Áhyggjur af trúarinnrætingu í barnaskólum

Það er dapurt að í dag þurfa þeir sem ekki trúa á stokka og steina, álfa og dverga, kukl og guði að hafa áhyggjur af því að börnin þeirra sem hafið hafa nám í grunnskóla gætu átt í vændum einhverja trúarinnrætingu af hálfu kennara eða starfandi presti í skólanum.

Í góðri grein á vantrú.is lýsir Ásta Norrman reynslu sinni og dóttur af íslenska skólakerfinu.  Athugasemdir lesenda eru ekki síður athyglisverðar og lýsa þar fleiri sinni reynslu eða færa fram rök í málinu. 

Trúleysi, hindurvitnaleysi, hjátrúarleysi og kuklleysi á að vera normið.  Það er hinn eini sanni samnefnari því það er eins alls staðar.  Siðferði á að byggja á rökrænni hugsun, ekki bókstaf.  Við búum í þessari dásamlegu veröld og veraldleg hugsun er kjarninn í afkomu okkar og lífsgæðum.  Ímyndunaraflið má nota m.a. til skemmtunar og til þess að skapa huglægar myndir af því sem vísindin segja okkur að sé langt út fyrir okkar skynjun (bylgjur, atóm, segulsvið, útfjólublátt o.s.frv.), en ekki til að búa til "staðreyndir" til að trúa.  Ég tel að trúarbrögðin séu aukaafurð ímyndunarafls okkar og hafi þjónað tilgangi barnalegrar huggunar í litlum heimi.  Við höfum stækkað, "fjölguðatrú"varð að "einguðstrú" og vonandi innan tíðar "núllguðstrú".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásta Kristín Norrman

Svo hjartanlega sammála Svanur

Ásta Kristín Norrman, 6.6.2007 kl. 13:50

2 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Albert Einstein sagði: Vísindi án trúar eru dauf, og trú án vísinda er blind

Annars vil ég að manngæska og félagsleg færni sé stefna skólanna með öðru námi. Ekki boð og bönn varðandi hugmyndaflug barna eins og líka hefur verið þar sem "kristnir" kennarar hafa sett ofan í við börn sem fara út fyrir einhvern óskilgreindan ramma, eins og annar strákurinn minn þegar hann hafði mikinn áhuga á geimvísindum og geimverum þegar hann var lítill og það kom vel fram í myndmenntatímum. Eitt sinn teiknaði hann mynd af geimveru og þá sagði kennarinn: "Þú átt ekki að teikna það sem er ekki til!" Þá sagði hann: "Eru englar til? Þú segir aldrei neitt þegar krakkarnir teikna engla!"......... annars skrifaði ég pistil "Kennarar lögðu son minn í einelti" nýlega og endilega kíktu á hann við tækifæri. Kveðjur.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 8.6.2007 kl. 14:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband