Í anda Björns Inga

Nú er Framsóknarflokkurinn kominn á vonarvöl og mun reyna þessa fáu daga fram að kosningum allt sem leyfilegt er í "bókinni" til að tryggja sér nægileg þingsæti til meirihlutasamstarfs með xD. 

Þetta gerði Björn Ingi einnig fyrir borgarstjórnarkosningarnar í fyrra.  Það leit ekki vel út með framboð hans lengi vel en svo datt honum og Halldóri Ásgrímssyni í hug að hóta því óbeint að stjórnarsamstarfið á Alþingi væri í hættu ef Björn Ingi kæmist ekki að.  Hvort að þessi hótun virkaði til að ná atkvæðum veit ég ekki en hún virtist svínvirka til þess að Björn Ingi fengi samstarf við Vilhjálm í xD við stofnun nýs meirihluta sem hafði í raun ekki einu sinni meirihluta atkvæða á bak við sig í prósentum talið.  Frjálslyndi flokkurinn sem á vissan hátt var einn mesti sigurvegari kosninganna var "dissaður". 

Afleitt gengi xB í Norðausturkjördæmi, þar sem Valgerður Sverrisdóttir reynir nú að endurheimta fylgi flokksins, er eflaust orsök þessarar örvæntingar.  Nú á að þrýsta á stóra xD og fá hann einhvern veginn til hjálpar.  Ætli xD eigi ekki að lána þeim nokkur hundruð atkvæði?  Ætli "kraftaverk" muni gerast á kosningardag?  Ég býð spenntur eftir úrslitunum.


mbl.is Valgerður: Framsóknarflokkur ekki í ríkisstjórn með svona lítið fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband