Aðeins mótmælt þegar um tap er að ræða

 

Þegar Gunnar Örlygsson sagði sig úr xF og gekk til liðs við xD og þannig úr stjórnarandstöðu í stjórnarflokk, úr flokki gegn kvótakerfinu, í flokk sem viðheldur því, var það í fyrsta sinn í stjórnmálasögunni sem þingmaður sagði sig úr flokki og gekk í annan, í stað þess að vera óháður fram að kosningum.   Forystumenn og miðstjórn xF, þ.m.t. ég og Margrét Sverrisdóttir gagnrýndu þetta hart.  Lögin eru þess eðlis þó að þetta var hægt en siðlaust var þetta samt gagnvart kjósendum xF í SV-kjördæmi. 

Skv. lögum er þingmaður bara bundinn samvisku sinni og sannfæringu og sama gildir líklega um sveitastjórnarmenn (hef þó það ekki fyrir víst).  Samt geta menn ekki fengið kosningu nema í gegnum flokka og flokkarnir hafa ákveðnar stefnur.  Fólk kýs mikið til út á stefnurnar en einnig vegna einstaklinganna, það verður að fara saman.  Lögin virðast ekki taka tillit til þessa raunveruleika eða að þau eru svona gerð vegna þess að alþingi taldi að réttindi þingmannsins til að flytja atkvæði sín með sér og fara eftir eigin sannfæringu og samstarfsmöguleikum, mikilvægari en hagsmunir flokksins (og kjósenda hans) á sínum tíma.  Voru þessi lög vanhugsuð og ætti því að breyta? eða er þetta fínt eins og þetta er í dag, að kjörnir aðilar geti farið með umboð sitt og atkvæði yfir í aðra flokka að vild?  Hvort á hinn kosni fulltrúi eða flokkurinn og stefna hans að njóta meiri verndar?  Hvað ef flokkurinn breytti um stefnu í mikilvægu máli en fulltrúinn ekki? 

Þetta eru flókin mál og ég sé ekki neina augljósa lausn í svipan.   Hugsanlega má gera nákvæmari lög um þetta og reyna þannig að koma í veg fyrir að kjósendur verði sviknir.  Í tilviki Margrétar sé ég ekki að kjósendur xF og óháðra í Reykjavík hafi verið hlunnfarnir nema að hún kúvendi í flugvallarmálinu sem var aðal kosningarmál flokksins.   Ólafur F og hún áttu stóran þátt í því fylgi sem xF og óháðir fengu.  Það er því einnig persónufylgi þarna. 

Það er dapurt að sjá xF veina yfir þessu núna.  Ég sat í miðstjórn xF þegar Valdimar Leó gekk til liðs við xF og þá sögðu þeir Guðjón Arnar og Magnús Þór, formaður og varaformaður (og þingflokksformaður) ekki orð um málið við Valdimar Leó (skv. honum).  Ég var sá fyrsti sem orðaði málið við Valdimar því ég sat í stjórn SV-kjördæmis flokksins og fannst ótækt að flokkurinn tæki við honum nema að það væri í sátt við xS og að formaðurinn gerði grein fyrir því að hann hefði ekki óskað sjálfur eftir inngöngu hans.  Mér fannst þetta rangt og hræsni hjá eigin flokki (sem ég er ekki í lengur) að gera enga fyrirvara á þessu.  Áður en Valdimar Leó gekk í xF hafði stjórn SV-kjördæmis rætt þetta mál við varaformanninn en hann virtist ekki hafa miklar áhyggjur.  Það var þó Valdimar og síðar Kristni H til málsbóta að þetta var í lok kjörtímabilsins og skipti því mun minna máli en í tilviki Gunnars Arnars.  Það er því siðferðislega ámælisvert af forystu xF að fara að hnýta í Margréti núna því þeir hafa nákvæmlega ekkert gert til að bæta stöðu þessara mála t.d. með lagatillögu á alþingi og tóku ekki á þessu máli þegar skiptin voru þeim til hagsbóta.  Reyndar hefur enginn flokkur gert það svo ég viti til.  Það er kominn til að stjórnmálamenn hætti að væla yfir þessu en skoði málin í kjölinn og komi með lagatillögur til úrbóta ef niðurstaðan er sú að bæta þurfi lögin.


mbl.is Vantrausti lýst á Margréti Sverrisdóttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Ólafur og Margrét voru kjörin. Punktur.

Styð hana heils hugar þarna inni. Og þegar hún ákvað að ganga úr ómyndinni sem þessi flokkur var (og er) orðinn.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 17.10.2007 kl. 20:33

2 Smámynd: Daði Einarsson

Lýðræðislega kjörnir fulltrúar eru eingöngu bundnir af lögum og sannfæringu sinni einfaldlega þar sem umboð þeirra fyrir setu á Alþingi eða í sveitarstjórn er ekki frá flokkum heldur kjósendum. Flokkar geta því ekki tekið fram fyrir hendur á kjósendum enda er fulltrúaræði en ekki flokkaræði. Flokkar stilla upp listum og oft fá þessir flokkar töluverðan hluta af fylgi sínu út á persónur, sérstaklega þar sem oft er ekki mikill munur á stefnu flokkana í mörgum málum. Aðstæður geta breyst á kjörtímabili og þannig að þingmenn eða sveitarstjórnarmenn telja sér ekki stætt á að vera áfram í viðkomandi flokki. Aftur á móti getur það orðið flókið þegar menn skipta um flokka á miðju kjörtímabili, þar sem varamaður viðkomandi kemur auðvitað af þeim lista sem þeir voru kjörnir fyrir.

Að Gunnar færði sig milli flokka er ekkert einsdæmi í stjórnmálasögu landsins t.d. gekk Ingi Björn Albertsson úr Borgaraflokkinum yfir í Sjálfstæðisflokkinn á sínum tíma.

Daði Einarsson, 18.10.2007 kl. 08:12

3 Smámynd: Einar Ben Þorsteinsson

Pælingin gengur ekki upp hjá þér. Vilji fulltrúa er vilji flokks, flokkur hefur ekki sjálfstæðan vilja!!!!

Einar Ben Þorsteinsson, 18.10.2007 kl. 09:31

4 Smámynd: Daði Einarsson

Í flokk eru fleiri en kjörnir fulltrúar - þ.e. kjörnir af almennum kjósendum - t.d. flokksráð, almennir flokksmenn o.fl. Vilji flokks er því vilji flokksmanna en vilji fulltrúa er vilji þess fulltrúa sem hefur verið kjörinn til þess. Hann/hún er bundin eingöngu af lögum og sannfæringu sinni. Það eru fjölmörg dæmi um að kjörnir fulltrúar hafa greitt atkvæði með öðrum hætti en afstaða þeirra flokks og jafnvel þingflokks gaf til kynna. ISG og EES málið er gott dæmi.

Daði Einarsson, 18.10.2007 kl. 09:58

5 identicon

Fréttablaðið 31. maí 2006 frétt á bls .2

 

Sjálfstæðismenn og frjálslyndir hafa rætt sameiningu:

Tækifæri úr sögunni

,,Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, sagði á morgunvaktinni á Rás 1 að Sjálfstæðisflokkurinn hefði gert alvarleg mistök þegar hann sleit viðræðum um meirihlutasamstarf með Ólafi F. Magnússyni hjá Frjálslynda flokknum í Reykjavík

.,,Hafi Sjálfstæðisflokkurinn einhvern tíman haft tækifæri til þess að eiga einhvern möguleika á því að fá okkur úr Frjálslynda flokknum aftur inn í Sjálfstæðisflokkinn þá gekk það tækifæri úr greipum í gær,’’ sagði Magnús í gær.

Spurður af Fréttablaðinu hverjir hefðu rætt við hverja svaraði Magnús: ,,Þetta hefur oft verið sagt við okkur þingmaður á þingmann og aðeins í óformlegum samræðum. Ég var ekki að vísa til annars.’’ Hann sagði einnig að Morgunblaðið hefði bent á að Frjálslyndi flokkurinn gæti reynst Sjálfstæðisflokknum skeinuhættur. Boð um sameiningu hefði aldrei verið formlegt og ekki hugleitt af forustu Frjálslynda flokksins.

Arnbjörn Sveinsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir frjálslynda, sem og aðra sem aðhyllist stefnu flokksins, velkomna. ,,Menn ræða ýmislegt í spjallli sín á milli, en enginn minna þingmanna hefur rætt við mig um að þeir hefðu verið með sérstakar þreifingar í þessa átt. Þannig að þetta kom mér frekar á óvart, en eins og ég segi eru frjálslyndir sérstaklega velkomnir vilji þeir fylgja okkar stefnu. ‘’

P.S Hvar er þetta gert mögulegt í  samþykktum Frjálslynda flokksins að hægt sé að leggja flokkinn niður til að sameina hann öðrum stjónmálaflokki í þessu tilviki Sjálfstæðisflokknum? Ég kaus Frjálslynda flokkinn í þingkosningunum 2003 hef aldrei stutt Sjálfstæðisflokkinn með atkvæði mínu allt mitt líf. Hvernig er  það hægt að reyna höndla með atkvæðið mitt eftir kosningar í þessu tilviki að koma því fyrir í Valhöll ?

Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ fyrrum félagi í Frjálslynda flokknum

Baldvin Nielsen (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 20:48

6 Smámynd: Jens Guð

  Varðandi það að forysta FF sé að hnýta í Margréti þá hefur fyrst og fremst verið bent á að Margrét er nú í sömu sporum og hún gagnrýndi og fordæmdi Gunnar Örlygsson fyrir.  Margrét gekk lengst allra í að fordæma Gunnar.  Hún kvartaði meira að segja undan framferði hans við umboðsmann alþingis. 

  Það er þetta sem við í FF höfum verið að vekja athygli á:  Að Margrét er ósamkvæm sjálfri sér.

  Kristján,  á sínum tíma var "og óháðir" skeytt aftan við Frjálslynda vegna þess að Ólafur F.  var á þeim tímapunkti ekki tilbúinn að ganga í flokkinn.  Margrét hefur hinsvegar aldrei verið óháð.  Eftir að hún bauð sig fram gegn Magnúsi Þór í embætti varaformanns og varð undir þá gekk hún úr flokknum og stofnaði Íslandshreyfinguna með Ómari Ragnarssyni.  Þar gegnir Margrét nú þessu langþráða embætti varaformanns.  Ég ætla að í huga flestra sé varaformaður stjórnmálaflokks eitthvað annað en óháður. 

Jens Guð, 28.10.2007 kl. 19:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband