Færsluflokkur: Kvikmyndir

Klysja með boðskap

Ég var að enda við að sjá stríðsmyndina "300", sem hefur fengið misjafna dóma en nær 8.0 í einkunn á IMDb.com, en yfirleitt er þess virði að sjá myndir sem fá einkunn yfir 7 og sérstaklega milli 8 og 9. 

Myndin byrjar með hetju- og hermannaklysjunni um hinn herta hermann sem lærir að þola mikið harðræði og þjálfun í þeim tilgangi að verða drápsmaskína.  Vondu mennirnir herja að Grikklandi og vegna illra pólitíkusa og gráðugra presta er landið og þingið sem andsetið af aðgerðarleysi og ótta við að brjóta lög sem augljóslega eru fásinna.  Leonidas konungur lætur ekki blekkjast og bölvar spillingu og hindurvitnum.  Hann ákveður að berjast með sínum bestu 300 gegn ofurefli innrásarhersins í nafni hins "frjálsa manns". 

Leonídas gegn hinu illa

Fleira er ekki rétt að segja bili til þess að skemma ekki söguna algerlega fyrir þeim sem ætla að sjá myndina.  Ljóst er að óvinurinn er fulltrúi mannskemmandi hugmynda sem hafa hrjáð heiminn alla mannkynssöguna.  Loka baráttuhróp Spartverja var "berjumst gegn harðstjórn og dulhyggju!!"

Þessi mynd er augljóslega baráttukall manngildisins gegn blindri græðgi, valdnýðslu, guðshræðslu, hindurvitnum, kynferðislegri misnotkun (sbr "the oracles") og rotnum stjórnmálum.  Þetta er f.o.f. myndlíking, ekki sögukennsla.   Boðskapurinn á fullt erindi í dag.  Ekki flagð undir fögru skinni að þessu sinni. Wink


Frá mér numinn af hrifningu!

Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi, já gæfu, að fá miða á opnunarmynd alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík (RIFF), sem heitir SigurRós - Heima og fjallar um hringferð SigurRósar um landið í fyrrasumar.  

Myndin er óður til landsins og íslensku þjóðarinnar sem höndluð er að þeim blíðleika, næmu auga fyrir náttúrufegurð og mannlegu innsæi ólíkt nokkru því sem ég hef séð fyrr á hvíta tjaldinu.  Tónlistin var yndisleg.  Í mínum augum og í mín eyru er þessi fallega kvikmynd hreinlega tær snilld - fullkomið listaverk.

Þess þarf vart að geta að auðvitað hvet ég alla til að sjá SigurRós - Heima


mbl.is Alþjóðleg kvikmyndahátíð hefst í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kominn úr bloggfríi

Nú er bloggfríi mínu lokið enda búinn að hlaða á batteríin eftir ferðir sumarsins á hálendið.  Ég gekk í góðu föruneyti Fimmvörðuhálsinn, Laugaveginn og Öskjuveg.  Þá fór ég í skemmtilega jepplingaferð með minni heittelskuðu um Snæfellsnesið.  Það nes hættir aldrei að koma mér á óvart hvað fegurð varðar.  Nýji þjóðgarðurinn yst á nesinu er til fyrirmyndar hvað merkingar varðar og það gerði ferðina skemmtilegri.  Snæfellsnesið skartar miklu fuglalífi og þar hafði krían greinilega nóg æti.

Nú stendur Græna ljósið fyrir kvikmyndahátíð í Regnboganum og mun þar sýna m.a. góðra mynda, Michael Moorenýjasta afsprengi baráttumannsins Michael Moore sem heitir "Sicko".  Myndin fjallar um kosti og galla Bandaríska heilbrigðiskerfisins og ber hann það einkum saman við hið Kanadíska.  Á netinu rakst ég á umfjöllun Kanadísks fréttablaðs um læknisfræði um myndina en það fékk nokkra sérfræðinga þar í landi til að gefa álit sitt.  Myndinni var bæði hælt og gefin gagnrýni.  Athyglisvert er að einn viðmælandanna heitir Adalsteinn Brown.

Í ritstjórnargrein New York Times 12. ágúst s.l. er fjallað í góðu en gagnorðu yfirliti um takmarkanir Bandaríska heilbrigðiskerfisins.  Greinin heitir "World's best medical care?".  Ýmislegt í greininni kannaðist ég við frá því að ég starfaði í New York árin 1998-2004.  Þó að ýmsir gallar séu á kerfinu þeirra má margt læra af Bandaríkjamönnum, eins og t.d. öguð vinnubrögð og viðhald lágmarks staðla í umönnun án undantekninga.  Hér á ég við hluti eins og að leggja aldrei bráðveikt fólk inn á ganga legudeilda og koma öldruðu fólki fyrir á hjúkrunarheimilum í stað langlegu á bráðadeildum.  Í fátækasta hverfi NY borgar, The Bronx var betur staðið að þessum málum en í Reykjavík.

Ég vona íslenskt heilbrigðisstarfsfólk og stjórnendur í kerfinu okkar sjái "Sicko" því myndin er prýðis hugvekja um þessi mál. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband