Ófyrirleitin árás Magnúsar Þórs

Ég vil taka hér undir yfirlýsingu borgarstjórnarflokks Frjálslyndra varðandi ásakanir Magnúsar Þórs Hafsteinssonar í Kastljósviðtali þ. 23. jan s.l.   Magnús Þór lýsti því yfir að forysta listans hefði "brennt af" og mistekist að mynda stjórn með Sjálfstæðismönnum eftir síðustu borgarstjórnarkosningar.  Þetta er niðurrífandi málflutningur og staðhæfulaus eftir því sem ég best veit.  Sjálfstæðismenn höfðu þetta allt í hendi sér og eftir hótanir Halldórs og Björns Inga rétt fyrir kosningarnar var ljóst að D-listinn gekk ekki heils hugar til viðræðna við Ólaf F. Magnússon og stóð svo ekki við fyrirhugað framhald á viðræðunum.  Það er mér með öllu óskiljanlegt að Magnús Þór skuli nota þessa óheppilegu útkomu til að koma höggi á Margréti Sverrisdóttur í þessu Kastljósviðtali.  Alþingismaðurinn segir sig vera í "toppformi" sem þingmann en virðist hér hafa stigið á reimina og hrasað. 
mbl.is „Ósannindum um borgarstjórnarflokk Frjálslyndra mótmælt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Svanur.

Svo vill nú til að niðurrífandi málflutningur verður til þegar deilur eru uppi og í upphafi skyldi endirinn skoða í því sambandi. Svo vill nú til að Margrét hefur látið frá sér fara að Guðjón og Magnús séu undir hæl Jóns Magnússonar og félaga hans úr Nýju afli.

Nornaveiðar séu í gangi og fleira og fleira sem óþarfi er að draga fram enda um deilur að ræða en eins og áður sagði í upphafi skyldi endirinn skoða.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 25.1.2007 kl. 23:44

2 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Já í upphafi skyldi endinn skoða.   Hæll Jóns og félaga úr Nýju afli er nú kominn inní miðstjórn Frjálslynda flokksins.  Hvernig líst þér á þann endi? 

Svanur Sigurbjörnsson, 30.1.2007 kl. 01:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband