"Berjum eiginkonuna létt til hlýðni!"

Ég starfaði á spítala í New York borg í 6 ár (1998-2004) og vann þar meðal heilbrigðisstarfsfólks úr öllum hornum heimsins, þar á meðal múslimum frá Jórdaníu, Írak, Sýrlandi, Íran, Indlandi, Pakistan og nokkrum Afríkulöndum.   Flestir múslimarnir á minni deild (lyflækningar) voru karlmenn en ein kona var frá Íran og önnur frá Jórdaníu.  Hvorugar þeirra báru höfuðblæju en tvær konur sem voru læknar á barnadeild huldu hár sitt.   Sú Jórdanska á minni deild var eiginkona umsjónarlæknis unglæknanna og var hann einnig frá Jórdan.  Þau sögðu sig reyndar vera frá Palestínu upphaflega en foreldrar hans höfðu misst sitt land þar.  Aðspurð um lausn deilunnar við Ísraelsmenn sagði konan að það ætti að reka Ísraelsmenn á haf út.  Engin málamiðlun þar.  Eiginmaðurinn hét Ryan og sökum hversu strangur og ósveigjanlegur hann var við unglæknana fékk hann viðurnefnið "Private Ryan", þ.e. hermaðurinn Ryan.  Það voru allir fegnir þegar hann hætti og fékk stöðu á öðrum spítala.  Á meðan hann var við lýði fékk konan hans næturvaktir yfir Ramadam (föstumánuðinn) tímann þannig að þá gat hún borðað á nóttunni og sofið af sér föstuna á daginn.  Þetta komust þau upp með tvö ár í röð. 

Árið eftir að Ryan hætti var konan hans (vil ekki nefna nafn hennar) áfram í prógramminu að ljúka sínu síðasta ári.  Einn daginn fréttum við að því að hún hafði tilkynnt sig veika en hún átti að starfa á gjörgæsludeildinni og það var slæmt að missa af læknum þaðan vegna mikils vinnuálags.  Hún kom aftur til vinnu tæpri viku síðar.  Þegar ég sá hana brá mér en því miður var ég ekki alls kostar hissa á því sem ég sá.  Hún hafði glóðarauga kringum bæði augu og hægri handleggurinn var í fatla.  Hún sagðist hafa dottið en það var deginum ljósara að hún hafði verið barin í spað.  Hún var ólík sjálfri sér, var hljóð og hélt sig út af fyrir sig.  Ég hugsaði eiginmanni hennar þegjandi þörfina en ég var ekki nógu hugaður til að skipta mér af þessu eða reyna að tala við hana um þetta.  Mér fannst að það myndi ekki breyta neinu í lífi hennar.

Ástæða þess að ég er að rifja þetta upp er að vinur minn Steindór J Erlingsson benti mér á myndbandið sem fér hér að neðan og sýnir þá óskammfeilni sem talsmenn Kóransins sýna með því að bera upp á borð kvenhatandi ritningar þeirrar bókar í sjónvarpi án þess að blikna.  Þessi vel klæddi íslamski karlmaður lítur út eins og nútímamaður en trú hans er vel framreidd villimennska.

Þessi maður gæti rétt eins verið Dr. Ryan

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æi, maður fær bara illt í magann að hlusta á svona bullukolla eins og þennan karlasna í myndbandinu....

Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 14:23

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Wakeup call.  Takk fyrir mig, en mér ER óglatt.  #$%(#%%$%$

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.9.2007 kl. 14:39

3 identicon

Ég vona að sem flestir sjái þetta myndband. Það er nánast ótrúlegt að íslamskir karlmenn alist upp með þá vitneskju í kollinum að trúarrit þeirra réttlæti ofbeldi gegn konum.  Það er eitthvað bogið við slíka trúar-hugaróra.  Þegar þetta er haft í huga þá vaknar upp sú spurning hvort Ryan sé ekki einnig þolandi ofbeldis, þ.e. andlegs trúarofbeldis.  Það breytir því hins vegar ekki að alltaf verða til karlmenn sem berja eiginkonur sínar, hvort sem það er réttlæt í einhverju trúarriti eður ei.

Steindór J. Erlingsson (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 20:36

4 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Jú sjálfsagt var Ryan fórnarlamb þeirra brengluðu hugmynda sem áhrifavaldar í hans lífi voru haldnir.  Það færir hann samt ekki undan ábyrgð.   Það eru núlifandi múslimar sem verða að breyta þessu.

Svanur Sigurbjörnsson, 9.9.2007 kl. 21:06

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ótrúlegt.  Mér heyrðist þó að ritningargreininn fjallaði um óhlýðni yfirleitt en til skýringar er sagt að óhlýðni sé t.d. eiginkona sem etc.  Þeir lesa greinilega eins og hentar út úr þessu.  Til gamans má nefna að þumalfingursreglan svokallaða eða "rule of thumb" er vísun í bresk lög, sem voru við lýði fram yfir aldamótin 18-1900 en þar segir að eiginmanni sé ekki heimilt að berja konu sína með þykkari staf en sem svaraða gildleika þumalfingurs hans.  Þetta kom að sjálfsögðu illa út fyrir konur sem giftar voru stórgerðum mönnum.

Annars er ótrúlegt að barsmíðar séu réttlættar sem ögun´á 21 öld.  Má þar einnig minna á barsmíðar á börnum í þeim tilgangi, eins og þið læknar þekkið úr starfi ykkar.  Ég er nógu gamall til að muna að slíkt þótti hið eðlilegasta mál. Ekki bara rassskellingar heldur kinnhestar og fingrabarsmíð af kennurum í grunnskóla.  Ég skil ekki enn hvernig þetta fólk fékk slíkt af sér.  Slík meðferð er ekki bara tímabundinn líkamlegur sársauki heldur brennimerking barnssálarinnar, sem setur allt traust á uppalendur sínar og getur fátt í eigin mætti.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.9.2007 kl. 10:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband