólki að efast og trúa ekki á ósannaða hluti.  Hann var það sem á þeim tíma var hve næst því að vera trúlaus húmanisti.  Hann var úthrópaður sem guðleysingi af andstæðingum sínum og það furðar mig ekki. 

Jefferson og stofnendur Bandaríkjanna skildu að það yrði að slíta sundur hina fornu valdtryggingu kónga, presta og aðalsmanna (í dag: Stjórnvöld, biskupar og stóreignamenn) með því að koma á fót lýðræði, dreifa valdinu í löggjafavald, dómsvald og framkvæmdavald og loks aðskilnaði Thomas Jeffersontrúar og ríkis.  Jefferson lærði af sögunni og gat því hafið nýjan djarfan kafla í sögu mannkyns og þjóða.  Hann var einn mikilvægasti og áhrifamesti maður Upplýsingarinnar sem hófst um 100 árum fyrir hans tíma.  Í landi þar sem fólkið gat ekki verið ólíkara af uppruna og trú, hófst sú djörfung og áræðni til að gefa fólki áhrifamátt með skoðunum sínum og atkvæði og uppbyggingu menntunar þjóðar til að vita hvað hún ætti að velja.  Um 150 árum síðar, eftir seinni heimsstyrjöldina voru Bandríkin orðin öflugasta þjóðríki í heimi og framverðir lista, frjórrar hugsunar, tækniframfara og umróta í átt til bættra mannréttinda.  Marshall hjálpin reisti Evrópu upp úr öskustó eftirstríðsárana og niðurlæging millistríðsáranna var úr sögunni.  Samanborið við hina augljósu andstæðu, Sovétríkin voru Bandaríkin boðberi alls þess sem eftirsóknarvert gæti verið í nokkurri þjóð... eða það hélt maður að minnsta kosti þar til....skrrrrtzssss...bwwwwbww..eitthvað stakk mann í eyrað - ill meðferð blökkumanna, pólitískar ofsóknir McCarthys, tilgangslaus stríð, mafía og dóp - loks þegar maður fór að lesa sögu utan skólanna og þjóðfélagsgagnrýnar kvikmyndir urðu æ algengari síðustu 2-3 áratugina, fór glansmyndin að hrynja.  Bandaríki seinni hluta 20. aldar voru talsvert gölluð, en fram til tíunda áratugarins fannst manni að kjarni landsins sem kennt er við frelsi, stæði enn undir nafni. 

Svo kom Bush yngri.  Framhaldið þekkið þið.  Bandaríkin hunsa SÞ, skorast undan alþjóðlegum herrétti, ráðast inn í þjóðir til að betrumbæta þær og hefna sín, traðka á rétti borgara í nafni öryggis, viðhalda dauðarefsingum, víkka út NATO og storka Rússum með staðsetningu eldflauga við túnfót þeirra.  Bandaríkjamenn einangruðu sig og misstu mikið traust.  Á sama tíma er áhrifum mjög afturhaldssinnaðra trúfélaga hleypt inn í Hvíta húsið.  Trúfélögin njóta æ fleiri ívílnana og dómarar í hæstarétt eru valdir eftir trúarsannfæringu.  Tvö fylki banna fóstureyðingar.  Miklar árásir eru gerðar á eina mikilvægustu uppgötvun manna, þ.e. að við þróuðumst sem lífsform úr einfaldari í flóknari og að þróun lífs átti sér stað yfir milljónir ára á plánetunni jörð sem er um 4.5 milljarða ára gömul.  Árásirnar koma frá kristilegum ráðgjöfum Bush-stjórnarinnar sem vilja að kennt sé að jörðin sé 6000 ára gömul og mynduð af veru líkri manni sem kölluð er Guð og átti að hafa afrekað þetta allt á 6 dögum í upphafi þessa stutta tímabils.  7. daginn hvíldi veran sig og því gerum við það líka.  Meirihluti fólks í mið- og suðurríkjum USA trúir á þessa vitfirru og þetta sama fólk styður stjórnmálamenn eins og G.W. Bush jr.  Þetta eru það sem þeir í hægri flokknum Repúblikanar, kalla á hinn rómatíska máta "small town values", þ.e. lífsgildi smábæjafólksins. 

Hin falska hógværð og tilhöfðun til hins fábreytna bandaríkjamanns sem gerir það sem kirkjufaðirinn segir honum og verksmiðjustjórinn skipar honum, eða herinn sendir hann í, tryggir þeim sem standa í raun fjærst frá verkamanninum, þ.e. stórefnafólkinu og einstaklingshyggjumönnunum völdin.  Gulrótum er veifað, öryggi frá "ógnum" heimsins er lofað og andstæðingurinn er borinn lygum.  Tilgangurinn á að helga meðalið.  Í hinum þekkta háskólabæ Princeton í New Jersey fylki, hefur G.W.Bush um 8% fylgi.  Hin upplýsta Ameríka strandríkjanna austan og vestan megin ásamt Norðaustur horninu er nær algerlega á máli Demokrata.  Miðjan (Biblíubeltið) og suðaustrið styðja Bushtýpur.  Þetta er eins og tvær þjóðir þar sem önnur er samlokuð inní miðjunni í eins konar tímabelti sem lifir enn í hugmyndafræði tímans fyrir þróunarkenningu Darwins sem var sett fram fyrir rétt tæpum 150 árum síðan.  Í stað þess að þróast fyllilega með bylgju upplýsingarinnar hefur þessi þykki "kjöthleifur" smáborgara gengið í hugmyndafræðilegan barndóm (og þrældóm) og er nú ógnum gagnvart menntakerfinu, stjórnkerfinu og friði í heiminum.  Þetta er alræði hinna fáu og ríku með stuðningi hinna mörgu fáfróðu og fátæku. 

Thomas Jefferson sagði:

"Menntið og upplýsið allan mannfjöldann.  Gerið fólkinu kleift að sjá hvað þeim er fyrir bestu til að varðveita frið og reglu, og það mun framfylgja því.  Og það þarf ekki háa menntagráðu til þess að sannfæra það um þetta.  Þetta er hið eina sem treysta má á með vissu að varðveiti frelsi okkar."

"Í hverju landi og á hverri öld, hefur presturinn sýnt frelsinu óvináttu.  Hann er alltaf í bandalagi með harðstjóranum, ráðgefandi í valdníðslu hans svo hann tryggi vernd handa sjálfum sér.  Það er auðveldara að öðlast ríkidæmi og völd með þessari samsetningu en að eiga þau skilið, og vegna þessa, hafa þeir snúið hreinustu trú sem predikuð hefur verið manninum upp í vesæld og málskrípi, óskiljanlegt mannkyni og því skjólshús fyrir tilgang þeirra.  Sagan, ég held, getur engra prestsetinna þjóða (priest-ridden nations) sem viðhalda frjálst valinni borgaralegri ríkisstjórn.  Þetta er til merkis um hámark fáfræðinnar, sem bæði borgaralegir og trúarlegir leiðtogar slíkra þjóða notfæra sér til að ná fram eigin markmiðum.   Ég hef svarið við altari Guðs, eilífa andúð gegn hvers kyns harðstjórn yfir hugum manna.  Uppreisn gegn harðstjórum er hlýðni við Guð".

Það má sjá á þessum orðum hans að hann fyrirleit kirkjulegt vald og blöndun þess við veraldlega valdhafa.  Aðskilnaður þessa tveggja var lykilatriði í  myndun frjálsrar þjóðar ásamt trúfrelsi (sannfæringarfrelsi), frelsi fjölmiðla, vernd gegn stríðandi herjum, takmörkun einokunarvelda í viðskiptum, rétt til sanngjarnra réttarhalda og rétt til að velja sér atvinnu.   Fleiri atriði komu auðvitað fram í skrifum hans en þetta sýnir að mestu hvað um ræðir.

Standa Bandaríkin í dag undir þeim fyrirheitum um upplýsingu og frelsi sem Thomas Jefferson og frumstofnendur þjóðarinnar vonuðust eftir?  Hver er helsta ógnunin við þessi fyrirheit í dag?


Hvern sakar þetta? Fólk má trúa því sem það vill!

Hversu oft heyrir maður ekki þetta í umræðunni um trúarbrögð: 

Það skaðast enginn af því að trúa á guð!

Á meðan það getur verið rétt þegar um er að ræða mjög einangraða trú hugmyndafræðilega, þ.e. trú sem styðst að mestu við veraldlegt siðferði og guðshugmyndin þjónar nánast ekki neinu nema táknrænum tilgangi.  Dæmi um þetta er t.d. sú trúarstefna sem Fríkirkjan í Reykjavík heldur uppi.  Það er mjög húmanísk og umburðarlynd trúarstefna þar sem mannelskan er í fyrirrúmi og Biblían ekki tekin of bókstaflega.  Þjóðkirkjan er að meðaltali meira bókstafstrúuð og lætur ýmsar kreddur þvælast fyrir sér eins og sést hefur í vandræðum hennar með að taka sambönd samkynhneigðra í sátt.  Hún rekur einnig mjög markvisst trúboð og seilist inn í veraldlegar stofnanir eins og leikskóla og barnaskóla. Þessar trúarstefnur eru nú ekki það sem telja má hættulegar með beinum hætti, en öll guðstrú leggur grunninn að því að taka stærri trúarstökk og byggja fleiri haldvillur ofan á þá fyrstu.  Bókstafstrú er í raun sannari trú en um leið lengra frá skynseminni. Þannig fóstrar "hófsamt" trúarlegt umhverfi varasama bókstafshyggju því hún byggir á sömu upphaflegu haldvillunni, sömu tálsýninni, sama gagnsleysinu, sömu blekkingunni.   Sinnulausir trúleysingjar sem nenna ekki að skrá sig úr Þjóðkirkjunni eða telja það ekki skipta máli, stuðla einnig að því að trú fær meira vægi í umræðu og fjárhagslegum stuðningi en hún ætti að fá í þjóðfélaginu. Trúarpólitískt séð sér maður einnig að kristnir biskupar gagnrýna nær aldrei það fólk sem er meira bókstafstrúar en það sjálft, a.m.k. ekki opinberlega.  Hins vegar er styttra í að gagnrýna trúleysi.  Hinir "hófsömu" trúuðu eru stundum leynilegir aðdáendur heittrúaðra og fagna því þegar þeir ganga lengra.  Þannig fá t.d. nunnur stuðning við lífsmáta sinn úr "hófsamri" átt og veraldlegir stjórnmálaleiðtogar halda á lofti trúarlegum tengslum til að halda fylgi sínu.  Stærstu stjórnmálaflokkar þessa lands (og víða annars staðar) þora ekki að beita sér í frekari aðskilnaði trúar og ríkis vegna ítaka Þjóðkirkjunnar.  Hinir "menningarlega kristnu" sem eru í allri hegðun trúlausir halda í hugsanaleysi þannig í aldagamalt valdaapparat trúræðis.  Hið "hófsama" er haft að fífli. Í framhaldi af umfjöllun minni um heimildarmyndina Nunnan og þá haldvillu að bænin hjálpi þeim sem beðið er fyrir vil ég sýna hér eitt dæmi (af mörgum) um hræðilegar afleiðingar slíkrar trúar:Fengið af vefsíðu um verndun barna frá bókstafstrú í Massachusets, USA:  
Amy Hermanson, age seven, died September 30, 1986, in Sarasota, Florida, of untreated juvenile onset diabetes. Her parents refused to provide her with necessary medical care. Her illness began in late August of 1986. The course of her illness is documented in the testimony from the trial of her parents for felony child abuse and third degree murder. In August, Amy became thinner, her bones started to protrude through her skin, she developed dark circles under her eyes and her skin developed a bluish tinge. At school she often could not keep awake and would put her head on her desk and fall asleep. Amy's aunt reported that in the 2 weeks before her death Amy had lost 10 pounds, that her eyes were sunken and were functioning separately and that she could barely walk and often had to be carried. On Friday, August 26th, four days before her death, Amy's appearance was skeletal, according to a teacher. Amy told the teacher that she had been vomiting a lot and had been unable to sleep for a few nights. At the end, Amy had lapsed into a coma; she was lying on a bed without sheets; the sheets were found soaking nearby in several buckets with black vomit on them. A Christian Science "practitioner" had been retained to "treat" Amy, with prayer, on August 22nd. Following Amy's death, Chris Hermanson, Amy's mother, stated that Amy had been healed by Christian Science the morning of her death, but that Amy had make her own decision to pass on. Mrs. Hermanson had constantly claimed during Amy's illness that Amy was having an emotional problem deciphering her identity. She also states that Amy had become sick because of negative vibrations received from outside the home. Amy's parents were charged with felony child abuse and third degree murder. Both were convicted on the charge of third degree murder.

Nafnið "Hermanson" fær mann til að velta því fyrir sér hvort að um íslensk-ættað fólk hefði verið um að ræða.  Íslensk samantekt: Árið er 1986 og 7 ára stúlka sem býr í Flórida, Bandaríkjunum fær áberandi og alvarleg einkenni sykursýki sem fara stigversnandi á 2 vikum, en móðir hennar, sem er í hinni Kristilegu Sjáandakirkju taldi að stúlkan hefði veikst vegna neikvæðna bylgna utan heimilisins.  Hún fékk "meðhöndlara" úr kirkjunni til að "meðhöndla" stúlkuna með bænum og hélt barnið vera læknað að morgni þess dags sem hún dó en að það hefði tekið sína eigin ákvörðun um að deyja.  Foreldrar stúlkunnar (Amy) voru fundin sek um misnotkun á barni og þriðju gráðu morði og dæmd samkvæmt því.

Dæmin eru mýmörg en fara oftast hljótt því fólk hefur þá undarlegu hugmynd að trúarbrögð séu undanþegin gagnrýni.  Í síðasta mánuði var greint frá í dagblaði hérlendis dauða barns í Bandaríkjunum sem dó hægt úr sýkingu sem móðirin og prestur héldu til streitu að biðja fyrir fram í rauðan dauðan.  Manneskjan hélt þrátt fyrir þetta að hún hefði gert rétt.  Guð hefði einfaldlega ætlað þetta.  Þetta er nánast sturlun.

Hér eru fleiri dæmi á síðunni "Death by Religious Exemption" og síðunni "What's the harm?" sem bendir á skaðsemi kukls og trúarbragða.


Fáfræði er alsæla!

Enski átjándu aldar rithöfundurinn Thomas Grey skrifaði:

“Where ignorance is bliss, / ‘Tis folly to be wise.’”  sem útleggst á íslensku eitthvað á þá leið að "Þar sem fáfræði er alsæla er kjánalegt að vera vitur" nunnan

Mér komu þessi orð til hugar þegar ég horfði á verðlaunaða sænska heimildamynd á RUV um daginn sem heitir "Nunnan".  Hún fjallar um unga stúlku sem ákveður að gerast nunna eftir lok menntaskóla.  Hún ákveður ekki einungis að verða nunna heldur ganga í ströngustu nunnuregluna, Karmelsysturnar.  Þar má hún ekki fara út fyrir lóð klaustursins svo lengi sem hún ákveður að vera nunna.  Hún fær að fara út í garðinn en hún má ekki tala við aðrar nunnur nema í tvisvar sinnum eina klukkustund daglega.  Dagurinn byrjar með sameiginlegri bænastund.  Annað sem þær gera, m.a. hirða garðinn, verða þær að gera í þögn og hugsa um guð í leiðinni.  Tal við aðrar nunnusystur myndi trufla það.  Svo má hún aðeins hitta fjölskyldu sína 7 sinnum á ári og oftast á bak við stálgrind í móttökuherbergi klaustursins.  Eitt skipti mátti hún renna grindinni til hliðar og faðma foreldra sína, systkini og systkinabörn enda átti hún afmæli. 

Það var var margt sorglegt við þessa mynd og hún sýndi á átakalausan máta og án sérstakrar gagnrýni hvað var á ferðinni.  En hvers vegna er ég að vitna í þetta með að fáfræði sé alsæla?  Vissi stúlkan ekki hvað hún var að fara út í?  Vissi hún ekki hverju hún var að fórna?  Það var ljóst að hér var um ákaflega vel gefna stúlku og ákaflega vandaða og hugulsama manneskju.  Hún hafði hlotið góða menntun en var sú menntun nógu góð leyfi ég mér að spyrja?  Hún var alin upp í heittrúuðu heimili sem fór sínar eigin leiðir í trúnni og hafði sitt eigið bænahús á eigin lóð.  Móðirin taldi ekkert æðra í lífinu en að gerast nunna og óskaði öllum börnunum sínum 6 slíkt þó að hún teldi það ekki endilega raunhæft markmið.  Þrátt fyrir það kvaldist hún þegar þessi dóttir hennar hvarf á braut inn í Karmelklaustrið.  Hún viðurkenndi að hún hafði ekki gert sér grein fyrir því hvað þetta hefði í för með sér fyrir þau öll.  Hún var lengi í sorg og ungur bróðir hennar tók út fyrir þetta einnig.  Það merkilega var að stúlkan virtist vita algerlega hverju hún væri að fórna og að það væri andstætt náttúrunni að neita sér algerlega um ást karlmanns.  Hún sagði að kynin væri sköpuð fyrir hvort annað. "Ég afsala mér að gefa og þiggja" sagði hún og átti þá við þau samskipti karls og konu sem þannig uppfylltu hvort annað.  Margt annað kom í ljós í þessari heimildarmynd sem tekin var yfir 10 ár í lífi nunnunnar og fjölskyldu hennar, sem virtist gefa allt aðra mynd en þá að hún væri fáfróð eða illa upplýst. 

Ég vil þó leyfa mér að segja að hún hafi verið illa upplýst á ákveðnu mjög mikilvægu sviði í lífinu, þ.e. hverju maður á að leggja trúnað á og fylgja.  Henni var kennt af foreldrum sínum að með bæninni gæti hún breytt miklu í hennar eigin lífi og annarra. Trúarsamfélag hennar kenndi henni hið sama. Það var því ein stærsta ástæðan fyrir inngöngunni í klaustrið að hún skyldi koma góðu til leiðar gegnum bænina og með því að gefa líf sitt guði einöngruð frá umheiminum.  Hún vildi gera foreldra sína og systkini stolt af sér og uppfylla það sem móðirin taldi æðst í þessum heimi.  Hún trúði þessu svo sterkt að hún vildi fórna frelsi sínu, umgengni við fjölskylduna, líkamlegri snertingu, vináttusambandi við nokkra manneskju (nunnurnar áttu ekki að vera vinir neinnar sérstakrar annarrar nunnu - ekkert má koma á milli þeirra og guðs), ástarsambandi og barneignum.  Allt voru þetta hlutir sem hún elskaði en samt var kennisetning trúarinnar um að einsetulíf og tilbeiðsla til veru sem engan sannanlegan veruleika hefur, meira virði í huga hennar.  Þessi ljúfa, fallega og vel gefna stúlka var tilbúin að loka sig frá umheiminum vegna fyrirheita Kaþólsku kirkjunnar.  Hvílík ábyrgð!  Hvílík sóun og hvílík þjáning og hvílík ónáttúra lögð á unga konu þar til hún deyr án afkomenda í klaustrinu, fyrir óstaðfesta sýn og meira en lítið mótsagnakennda bók sem á að túlka vilja meira en lítið óstaðfestrar súperveru.  Það er svo augljóst hversu brothætt þessi tálsýn er því ekki mátti nunnan lesa blöð eða horfa á sjónvarp.  Ef ekkert fær að hræra í hugarfarinu þá hverfur síður sýnin.  Í annan stað þjónar slík einangrun alræðinu.  Tálsýnin og allt hugmyndakerfið tengt þessu þarf algert vald yfir þjóninum, annars losnar tangarhaldið fljótt.  Þó að háir veggir umlyktu garðinn og stálgrind væri í heimsóknarherberginu, þá er fangelsunin fyrst og fremst hugarfarsleg.  Snilldin felst í því að manneskjan telur sig vera að gera þetta af fúsum og frjálsum vilja. 

Tvö ósannindi liggja að baki þessa fjötra hugarfarsins sem fjötra svo líkama sumra einnig:

  1. Ósannindin um mátt bænarinnar.  Hún hefur vissulega "lyfleysuáhrif" á þann sem biður eða á þann sem hlustar en slík áhrif endast ekki og gefa bara falsvonir.   Kirkjan sjálf álpaðist út það að rannsaka mátt bænarinnar á vísindalegan máta fyrir um 3 árum síðan.  Þetta var sæmilega stór tvíblind rannsókn, þ.e. fólkið sem beðið var fyrir vissi ekki af því og rannsakendurnir vissu ekki hver nákvæmlega bað fyrir hverjum á meðan framkvæmdinni stóð.  Þannig var komið í veg fyrir að óskhyggja truflaði niðurstöðuna, en hún var sú að bænir höfðu engin marktæk áhrif á fólkið sem beðið var fyrir en það voru sjúklingar á sjúkrahúsi. 
  2. Ósannindin um verðlaun á himnum eða í næsta lífi.  Hún tengist einnig ósannindunum um dýrðlingastöðu og að fjölskyldan verði betur sett fyrir fórn einhvers í henni fyrir trúna.  Ósannindin um himnavist getur verið freistandi fyrir ráðvilltan ungling eða ungling sem leitar fullkomnunar eins og dæmið í myndinni fjallaði um.  Hún þráði greinilega fullkomnun og sætti sig bara við hið besta.  Ósannindin um hreinleikann og alsælu þess að eiga eitthvað sem kallað er djúpt samband við guð spilar þarna stórt hlutverk.   Á endanum byggir allt þetta völundarhús hugmynda á ímynduðu hugmyndinni og stærstu ósannindunum - hugmyndinni um tilvist guðs, æðri himnaveru, sem hefur þá mótsagnakenndu eiginleika að vera algóð, alsjáandi og almáttug.  Gallin er hins vegar sá að guð er bara einn af þeim dauðu guðshugmyndum sem gengið hafa skiptum í árþúsundir meðal trúgjarnra og þessi svokallaði guð hefur aldrei verið almáttugur og algóður þegar mannkynið hefur virkilega þurft þess.  Við erum jú á lífi en færi algóð vera fram á slíka sóun og dauðatoll í kringum okkur?

Þorum að spyrja spurninga um þessi mál.  Bróðir nunnunnar þorði það og olli uppnámi innan fjölskyldunnar.  Sannleikurinn þoldi ekki dagsljósið.  Máltíðin í garði fjölskyldunnar leystist upp hið snarasta.  Efinn var of sár.  Já, það yrði hvílíkt sárt að uppgötva að sjálfviljug innilokun dótturinnar hafi ekki verið þess virði og hreinlega röng. 

Nú eigum við menntamálaráðherra sem aðhyllist kaþólska trú og forsætisráðherra sem heiðraði páfann með því að færa honum persónulega afskræmda nýþýðingu Biblíunnar á íslensku með sérstakri kærleikskveðju frá biskupnum sem telur trúleysi eitt mesta mein heimsins og sambönd samkynhneigðra ekki þess virði að komast á æðsta stig sambanda gagnkynhneigðra - hið heilaga hjónaband.   Allt þetta styrkir þá hugmyndafræði sem liggur að baki klausturlífi eða annarra óeðlilegra ákvarðanna byggðra á tálsýninni um almáttugan guð.  Hneykslið í Byrginu og fjöldi annarra dæma þar sem fólk verður fórnarlömb trúarhugmyndarinnar standa okkur nær.  Á 60 ára tímabili á sautjándu öld voru um 80 manns teknir af lífi (brenndir eða drekkt) vegna galdra eða hugsanlegra galdra á Íslandi og þetta var eftir siðaskiptin.  Hvar var Lúther eða áhrif hans þá?  Á meðan Lúther lifði var þeim hópi fólks sem vildi að skírn yrði aðeins framkvæmd eftir að barn næði fullum þroska (anababtistar) útrýmt í Evrópu af Kaþólsku kirkjunni og auðsveipum kóngum.   Lúther mótmælti víst í fyrstu en taldi svo anababtista villutrúar og studdi þá ekki.  Fljótur var hann að gleyma því að sjálfur þurfti hann stuðning til að kljúfa sig úr kaþólsku kirkjunni.   Aðeins upplýsingin, raunsæi og manngildishyggja var hið raunverulega hjálpræði Evrópu og það þurfti 350 ár til að losna úr fjötrunum... en sumir eru ekki lausir enn.


Klukkið mitt

Ég var klukkaður af Margréti St Hafsteins og gat ekki skorast undan.  Hér rek ég út úr mér garnirnar: Sick

Fjögur störf sem ég hef unnið um Ævina

1 - Spýtnakofa - og kassabílagerð við Melaskóla Gasp (þegar ég var unglingur)

2 - Póstútburður, póstflokkun, röðun í póstbox og upptaka úr póstpokum  (líka unglingur)

3 - Líkamsræktarþjálfari - kenndi hvernig pumpa á stálið Pinch

4 - Söfnun sýna frá legvatni og naflastrengjum kvenna sem urðu fyrir mengun frá 9/11 New York.

p.s. ég fékk leyfi frá konunum Grin

Fjórar Bíómyndir sem ég held upp á

1 - On the Waterfront (1954).  - hef ótrúlega nostalgíu fyrir þessari fallegu mynd.

2 - American beauty  - lætur engan ósnortinn.

3 - Cidade de Deus - uppeldissaga krimma í Rio - mögnuð frásögn.

4 - The Contender (2000) - kona með hugsjónir verður varaforseti USA

p.s. púff þetta er erfitt val því margar eru kallaðar.  Hér er listinn minn á IMDb.com

Fjórir staðir sem ég hef búið á

1 - Reykjavík (Vesturbær: Hringbraut, Brávallagata, Rekagrandi)

2 -  Reykjvík (Austurbær: Stórholt)

3 -  Manhattan, New York (Wash. Heights og Spanish Harlem)

4 -  Mosfellsbær (Teigar)

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar

1 -  Boston Legal.  Alan Shore kryfur mannréttindin og Denny Crane sér um fíflaganginn.

2 - Cosmos:  Carl Sagan með undursamlega þætti um himingeiminn

3 - Næturvaktin:  Bestu íslensku leiknu þættirnir sem ég man eftir.

4 - Real Time with Bill Maher.  Þáttur á HBO í USA.  Beittur háðsfugl með skarpa sýn á stjórnmál í ljósi mannréttinda og frelsis.  Langbesti viðtalsþáttur sem ég sá í USA.  Því miður ekki sýndur hér.

 

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríium

1 - San Fransisco:  Líklega fallegasta borg USA.

2 - Selva: stærsta skíðasvæði alpanna staðsett í  Norður-Ítalíu.  Magnaður staður.

3 - Jaipur, Indlandi

4 - Milford Sound, Nýja-Sjálandi

p.s. allt of fáir möguleikar

Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg

1 - mbl.is

2 - msn.com / newyorktimes.com

3 - humanism.org.uk

4 - wikipedia.org

p.s. Ég skoða nær engar síður daglega, en þessar skoða ég helst. (stolin setning frá Margréti Wink)

Fernt sem ég held upp á matarkyns

1 - Piparsteik W00t og rautt

2 - Indverskur matur hvers kyns

3 - Sushi

4 - Svið, harðfiskur, ýsa og kartöflur

p.s. Pepsi Max og Faustino I  Cool.

Fjórar bækur sem ég hef lesið oft

1 - Tarzan - las nær allar sem til voru sem krakki.  Algert basic. Ninja Fyrstu bókina las ég nokkrum sinnum.

2 - Call of the Wild (Óbyggðirnar kalla) eftir Jack London.  Bæði á íslensku og ensku.

3 - Hobbit (íslensku og ensku)

4 - Siðfræði lífs og dauða.  Frábær bók Vilhjálms Árnasonar sem opnaði margt nýtt fyrir mér.

p.s. maður gluggar oft í ýmsar bækur, en það telst ekki heill lesturWoundering

Fjórir bloggarar sem ég klukka

Kristinn (Andmenning), Sigurður Rósant, Astan (Ásta Kristín Norrman) og Sigurlín Margrét

Nú hef ég lokið mínu klukki þökk sé Margréti St. hinni kyngimögnuðu. Wizard


Biblían bókstaflega á 5 mínútum - í boði Þjóðkirkjunnar

Hjalti Rúnar Ómarsson er með athyglisverða umfjöllun á Vantrú um bók sem kom nýlega út á vegum Skálholtsútgáfunnar, útgáfufélagi Þjóðkirkjunnar.  Þetta er bókin "Fimm mínútna Biblían" sem er þýdd úr norsku og á að gefa fólki greiða leið til að kynna sér efni Biblíunnar með 5 mínútna lestri daglega.  Það er norskur prestur sem skrifar bókina og túlkar hann Biblínua fyrir lesandann. 

Þetta væri e.t.v. ekki fréttnæmt í þjóðfélagi þar sem fólk lætur skrá börn sín sjálfkrafa við fæðingu af ríkisstofnunum í félag sem trúir á ímyndaða himinveru, nema fyrir þær sakir að sú túlkun sem ræður ríkjum í bókinni er alls ekki "hógvær kristni" eins og verjendur Þjóðkirkjunnar telja hana standa fyrir og vera nauðsynlegan stuðpúða svo bóksstafstrú vaxi ekki fiskur um hrygg hérlendis.  Nei í þessari bók er t.d. gengið út frá því að Satan og hans djöflapakk séu allt staðreyndir og að Guð hafi komið því í kring að María móðir Jesú hafi verið mey þrátt fyrir fæðingu á Jesú.  Orðrétt segir:

En ef þú trúir á Guð á annað borð þá veistu að það er ekkert mál fyrir hann að koma því svo fyrir að ung kona ali barn en haldi þó meydómi sínum.

Á maður að gráta eða hlæja? ...eða hvort tveggja? 

Þá mælir höfundur bókarinnar með tungutali (speaking in tongues, glossolalia) en það er svona orðasalat sem fólk fer með í múgsefjun og trúartrans á samkomum hjá bóksstafstrúuðum, t.d. í "Jesus camp" hjá evangelistum í USA.  Allt sérlega nútímalegt og í anda hógværar trúariðkunar hinnar evangelísk-lútersku Þjóðkirkju á Íslandi eða hvað? 

Hvernig má það vera að hún gefi svona bók út á sínum vegum?  Er þetta inní framtíðartrúarstefnu Þjóðkirkjunnar? Sjáum við bráðum börn falla í trúartrans á KFUM/K fundum eða sumarbúðum Þjóðkirkjunnar? 

Kíkið endilega á nánari umfjöllun Hjalta Rúnars.  Það var verulega þarft að vekja athygli á þessu og á hann þakkir skilið fyrir það.

 


Hausnum barið í vegginn

Bókstafstrúaðir evangelistar í Bandaríkjunum reyna að lifa í eins konar Öskubuskudraumi þar sem líf fólks á að steypa í form úreltra siðareglna úr Biblíunni eða kirkjuboðskap frá miðöldum.  Reglur þessar lýsa óöryggi og stjórnunaráráttu þeirra sem í þessum söfnuðum eru, sérstaklega stjórnendum þeirra og hugarfarslegum heilaþvottamönnum.   Þetta fólk óttast persónufrelsi í kynlífi og lokar augunum fyrir því að eitt að því sem er mikilvægt fyrir vali á maka er einmitt að vita hvernig það er að eiga kynlíf með viðkomandi.  Það er óskemmtileg tilhugsun að ganga í hjónaband og finna svo út að maki manns sé með allt aðrar hugmyndir (og framkvæmd) um kynlíf en maður sjálfur sættir sig við eða vill taka þátt í.   Frelsisbarátta síðustu alda gaf okkur þetta dýrmæta einstaklingsfrelsi en sökum hversu sumir hópar fólks höndla illa raunveruleikann og margbreytileika lífsins reyna þeir að njörva ungt fólk niður í forneskjulegar og í raun ómannúðlegar reglur. 

Meydómshringur.  Hvað kemur næst?  Meydómsbelti? Pinch


mbl.is Ekkert kynlíf fyrir hjónaband
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reykingar gerðar fallegar - opið bréf til Morgunblaðsins

Rétt áðan sendi ég neðangreint bréf á netpóstföng tilgreindra aðila hjá Morgunblaðinu.  Hvati þess er heilsíðuumfjöllun blaðsins á bls 19. í blaðinu í dag miðvikudaginn 3. september, um vatnspípureykingar.  Ég lít ekki á tóbaksreykingar mildum augum - hef aldrei gert það.  Ég hef fengið marga til að hætta að reykja, þ.m.t. foreldra mína auk þeirra sem ég hef hjálpað í gegnum starf mitt sem læknir.  Það er búið að leggja mikið á sig af mjög mörgum í gegnum árin að reyna að fá fólk til að taka ekki fyrsta "smókinn".  Það svíður því að sjá svona ábyrgðarlaus skrif í Morgunblaðinu, sem fegra reykingar.   Ég hvet fólk til að mótmæla þessu með mér.

Hér er bréfið:Vatnspípan

--------------------------------

Kæra ritstjórn Morgunblaðsins,
Kristín Heiða Kristinsdóttir greinarhöfundur og
Menningardeild Mbl
 
Opið bréf vegna tveggja greina í Morgunblaðinu í dag 3. sept 08.  bls 19.
 
Ég er áskrifandi að Morgunblaðinu og les það með augum þeirrar þekkingar og reynslu sem ég hef sem læknir og áhugamaður um heilsufarslegar forvarnir.
 
Í dag miðvikud. 3. sept 2008 varð ég fyrir miklum vonbrigðum með 19. síðu Morgunblaðsins, sem er fyrsta síða þess hluta blaðsins sem ber yfirskriftina Daglegt líf.   Á þessari heilsíðu eru tvær greinar sem fara fögrum orðum um vatnspípureykingar, önnur frá sjónarhóli neytandans og hin frá sjónarhóli seljandans.  Fyrri greinin "Stemmingin er aðalmálið" er sérstaklega varhugaverð því hún gefur þessum reykingum sérstaklega fallega mynd.  Stór og vel gerð ljósmynd sýnir tvær afar fallegar og sakleysislegar konur (önnur nýútskrifuð úr menntaskóla) með glansandi rauða vatnspípu í forgrunninum.  Talað er um reykingarvenjur menntaskólastelpunnar og að hún hefði m.a. komið jafnaldra sínum (strák) á bragðið í útskriftarferð til Ródos en hún hefði tekið pípuna með sér þangað.   Svo er talað um að blandan sem reykt sé, sé með jarðaberjabragði!!!!   
 
Halló!!! Hvað eruð þið að hugsa með þessari grein?  Tóbak gæti ekki fengið betri auglýsingu en þetta.  Þetta er mjög áhrifamikið til að fá ungt fólk til að reykja.  Þetta kemur á framfæri nýjung og dreifir athyglinni frá skaðseminni. 
 
Svo er neðri greinin kynning á því hvar er hægt að fá svona pípur og tóbakið í það með því að taka viðtal við afgreiðslumann í tóbaksbúðinni Björk.  Aftur er sýnd mynd af fallegri vatnspípu og í myndtexta er skrifað "Augnayndi".  Þetta er miklu áhrifaríkara en tóbaksauglýsingar en þær eru bannaðar eins og þið vitið.  Það er ástæða fyrir því.
 
Ef það vakir fyrir þér Kristín Heiða að gera vatnspípureykingar að "trendi" eða tískubylgju á Íslandi og hjálpa þeim sem selja tóbaksvörur þá er þetta góð byrjun hjá þér.  Öll tíska sem ýtir undir reykingar eða notkun eiturlyfja er verulega áhrifavaldandi.  Öll þessi síða æpir á mann: "Það er flott að reykja vatnspípur og það skapar góða stemmingu, mögulega í félagsskap fallegra kvenna".
 
Eru þetta skilaboð sem þú vildir koma til skila Kristín Heiða?  Vildir þú höfða til reykingafólks en gerðir þér ekki grein fyrir því hversu hvetjandi og lokkandi grein þín er fyrir ungt fólk að byrja að reykja á þennan máta?  Hvað ertu að hugsa og hvað er ritstjórn þessa hluta blaðsins að hugsa???  Það hlýtur að vera einhver ritstjórnarstefna um þessa hluti.  Morgunblaðið fer mjög víða og hefur mikla möguleika til að hafa áhrif úti í þjóðfélaginu.  Því fylgir ábyrgð.  Vissulega er Mbl frjáls og einkarekinn fjölmiðill en það tekur ekki af þessa ábyrgð, því hún er allra í þjóðfélaginu.  Mikil barátta hefur verið háð gegn reykingum s.l. 40 ár eða svo og talsverður árangur náðst þó enn séu sorglega margir sem reykja og missa heilsuna eða lífið langt um aldur fram vegna þeirra.   Ég sé það nær daglega í mínu starfi.
 
Ég fæ vart orðum lýst hversu hryggur og svekktur ég er yfir þessari heilsíðu í Morgunblaðinu og finnst að eitthvað sé verulega athugavert við það hvernig blaðið hugsar ábyrgð sína gagnvart lesendum sínum, sem eru ófáir.  Ég vona að ég sjái aldrei svona fegrun og upphafningu tóbaksreykinga í blaðinu aftur.  Gerist það mun ég segja upp áskrift minni og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama.  Þetta er blaðinu til mikillar skammar. 
 
Með von um ábyrga afstöðu
Kveðja,
 
Svanur Sigurbjörnsson læknir og áhugamaður um reykleysi og tóbaksvarnir.
 
 
CC á Læknafélag Íslands, Lýðheilsustöð og Krabbameinsfélag Íslands.

------------------------------------------------------------------------------------------------------


Ferðasaga - boðið í brúðkaup til Indlands

Síðustu tvær vikur síðasta árs fórum við Soffía til Indlands m.a. til að þiggja boð í brúðkaup í Kolkata (hét áður Calcutta).  Þetta var tilboð sem var ekki með góðu móti hægt að hafna.  Mann hafði bara dreymt dagdrauma um að sjá undur Indlands, landið sem ól af sér Gandhi og hafði margoft töfrað okkur allri þeirri fjölbreyttu menningu sem þar er.  Einnig vissi maður af allri fátæktinni og misrétti borgara og kvenna sem kraumar þarna undir.

Við skrifuðum ferðasögu Indlandsferðarinnar og var hún fyrst birt í ársriti Austur-Húnvetninga, Húnavöku 2008.

Nú hef ég sett upp ferðasöguna með fullt af myndum á heimasíðuna mína.  Bon voyage!


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband