Færsluflokkur: Sjónvarp

Frægir í form - síðasti þátturinn fór í loftið í gær

previewFifNú er þáttunum "Frægir í form" lokið og var fimmti og síðasti þátturinn sýndur á Skjá einum í gærkveldi.   Ég var ánægður með þáttinn og fannst hann skila jákvæðni og hvatningu.  Í heild vantaði e.t.v. eitthvað uppá að serían skilaði skýrari heilsufarsstefnu en ég vona t.d. að þau skilaboð að þyngdin er ekki eini mælikvarðinn á heilsufar hafi skilað sér.  Hinn útreiknaði ástandsaldur sýndi t.d. að Ragnheiður Sara var betur sett eftir þessar 6 vikur þrátt fyrir að vigtin sýndi sömu þyngd.   Hún hafði skipt út fitu fyrir vöðvamassa og aukinn forðasykur í lifur og vöðvum.   Það var ákaflega gott að vinna með öllum þátttakendunum og þau sýndu mikinn dugnað og áræði.  Það er ekki auðvelt að setja heilsufarsvandamál sín á borð fyrir alla landsmenn. 

Ykkur til upplýsingar þá er ástandsaldurinn reiknaður út frá samanteknum upplýsingum um lífaldur, hæð, þyngd, blóðþrýsting, blóðfitur, reykingasögu, næringarsögu og venjur, svefnvenjur og stress, aðlögunarhæfni og svo getu í þolprófi, þremur styrktaræfingum og liðleikamælingu.  Lokamarkmið hvers og eins er að ná mínus 10 árum í ástandsaldri miðað við sinn raunverulega lífaldur. 

Hvað finnst lesendum um þættina Frægir í form? 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband