Skíðaparadísir - eingöngu erlendis?

Nú hef ég ekkert bloggað í rúma viku enda best á stundum að segja minna en meira.  Ég fór í vikulangt skíðaferðalag í Selva (Wolkenstein) í ítölsku ölpunum.  Svæðið var áður undir stjórn Austurríkis og hét þá Suður-Týról.  Þar er enn mikið töluð þýska en flestir tala svokallað ladino sem er sérstakt latneskt tungumál með ítölskun og þýskum áhrifum.   Ferðin er farin á vegum Úrval-Útsýn og var fararstjórnin til mikils sóma. 

Bærinn er í 1560 metra hæð og flestar brekkur byrja í 2200-2500 metra hæð þannig að það snjóar í þeim þó að vor sé komið í neðri byggðir.  Reyndar voru hlýindin það mikil í lok febrúar að snjóinn tók nær alls staðar upp nema á brautunum sem eru fylltar af framleiddum snjó á næturna.  Það er því tryggt að maður skíði ekki á grasbala í ferðinni.  Skíðapassinn veitir manni óheftan aðgang að svæði sem spannar tugi ef ekki nokkur hundruð kílómetra og í lokinn getur maður skoðað á netinu Marmoladahvar og hversu hátt maður fór og hversu mikið maður hafði skíðað.  Ég lauk um 160 km á 6 dögum í um 91 lyftuferðum.  Toppurinn á ferðinni var að ferðast með þyrlu uppá jökultopp sem kallast því skemmtilega nafni Marmolada og er í um 3400 m hæð.  Þaðan var skíðað og tók ferðin heim á hótel allan daginn.   Það er sem sagt hægt að skíða á svæðinu allan daginn án þess að fara nokkru sinni tvisvar í sömu brekku.   Eftir ferð í þetta draumaland var ekki laust við að manni væri hugsað til okkar litlu Bláfjalla.   Hvað er hægt að gera til að kreista út nokkur ár til viðbótar áður en hitnun jarðar gerir út af við skíðaiðkun hér?

Í nýlegri grein í mbl stakk starfsmaður svæðisins uppá því að reistar yrðu snjófoksgirðingar víðar á svæðinu til að binda snjóinn en hann fýkur annars bara burt.  Það væri ekki mikið vit í því að hefja snjóframleiðslu sem svo fyki burt.  Ég verð að segja að þetta hljómar mun viturlegra en að halda áfram að hrúga niður lyftum á svæðið.   Það þarf að gera eitthvað traust og árangursríkt fyrir skíðasvæðið, annars er þetta búið spil.  Hér þurfa okkar bestu verkfræðingar að leggja hausinn í bleyti og koma með góðar lausnir.  Þó að það sé dásamlegt að fara til fjarlægra landa til að skíða, verður að reyna eitthvað raunsætt til að halda í skíðaiðkun hérlendis.  Þessi íþrótt er einfaldlega of góð og skemmtileg til að missa af henni alfarið hér.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Takk Elmar.  Vonandi komið þið með næst.  Góða ferð í fríið ykkar!

Svanur Sigurbjörnsson, 14.3.2007 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband