Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Er ég með inflúensu? Nokkrar ráðleggingar

Er ég með inflúensu? (svínaflensa)

A.  Eftirfarandi einkenni verða að vera til staðar en eru ekki sértæk, þ.e. benda ekki endilega til influenzu umfram aðrar veirupestir.  Inflúensa orsakast af veiru (ekki bakteríu eða snýkjudýri).

  • Hiti (oftar hár í inflúensu, yfir 39°C, stundum hrollur)
  • Einhver af eftirfarandi einkennum veirusýkingar: 
    • Kvef (oftast milt í inflúensu) - nefrennsli, vot/glansandi augu eða nefstífla.
    • þurr hósti
    • Hálssærindi (oftast væg)

Séu þessi einkenni (hiti og kvefeinkenni) ekki til staðar er afar ólíklegt að um sýkingu af völdum veiru sé að ræða.  Hitinn er algengasta einkennið og afar fáir fá ekki hita í byrjun veikinnar.

B.  Eftirfarandi einkenni geta einnig verið til staðar en benda oftar til annarra veirupesta þegar sértækari einkenni (sjá í C) inflúensu eru ekki til staðar:

  • Ógleði og uppköst
  • Niðurgangur

C. Eftirfarandi einkenni eru meira sértæk fyrir inflúensu, þ.e. sé eitthvert þeirra til staðar aukast líkur á því að um sé að ræða inflúensu frekar en aðra veirupest.

  • Höfuðverkur
  • Eymsli eða verkir við að hreyfa augun til hliðanna
  • Eymsli eða verkir í vöðvum víða um líkamann (oft ranglega kallaðir "beinverkir")

Samantekið er eðlilegt að gruna sýkingu af völdum inflúensuveirunnar ef maður veikist á innan við sólarhring frá því að vera slappur yfir í að hafa:

  • hita (oft hærri en 38.5 °C),
  • einhver kvefeinkenni (hósti, hálssærindi, nefrennsli) og með
  • höfuðverk og eymsli við augnhreyfingar (þyngslatilfinning bak við augun) ásamt 
  • ónotum í vöðvum

Hvað á maður að gera ef maður hefur þessi einkenni?

A.  Draga andann djúpt og fríka ekki út ;-)

B.  Hafa samband við heimilislækninn við fyrsta tækifæri á dagtíma (kvöld- eða næturtíma ef einhver "rauð flögg" (sjá neðar) eru til staðar).

Hvað er líklegt að læknirinn segi? (meðferðarúrræði)

A.  Ef einkenni eru væg og þú ert hraustur einstaklingur á besta aldri getur læknirinn mögulega ráðlagt þér að hvíla þig heima.  Mikilvægt er að breiða ekki út smit með því að þvælast um veikur á meðal fólks. 

B. Ef hitinn er snarpur og einkennin mikil þá getur læknirinn gefið þér lyfseðil uppá Tamiflu, sem er sýklalyf sem dregur úr getu inflúensuveirunnar til að fjölga sér. Þetta lyf þarf að gefa innan 48 klst (hámark 72 klst) frá því að hitinn byrjar, eigi það að gera nokkurt gagn.  Það er því mikilvægt að tefja það ekki að hafa samband við lækninn, séu ofangreind einkenni til staðar.  Lyfið er tekið í 5 daga og er frekar dýrt.

Að auki skiptir alltaf miklu máli að hvílast vel og drekka vel af vökva.  Taka má hitalækkandi lyf (Paratabs eða Ibufen) ef hitinn veldur miklum óþægindum eða rænir mann matarlyst.  Sé mikil ógleði með uppköstum til staðar getur læknirinn hjálpað til við með því að skrifa uppá ógleðiminnkandi stíla.

Hver eru "rauðu flöggin", þ.e. merki um alvarlegar afleiðingar inflúensunnar?

  • Ákafur hósti og tilfinning um andnauð/mæði.  Stundum einnig uppgangur slíms með hóstanum eða takverkur við öndun.  Hiti getur valdið mæði (hærri öndunartíðni) en ekki tilfinningu um andnauð.  Inflúensa getur valdið lungnabólgu sem þarfnast meðferðar á sjúkrahúsi.  Lítil börn kunna ekki að kvarta um andnauð og því þarf að horfa eftir því hvort að þau erfiði við að anda.
  • Slæmur höfuðverkur, sljóleiki og ljósfælni (það verkjar í augun við venjubundið ljós).  Stundum er með þessu ógleði og uppköst. Þetta geta verið einkenni heilahimnubólgu (eða heilabólgu) sem stundum þarf að rannsaka nánar.  Lang oftast gengur þetta yfir án skaða, en sjúklingur með heilahimnubólgu af völdum inflúensu gæti þurft stuðning með vökvagjöf í æð.
  • Blóðhósti - leita þá alltaf til læknis eða á bráðamóttöku.  Einnig ef önnur merki óeðlilegra blæðinga sjást (um endaþarm eða í húð).
  • Ofþurrkur.  Vangeta til að drekka vökva í meira en sólarhring,   sérstaklega ef mikil uppköst eða niðurgangur fylgir.  Ofþurrkur getur verið hættulegur í inflúensu og því mikilvægt að fá vökva í æð eða lyf við ógleði til að leiðrétta vökvatap.  Ungabörn og smábörn (að 4 ára aldri) eru sérlega viðkvæm fyrir þessu og geta tapað vökvanum hraðar.  Hafa skal samband við lækni ef talsvert vökvatap (svitnun, uppköst, niðurgangur) á sér stað á meðan engin inntaka á sér stað meira en 12-18 klst hjá þessum aldurshópi.  Sama getur átt sér stað hjá gömlu fólki sem hefur ekki styrk til að ná sér í vökva að drekka.
  • Bati á flensueinkennum (kvef, höfuðverkur og vöðvaverkjum) en svo versnun á hósta með uppgangi og nýjum hita.  Þetta getur verið merki um bakteríusýkingu í lungum í kjölfar inflúensunnar.

Vonandi hjálpa þessi skrif eitthvað við að svara spurningum sem brenna á vörum fólks um inflúensuna þessa dagana. 

Mikilvægt er að greina hvað er á ferðinni innan 48 klst svo mögulegt sé að meðhöndla með Tamiflu (sé þess þörf).  Venjulega er börnum undir 12 ára aldri ekki gefin þessi meðferð en lyfið er til í mixtúru sé í vissum tilvikum þörf á meðferðinni. 

Ofast dugir hvíld og stuðningsmeðferð með hitlækkandi, ógleðiminnkandi og vökvagjöf eftir þörfum. 

Smitgát:  Mikilvægt er að veikir fullorðnir og börn fari ekki í vinnu eða skóla (eða útihátíðum) eftir að einkenni gera vart við sig.   Sá veiki getur haft á sér maska til að minnka aðeins líkur á smiti, en þeir sem í kring eru geta lítið varnað því að smitast.  Fólk sem ekki er í beinni umönnun við hinn veika ætti ekki að vera í nálægð við hann/hana.

Í ferðalögum er venjulega ekki þörf á að taka með sér Tamiflu, nema að ferðinni sé heitið eitthvað þar sem meira en dagleið er til næsta læknis eða apóteks.

Ónæmissetning: bóluefnið er ekki komið.  Fjalla því ekki um það nú.

Heilsukveðjur - Svanur Sigurbjörnsson læknir


mbl.is Heimsbyggðin öll í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Batteríið búið - lokadagur ferðarinnar ekki til á mynd

Ég kom úr 10 daga ferðalagi um landið í fyrradag og kom með fullt af fínum myndum heim á stafrænu myndavélinni minni.  Sumir ferðafélagar mínir voru ekki eins heppnir og gátu ekki tekið myndir síðasta dag ferðarinnar því að batteríð í myndavél þeirra entist ekki ferðina.  Ég gat lánað tveimur þeirra aukabatterí sem ég var með, en tveir aðrir voru með vélar sem í þarf aðra tegund af batteríum. 

Vegna þessa vandræða vina minna hef ég ákveðið að skrifa nokkur hollræði til þess að ná betri endingu úr batteríunum og annað því tengt:

  • Skoða ekki myndirnar (play mode) áður en tökum er lokið því skjár myndavélanna eyðir mikilli orku úr batteríinu.  Þegar nauðsynlegt er að skoða myndir til að kanna hvort að mynd hafi heppnast er best að stilla sýndina (display) þannig að með fylgi upplýsingar um tökuhraða og ljósop (ásamt grafi yfir dreifingu myndpunkta á gráskalanum).
  • Halda myndavélinni heitri með því að vernda hana frá köldum vindi.  Best er að hafa sérstaka myndavélatösku sem strekt er framan á mann þannig að auðvelt sé að koma vélinni strax í skjól á milli þess sem myndir eru teknar.
  • Hafa "eftir-skots skoðunartíma" (review time) stuttan (t.d. 4 sek) þannig að myndin logi ekki á skjánum of lengi.  Það er gott að venja sig á að kíkja strax á tökuhraðann (shutter speed, lokuhraða), því að ef að hann er minni en 1/60, þá er líklegt að myndin sé hreyfð og það þurfi að taka aðra mynd (t.d. auka ISO í 400 í rökkri og setja T á 1/60-80 handvirkt).
  • Nota ekki skjáinn til að taka myndir þegar mynda þarf mikið og langt gæti liðið áður en hægt sé að endurhlaða batteríið.  Það er auðvelt að venja sig á að taka myndir gegnum sjónglerið (viewfinder), en þess þarf að gæta að slökkva á skjánum áður (oftast ýtt á "display" takkann) svo orkusparnaður náist. 
  • Hafa með sér a.m.k. eitt aukabatterí sem er fullhlaðið frá því deginum áður (eða nokkurra daga gamalt).  Hleðsla battería dvínar smám saman og því þarf að hressa uppá varabatteríin fyrir ferðir.  Reyna skal að nota þau af og til sem fyrsta batterí.  Setja skal hlíf á skaut batteríanna við geymslu. 
  • Varast að geyma þau við hlið minniskorta því segulsvið þeirra gæti mögulega skemmt gögnin á minniskortunum.
  • Gott er að eiga straumbreyti fyrir lágspennurafmagn bíla svo hægt sé að endurhlaða batteríin á bílferðalagi milli göngustaða.

Sé þessum ráðum fylgt ættu batteríin að endast í a.m.k. heilan dag, ef ekki tvo (mismunandi eftir myndavélum) þrátt fyrir töku á 300-500 myndum á dag.  Þegar gengið er á jökul er sérstaklega mikilvægt að hafa góða tösku fyrir vélina og skýla henni strax eftir að búið er að smella af.  Rafkerfi flestra stafrænna myndavéla er viðkvæmt og því getur frost drepið á þeim ef það fær að næða um þær nógu lengi (t.d. umfram 2-5 mínútur í roki).  

Ég lýk þessu með einni mynd úr gönguferð minni með vinum um Hornstrandir.  Myndin sýnir ferjubát í baði undir fallegum fossi rétt við Hornbjargsvita.

IMG_8361-adj-600px

Gleðilegt myndasumar!


Hít þvælunnar - Alþingi Íslendinga

Það er með ólíkindum hversu heimskuleg umræða á sér nú (í þessum skrifuðum orðum) stað á Alþingi í aðdraganda atkvæðagreiðslu þess um það hvort fulltrúar þjóðarinnar megi kanna hvaða samning ESB bjóði okkur við hugsanlega aðild. 

Listin að gera einfalt mál flókið er þar iðkuð af mikilli áfergju og miklum kröftum eitt í að ausa út tortryggni sinni varðandi aðildarviðræður.

Toppur heimskunnar kom frá Sigmundi Davíð formanni xB þegar hann rétt í þessu ásakaði ríkisstjórnina um að vera að fjalla um þetta mál í júlímánuði þegar enginn væri að fylgjast með.  Er maðurinn á sama landi og við? Er maðurinn á landi þar sem allt bankakerfið hrundi og það þarf að taka til hendinni? Loksins þegar Alþingi fer ekki í langt sumarfrí þegar mest ríður á, fer formaður Framsóknarflokksins að væla yfir því að verið sé að þoka umræðunni áfram.  Ég held að xB þurfi fljótlega að skipta aftur um formann.  Það getur varla nokkur flokkur sem einhvern heiður hefur horft upp á svona barnaskap.

Það er með ólíkindum að þrír þingmenn Borgarahreyfingarinnar séu að setja þetta mál að veði fyrir það að annað mikilvægt mál, IceSave málið, nái ákveðnum lyktum.  Þetta er einnig barnaskapur og ekki vænleg leið til að öðlast virðingu fólks.  Örvænting og þvinganir eru ekki það sem við viljum sjá hjá þingmönnum þjóðarinnar.

Fari svo að Alþingi felli tillögu ríkisstjórnarinnar nú, mun það kosta þjóðina hundruði milljóna og það eru hundruðir milljóna sem við eigum ekki til.  Heil þjóðaratkvæðagreiðsla og öll sú orka, tími og fjármunir sem fara í auglýsingar og fleira fyrir slíkt er gríðarlega kostnaðarsamt - og fyrir hvað? Slík kosning yrði út í bláinn því að við getum ekki vitað hvað ESB mun bjóða okkur varðandi landbúnaðinn og sjávarútveginn nema að við setjumst að samningarborðinu með sambandinu. 

Í stað þess að sýna dálítið traust og leyfa aðildarviðræðum að hefjast karpar digurmannlegt fólk á Alþingi - stofnunni sem við ættum að vera stoltust af, en nú vill maður helst bera hauspoka af skömm yfir þessari þvælu.  Bjarni Benediktsson, formaður xD gagnrýndi Katrínu Jakobsdóttur heilbrigðisráðherra fyrir að vera "flækta í neti" þess að greiða atkvæði með tillögu stjórnarinnar þó að hún vildi ekki ganga í ESB.  Ég aftur hrósa henni fyrir að sýna stjórninni það traust að fara með þetta mál og kanna málið til hlýtar með aðildarviðræðum.  Þannig á fólk að starfa saman.  Rétt eins og hjónaband, þá getur farsælt samstarf og uppbyggileg vinna, ekki byggt á öðru en á ákveðnu lágmarks trausti.  Ef við treystum ekki hvort öðru, hvernig ætlum við að byggja upp traust alþjóðasamfélagsins á okkur?  Fjárfestingarbrjálæðið rúði okkur trausti og nú þurfum við að starfa saman af skynsemi og heiðarleika. 

Að loknum samningarviðræðum við ESB er það þjóðin sem ákveður.


mbl.is „Bjart yfir þessum degi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Styðjum átak til stuðnings framförum í Íran - ákall Maryam Namazie um hjálp

Baráttukonan Maryam Namazie (írönsk/ensk, fyrrum múslimi, húmanisti, kvenréttindakona) sem heimsótti Ísland fyrir tæpum 2 árum sendi mér og öðru stuðningsfólki sínu um bætt mannréttindi í hinum Íslamska heim, eftirfarandi bréf:

-----

Iran Solidarity is to be officially launched on Monday July 13, 2009 from
12:30-1:30pm at the House of Lords in London. The organisation will be
established to organise solidarity for the people of Iran and stand with
them in opposition to the Islamic regime of Iran. IMG_0180_adj-600

To RSVP for the launch, please contact Maryam Namazie, Tel: +44 (0)
7719166731, iransolidaritynow@gmail.com.

Iran Solidarity's declaration and initial list of signatories follows:

Iran Solidarity

In June 2009 millions of people came out on to the streets of Iran for
freedom and an end to the Islamic regime. Whilst the June 12 election was a
pretext for the protests - elections have never been free or fair in Iran -
it has opened the space for people to come to the fore with their own
slogans.

The world has been encouraged by the protestors' bravery and humane demands
and horrified by the all-out repression they have faced. It has seen a
different image of Iran - one of a population that refuses to kneel even
after 30 years of living under Islamic rule.

The dawn that this movement heralds for us across the world is a promising
one - one that aims to bring Iran into the 21st century and break the back
of the political Islamic movement internationally.

This is a movement that must be supported.

Declaration

We, the undersigned, join Iran Solidarity to declare our unequivocal
solidarity with the people of Iran. We hear their call for freedom and stand
with them in opposition to the Islamic regime of Iran. We demand:

1. The immediate release of all those imprisoned during the recent
protests and all political prisoners
2. The arrest and public prosecution of those responsible for the
current killings and atrocities and for those committed during the last 30
years
3. Proper medical attention to those wounded during the protests and
ill-treated and tortured in prison. Information on the status of the dead,
wounded and arrested to their families. The wounded and arrested must have
access to their family members. Family members must be allowed to bury their
loved ones where they choose.
4. A ban on torture
5. The abolition of the death penalty and stoning
6. Unconditional freedom of expression, thought, organisation,
demonstration, and strike
7. Unconditional freedom of the press and media and an end to
restrictions on communications, including the internet, telephone, mobiles
and satellite television programmes
8. An end to compulsory veiling and gender apartheid
9. The abolition of discriminatory laws against women and the
establishment of complete equality between men and women
10. The complete separation of religion from the state, judiciary,
education and religious freedom and atheism as a private matter.

Moreover, we call on all governments and international institutions to
isolate the Islamic Republic of Iran and break all diplomatic ties with it.
We are opposed to military intervention and economic sanctions because of
their adverse affects on people's lives.

The people of Iran have spoken; we stand with them.

To join Iran Solidarity, click here: http://www.iransolidarity.org.uk.

Initial list of signatories:

Boaz Adhengo, Humanist and Ethical Union of Kenya, Kenya
Nazanin Afshin-Jam, Coordinator, Stop Child Executions Campaign, Canada
Mina Ahadi, Campaigner, Germany
Sargul Ahmad, Activist, Women's Liberation in Iraq, Canada
Susan Ahmadi, Mitra Daneshi, and Furugh Arghavan, Iran Civil Rights
Committee, Canada
Yasmin Alibhai-Brown, Writer and Columnist, UK
Mahin Alipour, Coordinator, Equal Rights Now - Organisation against Women's
Discrimination in Iran, Sweden
Farideh Arman, Coordinator, International Campaign in Defence of Women's
Rights in Iran, Sweden
Abdullah Asadi, Executive Director, International Federation of Iranian
Refugees, Sweden
Zari Asli, Friends of Women in the Middle East Society, Canada
Ophelia Benson, Editor, Butterflies and Wheels, USA
Julie Bindel, Journalist and Activist, UK
Russell Blackford, Writer and Philosopher, Australia
Nazanin Borumand, Never Forget Hatun Campaign against Honour Killings,
Germany
Caroline Brancher, UFAL, France
George Broadhead, Secretary of Pink Triangle Trust, UK
Children First Now, Sweden
Committee for the Freedom of Political Prisoners, UK
Communist Youth Organisation, Sweden
Council of Ex-Muslims of Britain, Germany, and Scandinavia
Count Me In - Iranian Action Network, UK
Shahla Daneshfar, Director, Committee for the Freedom of Political
Prisoners, UK
Richard Dawkins, Scientist, UK
Patty Debonitas, Third Camp against US Militarism and Islamic Terrorism, UK
Deeyah, Singer and Composer, USA
Equal Rights Now - Organisation against Women's Discrimination in Iran,
Sweden
Tarek Fatah, Author, Chasing a Mirage: The Tragic Illusion of an Islamic
State, Canada
AC Grayling, Writer and Philosopher, UK
Maria Hagberg, Chair, Network against Honour-Related Violence, Sweden
Johann Hari, Journalist, UK
Farzana Hassan, Writer, Canada
Marieme Helie Lucas, founder Secularism Is A Women's Issue, France
Farshad Hoseini, International Campaign against Executions, Netherlands
Humanist and Ethical Union of Kenya, Kenya
Khayal Ibrahim, Coordinator, Organization of Women's Liberation in Iraq,
Canada
Leo Igwe, Director, Nigerian Humanist Movement, Nigeria
International Campaign for the Defence of Women's Rights in Iran, Sweden
Iran Civil Rights Committee, Canada
International Committee against Executions, Netherlands
International Committee to Protect Freethinkers, Canada
International Committee against Stoning, Germany
International Federation of Iranian Refugees, Sweden
International Labour Solidarity, UK
Iranian Secular Society, UK
Ehsan Jami, Politician, the Netherlands
Asqar Karimi, Executive Committee Member, Worker-communist Party of Iran, UK

Hope Knutsson, President, Sidmennt - the Icelandic Ethical Humanist
Association, Iceland
Hartmut Krauss, Editor, Hintergrund, Germany
Sanine Kurz, Journalist, Germany
Ghulam Mustafa Lakho, Advocate, High Court of Sindh, Pakistan
Derek Lennard, UK Coordinator of International Day against Homophobia, UK
Nasir Loyand, Left Radical of Afghanistan, Afghanistan
Kenan Malik, writer, lecturer and broadcaster, UK
Johnny Maudlin, writer of Neda (You Will Not Defeat The People), Canada
Stefan Mauerhofer, Co-President, Freethinker Association of Switzerland,
Switzerland
Anthony McIntyre, Writer, Ireland
Navid Minay, General Secretary, Communist Youth Organisation, Sweden
Reza Moradi, Producer, Fitna Remade, UK
Douglas Murray, Director, Centre for Social Cohesion, UK
Maryam Namazie, Campaigner, UK
Taslima Nasrin, Writer, Physician and Activist
National Secular Society, UK
Never Forget Hatun Campaign against Honour Killings, Germany
Nigerian Humanist Movement, Nigeria
Samir Noory, Writer, Canada
Yulia Ostrovskaya and Svetlana Nugaeva, Rule of Law Institute, Russia
One Law for All Campaign against Sharia Law in Britain, UK
Peyvand - Solidarity Committee for Freedom Movement in Iran, Germany
Pink Triangle Trust, UK
Fariborz Pooya, Founder, Iranian Secular Society, UK
Revolutionary Association of the Women of Afghanistan, Afghanistan
Flemming Rose, Journalist and Editor, Denmark
Rule of Law Institute, Russia
Fahimeh Sadeghi, Coordinator, International Federation of Iranian
Refugees-Vancouver, Canada
Arash Mishka Sahami, TV Factual Producer, UK
Terry Sanderson, President, National Secular Society, UK
Michael Schmidt-Salomon, Philosopher, Author and Ralph Giordano Foundation
Spokesperson, Germany
Gabi Schmidt, Teacher, Germany
Karim Shahmohammadi, Director, Children First Now, Sweden
Sohaila Sharifi, Editor, Unveiled, London, UK
Udo Schuklenk, Philosophy professor, Queen's University, Canada
Issam Shukri, Head, Defense of Secularism and Civil Rights in Iraq; Central
Committee Secretary, Left Worker-communist Party of Iraq, Iraq
Bahram Soroush, Public Relations, International Labour Solidarity, UK
Peter Tatchell, Human Rights Campaigner, UK
Dick Taverne, Baron, House of Lords, UK
Hamid Taqvaee, Central Committee Secretary, Worker-communist Party of Iran,
UK
Third Camp, UK
Karin Vogelpohl, Pedagogue, Germany
Babak Yazdi, Head of Khavaran, Canada
Marvin F. Zayed, President, International Committee to Protect Freethinkers,
Canada
 
-----

Þvi miður hafði ég ekki tíma til að þýða bréfið en það er ákall hennar um stuðning okkar við bætt mannréttindi og lýðræði í Íran.  Við getum stutt þetta átak með því að skrá okkur á undirskriftalista samtakanna "Iran Solidarity" (Samstaða Íran).  Þetta er mikilvægt í kjölfar þeirra atburða sem áttu sér stað í kringum nýafstaðnar forsetakosningar þar. 

Leggjum okkar á vogarskálarnar!


Fyrir 1. flokks þegna Íslands

Í frétt Fréttablaðsins „Hálfur milljarður í Hallgrímskirkjuturn“ þ. 22. júní sl. (bls. 2) kemur fram að borgarstjórnin hafi velt fyrir sér því að með fyrirhuguðu 228 milljóna framlagi sínu (á móti ríkinu) hafi hún mögulega verið að brjóta á jafnræði gagnvart öðrum trúfélögum. 

Það brot á jafnræði var þó fljótt afgreitt sem mun léttara lóð á vogarskál réttlætisins því „um væri að ræða höfuðkirkju landsins og eitt helsta kennileiti Reykjavikurborgar sem jafnframt er hluti af byggingarsögu Íslands“. 

Þessu má svara með því að rétt eins og að Valhöll, hús Sjálfstæðismanna er ekki höfuðskrifstofa stjórnmála landsins þá er ekki réttlætanlegt að kalla þessa kirkju eins safnaðar einhverja höfuðkirkju allra landsmanna.  Slíkt er hreinn yfirgangur. 

Vissulega er Hallgrímskirkja kennileiti og hluti af byggingarsögunni, en hún er í einkaeign trúfélags sem á digra sjóði og er ekki vorkunn að standa undir eigin viðhaldi.  Þjóðkirkjan fær að njóta þess að hafa þessa kirkju á einum besta stað borgarinnar og því ætti hún að sýna fulla ábyrgð á viðhaldi hennar og útliti svo ekki verði lýti af.

Í þeirri bók sem stoltir kristnir menn vilja gjarnan kalla „bók bókanna“ segir á mörgum stöðum að náð fyrir augum Guðs almáttugs felist ekki í því að safna veraldlegum auði, heldur fylgja orðinu og deila brauðinu, sbr. hin ágætu orð í Lúk. 9,25:

Hvað stoðar það manninn að eignast allan heiminn, en týna eða fyrirgjöra sjálfum sér? 

Á hinn bóginn stendur á enn fleiri stöðum í sömu bók að Guð og hinn erfðafræðilega ómögulega sonur hans Jesú, séu alfa og ómega alls sem hugsast getur, sérstaklega hluta eins og óskoraðs valds, kærleika, visku, fyrirgefningu, hjálpræðis og áreiðanleika.  Hyggilegt sé að treysta á Guð og láta ekki mannlega skynsemi þvælast fyrir.  Í fagurgylltri bókinni „Orð dagsins úr Biblíunni“ eftir hinn ástsæla biskup Ólaf Skúlason, sem fékk áberandi stað í bókabúðum yfir fermingartímann síðastliðið vor, má lesa perlur eins og fyrir daginn 5. maí:

Treystu Drottni af öllu hjarta, en reiddu þig ekki á eigið hyggjuvit (Orðskv. 3,5).  

Önnur tilvitnun í þessari bók Ólafs ber þess vitni um hvaðan sumir kristnir trúarleiðtogar landsins fá þá glórulausu hugmynd að ekkert eigi upphaf utan kristninnar, því fyrir daginn 21. júní er vitnað í Jóh. 15,5:

Sá ber mikinn ávöxt, sem er í mér og ég í honum, en án mín getið þér alls ekkert gjört.   

Þrátt fyrir boðskap um nægjusemi, var það fyrsta verk frumkirkjunnar í Róm á 2-4. öld að safna gríðarlegum auði.  Það var ekki óalgengt að fólk eftirléti kirkjunni þriðjung eigna sinna af sér látnum.  Þessi stefna tryggði henni veraldlegt vald og hinn ríkulegi boðskapur hennar um óskorað einræði yfir trúarlífi fólks gerði hana ákaflega hentuga fyrir keisara og einræðisherra, sem í samvinnu við biskupa gátu tryggt völd sín enn frekar með guðlegri blessun.  

Ægivald þetta hrundi með tilkomu húmanískrar og vísindalegrar hugsunar sem gjörbreytti heimsmynd manna og gaf áræðni til sjálfstæði og frjálsra skoðanaskipta, en leifar þess lifa þó enn góðu lífi í mörgum vestrænum þjóðfélögum.

Á sviði lífsskoðana og trúarlífs Íslendinga hefur hin evangelísk-lúterska kirkja skapað sér rækileg forréttindi og sérstakan aðgang að stjórnvöldum. Ein kirkna er hún á launum hjá þjóðinni og um hana hefur aldrei verið kosið. Gríðarlegur kostnaður við hana hefur aldrei fengið að komast upp á pallborð stjórnmálaumræðunnar, þrátt fyrir að hún minnki hlutfallslega með hverju ári og er nú með undir 80% landsmanna skráða.  Með aflögn hennar mætti spara 3-6 milljarða árlega háð mismunandi útfærsluleiðum.  Þjónar hennar rukka hvort eð er gjöld fyrir athafnir svo hverju er verið að tapa?

Siðmennt, félagi siðrænna húmanista, var neitað um húsaleigustyrk (kr. 250 þúsund vegna leigu kennsluhúsnæðis við borgaralega fermingu) af hálfu Reykjavíkurborg síðastliðinn vetur, en á sama tíma felldi borgin niður 17 milljóna krónu skuld Langholtskirkju og nú á að greiða ríflega 228 milljónir til viðgerðar á Hallgrímskirkju næstu árin og búist viðað ríkið geri hið sama. Digrir sjóðir þjóðkirkjunnar og miklar jarðeignir mega ávaxta sig í friði. 

Ásatrúarfélaginu var neitað af dómstólum aðgangi að jöfnunarsjóði kirkna þegar það vildi láta reyna á 64. málsgrein stjórnarskrárinnar um að:

...enginn megi neins í missa af borgaralegum og þjóðlegum réttindum fyrir sakir trúarbragða sinna,...

Það blasir við, en fáir vilja heyra að þeir 2. flokks og 3. flokks þegnar þjóðarinnar (20.6%) sem ekki eru í þjóðkirkjunni eru meðhöndluð sem menningarleg úrhrök – andlit sem ekki þarf að horfa framan í. 

  Jesú átti að hafa deilt út brauði til allra, en ef að það er kristið siðgæði sem stýrir hönd stjórnvalda í útdeilingu „brauðsins“ til lífsskoðunarfélaga á Íslandi, þá er boðskapur þess í raun sá að aðeins eitt félag sé verðugt.  Hinn evangelísk-lúterski (gagnkynhneigði karl-) maður Íslands er hinn útvaldi og saga hans og eignir eru öðru mikilvægara.

----

Grein þessi var birt í Morgunblaðinu í dag 10. júlí 2009. 

Athugasemd vegna prentúgáfu greinarinnar:  Prófarkalesari blaðsins breytti þar mynd orðsins "ómögulega" yfir í "ómögulegi" og fékk því setningin um Guð og Jesú dálítið aðra merkingu fyrir vikið.  Ætlunin er að segja að það sé erfðafræðilega ómögulegt að geta son á þann veg sem Guð á að hafa getið Jesú með Maríu, en ekki að segja að Jesú sé ómögulegur. 


Átti krók á móti bragði þjófs í Barcelona

Ákaflega sjaldan hef ég lent í því að vera rændur og aldrei svo ég viti til af vasaþjófi, en sú lukka rann út að morgni dags í Barcelona fyrir um viku síðan. 

Ég fór með spússu (esposa) minni og vinum til Barcelona til þess m.a. að fara á U2 tónleika.  Morgun einn fyrir um viku síðan fórum við í lestarferð með neðanjarðarkerfinu og var margt um manninn.  Þegar ég kom inn í lestina náði ég að grípa um stöng sem stóð fyrir miðju gólfi, beint fyrir framan útgöngudyrnar.  Ég var klæddur í rúmlega hnésíðar stuttbuxur með víðum hliðarvösum og geymdi veskið mitt hægra megin í vasa sem lokað var aftur með smellu.  Síðastur farþega inní lestina var ungur sólbrúnn maður, vel til hafður, sem vildi ná taki á miðjustönginni sem ég og fleiri héldu í.  Eftir að lestin fór af stað skipti hann um hendi og tók með þeirri vinstri í súluna og var þá klesstur upp við mig á afkárlegan máta.  Ég sá að hann hefði auðveldlega getað tekið í handfang við hurðina og leiddist þetta.  Ég sagði því við hann á ensku: "Pardon, but I suggest that you use your right hand to hold onto the pole"  því staða hans inní þvögunni var mun betur til þess fallin að hann notaði þá hægri.  Hann gerði það og svo leið nokkur stund þar til að lestin staðnæmdist við næstu stöð. 

Hurðin opnaðist og fóru margir úr lestinni og þar á meðal þessi ungi maður (líklega liðlega tvítugur) með vandræðaganginn.  Skyndilega verður mér ljóst að eitthvað gæti verið að og ég þreifa niður í buxnavasann og finn strax að veskið mitt er farið.  Ég beið ekki boðanna og rauk út á eftir unga manninum.  Hann var rétt kominn út og viti menn, hann hélt á veskinu mínu fyrir framan sig þannig að ég þekkti það strax.  Ég hrifsaði það hratt úr höndunum á honum og fór rakleiðis aftur inní lestina.  Ég rétt sá svipinn á þjófnum og var hann frekar svipbrigðalaus og reyndi hann ekki að beita neinu ofbeldi og var hálf lamaður þarna á stöðvarpallinum í smá stund.  Líklega hefur hann óttast að ég reyndi að kalla í lögreglu, en þetta gerðist hratt þannig að ég geri mér ekki grein fyrir því hvað hann gæti hafað hugsað.  Feginleikinn yfir því að hafa endurheimt veskið (með peningum og kortum í) var mikill og ég prísaði mig sælan yfir því að þetta endaði ekki illa.

Eftirá að hyggja held ég að þetta hugboð mitt um að maðurinn væri að stela af mér hafi byggst á því að ég lærði á 7 ára dvöl minni í New York (1998-2004) að maður yrði alltaf að hafa varann á sér varðandi eitthvað sem gæti gerst misjafnt eða ógnað manni í umhverfinu.  Þá var þjófnaður á hjóli dóttur minnar úr lokaðri hjólageymslu á Rekagranda ári áður, einnig til þess að ýta undir varkárni hjá manni hvað þetta varðar.  Þjófurinn í Barcelona leit ekki út fyrir að vera fátækur maður eða einhver krimmi.  Hann var ósköp venjulegur að sjá og því var ekkert sem varaði mann við annað en frekar sérkennilegur vandræðagangur hans með að koma sér fyrir í lestinni. 

Ég segi því:  Varið ykkur í mannþröng í útlöndum, sérstaklega í lestarkerfunum þar sem þjófar geta notfært sér það að maður uppgötvi þjófnaðinn ekki fyrr en lestin er farin af stað á ný.  

Tónleikar U2 voru svo af sjálfsögðu alveg frábærir og gleðin var óspillt fyrst að þessu eina atviki var forðað frá því að gera ferðina að hrakför.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband