50 grænir þingmenn

Fylgjendur Sri Chinmoy á Íslandi fengu undirskrift 50 íslenskra þingmanna til stuðnings þeirri tillögu að Sri Chinmoy fengi friðarverðlaun Nóbels.  Þessir þingmenn virðast hafa gert þetta í trausti þess að sá sem mælti með Sri Chinmoy vissi sínu viti og að Sri Chinmoy væri friðarhetja.  Af mikilli velvild og okkar séríslenska græningjahætti gagnvart óviljandi misnotkun skrifuðu 50 fulltrúar lýðveldisins undir.

Vissulega lítur maðurinn friðarlega út í kuflinum sínum og hugleiðsla er jú ákaflega friðsæl.  En hafði hann gert eitthvað annað en að vera gúrú?  Hefur Sri Chinmoy skilað einhverju markverðu til friðarmála annað en tala um frið á samkomum?  Ég hef ekki séð neitt sem sannfærir mig um slíkt og talsmaður hans í kastljósinu í vikun bar ekki fram neinn sannfærandi vitnisburð um slíkt.  Það gæt þó verið að hann hefði stuðlað að friði einhvers staðar.  Ég ætla ekki að útiloka það.

Hins vegar er það umhugsunarefni að Sri Chinmoy er leiðtogi samtaka sem að mörgu leyti minna á trúarkölt.  Ýmsar reglur sem hann leggur fólkinu sem aðhyllist kenningar hans eru óeðlilegar, eins og þær að kynlíf sé slæmt og það er erfitt að yfirgefa hópinn án þess að sæta miklum ámælum.  Þá eru kraftasýningar hans brandari og ákaflega barnalegar.  Þá á hann að hafa málað 13 milljónir blómamynda á 13 árum og ort ótrúlegan fjölda ljóða.  Það er nánari lýsing á þessum atriðum á þessari síðu Vantrúar og vitnað þar í heimildir til frekari upplýsingar um Sri.  Einnig má sjá umfjöllun á síðu Rick A Cross en hann er með gagnagrunn um varasöm költ.

Mér finnst ekki verjandi að mæla með manni sem gasprar um frið um allar trissur en lætur svo eins og einhver heilagleiki, heldur fáránlegar kraftasýningar, ýkir gróflega afköst sín í listum og hvetur fólk í samtökum sínum til alls kyns heftandi hegðunar.  Maður sem maður mælir með til friðarverðlauna hlýtur að þurfa að sýna af sér fyrirmyndar hegðun og búa yfir persónuleika sem hægt er að bera virðingu fyrir mörgum sviðum.  Viðkomandi þarf að hafa víðtæka skírskotun til fólks og geta með samræðum og jákvæðum áhrifum sínum á stríðandi aðila haft raunveruleg áhrif til friðar og bættra samskipta.   Það er ekki hægt að kjósa menn út á friðelskandi ímynd eina saman.

Eigum við ekki frekar að stinga uppá Ástþóri Magnússyni, fyrrverandi forsetaframbjóðenda?  Maðurinn elskaði jú friðinn.  Halo


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Má hann ekki trúa Svanur ?

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 27.9.2007 kl. 00:23

2 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Þetta var fyrirsjáanleg spurning Guðrún María.  Í fyrsta lagi þarf maðurinn að hafa afrekað eitthvað í friðarbaráttu annað en að tala um frið.  Í öðru lagi hlýtur maðurinn að þurfa að hafa gott mannorð til að koma til greina.  Hann má trúa en ef sú trú er bókstafstrú og söfnuður hans költ með öllum þeim kreddum sem slíku fylgja finnst mér það ekki efnilegt til verðlauna.  Maður friðar hlýtur einnig að vera maður sannleika en fáránleg afrekaskrá í málverkafjölda og kraftþrautum eru ekki sérlega ekta sýnist mér.

Svanur Sigurbjörnsson, 27.9.2007 kl. 08:32

3 identicon

Mjög góður punktur - séríslenskur græningjaháttur.  En ekki vera að skemma stemminguna. Hér þykir þetta sniðugt og skemmtilegt. Verst að afrekin eru nákvæmlega enginn. Eitt stórt núll. Þú bjóst alltof lengi erlendis.

Eyjólfur Ármannsson (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 08:34

4 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Hvort um er að ræða sértrúarsöfnuð eða ekki finnst mér ekki aðalmálið, reyndar ætla ég ekki að mæla því bót ef svo er og allt bendir til þess.

Aðalmálið í mínum huga snýst annars vegar um það hver friðarafrekin eru og hins vegar, sem er enn stærra, hvað voru 50 þingmenn okkar að hugsa?

Kristjana Bjarnadóttir, 27.9.2007 kl. 08:44

5 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Takk Eyfi.  He he já ég er að skemma gúrúgleðina.  Sri Chinmoy var víst nágranni minn í New York en þar býr hann með költ sitt í kringum sig.  Fylgjendurnir byrja daginn kl 05 með íhugun þar sem þeir stara á mynd af honum.  Dæjilegt mar.  Maður ætti að stofna svona aðdáendaklúbb.

Svanur Sigurbjörnsson, 27.9.2007 kl. 14:05

6 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Rétt athugað Kristjana.  Fyrsta krafan er að maðurinn hafi a.m.k. afrekað eitthvað raunverulegt í friðarvinnunni.

Svanur Sigurbjörnsson, 27.9.2007 kl. 14:06

7 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Svanur þú hittir naglann svo sannarlega á höfuðið En Sri Chinmoy minnir mig  óneytanlega á söguna um nýju föt keisarans. Allar dáðst að þessum manni fyrir ekki neitt, en hann virkaði hálf krípí í sjónvarpinu hvað er að augunum í honum?

Guðrún Sæmundsdóttir, 27.9.2007 kl. 14:56

8 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Góður pistill og ég er alveg sammála þínum skrifum.

Hreinlega skil ekki hvað þingmennirnir eru að hugsa. Greinilega eru þeir veikir fyrir góðum sölumönnum það er ábyggilegt. 

Pabbi strákanna minna fór á tónleika með Sri Chinmoy þar sem hann ætlaði að spila á fjöldann allann af hljóðfærum en hann ku víst spila á þau ansi mörg.  Hann sagði að tónleikarnir væru brandari og hrein móðgun við þá sem spila á hljóðfæri af alvöru. Hann hljóp víst um sviðið og sló einn og einn tón á hin ýmsu hljóðfæri en spilaði ekkert lag

Mér finnst þessi persónudýrkun á manninum og áhangendur hans ekki vera neitt annað en költ og mér finnst þessi Sri Chinmoy vera bara grobbinn með sig Eins og lítill krakki sem segir: Hahahaha, ég get teiknað miklu fleiri myndir en þú getur nokkurn tímann!!!! Hver er tilgangurinn með öllum þessum meintu afrekum hans í myndlist, hlóðfæraleik, ljóðagerð??????  Er þetta eitthvað sem á að stuðla að friði? Á þetta að segja okkur eitthvað um ágæti mannsins?

Nei takk, mætti ég þá frekar biðja um Ástþór

Margrét St Hafsteinsdóttir, 27.9.2007 kl. 15:00

9 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Takk Kristjana og Margrét

Ég hef ekki tekið eftir neinu með augun á honum.  Hann hefur fallegt bros þó.  Maður getur sjálfsagt komist langt á því og gúrúlifnaði.  Þjónar hans lifa nær kauplaust en eiga að fá umbun í næsta lífi.

Sammála, alger barnaskapur þessi afrekaárátta hans.  Spila einn tón á hvert hljóðfæri he he, dásamleg upplifun.  Þetta virðist þjóna þeim tilgangi að sannfæra fólk um að með íhugun og trú á sameinaðan guð í honum séu allir vegir færir.  Svo að lyfta yfir 3000 kg með annarri hendi er bara brandari.  Það lést einn áhangandi hans við að kafa í einhverju keri Sri Chinmoy til heiðurs.  Sá maður fékk sinn endanlega frið.

Svanur Sigurbjörnsson, 27.9.2007 kl. 16:36

10 Smámynd: Theódór Norðkvist

Margt bendir til að þessi maður sé alveg úti á túni. Með því að leita vel á netinu má finna ásakanir um að Sri hafi reynt að fá konur í söfnuði hans til kynferðilegs fylgilags við sig.

Einhver athafnamaður í söfnuðinum á að hafa yfirgefið fyrirtæki sitt í mánuð, sem vitanlega skaðaði reksturinn mikið, til að byggja tennisvöll fyrir leiðtogann, kauplaust að sjálfsögðu. Áhangendur Sris mega ekki fara fram á veraldlegan ávinning þegar þeir eru að færa honum veraldleg gæði upp í hendurnar.

Maðurinn er einfaldlega það umdeildur, að það er hlægilegt að stinga upp á honum sem mögulegum handhafa friðarverðlauna af einhverri tegund, þó hann stundi einhverjar platlyftingar.

Nær væri að tilnefna eitthvað af því fólki hér á landi sem hafa lyft grettistaki í hjálparstarfi, s.s. Guðrún Margréti Pálsdóttur hjá ABC-hjálparstarfi, forsvarsmenn SOS-barnaþorpanna, eða forráðamenn Samhjálpar, svo einhverjir séu nefndir. 

Theódór Norðkvist, 27.9.2007 kl. 22:36

11 Smámynd: Gunnlaugur Þór Briem

Orð að sönnu.

Að lyfta yfir 3000 kg með annarri hendi getur raunar verið ósköp auðvelt, ef beita má því bragði að gíra niður lyftikraftinn. Er ekki þessi Chinmoy einmitt með eitthvert talíuapparat til að auðvelda sér verkið?

Þá er meira varið í þennan altillega afa, sem lyftir 10 tonnum með því að vera sniðugur. Hann er a.m.k. ekki með neinn loddaraskap --- og vélar þá varla okkar háeðla Alþingi til að veita sér neina upphefð.

Gunnlaugur Þór Briem, 28.9.2007 kl. 00:34

12 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Ég var aðeins að fjalla um Sri Chinmoy á mínu bloggi. Þar kom kona og stakk uppá undirskriftarlista til að mótmæla. Ætli það sé hægt og hvernig fer maður að því?

Margrét St Hafsteinsdóttir, 28.9.2007 kl. 12:07

13 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Ég styð þig Margrét í að hefja undirskrifasöfnun. Getur hún ekki farið fram á einhverri vefsíðu?

Guðrún Sæmundsdóttir, 28.9.2007 kl. 13:55

14 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Ég held að það sé ekki sérlega áhrifaríkt að mótmæla undirskrift þingmanna á þann máta en hins vegar ef hægt væri að fá þingmennina til að skrifa undir plagg þar sem þeir vilji skrifa undir yfirlýsingu þess efnis að þeir dragi stuðning sinn til baka væri til einhvers unnið.

Svanur Sigurbjörnsson, 1.10.2007 kl. 19:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband