Bloggfærslur mánaðarins, október 2011

Framfaraspor til fyrirmyndar!

Samþykkt þessara samskiptareglna er eitt mesta framfaraspor sem stigið hefur verið lengi í þróun mannréttinda á Íslandi.

Með þessu hefur stærsta bæjarfélag landsins sýnt að skilningur á mannréttindum fleygir fram. Í þessu tilviki er grunnur skólastarfs styrktur þannig að öllum foreldrum (ekki bara kristnum) líði vel með að senda börn sín í skóla borgarinnar og þurfi ekki að hafa áhyggjur að því að þar fari fram starfsemi ætluð til að snúa börnunum þeirra til lífsskoðunar sem þau aðhyllast ekki.

Einn megin lærdómur upplýsingarinnar og þróun lýðræðis á þeim tíma var aðskilnaður trúarlegra og veraldlegra þátta þjóðfélagsins. Ríkið og lögin varð að hafa veraldleg og vera óháð trúarsetningum valdamikilla kirkna. Tryggja þurfti að ríkið meðhöndlaði alla jafnt. Hér erum við 350 árum síðar og eigum enn í erfiðleikum með að framkvæma þetta sómasamlega. Mannréttindaráð og borgarstjórn Reykjavíkur hafa nú aukið þroska hins siðaða samfélags með þessari ákvörðun og sett gott fordæmi. Þetta er heillaspor og það sýnir sig á þeim jákvæðu viðbrögðum sem ákvörðunin hefur fengið (t.d. yfir 2 þúsund like á frétt mbl.is um efnið) að mikill hljómgrunnur er með þessu merkilega skrefi.

Til hamingju Reykjavíkurborg!


mbl.is Banna trúboð í skólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband