Hvort sem okkur líkar betur eða verr

Nú er í hámælum haft að erlent fyrirtæki auglýsi ferð til landsins í vafasömum tilgangi.  Af heimasíðu snowgathering.com að dæma þá er um að ræða 4-5 daga ferð til Íslands til þess að klæmast á snævi þöktu hálendi Íslands.  Af dagskránni að dæma er ekki að sjá neina fundi eða ráðstefnu heldur ferðir um náttúru Íslands og svo út á skemmta sér á kvöldin, m.a. á "striptease", þ.e. nektarstað.   Ég get því ekki séð annað en að þetta sé fyrirtæki í klámiðnaðnum sem er að skipuleggja einkaskemmtiferð fyrir klámfíkna karla og með þeim komi konur með til að veita þeim "showið" en það er ekki neitt í dagskránni um skipulögða ráðstefnu til að ýta undir klám, eins og mér hefst virst á fréttum.   Kannski hafa menn aðrar upplýsingar en liggja fyrir á þessari heimasíðu. 

Nú getur manni verið í nöp við nektarklúbba, klámblöð og auglýstar nektarsýningarferðir en það er tjáningafrelsi við lýði í landinu og fólk hefur frelsi til að gera ýmislegt í sínum einkatíma sem maður er ekki beinlínis hrifinn af.  Það er þó ekki hægt að banna slíkt nema ákveðið sé með lögum að fara útí slík afskipti.  Á móti geta þeir sem eru andsnúnir þeirri hegðun fólks að bera sig gegn gjaldi, mótmælt og það kröftuglega - ekkert nema sjálfsagt við það.  Það má líka reyna að fá lögum breytt og taka þann slag með rökræðu hvort að slíkt sé nauðsyn.  Hins vegar er EKKI hægt að krefjast þess að stjórnvöldum nú að gripið sé inní frelsi fólks til að ráðstafa eigin fé og tíma hér að hluta til í klám.  Slíkt væri yfirgangur og óeðlileg beiting valds. 

Þjóðkirkjan lætur nú hátt og mótmælir komu þessa fólks í náttúru- og klámferð.   Hún hvetur stjórnvöld til að grípa inní.   Forráðamenn Þjóðkirkjunar eru sem sagt að biðja yfirvöld um að skerða frelsi þessa fólks án þess að hafa til þess lagalegan ramma.

Ég vil minna á að þetta er ekki í fyrsta sinn sem kirkjan fer fram á skerða frelsi fólks og nýlegt dæmi í því samhengi var beiðni biskups til löggjafavaldsins að gefa ekki trúfélugum leyfi til að gefa saman samkynhneigð pör.  Sú beiðni var virt af sitjandi sjórnarflokkum og setti það skugga á annars góðar lagabreytingar í jafnréttisátt fyrir samkynhneigða.  Nú er ég ekki að segja þessi mál séu sambærileg að eðli en í báðum tilvikum er kirkjan að fara fram á óeðlileg afskipti stjórnvalda.  

Svona er þetta, hvort sem okkur líkar betur eða verr.


mbl.is Þjóðkirkjan og prestafélag Íslands harma klámráðstefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Ég get ekki séð að það sé neitt sem þessi hópur er að fara að gera hér annað en aðrir hópar sem koma hingað í skemtiferð. Það sem þessi hópur hefur umfram aðra er að þeir eru í klámiðnaði, en ég held að við getum ekki farið að banna komu þessa hóps það væri með öllu mjög óeðlilegt að gípa svoleiðis inní.

Kristberg Snjólfsson, 18.2.2007 kl. 13:40

2 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Ég var að athuga almenn hegningarlög og í 22. kafla þeirra er ákvæði sem bannar sölu og framleiðslu klámrita.  Þetta kom mér talsvert á óvart því klámefni er til sölu í bókabúðum og hér er framleitt tímarit með klámi.  Trúlega hangir þetta á hártogunum um skilgreiningu orðsins "kláms" en það skýtur frekar skökku við að æsa sig yfir komu erlendra klámfíkla á meðan fyrirbærið blómstrar hér fyrir augunum á okkur dags daglega.  Lögunum þarf að breyta eða framfylgja.  Annars missir fólk virðingu fyrir þeim.  Sama má segja um löggjöfina um bann við auglýsingum á áfengi. 

Svanur Sigurbjörnsson, 18.2.2007 kl. 23:23

3 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Nú er úti um skemmtiferð klámfíkla.  Radison Hótel Saga ætlar ekki að hýsa "klámpakkið".   Þetta er e.t.v. bara betra því það er enginn snjór í landinu til að klæmast í og ferðaþjónustan fer nú ekki að lítillækka sig í því að þjóna svona langt leiddu fólki.  Heilagt sæði Byrgismanna á nú ekki uppreisnar von þar sem Guðmundur hefði eflaust getað komið á einhverjum viðskiptasamböndum og selt sitt "sex".  Næsta skref hlýtur að vera að hreinsa til í efstu hillum blaðsöludeilda bókabúðanna og ritskoða vídeómyndasölu hótela og ástartækabúða.  Hvað ætli klámblöðin muni kosta á svörtu?

Svanur Sigurbjörnsson, 22.2.2007 kl. 20:27

4 identicon

Er ekki ráð að setja nokkra milljarða í það að loka fyrir internetið til landsins með öflugum síum ... ætti að koma í veg fyrir að landsmenn skoði klám á netinu ef því verður bara hreinlega lokað alveg.  Það er þannig í Tjadskistan, þar er internetið bannað og ekki hægt að skoða klám.  Í Kína er rekin risastór stofnun sem hefur það eitt hlutverk að fylgjast með netumferð Kínverja, og ofsækja svo miskunarlaust þá sem hafa í frami áróður gegn "lýðveldinu Kína" eða annað "ólöglegt" athæfi.  Við ættum kannski að taka Kínverja okkur til fyrirmyndar og koma á fót slíkri stofnun.

 Ég held við ættum aðeins að staldra við og hugsa okkar gang, þegar forræðishyggjan virðist alla ætla lifandi að drepa.

Elmar (IP-tala skráð) 24.2.2007 kl. 10:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband