Vísindi eða gervivísindi - þekkjum þau í sundur

VísindiGervivísindi (kukl)
Niðurstöður þeirra eru f.o.f. birtar í vísindatímaritum sem taka aðeins við efninu eftir rýni nefndar óháðra vísindamanna og viðhalda ströngum stöðlum um heiðarleika og nákvæmni.Niðurstöður þeirra eru birtar í ritum sem beint er að almenningi. Það er engin rýni annarra, engir staðlar, engin leit að staðfestingu frá öðrum rannsóknum, og engar kröfur um nákvæmni.
Krafist er að hægt sé að endurtaka rannsóknina með sömu niðurstöðu; skýra þarf mjög nákvæmlega frá rannsóknaraðferðum svo þær megi framkvæma annars staðar og þær endurbættar.Niðurstöðurnar er ekki hægt að endurtaka eða sannreyna af öðrum. Rannsóknaraðferðunum, ef til staðar, er iðulega svo óljóst lýst að er ekki hægt að skilja hvernig þær fóru fram eða út á hvað þær gengu.
Horft er eftir villum eða neikvæðum niðurstöðum og þær rannsakaðar áfram því rangar tilgátur geta oft leitt til annarra réttra ályktana með endurskoðun hlutanna.Horft er framhjá neikvæðum niðurstöðum eða þær afsakaðar, faldar, logið um þær, minnkaðar, gefnar gerviskýringar, látnar líta út eðlilegar eða látnar gleymast hvað sem það kostar.
Með tímanum er meira og meira lært um þau efnislegu ferli sem rannsökuð eru.  Búin eru til tæki (t.d. rafeindasmásjá) byggð á því sem lærst hefur.Engin efnisleg fyrirbæri eða ferli finnast eða eru rannsökuð.  Engar framfarir verða; ekkert haldbært er lært.  Engin tæki eru smíðuð út frá þeim
Sannfæra með vísun í rannsóknargögn, með rökræðu sem byggist á rökrænni og/eða stærðfræðilegri málfærslu, að því marki sem gæði gagnanna leyfa. Þegar nýjar niðurstöður eru betur studdar en þær gömlu, eru þær nýju teknar upp og þær gömlu aflagðar.Sannfæra með vísun í trú og traust. Gervivísindi hafa sterkan trúarlegan blæ: þau reyna að snúa, en ekki sannfæra. Maður á að trúa þeim þrátt fyrir staðreyndir málanna, ekki vegna þeirra.  Upphaflega hugmyndin er aldrei aflögð, sama hvað staðreyndirnar segja.

Vísindamaður vinnur ekki við, mælir með, né markaðssetur ósannaða vöru eða þjónustu. 

Hann segir frá bæði kostum og göllum meðferðarúrræða.

Gervivísindamaður (kuklari) vinnur fyrir sér að hluta eða að fullu með því að selja vafasamar heilsuvörur  (t.d. bækur, námskeið, og fæðubótarefni) og/eða þjónustu (t.d. ofnæmisgreiningu, persónulestra og skilaboð að handan).  Hann segir ekki frá göllum/ takmörkunum vörunnar eða þjónustunnar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Svanur.

Þetta er góð og skilmerkileg greining, hafðu þakkir fyrir.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 9.5.2007 kl. 03:03

2 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Takk fyrir Guðrún María.

Svanur Sigurbjörnsson, 9.5.2007 kl. 03:08

3 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Takk fyrir þetta Svanur  Hvað segir þú um miðla sem segja við þá sem til þeirra leita, að fundurinn sé tilraun og beri að taka honum sem slíkum?

Margrét St Hafsteinsdóttir, 9.5.2007 kl. 12:12

4 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Ef miðlar segja að fundurinn sé tilraun, segir það svosem lítið annað en að þeir séu að setja þann vara á að þeim gæti mistekist.  Þannig getur miðillinn komið í veg fyrir að fá harða gagnrýni ef hann gefur ekki mikið af réttum svörum.

Svanur Sigurbjörnsson, 9.5.2007 kl. 13:50

5 identicon

Sammála þessu að stórum hluta..

Björg F (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 15:13

6 identicon

Segðu mér svona í framhaldi af því og af því ég er forvitin og vil alltaf vita meira..

Hver er lækning hinna alvöru vísinda við bakverkjum? Hver er ástæða bakverkja? (áður en þau breytast í brjóstklos eða eyðingu á brjóski)

Er ástæða bakverkja söm hjá öllum? Ef svo er, er þá ekki til bara ein rétt meðferð til við þeim öllum? Hver er hún? Ef svo er ekki, þyrfti þá ekki mismunandi lækningu fyrir hvern og einn? Er sönnunarbyrðin þá ekki orðin svolítið erfið ef enginn er alveg eins?

Hvort eru læknavísindin að vinna að mestu við ástæðu meina eða afleiðingu?

Þú talar um að ef miðill varar við því á undan að miðilsfundurinn sé tilraun (þá væntanlega til þess að ná sambandi) þá sé hann að fyrirbyggja það ef honum skildi mistakast. Nú þekki ég ekkert til miðla og hef aldrei sótt slíkan fund og hef þar af leiðandi enga skoðun á þeirra starfi en ég hef farið til læknis og haft samstarf við marga slíka og spyr því þá um þeirra starf á móti..

Þegar gefið er lyf við ákv. einkennum í fyrsta sinn virka þau þá alltaf? Ef læknir varar við því á undan að það er ekki víst að þau virki en vert er að prófa þetta lyf fyrst er hann þá orðinn kuklari? Ef sjúklingurinn lagast ekkert eftir fimmtu lyfjategundina er lækninum þá að mistakst og þá þar af leiðandi ennþá stærri kuklari?

Hvað segja hin alvöru vísindi um stress? Hvað er stress og hvaða áhrif getur stress haft á líkaman? Getur stress sest að í líkamanum og valdið þar usla? Hvernig er best að losna við stress og streitu? Hver er lækning hinna alvöru vísinda við því?

Með góðri kveðju og von um málefnaleg svör

Björg F (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 16:31

7 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Athyglisvert, takk fyrir undir hvorn flokkinn flokkast lyfjafyrirtæki með upplýsingar sínar. Eru þær vísindalega hlutlaust athugaðar fyrir birtingu og auglýsingar.

Kveðja

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 9.5.2007 kl. 17:12

8 Smámynd: Gunnlaugur Þór Briem

Prýðilegt framtak að draga þetta saman!

Bara eitt sparð að tína: „Niðurstöðurnar er ekki hægt að endurtaka eða sannfæra af öðrum“ ... meintir þú ekki sannreyna?

Gunnlaugur Þór Briem, 9.5.2007 kl. 20:16

9 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Takk, já þú hittir naglann á höfuðið Gunnlaugur Þór - ég hef leiðrétt þetta.

Svanur Sigurbjörnsson, 9.5.2007 kl. 21:20

10 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sæl Björg.  Ég svara spurningum þínum hér að neðan.

"Hver er lækning hinna alvöru vísinda við bakverkjum? Hver er ástæða bakverkja? (áður en þau breytast í brjóstklos eða eyðingu á brjóski)"

Svar:  Lang algengasta orsök bakverkja er vandamál með vöðvana í mjóhryggnum.   Þeir stífna upp og fara í krampakennt ástand (úr og í tetanus spennu) þegar verst lætur (Þursabit, lumbago).  Það er bólga í þessum vöðvum en ekki á sama máta eins og bólgur í gigtsjúkdómum eða sýkingum.   Það eru því ekki svokallaðar frumuíferðir en ástand vöðvafrumnanna er breytt.   Lækningin við þessu er hvíld, en verkjalyf geta flýtt talsvert fyrir bata í bráðafasanum séu þau notuð rétt, þ.e. á þann veg að alger eða nær alger verkjalosun fæst.  Náist verkurinn út, nær vöðvinn að slaka á og hvílast.  Hvíldin er forsenda þess að vöðvinn jafni sig.  Lyf sem notuð eru, eru bólgu- og verkjadeyfandi (t.d. ibuprofen), verkjadeyfandi (t.d. paracetamol eða kodein) og stundum vöðvaslakandi að auki (t.d. orfenadrine).  Til þess að koma í veg fyrir versnun er mikilvægt að halda sér í formi og forðast slæmar vinnustöður.  Statísk spenna (stöður, hanga kyrr yfir einhverju) er verst fyrir þessa viðkvæmu vöðva.

Mun sjaldnar er orsök bakverja vegna liðslits í svokölluðum facetuliðum (smáliðum) hryggjarins eða vegna brjóskloss sem ýtir á taugarót.  Sumir virðast hafa lélegt brjósk en þættir eins og ofálag, offita og slæmar vinnustöður eru mögulegir áhættuþættir.  Ég fer ekki nánar út í þetta hér.

"Er ástæða bakverkja söm hjá öllum? Ef svo er, er þá ekki til bara ein rétt meðferð til við þeim öllum? Hver er hún? Ef svo er ekki, þyrfti þá ekki mismunandi lækningu fyrir hvern og einn? Er sönnunarbyrðin þá ekki orðin svolítið erfið ef enginn er alveg eins?"

Nei, ástæðan er ekki sú sama eins og ég áður lýsti.  Auðvitað þarf mismunandi aðferðir við mismunandi orsökum en stundum eru ekki til sértækar aðferðir og þá þarf að verkjadeyfa hver sem svo orsökin er. Í tilviki vægs brjóskloss er t.d. einungis verkjadeyft en gangi það of langt þarf skurðaðgerð til að forða lömun eða varanlegri skerðingu á húðskyni.  Ég er að tala um nokkrar orsakir og því er ekki erfitt að komast að niðurstöðu í lang flestum tilvikum.  (áttirðu ekki annar við það, með "sönnunarbyrði"?)

"Hvort eru læknavísindin að vinna að mestu við ástæðu meina eða afleiðingu?"

Þetta er stór spurning.  T.d. í tilfellum bakteríusýkinga erum við að ráðast að rótum vandans með því að gefa sýklalyf, þ.e. í þeim tilvikum sem ekki er hægt að finna neina sérstaka meðvirkandi orsök, eins og galla í ónæmiskerfinu (mjög sjaldgæft), opið sár, fleiður, sykursýki eða annað sem útsetur einstaklinginn fyrir sýkingu.  Í tilfelli kransæðasjúkdóma erum við að vinna við bæði orsakir (áhættuþættir) og afleiðingar (hjartaáföll) og sama má segja um krabbamein þó að við séum mun skemur á veg komin þar.    Í heildina er líklega meira unnið með afleiðingarnar.  Ég býst við að þú vitir svarið - hvers vegna spyrðu?

"Þú talar um að ef miðill varar við því á undan að miðilsfundurinn sé tilraun (þá væntanlega til þess að ná sambandi) þá sé hann að fyrirbyggja það ef honum skildi mistakast. Nú þekki ég ekkert til miðla og hef aldrei sótt slíkan fund og hef þar af leiðandi enga skoðun á þeirra starfi en ég hef farið til læknis og haft samstarf við marga slíka og spyr því þá um þeirra starf á móti..

Þegar gefið er lyf við ákv. einkennum í fyrsta sinn virka þau þá alltaf? Ef læknir varar við því á undan að það er ekki víst að þau virki en vert er að prófa þetta lyf fyrst er hann þá orðinn kuklari? Ef sjúklingurinn lagast ekkert eftir fimmtu lyfjategundina er lækninum þá að mistakst og þá þar af leiðandi ennþá stærri kuklari?"

Svar: Nei ef þú lest og skoðar það sem ég skrifaði (sjálfstætt), sérðu að ég dreg ekki þá ályktun að miðill sé kuklari með því að setja vara á útkomu fundar.  Það gerir hann ekki að kuklara.  Álit mitt á kuklstarfsemi miðla byggist á því að ég tel þá stunda "kaldan lestur" á fólki og í raun ekki komast í samband við neitt að handan, heldur bara leika sér með fólk með ákveðnum aðferðum sem ég fer ekki nánar út í hér.  

"Hvað segja hin alvöru vísindi um stress? Hvað er stress og hvaða áhrif getur stress haft á líkaman? Getur stress sest að í líkamanum og valdið þar usla? Hvernig er best að losna við stress og streitu? Hver er lækning hinna alvöru vísinda við því?"

Svar: Þetta er stór spurning.  "Stress" er af fjölmörgum orsökum og af því eru margar gerðir.  Þú ert væntanlega að tala um hugarfarslegt stress, en það er einnig af fjölmörgum orsökum og hefur margar birtingarmyndir.  Líkt og með margt í heilastarfsemi okkar er þekking okkar á stressi talsvert ábótavant en smám saman erum við að læra meira.  Hugarfarslegt álag (stress) getur haft talverð áhrif á líkamann, bæði til góðs (örvun, þjálfun hugans) og ills (ofálag, hugarfarslegt niðurbrot, panic, kvíðasjúkdómar).   Það er styttra milli huga og líkamans en margur hyggur og undirmeðvitundin (sá hluti heilans sem starfar utan vitundar) á það til að taka völdin eins og sést þegar fólk fær felmtursköst upp úr engu.  Stress er þó ekki eitthvað sem losa má með einhverju hókus, pókus.  Hvíld og svefnheilsa er mjög mikilvæg og sömuleiðis líkamleg þjálfun því heilinn virðist hafa gott af æfingum, ekki síður en æðakerfið og stoðkerfið.   Róandi lyf og kvíðastillandi geðlyf eru hækjur sem því miður eru nauðsynlegar sumu fólki en margt stress (t.d. fælnisjúkdóma, átraskanir) má laga mun varanlegar með hugrænni atferlismeðferð, þ.e. kenna fólki aðra hegðun.  Stress tengist oft náið hegðun okkar og þroska varnarháttanna, þ.e. hvernig okkur gengur að sigla gegnum daginn án þess að lenda í taugastrekkjandi árekstrum við annað fólk og koma út úr því í jafnvægi og sátt við okkur sjálf.   Vonandi svarar þetta einhverju. 

Svanur Sigurbjörnsson, 9.5.2007 kl. 22:11

11 identicon

Flott svar hjá þér og sýnir vel hvað læknavísindin eru í raun takmörkuð af þekkingu á mörgum sviöum, sérstaklega þar sem þau hafa að mestu einbeitt sér að einkennum sjúkdóma en ekki ástæðu.  En ég er sammála þér að það er góð þróun sem er að eiga sér stað innan læknavísindanna á sumum sviðum. John Hopkins spítali á þar að ég tel stóran þátt í þeirri jákv. þróun. Ánægð með svarið hjá þér við streitu og tel reyndar að hún sé ansi vanmetin þegar kemur að þróun sjúkdóma í líkamanum. Þá er ég að tala um hugarfarslega streitu, tilfinningalega og líkamlega. Allt tengist þetta hvert öðru og hefur áhrif á hvert annað og þá líkaman í leið.

 Ég er með triljón spurninga til en þær fá að bíða aðeins betri tíma. Góða nótt

Björg F (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 23:57

12 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Athyglisvert að lesa þetta allt og takk fyrir. Varðandi miðlana Svanur, þá erum við ekki alveg sammála þar, þótt við séum sammála um margt en við þurfum heldur ekki að vera sammála um allt Kveðjur.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 10.5.2007 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband