Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010

Tími til að jarðtengja

Rómantík og öryggi eru ekki sami hluturinn.  Það sem kemur fram í rannsókninni eru staðreyndir málsins óháð tilfinningum og óskhyggju fólks.  Þó að það sé vinalegt að fæða heima hjá sér er það minna öruggt en á sjúkrahúsi.  Þessi Cathy Warwick, formaður félags ljósmæðra í Bretlandi er í ruglinu ef marka má þessa frétt.  Hún bendir á að með þessu sé verið að koma því að sjúkrahúsfæðingar séu áhættulausar en það er rangt hjá henni.  Það er verið að segja að þær séu áhættuminni.  Heimafæðingarstefnan hefur einkennst af því að halda því á lofti að fæðingar séu náttúrulegar og því ekki sérlega hættulegar.  Því miður er staðreyndin sú að fæðingar eru varasamur partur í lífsferlinu og gildir einu um náttúrlegheit þeirra.  Barnshafandi kona ætti alltaf að velja mesta öryggið fyrir ófætt barn sitt.  Heimafæðingar geta átt rétt á sér þegar um er að ræða heilsuhrausta konu sem hefur fætt áður og gengið mjög vel, þ.e. þegar áhættan er sem minnst.  Fæðingar eru þó alltaf óútreiknanlegar og barnshafandi kona þarf að gera sér grein fyrir því að hún og sérstaklega barnið eru öruggari með fæðingu á sjúkrahúsi.  Reiði þessarar Cathy Warwick yfir rannsóknarniðurstöðunni er óskiljanleg.  Það er eitthvað orðið að þegar forsvarsmaður heilbrigðisstéttar er farinn að halda í einhvern einn veg til að gera hlutina út frá tilfinningasemi í stað þess að vinna glöð út frá því sem hlutlaust er fundið út að er öruggast og best að gera. 

"Mamma, af hverju er ég lamaður í handleggnum?  Jú, drengur minn það er af því að ég vildi hafa það kósý og vinalegt og fæða þig heima!"


mbl.is Deilt um heimafæðingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband