Ég minni á úreldingu kaþólskra kenninga um hjónaband og kynlíf

Já páfinn lifir áfram í skírlífsheimi sínum þar sem hann telur að ekkert megi sundur skilja sem Guð hefur gefið saman, sama hversu ömurlegt samband það er.  Þessi forneskjulega trúarstofnun hafnar getnaðarvörnum og viðheldur þannig offjölgun, fátækt og útbreiðslu kynsjúkdóma með trúarkreddu sinni.  Auðvitað hlusta skynsamir "kaþólikkar" ekki á þetta bull og skilja ef hjónabandið leiðir til óhamingju og þjáninga.  Meira að segja "svæðisbundin kirkjuyfirvöld" þeirra eru farin að fylgja eigin skynsemi og óhlýðnast páfagarði ef marka má þessa frétt.  Nú bíður maður bara eftir hinni kaþólsku kynlífsbyltingu, þó hún verði e.t.v. ekki fyrr en hálfri öld eftir að hún átti sér stað hjá öðrum á vesturlöndum - eða verður hún aldrei?  Hvenær hafa kynlífssveltir kaþólskir prestar misnotað nógu mikið af börnum áður en skírlífskreddunni verður aflétt?  Meira en 50 þúsund kærur hafa litið dagsins ljós í USA.  Þarf meira?


mbl.is Páfi minnir á varanleika hjónabandsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þeir eru nú frekar snöggir til þarna og modern. Limbóið fyrir smábörnin lögðu þeir niður 1984, en þó aðeins til bráðabirgða á meðan rannsókn á ákvörðuninni var gerð. Þeir komust svo að endanlegri niðurstöðu með þetta í apríl í fyrra með þeim fyrir vara þó að þeim þætti ekki víst að limbóið væri ekki til en í krafti vonar, ætluðu þeir að óhætt væei að leggja það niður.

Limbó feðranna er þó enn við lýði, en það er svíta fyrir patríarka nýjatestamenntisins og kirkjunnar, sem er einskonar lúxusbiðstofa fyrir þá fram á að Kristur komi aftur á síðasta degi.  Semsagt venjulegir fara sína boðleið í himnaríki og helvíti en þeir fá að bíða þess að fá að sjá guðsríkið sjálft. Sem ég vissi ekki að væri aðgreint frá himnaríki. Kannski svona V.I.P. eða R.I.P. (ridiculously important person)

Nú árið 1992 viðurkenndu þeir að jörðin væri hugsanlega ekki flöt og ekki miðja alheimsins, sem allt snerist um.  Þessi ákvörðun var þó umdeild. 

Ályktanir Páfastóls í hinum ýmsu efnum, jarðneskum, vísindalegum og andlegum eru mikil skemmtilesning og mætti halda að þessir menn hafi verið lokaðir inni í helli, alla sína tíð. Þá er ég ekki að ýkja eða vera ósanngjarn.  Menn ættu að kynna sér þetta sjálfir og sannfærast.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.1.2008 kl. 03:45

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Eftir 23 ára rannsóknir vangaveltur og þinghöld um það að leggja niður smábarnalimbóið hljómaði niðurstaðan svona þann 22. apríl 2007:

Our conclusion is that the many factors that we have considered above give serious theological and liturgical grounds for hope that unbaptized infants who die will be saved and enjoy the beatific vision. We emphasize that these are reasons for prayerful hope, rather than grounds for sure knowledge. There is much that simply has not been revealed to us. We live by faith and hope in the God of mercy and love who has been revealed to us in Christ, and the Spirit moves us to pray in constant thankfulness and joy.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.1.2008 kl. 03:49

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Svo glotta menn góðlátlega að fylgjendum John Frum.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.1.2008 kl. 03:51

4 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Já takk fyrir þetta Jón Steinar.  Limbó-málið er grátlega pínlegt og þessi guðfræðiflækja þeirra sem einhvers konar friðun á fyrri fáránleika er döpur.

Pistill þinn um átrúnað eyjaskeggja á John Frum er góður.  Mæli með honum.

Bertrand Russell hafði eftirfarandi að segja um skírlífisguðfræðina:

Religions, which condemn the pleasures of sense, drive men to seek the pleasures of power. Throughout history power has been the vice of the ascetic.
Bertrand Russell

Svanur Sigurbjörnsson, 27.1.2008 kl. 04:24

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Talandi um flækjur, þá kynntu þér skýringar þeirra og rökræður um heilaga þrenningu, þríeinan guð.  Það er eins og þriggja ára krakki að ljúga sig út úr annari lygi. Ég meina það. Guðfræðin byggir á því að ljúga sig út úr lygi meða annarri lygi og sá snjóbolti er orðinn stærri en jörðin.  Þetta hefst út úr því að fara með fullyrðingar um það, sem engin leið er að sanna og neita svo að hafa rangt fyrir sér í neinni fullyrðingu.  Ef þetta væri adráttarlaust, þá væri þetta ekki neitt mál.  En Kirkjan byggir á þessu. Afdráttalaus boðun byggð á reynslu og sannindum mundi kippa fótunum undan stofnuninni.  Þeir vinna við að ljúga og fabúlera og verjast.  Til allrar hamingju líðst þeim ekki að drepa fólk, sem andæfir og gerir sig sekt um rökhyggju. 

Jón Steinar Ragnarsson, 27.1.2008 kl. 06:06

6 identicon

Sko, trú sem grefur upp múmíudýrlinga og setur þá í glerkistur til þess að fólk geti tilbeðið rotnandi lík getur ekki verið neitt nema snarklikkuð.
Trú sem er tilbúin að láta fólk deyja í milljónatali bara vegna kynlífs er ekkert öðruvísi en útrýmingarbúðir nasista.
Trú sem þvingar fólk í að vera í óhamingjusömu hjónabandi ber enga virðingu fyrir fjölskyldum.
Það er ekki til ein falleg hugsun í kaþólskri trú, kaþólsk trú er fyrir mig eins og að menn hafi fundið týndan þjóðflokk í amazon og flutt hann inn í siðmenninguna(Með fullri virðingu fyrir týndum þjóðflokkum all over the place)
Það er siðferðileg fötlun að vera í þessum söfnuði, það er tilfinningaleg brenglun á hæsta stigi, á köflum virkar liðið í omega og í öðrum hopp & skopp söfnuðum normal við hlið kaþólskra.
Lykilatriði fyrir kaþólska og reyndar alla trúarsöfnuði er að loka augunum fyrir augljósum ljótleika og fáránleika og velja sér eina setningu eða vers and hang on to that like the permanent idiots they are :)

DoctorE (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 10:33

7 identicon

Svanur,

  Æii Svanur minn hafirðu ekkert að segja í dag, og ákvaðst að hella úr skálum haturs þíns í garð hundruða milljóna manns?! Málið er samt að hatur þitt hefur ekkert að segja!! Reyndar gæti þetta líka verið greindarskortur af þinni hálfu, en látum það liggja milli hluta í þettas skiptið

   Þeir sem tjá sig síðan á eftir þér, t.d. DoctorE, eru einkar athyglisverðir. Svo afkáraleg skrif eru þau að þau hljóta að hafa verið skrifuð í þeim tilgangi. Merkilegt hvernig menn hata, þ.e. upphefja sjálfan sig með því að ráðast á annað fólk, en passa sig að hafa þau þó nógu nálægt sér, svo þeir verði ekki sakaðir um fordóma, og réttlæta þannig sitt eigið hatur....................merkileg þessi skepna....mannskepnan!!!!

  Jón Steinar,

     Það getur vel verið að margt sé "púkó" sem komi frá þessari stofnun. Það sem er merkilegra er hatur þitt!! Það sem er þó merkilegra er að þér tekst að vera langtum hallærislegri en kaþólska kirkjan.....er það hægt

   Þú ferð fram á nútímavæðingu og segir stofnunina vera hallærislega, síðan þegar þeir láta undan, þá gagnrýnir þú þá. Þú hlýtur að sjá í kjölfarið á ofangreindum "mannkostum" þínum hljóti að bætast við alvarlegur greindarskortur af þinni hálfu

Baldur (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 11:11

8 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ég hef nú persónulega reynslu af því að vera alin upp í kaþólsku og tek undir margt hér um fáránleikann.  Hinsvegar hef ég alltaf heillast af listinni, tónlistinni og myndlistinni þar í gegnum tíðina!

Vil líka minna á fáranleika þess að konan er annarsflokks í kaþólskunni. Þær meiga ekki vera prestar og fá ekki sömu tækifæri til menntunar innan kirkjunnar. Það tók kaþólsku kirkjuna 500 ár að samþykkja Þorlák biskup sem dýrling. Kynlíf er til að fjölga mannkyni og það er ekki vel séð að spyrja spurninga um grunn og tilgang tilverunnar.

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 27.1.2008 kl. 11:21

9 identicon

Minn kæri Baldur... ég sagði bara sannleikann, flettu því upp.
Að hundruð milljóna manna trúi einhverju kjaftæði er ekki afsökun fyrir því að vera fífl... ef nægilega margir trúa því að jörðin sé flöt er það þá bara hið besta mál og bannað að segja þeim að þeir búi ekki á pönnuköku hins ósýnilega súperkarls.
Ef Svan og mér eða þér er ekki illa við fornaldrastofnum sem snýst bara um eigin heimsku og fordóma, með milljónir mannslífa á "samviskunni"... ef okkur er ekki illa við þetta þá værum við heimskir eins og þeir og engar framfarir væru mögulegar

DoctorE (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 11:27

10 identicon

Minn kæri E,

  Þú áttar þig vonandi á því að þó að það sé sagt að jörðin sé flöt þýði það ekki endilega að fólk trúi því!!! Með milljónir mannslífa á samviskunni!!! Nei, E minn þú og þínir líkir eru með milljónir lífa á samviskunni. Líttu fyrst í eigin barm áður en þú ferð að tala um samvisku annarra.

   Kirkjan er líklega með margt á samviskunni, en hún lifir í raunheimi þar sem pólitík er við lýði. Ef ég segi að allir valdamenn í kaþólsku kirkjunni hefðu alltaf, á öllum tímum breytt rétt þá væri ég hræsnari. Ég er einungis að segja að þú kýst að sjá allt sem þú getur mögulega túlkað kirkjunni í óhag, og með smá hugsun og lítillæti þá gætirðu kannski sé hversu óhemju fáránlegt það er að draga stórar ályktanir af atburðum sem gerðust fyrir mörg hundruð árum.

   Það væri hægt að taka hvaða þjóðfélagshóp, stofnanir og stefnur og svoleiðis skíta yfir þær fram og til baka ef viljinn væri fyrir hendi.

  Anna Benkovic,

    Byrjum á þetta með konuna. Þetta er ekkert annað en rökleysa hjá þér. Þú getur ekki fundið eitt einasta samfélag í heiminum í gegnum tíðina þar sem konan hefur verið ráðandi. Þannig að rökvillan hjá þér að taka þetta eitt út er hrópandi!!!!!  Líklega einungis komin til vegna minnimáttarkenndar, og skiljanleg í því ljósi, en snögglega afgreidd sem blaður.

  Varðadni kynlífið. Þá verður þú líka að hugsa aðeins og líta á hvaða veruleiki blasti við mönnum í þessum efnum. Alls kyns lauslæti og fleira í þeim dúr var gríðarlegt þjóðfélagslegt vandamál, og ef ekki hefði verið fyrir mörg boð og bönn í þessum efnum, þá er allt eins líklegt að við værum ekki hér í dag. Ég held að þú gerir þér enga grein fyrir hversu miklar andlegar og líkamlegar þjáningar, lauslæti og upplausn fjöldskyldunnar hefur verið í gegnum aldirnar, og hefur líklega aldrei verið meiri, þrátt fyrir allan auðinn, félagsráðgjafanna, sálfræðingana, o.s.frv.

    Þrátt fyrir urmul lyfja og geðlækna, mikinn auð, mikla velferð, þá hafa aldrei fleiri verið þunglyndir. Hvernig við mannfólkið förum að þessu veit ég ekki??

   Varðandi þessa umræðu þá er ótrúlegt hvað fólk "kýs" að sjá einungis eina hlið málanna, og algjörlega líta framhjá hinni hliðinni.  Ætli það sé ekki einungis angi af fyrringu og hvernig afstæðishyggja nútímans gerir mönnum kleift að leita að frelsinu burtséð frá sannleikanum.  

Baldur (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 12:22

11 identicon

Ehrrm ég hef ekkert líf á minni samvisku og er í fullur rétti að dæma þessa ruglukolla, kirkjan er í mínum huga mesta glæpastofnun ever.

Það er rökrétt að fleiri séu þunglyndir þegar greining er betri og fólkið er fleira... það er líka klárt mál að þegar fólk fær tíma til þess að hugsa að þá skapist hin og þessi vandamál sem áður köfnuðu vegna eymdar og vosbúðar.. eymdin er móðir trúarinnar og því stendur trú höllum fæti í dag, því að í dag er annarssonar eymd í gangi en áður þegar eymdin snérist bara um að eiga til hnífs og skeiðar + hræðslu við trúarelítuna.
Sannleikurinn hefur bara eina hlið og sú hlið er klárlega ekki í gangi í skipulögðum trúarbrögðum eða sögum af súperkörlum.
Mannkynið verður fyrst frjálst þegar það losnar undan dogma trúarbragða, þetta er algerlega kristalært, þeir sem neita þessu eru blindaðir af hræðslu við dauðann

DoctorE (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 13:27

12 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sæll Baldur

Hatur?  Ég ber ekki virðingu fyrir umræddum kaþólskum trúarkreddum en ég ber ekki hatur til kaþólsks fólks, langt í frá.  Svo lengi sem það ræðst ekki á ríkisstofnanir eða opinber skólakerfi til að breiða út trúarkreddur sínar, þ.e. virðir mörk sín í veraldlegu þjóðfélagi líkt og aðrir, þá þurfa lífsskoðanir okkar ekki að rekast á með beinum hætti.  Ég hef þó leyfi til að gagnrýni kaþólsk trúarbrögð rétt eins og ég gagnrýni öll önnur og hvers kyns hindurvitni og kukl á minni heimasíðu og stundum prentuðum miðlum þar sem allir mega leggja til málanna. 

Ég er hér að gagnrýna hugmyndir Kaþólskra en þú Baldur kemur með persónuárásir á mig, Jón Steinar og Doctor E.   Á þessu er siðferðislegur munur en þú virðist ekki sjá hann eða virðist alveg sama um hann.   Rök þín fyrir misrétti kynjanna meðal kaþólskra presta eru fáránleg.  Jafnrétti snýst ekki um að hafa jafn lítið jafnrétti og allir hinir, heldur gera það sem rétt er í þeim efnum og leyfa konum að gegna sömu embættum og karlar. 

Það er merkilegt að það er jafnan stutt í persónuárásir og nafnaköll hjá trúmönnum eins og Baldri þegar maður gagnrýnir hugmyndafræði trúar þeirra eða fer fram á þau mannréttindi að kreddurnar séu ekki boðaðar í skólum.  Þegar rök þrýtur til að verja bullið hlýtur reiðin ein að vera eftir því kreddurnar eru jú heilagar og allir sagðir "hatrammir" sem gagnrýna það.   Þetta eru sömu viðbrögð (bara minni í sniðum) og múslimar sýndu í Afríkuríki um daginn þegar fangelsa átti konu sem nefndi tuskubangsa Mohamed. 

Svanur Sigurbjörnsson, 27.1.2008 kl. 14:35

13 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Baldur, mitt "rökleysuþvaður" byggist á eigin reynslu. 1984 ætlaði ég að læra heimspeki innan kaþólskunnar, en það var bara í boði fyrir karlkyns einstaklinga. Mér var bent á að ganga í klaustur sem nunna, þar eru konur innan kaþólsku kirkjunnar!

Einnig getur kona ekki fengið "köllun" til preststarfa innan kaþólsku kirkjunnar. Hver er með rökleysu? 

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 27.1.2008 kl. 15:53

14 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Baldur:  Vá!!  Haltu áfram að tjá þig kæri vinur. Hér eru smá leiðbeiningar fyrir þig til að auka á virðingu þína.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.1.2008 kl. 16:35

15 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Hrikalegt að Anna mátti ekki sækja heimsspekinám innan kaþólsku kirkjunnar.  Hvaða fólk vill skrifa uppá slíkt?  Hvaða fólk vill láta slíka préláta messa yfir sér?  "Púkó" segir Baldur.  Svona rétt eins og púkó veggfóður eða annað lítilvægt sem getur verið púkó út frá mismunandi smekk fólks.  Baldur virðist ekki skilja alvöru þessa mála enda hefur enginn neitað honum um nám vegna kynferðis hans. 

Svanur Sigurbjörnsson, 27.1.2008 kl. 17:08

16 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Mér finnst bara alltaf jafn bjánalegt þegar páfinn er að ræða um hjónaband og þykjast hafa vit fyrir fólki í þeim efnum, þegar hann hefur aldrei sjálfur verið giftur og hann og hans vígðu þrælar hafa útskúfað hjónabandinu úr sinni stofnun og í staðinn innleitt barnaníð sem um 10% þrælanna stundar í skjóli hempunnar með þöglu samþykki stofnunarinnar.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 27.1.2008 kl. 20:34

17 identicon

Furðulegar þessar samræður ykkar og röksemdarfærslur. Allir kaþólskir vita hverjar reglur eru í gildi innan þeirra trúarsamfélags. Ef þeir vilja undirgangast þær þá gera þeir það. Ef þeir vilja það ekki þá ganga þeir úr kaþólsku kirkjunni. Þeir hafa jú þann frjálsa vilja sem Guð gaf þeim og þeim er frjálst að undirgangast kaþólskan sið eða ganga úr honum. Ég er kristin, trúi á Guð og að Jesú sé drottin. Ég veit að krikjan er samsett af samfélagi þeirra sem trúa á Jesú krist. Það getur vel verið að sumir kaþólskir séu trúbræður mínir og er það vel. En það er nokkuð öruggt að margir þeirra eru það ekki. Guð gaf manninum ekki það vald að búa til stofnun eins og kaþólska kirkjan er sem fara bæri með réttindi manna fyrir hönd Guðs. Allar þessar svokölluðu kirkjudeildir og stofnanir í kringum þær eru mannanna verk og hafa ekkert með krikju þá er Jesú sagði okkur að byggja að gera. Sú kirkja er byggð á sömu opinberun og Pétur átti, og það hefur ekkert breyst frá því fyrir 2000 árum síðan. Við þurfum ekki mannasetningar til að setja okkur lífsreglurnar. Þær er að finna í Biblíunni. Guðs vilji um hjónabandið er skýr og engu við hann að bæta. Það að brjóta þær reglur sem Guð hefur sett, heitir synd, og hún dæmir okkur sjálf. Allir menn hafa syndgað og skortir Guðs náð. Við getum frammi fyrir Guði fengið fyrirgefningu synda okkar - það var fyrir allar syndir mannkynsins sem Jesú dó á krossinum. Eina hlutverk okkar er að taka á móti náð Guðs og játa Jesú sem drottin. Kærleikur Guðs er takmarkalaus, en viska okkar og skynsemi takmörkð. Við getum ekki leikið Guð. Guð er alvaldur og breytir engu hversu mikið bloggað er um hið gagnstæða. Við svörum dómi Guðs á okkar hinsta degi, ekki fyrr og ekki seinna. Enginn annar hefur rétt til að dæma okkur en hann. Þó eigum við að viðurkenna veraldlega valdhafa og dómstóla. En ekki sleggjudóma hvors annars. Slíkir dómar segja meira um okkur sjálf en um þann sem við dæmum. Öll mannanna lög sem sett eru gagnstætt lögum Guðs eru dæmd til að skaða mannkynið - sama hversu skynsamleg þau virðast. Drottin er alvaldur og hann hefur fyrirbúið þann raunveruleika sem við búum við. Okkar er að meðtaka kærleika Guðs og sýna meðbræðrum okkar sömu elsku. Guð veri með ykkur öllum og blessi öll ykkar verk. kv. Gugga (Guðbjörg Pétursdóttir - til sérstakrar upplýsingar)

Gugga (Guðbjörg Pétursdóttir) (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 21:43

18 Smámynd: Theódór Norðkvist

Fastheldni kaþólsku kirkjunnar við hjónabandið er ekki gagnrýniverð. Skírlífiskrafa til presta er það hinsvegar. Hún á sér enga stoð í Biblíunni og ýtir undir öfuguggahátt.

Theódór Norðkvist, 27.1.2008 kl. 22:26

19 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Gugga segir m.a..."Allir kaþólskir vita hverjar reglur eru í gildi innan þeirra trúarsamfélags. Ef þeir vilja undirgangast þær þá gera þeir það. Ef þeir vilja það ekki þá ganga þeir úr kaþólsku kirkjunni."

Ég hef fyrir löngu sagt mig úr kaþólsku kirkjunni, en hvað er skrítið við að hafa skoðun á því sem þar fer fram Gugga?

Þú heldur líka að allir kaþólskir viti hvað fari þar fram...svo er alls ekki! 

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 27.1.2008 kl. 22:44

20 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sæl kæra Guðbjörg

Leitt að sjá þig svona blint trúaða og vantrúaða á skynsemi mannsins.   Mér léttir þó að sjá að þú skrifar að "Þó eigum við að viðurkenna veraldlega valdhafa og dómstóla".   Það er nú reyndar ekki í röklegu samhengi við annað það sem þú skrifar en sem betur fer sérðu að þannig þarf það að vera.  Þú talar um kaþólsku trúna sem mannanna verk en orð Guðs séu í Biblíunni, sem setji okkur "lífsreglurnar".  Þú ert nú langtum skynsamari en svo að sjá ekki að það þarf gott betur en Biblíuna og reyndar heilmikla leiðréttingu á þeirri valdsstefnu sem þar er boðuð til að enda með það þjóðfélag sem við lifum við í dag.  Ef það væri ekki fyrir þróun lýðræðisins og mannréttinda fyrir einstaklinga og minnihlutahópa og þá hópa sem voru óæðri skv. Biblíunni (t.d. konur og þrælar), fyrir sakir vísinda og heimsspeki upplýsingarinnar (1750->), þá stæðum við enn í sporum syndaaflausna, karlaveldis, alræðis kónga og biskupa, skoðanakúgunar, ótta við að opna munninn á rangan máta og alls kyns afskipti af lífi okkar og einkamálum sem við kærum okkur ekki um í dag.  Ef þú kannt að meta þessa hluti væri gott að leiða hugan að því hvaðan þeir komu og hvort að guðlega forsjá hafi nokkuð þurft í þeim efnum.  

Setningar þínar "Öll mannanna lög sem sett eru gagnstætt lögum Guðs eru dæmd til að skaða mannkynið - sama hversu skynsamleg þau virðast. Drottin er alvaldur og hann hefur fyrirbúið þann raunveruleika sem við búum við.", eru akkúrat það sem fólk trúði og prestar og stjórnvöld (kóngar og lávarðar) tóku alvarlega fyrr á öldum.  Þú slærð þessu fram eins einhverju frábæru en ég geri ráð fyrir að þú viljir ekki að þetta virki þannig í raun.   Ef þú ætlar svo að segja að mörg hin ágætu lög á Íslandi séu þannig fyrir tilstuðlan guðs þá verð ég nú bara að hlæja.  Þú getur trúað því en það er eins og að halda að bragðið í vínberinu sé komið úr loftinu í kringum það, en ekki því sjálfu.  Trú þín er meinlaus svo lengi sem þú ætlar ekki að túlka hana bókstaflega og berjast gegn mannanna lögum og taka upp lög Biblíunnar.  Islamistar trúa og iðka trú sína bókstaflega og því er sjálfsupphafningin og ofbeldið í Kóraninum svo hættulegt.  Það er hægt að túlka Biblíuna á sama hátt og þess vegna voru Krossferðirnar haldnar og önnur rán og morð í nafni kristninnar.  Jésús sagði eitthvað á þessa leið:  "Ég kem ekki til að færa ykkur frið, heldur sverð..."  Hann gaf í skyn að það ætti að berjast með vopnum til að breiða út trúnna.  Þú og guðfræðingar endurbættrar kristni í dag, velja bara að fara ekki eftir þessu því upplýsingin og húmanisminn hefur kennt þeim betur.

Svanur Sigurbjörnsson, 27.1.2008 kl. 23:44

21 identicon

Skynsemin kenndi mér að trúa og Biblían boðar okkur að viðurkenna veraldlega valdhafa. Ég sagði ekki að það þjóðfélag sem við lifum í í dag væri að vilja Guðs. Þú þykist viss um að þessi útkoma sem þjóðfélag okkar endurspeglar sé sanngjarnar og réttlátara en það samfélag sem byggir á leikreglum Guðs. Ég veit ekki betur en megnið að okkar siðferði sé sótt í Kristin gildi, þó þeim fari hratt hrakandi. Syndaaflausnir, karlaveldi .... voru mannanna verk, byggð á valdagræðgi og kúgun, undir yfirskini trúarinnar, og hafa ekkert með boðskap Biblíunnar að gera.  Það frábæra við trú á Guð er að við veljum hvort við trúum eða ekki. Þú hefur valið að trúa ekki og ég að trúa. Ekkert tekur þennan rétt af okkur. Þú getur hlegið eins og þú vilt í þessu lífi. Ég hef áhuga á því sem þetta líf undirbýr mig fyrir. Og ég er viss um að loftið í kringum vínberið hefur heilmikið með bragð þess að gera þótt fleira komi þar til. Trú mín er þér meinlaus og mér mikilvæg og hana er ekki hægt að túlka bókstaflega. Trú verður aldrei túlkuð – hún er opinberuð. Það hafa mörg voðaverkin verið framin í nafni Kristinnar trúar og ekkert sem afsakar það. Þau eru framin enn þann dag í dag. Voðaverkin dæma sig sjálf – og þeir sem þau fremja þurfa að svara fyrir þau á hinum æðsta degi. Sverðið sem Jesú talar um er Biblían – orð Guðs. Hann kom til að uppfylla lögmálið, og dó fyrir syndir okkar. Svo við mættum öðlast opinberun heilags anda og eiga fyrirmynd af Guði í honum. Jesú talaði ekki fyrir stríði. Heldur fyrir því að með hið lifandi orð að vopni – bæri okkur að bera út þann boðskap sem hann færði okkur. Hvert og eitt berum við ábyrgð á trúarlífi okkar, samfélagi við Guð og menn og þar með gerðum okkar og tökum afleiðingum þeirra. Þekkingarleysi kaþólikka er engin afsökun fyrir þá sem samþykkja það sem ekki er Guði þóknanlegt. Guð blessi ykkur. Kv. Gugga

Gugga (Guðbjörg Pétursdóttir) (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 02:47

22 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Gugga:  Allir hafa syndgað og skortir Guðs náð.  Þetta er soldið tugginn frasi, en hvað felst í honum?  Jú að allir séu syndugir og að enginn hljóti náð frá Guði?  Svo...til hvers eru menn þá að míga utan í þessi hindurvitni?  Ef þú heldur að Biblían sé ómissadi sem siðferðilegur og lagalegur grunnur, þá ættir þú að lesa hana betur.  Það er nánast allt í Biblíunni, sem Kóraninn býður upp á enda byggir speki Múhameðs.  Þær dauðarefsingar fyrir oft litlar sakir, sem okkur ofbýður í þeirra röðum eiga sér líka stað í Biblíunni og þeim var beitt í okkar heimi fyrir ekki svo löngu síðan.  Ef þú segir að ónáttúra, kvalarlosti og önnur óáran´Kirkjulegra stofnana séu mannanna verk og mannasetningar, þá hefur þú fullkomlega rangt fyrir þér.  Þetta er allt grundað á bókstaf bókarinnar "óskeikulu".  Það vill bara til að skynsemin hefur sagt okkur að það sé ekki nokkur hæfa að fylgja þessu, því það brýtur gegn innbyggðri siðferðiskennd manna.  Við höfum þí tamið okkur að skauta framhjá verst viðbjóðnum.

Ég vil gjarnan heyra hvað það er, sem við getum ekki án verið í þessum átrúnaði. Nákvæmlega, ef þú nennir og styddu það með einhverju úr bókinni.  Lestu svo Matt: 10:34-36 - Lúkas. 12:51-53 og segðu mér hvort það er það sem menn hrífast að við þessi trúarbrögð. Manifesto harðstjórans Jesú. Militarismi.  Þú ert eins og flestir kristinna.  Þú hefur skrifað þína eigin Biblíu í þínu höfði og það er vel, því ekki vildi ég að þið fylgduð hinni í blindni.  Það eru þó stofnanir ykkar og klerkaveldi sem grípa til hennar á ögurstundu.  Ekki halda að miðaldir geti ekki komið aftur í þeim skilningi, með bókstafstrú og ofbeldi.  Líttu bara á hið upprennandi Guðræði í USA.  Hlustaðu á Pat Robertson og Fred Phelps.  Þeir bíða í ofvæni eftir að komast að og fá að stjórna heiminum.

Jón Steinar Ragnarsson, 28.1.2008 kl. 05:10

23 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

...enda byggir speki Múhameðs á  Bibliunni.   átti að standa þarna.  Islam flokkast undir Judeo/Christian trúarbrögð.

Jón Steinar Ragnarsson, 28.1.2008 kl. 05:17

24 identicon

Gugga, skynsemin verður seint ásökuð um að kenna mönnum að trúa, trú er eitthvað sem skynsemi kemur hvergi nálægt nema sem óskynsemi.
Og Gugga þú hefur augljóslega látið mata þig á röngum upplýsingum því kristin gildi eru ekki til nema að einu leiti kannski: Ég er drottinn guð þinn þú skalt ekki aðra guði hafa... og við drepum þig ef þú segir okkar guð ekki bestan
Þetta eru hin kristilegu gildi, ekki reyna að stela mannlegum gildum góða mín.

DoctorE (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 08:09

25 Smámynd: halkatla

Margrét: dittó!!

halkatla, 28.1.2008 kl. 12:44

26 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Gugga, mér finnst endilega að það verði að koma fram að hægt er að trúa á Guð, eins og Spinosa, án þess að vera skráður í neina valdastofnun kirkjunnar! Þú verður að gera greinarmun á því!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 28.1.2008 kl. 14:53

27 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Þið eruð ekki alveg með kompásinn í lagi finnst mér. Hvað á það að þýða að tala niður til skilnings kristinna manna á hjónabandinu? Það er alveg út í hött að tala svona yfirborðslega um heilagt hjónaband og smyrja hatri á kaþólska í leiðinni. Þetta er ykkur til minnkunnar. Í flestöllum trúarbrögðum er lögð áhersla á tryggð milli kynjanna, það er til farsældar ma. fyrir afkvæmin. Ef þetta er gamaldags – þá er það bara gott. Svo vita menn, kaþólskir sem ýmsir aðrir að kynlífsvæðingin sem sumir kalla kynlífsbyltinguna ber vott um hlægilega vankunnáttu á mannlegu eðli. Ég hef ekki heyrt annað eins bull. Það er skondið að sjá annars skynsama menn reka áróður fyrir “heimspeki kynfæranna” á víðavangi einungis vegna þess að það passar inn í tíðarandann.

Guðmundur Pálsson, 28.1.2008 kl. 19:14

28 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Guðmundur, hver er skilningur "kristinna manna" á hjónabandinu?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 28.1.2008 kl. 20:06

29 identicon

Þvlíkt ofstæki, mætti halda að þið væruð flest fædd og uppalinn í Buschlandi, sérstaklega þú Svanur. Mikið áttu bágt. Með beztu kveðju.

bumba (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 20:13

30 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Allt í lagi "bumba".  Vorkenndu okkur á þínum eigin vettvangi.  Adíós!

Svanur Sigurbjörnsson, 28.1.2008 kl. 20:23

31 Smámynd: Jón Valur Jensson

Theódór Norðkvist (nr. 10, þann 27. þ.m. kl. 22:26), það er rétt, sem þú segir (sbr. ennfremur Guðmund lækni hér á undan, nr. 30), að "fastheldni kaþólsku kirkjunnar við hjónabandið er ekki gagnrýniverð." Hitt er aftur á móti rangt eða a.m.k. gersamlega ósannað hjá þér, að skírlífiskrafa til presta ýti undir öfuguggahátt. Hneigðin til syndar kemur ekki til af kröfu til skírlífis. Krafan til skírlífis hvetur til skírlífis, og þegar prestsefni undirgangast þá kröfu sjálfviljuglega, flest á þrítugsaldri, þá er eðlilegt að ætla, að þessir menn telji sig geta uppfyllt þá kröfu með Guðs hjálp. Það eru einungis þeir, sem snúa baki við eið sínum og vilja ekki þessa Guðs hjálp, sem fara, sumir hverjir, út í öfuguggahátterni. Það var hörmulegt, að sumir, sem höfðu ekki náttúru til kvenna, töldu sig -- meðfram þess vegna -- eiga erindi í prestsskap. Hafi þeir hneigð til pilta, eiga þeir ekkert erindi í preststarfið, og nú hefur Vatíkanið girt fyrir þann möguleika, að slíkir fái prestsvígslu eða inngöngu í prestaskóla. Hefði það verið gert fyrr, hefði það bjargað mörgum, sem í reynd urðu fórnarlömb girndar þessara presta. Það hjálpar ekkert endilega að vera umfram allt 'líberal' -- það getur jafnvel gert illt verra.

Ég vona, að þú hafir ekki lagt trúnað á orð Margrétar hér ofar nr. 17, að "10% þrælanna" (hún meinar: kaþólskra presta!) stundi "barnaníð" "í skjóli hempunnar með þöglu samþykki stofnunarinnar." Þeir, sem sakaðir voru um að hafa leitað á sóknarbörn undir 18 ára aldri, voru engin "10%", heldur í mesta lagi um 2 pró mill (0,2%) kaþólskra presta, sem eru alls um 400.000 í heiminum, sbr. það sem Wikipedia segir: An estimated 99.8% of Roman Catholic priests have never abused children.[1] (1)(1) http://en.wikipedia.org/wiki/Roman_Catholic_sex_abuse_cases

Jón Valur Jensson, 29.1.2008 kl. 16:00

32 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Jón Valur - það þarf auðvitað meira til en að vera skírlífur prestur til að fara út í það að misnota börn.  Það þarf þá eigingirni til að taka eigin bældu þarfir fram yfir rétt barna til að vera börn og ráða líkama sínum. Þeir sem þola ekki við geta væntanlega framið þá synd að fróa sér og látið það duga.  Guð hlýtur að þola það.  Hins vegar er það ekki bara kynlífsþörfin sem getur leitt veiklundaða presta út í barnamisnotkun heldur einnig þörfin fyrir líkamlega snertingu sem er náskyld kynlífsþörfinni en ekki alveg hin sama.   Hvernig getur skírlífur prestur fengið útrás fyrir það að vera snertur og fá að snerta?  Hann getur það ekki því það er hluti af afneituninni.   Skírlífi til þess að þóknast trúarhugmynd er sjúkleg hugmynd því hún stríðir á móti mjög sterkri mannlegri hvöt sem er fullkomlega eðlileg.  Sé þörfinni fyrir kynlíf og nána snertingu fullnægt er það ákaflega gefandi og róandi fyrir huga okkar.  Það fá ekki allir notið þessa af ýmsum orsökum en að gangast undir það viljandi að afneita sér um allan aldur þessari hamingju að njóta náinnar snertingar er ávísun á hugarangur, pirring og jafnvel dulda reiði.  "Með Guðs hjálp" segirðu Jón Valur.  Biðja út í tómið? Fara með 100 Maríubænir þar til löngunin til kynlífs líður hjá?  Leita til annars prests og viðurkenna veikleika sinn, nokkuð sem væri merki um brest á loforðinu við Guð?  Biðja Guð um að bæla angistina og einmannaleikann sem er óneitanlega hluti af skírlífinu?  Nei, milljón bænir koma ekki í stað kynlífs eða faðmlags elskenda.   Sjálfsþvingað skírlífi út lífið (í ljósi engra góðra ástæðna) er ónáttúra og glæpur gagnvart eigin hamingju.  Aðeins brengluð sjálfsrefsingarárátta teprulegra trúarbragða þar sem reynt er að stjórna nánast öllu atferli og sjálfstæðum vilja fylgjandanna dettur í hug að svelta fólk kynlífi. 

Hefurðu tölur um það Jón Valur hver sé áætluð tíðni misnotkunar á börnum af hálfu kaþólskra presta borin saman við tíðni sama glæps hjá barnakennurum, félagsráðgjöfum barna, leikskólakennurum, barnasálfræðingum eða annarra stétta sem starfa með börnum eða er treyst fyrir þeim t.d. á sumarnámsskeiðum?  Spurningin hér er hvort að tíðnin standi út úr hjá kaþólsku prestunum sem marktækt hærri eða ekki. 

Svanur Sigurbjörnsson, 29.1.2008 kl. 17:21

33 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Réttlæting Jóns á ekki við nein rök að styðjast byggir á einhverju hvítþvætti af Kirkjulegri heimasíðu.  Það eru um 6000 prestar í bandaríkjunum einum, sem liggja undir þessum dómi og tilfellin skipta tugum ef ekki hundruðum þúsunda þar.  Þöggunarvald Kirkjunnar er geigvænlegt eins og sannast hefur.  Það er ótrúleg ósvífni og siðleysi að reyna að gera lítið úr þessu.  Fjöldi mála fór ekki fyrir dóm í US, vegna þess að kirkjan greiddi milljarði á milljarði ofan í bætur eða þöggun, svo dómsmálin segja ekkert.  Getgátur eru um að allt að 24.000 prestar séu sekir um þetta.  Einnig láist að geta þess að stór hluti brotamenna eru kirkjunnar þjónar en ekki prestar.  Við erum bara að horfa á trend hér, sem er bara toppurinn af ísjakanum.  Mál sem hafa verið settluð innan kirkjunnar og mál, þar sem skömmin meinar sannleikanum, svo ekki sé minnst á dulbúnar hótanir af ýmsu tagi gagnvart börn um og foreldrum.

Skoðið ÞETTA.  Ímyndum okkur svo hvernig staða mála er t.d. í hinu öfgakaþólska landi Filipseyjum, sem einnig hefur verið talið "frjálslynt" hvað varðar kynlífssambönd við ungmenni.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.1.2008 kl. 01:23

34 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Bottom line er að stofnun, sem á að standa undir takmarkalausu trausti ver og felur þennan skandal og reynir að gera lítið úr honum í stað þess að mæta þessu af hörku og tala opinskátt um það.  Með þessu háttarlagi hafa þeir grafið enn frekar undan trúverðugleika sínum, sem var þó ansi takmarkaður í ljósi sögunnar.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.1.2008 kl. 01:29

35 identicon

Svanur, þetta er í bland sprenghlægilegt og hálfpaþetískt hjá þér, svarið til mín, þar sem þú mærir kynlífsiðkun eins og hún sé einhver lausnarleið mannkyns.

Hér mætir svo einn illviljaður kaþólsku kirkjunni um flesta aðra fram, 'prakkarinn' Jón Steinar. Ekki þókknast honum að koma með neinar heimildir fyrir uppsprengdum tölum sínum um prestana, en talar í staðinn loðið, sennilega í þeirri trú, að alltaf loði eitthvað við. Svo er vitað mál, að ýmsar ákæranna voru upplognar, enda eftir gífurlegum bótum að slægjast: þær eru að meðaltali um 28 millj. króna á hvern þolanda -- ýmsir slá ekki hendinni á móti því að fá þannig 4ra herbergja íbúð (á íslenzku verði) skuldlausa fyrir vikið. Reyndar bætir Jón Steinar við: "Einnig láist að geta þess að stór hluti brotamenna eru kirkjunnar þjónar en ekki prestar." -- Af þessu er ljóst, að menn ættu að tala skýrar um hlutina.

En miðað við staðreyndirnar um í mesta lagi 0,2% kaþólskra presta sem pædófíla, þá þýðir það, að sambærileg tala hjá þjónandi Þjóðkirkjuprestum myndi verða í mesta lagi 1 af hverjum 500, en þeir eru nú um 155. Þetta merkir, að það þyrfti u.þ.b. 3,3–faldan heildarfjölda þeirra til þess, að fram kæmi einn barnaníðingur.

En vegna þessara orða Svans:

"Hefurðu tölur um það Jón Valur hver sé áætluð tíðni misnotkunar á börnum af hálfu kaþólskra presta borin saman við tíðni sama glæps hjá barnakennurum, félagsráðgjöfum barna, leikskólakennurum, barnasálfræðingum eða annarra stétta sem starfa með börnum eða er treyst fyrir þeim t.d. á sumarnámsskeiðum?  Spurningin hér er hvort að tíðnin standi út úr hjá kaþólsku prestunum sem marktækt hærri eða ekki,"

þá bendi ég á, að hann hefur vart lesið vel Wikipediu-textann, sem ég vísaði í -- þar er einmitt bent á, að aðrar stéttir eins og kennarar eru ekki síður með dæmin um þessa hegðan. Svo ganga þeir báðir, Jón Steinar og Svanur, fram hjá því, sem ég nefndi um markvisst viðnám kirkjunnar á síðustu árum gegn því, að svona eigi sér stað í framtíðinni, með síun þeirra manna frá prestsnámi og -vígslu, sem ætla má, að séu veikir fyrir piltum (yfirgnæfandi hluti barnaáníðslu-tilfellanna beindust að drengjum). -- En afar mikið hefur verið um, að barnaníðingar leiti í umönnunar- og gæzlustörf, m.a. á sumarnámskeiðum, eins og við Íslendingar þekkjum jafnvel dæmin um. Bandaríska skátahreyfingin hefur orðið fyrir skakkaföllum vegna þessa, fyrst og fremst drengir, en hefur þó orðið að sætta sig við þá kröfugerð samtaka samkynhneigðra, að hommar hafi jafnan rétt og aðrir til slíkra gæzlustarfa. En það er orðið slæmt ástandið, þegar foreldrar þora vart lengur að senda börn sín í viku-sumardvöl.

Jón Valur Jensson (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 02:20

36 Smámynd: Theódór Norðkvist

Jón Valur: Ég skal viðurkenna að það er alveg ósannað að skírlífiskrafa kaþ. kirkjunnar ýti undir öfuguggahátt, enda hef ég engar tölulegar sannanir fyrir því og dreg það því hér með til baka. Hinsvegar finnst mér þessi krafa ekki eiga rétt á sér, þar sem Guð hvetur fólk til að auka kyn sitt, presta sem aðra.

Ég er viss um að heiðvirðir menn og konur innan kaþ. kirkjunnar vilji óeðli út úr kirkjulegu starfi og eflaust er það mjög lítið hlutfall presta sem þetta stunda. Það er bara svo oft þannig að skemmdu eplin eyðileggja fyrir hinum.

Með kveðju,

T.N.

Theódór Norðkvist, 30.1.2008 kl. 13:59

37 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Svanur. Það þarf ekki kaþólska presta til að misnota börn. Margir aðrir sem eru harðgiftir eða giftar misnota bæði drengi og stúlkur og það veist þú vel sem læknir. Lestu nú einlægt innlegg Jóns Vals nr. 34. Hann hlífir ekkert þessum prestum sem hafa syndgað með því að misnota drengi.

Hjónabandið er stofnun Guðs. Fólk þarf að ígrunda vel með hjónabandið áður en gifting á sér stað, stór loforð sem í dag eru oft svikin og þykir kúl. Það er sorglegt. Ég átti því láni að fagna að pabbi og mamma elskuðu hvort annað og ég heyrði þau aldrei rífast. Því miður misstum við mömmu alltof snemma eins og ég hef sagt þér áður Svanur minn.

Ég hef verið að skjóta á fólk núna vegna ráðhúsherrana ykkar í Reykjavík og allra sviptivindana þar. Skyndikynni klikka oft eins og skyndikynni Dags, Margrétar, Svandísar og Björns Inga. Get ekki ímyndað mér að það hafi verið ljúft undir þeirri sæng þó stór væri. Fólkið var svo ólíkt og enginn almennilegur undirbúningur. Þannig er það einnig með hjónabandið að fólk þarf að ígrunda vel út í hvað þau eru að fara.

Ætla að enda þessa færslu með smá gríni: Pabbi kenndi mér þennan: "Mér vantar yndi mér vantar allt, mér þykir bólið mitt vera svo kalt."

Sæt er ástin satt er það,

sérstaklega fyrst í stað.

Svo er hún þetta, sitt og hvað,

súr þegar allt er fullkomnað.

Kæmi hann til kirkju, klæðin bar hann rýr.

Hryggð í hvarmalögum huldu þungar brýr.

Enginn veit, hvað undir annars stakki býr.

Og þú varst búin að gefa mér leyfi að kveðja þig eins og mér líkar best

Guð blessi þig og gefi þér visku í starfinu þínu.

Friðarkveðjur úr sveitakyrrðinni.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 30.1.2008 kl. 14:12

38 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl öll. Smá grín. Teddi skrifar: "Hinsvegar finnst mér þessi krafa ekki eiga rétt á sér, þar sem Guð hvetur fólk til að auka kyn sitt, presta sem aðra." Við erum nú sum hérna sem höfum ekkert verið að gera í því að auka kyn okkar.  Friðarkveðjur.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 30.1.2008 kl. 14:16

39 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jón Valur: Ég er að benda á að það eru einnig aðrir innan kirkjunnar, sem eru sekir um glæpinn, en ekki að bera blak af prestunum. Ég á við hreina viðbót utan þeirra mála, sem eru efst á baugi. Prestarnir.  Að segja að fólk sé að ota börnum sínum út í mannskemmandi réttarhöld til að ná í peninga er ótrúleg ósvífni að segja.  Það er nokkuð klárt að Kaþólska kirkjan er ekki að snara út 28 milljónum í guð og hvern mann, sem þykist hafa orðið fyrir barðinu á þeim.  Ekki voga þér að bera slíkt á borð.  Annað: Sú grein sem þú vitnar í á Wikipedia hefur eftirfarandi viðvörunarbanner: This section does not cite any references or sources.
Please improve this section by adding citations to reliable sources. Unverifiable material may be challenged and removed. (January 2008)

Hún er engum rökum studd og gengur kirkjan hart í því að kaffæra upplýsingar á leitarsíðum og birta villandi og upplognum réttlætingum.  Þetta munu allir sjá sem Googla þetta.

Það leikur sér enginn að því að ata börnum sínum út í réttarhöld, sem eru sálarmeiðandi og bjóða einelti og atgerfisflótta heim. Varnir þínar dæma sig sjálfar.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.1.2008 kl. 16:54

40 Smámynd: Linda

Það sem maðurinn gerir í nafni Guðs er ekki endilega vilji Guðs, stríð og önnur óspekt hafa verið unnin i "nafni Guðs" eins og við vitum þegar við skoðum mannkynsöguna, það þýðir ekki að ritningarnar staðfesti slíka atburðarás.  Varðandi Kaþólikka og hjónabandið, þá veit ég ekki til þess að ritningarnar mæli með því að fólk gifti sig ekki, ég held einmitt að ritningin tali um að ef fólk getur ekki lifað án kynlífs þá ber því að gifta sig (Kór-bréf að mig minnir). Það mætti ætla að prestar eru ekki síður góðir eða vondir hvort sem þeir giftast eður ei, hinsvegar væri fróðlegt að vita hversu margir mundu kjósa að gifta sig ef þeir hefðu kost á því innan Kaþólsku kirkjunnar.

Þessi taumlausa árás á Kristna trú að hálfu einstaklinga hér á netinu er afar leiðigjörn, þó mundi ég ekki vilja nein höft sett á slíka umræðu, því hún er hluti af þessu frelsi okkar, frelsi til að trúa eins og við viljum og frelsi til þess að tjá okkur um þau málefni sem standa og nær og fjær. Þið sem talið gegn trú minni og annarra hafið e.t.v. fræðilegan skilning á því sem við trúum, en þið hafið einfaldlega ekki hinn andlega skilning.   Hafið þið hann ekki í dag þýðir ekki að þið fáið hann ekki á morgun, þess væri óskandi og e.t.v. fyrirbænarefni.  En hvað sem því líður þá bið ég þess af fullri einlægni að Guð blessi ykkur og varðveiti.

Linda, 30.1.2008 kl. 19:02

41 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Hvers vegna er það altalað að það sé vandamál hversu margir kaþólskir prestar hafi misnotað börn?  Hvers vegna eru það ekki lúterskir prestar sem hafa skorið sig úr hvað þetta varðar?  Eru fjölmiðlar að misnota eða ráðast sérstaklega á kaþólska presta? 

Eru það einhverjar aðstæður aðrar en skírlífið sem gera kaþólska presta (allt karlar) útsettari fyrir því að misnota börn?  Sækja misnotendur meira í að verða prestar hjá Kaþólksku kirkjunni og ef það er svo, þá hvers vegna?  Er það eitthvað í kaþólsku samfélagi sem gerir það líklegra að til preststarfa veljist menn sem eru líklegri til að níðast á börnum kynferðislega?  Skyldi það vera hin teprulega afstaða kaþólskunnar til kynlífs sem veldur þessu meini? 

Kaþólska kirkjan hefur löngum elskað valdið og krafist hlýðni við kreddu sína.  Sá valdhroki sem þar hefur ríkt er án efa meðverkandi í þessu öllu. 

Rósa, í mínum huga er hjónabandið f.o.f. heit og samningur pars um að deila náinni snertingu og kynlífi einungis sín á milli og lifa lífinu saman í nánd og náinni vináttu.   Oftast felur það í sér að eiga saman heimili og mörg hjón en ekki öll stefna að því að eiga og ala upp börn.   Þetta er því einlæg skuldbinding, samvinna og sameiginleg uppfylling ánægjunnar af því að njóta snertingar og unaðar kynlífs.   Vináttan er kjarni hins þroskaða sambands þar sem ánægjan af því að ræða lífið og tilveruna, hið daglega í lífi hvors annars og könnun nýrra hluta við vin sem skilur, örvar, gagnrýnir, veltir upp, sér spaugilegu hliðarnar og er einfaldlega til staðar er ómetanleg.   

Hjónabandið er ekki "stofnun", hvorki "guðs" né annarra.  Hræðileg samlíking.  Ímyndum okkur "stofnunina" heimilið: "Elskan, ertu búinn að stimpla þig út í dag? Ég þarf tímana þína hér fyrir heimilisbókhaldið"  "Ertu búin að skila skýrslu um þá tíma sem þú settir í uppvaskið (eða bílþvottinn)?"  "Strákur, spurnartími þinn hjá föður þínum þessa vikuna er útrunninn, reyndu aftur næstu viku takk fyrir!".  Hver býr til svona fáránleg hugtök: "stofnun Guðs".  

Linda það er leitt að valda þér svona miklum leiða en mikið er gott að heyra að þú ert tilbúin að umbera þetta fyrir sakir tjáningarfrelsisins.  Hinn "andlegi" skilningur er mér hulinn rétt eins og verkun hómeopatalyfja sem Skipholtsapótek auglýsir þessa dagana er mér hulin.  Sumt er hulið bak við lokaðar dyr en ég trúi ekki á allt það sem ímyndun mannsins hefur stungið uppá að sé bak við þær.   Guðinn þinn er einn af þeim, rétt eins og Þór, Óðinn og Seifur og allir aðrir súperkarlar.  

Annars þakka ég ykkur velviljan Rósa og Linda með bænum ykkar og blessunum. 

Svanur Sigurbjörnsson, 30.1.2008 kl. 20:48

42 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jón Steinar skrökvar – eða er einfaldlega glámskyggn lesandi – þegar hann segir: "Sú grein sem þú vitnar í á Wikipedia hefur eftirfarandi viðvörunarbanner. This section does not cite any references or sources" o.s.frv., því að sú viðvörun á við um einungis HLUTA (section) þeirrar Wikipediu-vefgreinar, sem ég vísaði til, og EKKI ÞANN FREMSTA HLUTA, sem ég vitnaði í: "... það sem Wikipedia segir: An estimated 99.8% of Roman Catholic priests have never abused children.[1]," enda var þar vísað í heimild: Philip Jenkins, Pedophiles and Priests: Anatomy of a Contemporary Crisis (Oxford University Press, 2001). ISBN 0-19-514597-6.

Þá segir Jóns  Steinar:

"Að segja að fólk sé að ota börnum sínum út í mannskemmandi réttarhöld til að ná í peninga er ótrúleg ósvífni að segja.  Það er nokkuð klárt að Kaþólska kirkjan er ekki að snara út 28 milljónum í guð og hvern mann, sem þykist hafa orðið fyrir barðinu á þeim.  Ekki voga þér að bera slíkt á borð."

Ég hlæ nú að þessu. Ég reiknaði út meðalbæturnar, sem greiddar voru, skv.góðum heimildum, til að upplýsa um þær í annarri netumræðu um þetta efni fyrir svo sem 1–2 mánuðum. Ég verð ekki keflaður frá því að tala um staðreyndir.

Svanur: "Hvers vegna eru það ekki lúterskir prestar sem hafa skorið sig úr hvað þetta varðar? ... Er það eitthvað í kaþólsku samfélagi sem gerir það líklegra að til preststarfa veljist menn sem eru líklegri til að níðast á börnum kynferðislega?"

Vitlaust spurt í báðum tilfellum. Lútherskir prestar eru ekki stikkfrí frá þessu fyrirbæri. Þar að auki er þetta jafnalgengt í kennslustörfum í Bandaríkjunum eins og það reyndist vera í kaþólsku kirkjunni þar, en það síðarnefnda vekur auðvitað meiri athygli, enda í algeru ósamræmi við köllun prests. Svo gengur Svanur enn og aftur fram hjá því, sem ég nefndi um ráðstafanir kirkjunnar til að koma í veg fyrir, að þeir, sem leggja hug á unglingspilta, fái prestsvígslu.

Öðru þrasi ykkar stallbræðra gegn kaþólsku kirkjunni nenni ég ekki að svara í þetta sinn, en tek undir orð Lindu um "taumlausa árás á kristna trú af hálfu einstaklinga hér á netinu."

Jón Valur Jensson, 30.1.2008 kl. 21:44

43 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Í Morgunblaðsfréttinni stóð að einungis mætti ógilda hjónabönd ef annar aðilinn væri tilfinningalega vanþroska eða ófær um að sinna hjónabandsskyldum.  Við þetta má bæta að ef það sannast að til hjónabandsins er stofnað á grundvelli falskra forsendna, svo sem ef þvingun eða blekkingum af einhverju tagi er beitt þá er hjónabandið einnig ógilt.  Í Bandaríkjunum hefur síðustu áratugi verið tilhneiging til að túlka þessi ákvæði vítt og mig minnir að um miðjan 10. áratuginn hafi Jóhannes Páll II sent frá sér svipaða hvatningu og Benedikt XVI gerir nú. Þetta er því ekki ný umræða innan kirkjunnar.  Það er því frekar óvænt að þessi frétt úr páfagarði skuli verða pistlahöfundinum tilefni til jafn harðra orða og þessara: 

Þessi forneskjulega trúarstofnun hafnar getnaðarvörnum og viðheldur þannig offjölgun, fátækt og útbreiðslu kynsjúkdóma með trúarkreddu sinni.

Offjölgun? Hvað með náttúrulegar getnaðarvarnir? Trúir læknirinn ekki á áhrifamátt þeirra?  Á þeim stöðum þar sem fjölgun fólks fer fram úr því sem efnahagskerfið getur borið á ómegð sér sjálfsagt ýmsar skýringar og er staða og menntun kvenna trúlega það sem helst þarf að bæta. Hvað fátæktina varðar þá verða menn að gæta sín á því að líta ekki á fólkið sjálft sem vandamál. Það eru efnahagslegar aðstæður sem eru vandamálið ekki fólkið sjálft og efnahagslegar aðstæður er hægt að lagfæra, eða er hægt að sýna fram á það með óyggjandi hætti að hjól efnahagslífsins gengju eitthvað betur ef fólkið væri færra? Líklega fengi einhver verðskuldaða athygli hagfræðinga ef hann gæti það. Nei, þvert á móti þá virðist hitt vera raunin að nægur fólksfjöldi sé forsenda fyrir uppbyggingu blómlegs hagkerfis. Eða hvað hefði gerst hér á Íslandi ef hingað hefði ekki streymt fólk frá öðrum löndum hin síðari ár, NB. kaþólskum löndum meðal annars, þ.e. Póllandi og Filippseyjum og víðar? Hefði íslenska hið íslenska efnahagsundur síðustu ára getað orðið það sem það varð án þessa fólks? Svo mætti ætla ef hugsun pistilsins er gleypt hrá og ómelt.

Útbreiðslu kynsjúkdóma? Stuðlar kaþólska kirkjan að útbreiðslu kynsjúkdóma? Ég sem hélt að kynsjúkdómar smituðust helst við kynmök og svo vill til að kaþólska kirkjan predikar skírlífi óaflátanlega þeim kaþólskum sem ekki eru í hjónabandi. Þ.e. segir fólki að stunda ekki kynmök fyrr en í hjónabandi og halda síðan algerri tryggð við makann.  Hvernig má það vera að þessi boðun stuðli að útbreiðslu kynsjúkdóma?

Ragnar Geir Brynjólfsson, 30.1.2008 kl. 23:56

44 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Jón Valur

Það er skrökvað að þér, gengið fram hjá ábendingum þínum, menn eru illviljaðir gagnvart kirkjunni þinni, þrasað yfir máli þínu, það eru taumlausar árásir á kristna trú ykkar, heimildir skortir gegn máli þínu en þú hlærð að þessu, reiknar út hlutina, sýnir pottþéttar heimildir, verður ekki keflaður frá því að tala um staðreyndir, spyrð rétt og nennir ekki að svara þrasi.  Ég skil nú hvers vegna þú átt þér aðdáendahóp hér í bloggheim og trúlega utan hans.. og kannski í ríkinu ykkar þarna handan við, þar sem við ræfils trúleysingjarnir náum ekki að sjá.

Samt ætla ég sem annar af "stallbræðrum" að dirfast að spyrja þig að einu... og leyfa mér að nota þitt orðalag;   Hvernig ætlar kirkjan þín kæra, hin kaþólska að "koma í veg fyrir, að þeir, sem leggja hug á unglingspilta, fái prestsvígslu"?  Sérstaklega vakti athygli mína (loksins) þessi skrfi þín:

Bandaríska skátahreyfingin hefur orðið fyrir skakkaföllum vegna þessa, fyrst og fremst drengir, en hefur þó orðið að sætta sig við þá kröfugerð samtaka samkynhneigðra, að hommar hafi jafnan rétt og aðrir til slíkra gæzlustarfa. En það er orðið slæmt ástandið, þegar foreldrar þora vart lengur að senda börn sín í viku-sumardvöl.

Felst þannig "viðnám" kaþólsku kirkjunnar gagnvart kynferðislegri misnotkun barna að útiloka til prestskaps alla þá sem viðurkenna samkynhneigð sína?  Telurðu sem sagt rót vandans liggja í samkynhneigðinni, sem þú svo af kristnum kærleika þínum kallar "öfuguggahátt" á öðrum stað?  Hvað með þá sem eru "í skápnum" - ætlar kaþólska kirkjan að búa til eitthvað hommapróf til að finna þessa einstaklinga?   Ég veit að þér þykir ekki gott að byrja á "öfugum enda" en þú og kirkjan þín eru að gera það í þessu tilviki.  Hið rétta er að létta af kynsveltinu og hleypa konum einnig í prestskapinn.  "Hungrað" fólk er líklegra til niðurlægjandi örþrifaráða.  Horfið ekki framhjá því í hinu mannlega eðli og uppskerið betri kirkju og betri heim.  Vonandi geturðu nú hlegið Jón Valur.  Það er gott að geta fengið þig til að brosa, jafnvel þó að illvilji sé að baki. 

Svanur Sigurbjörnsson, 31.1.2008 kl. 00:05

45 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Ragnar Geir

Vissulega rúllar fjölmennt hagkerfi vel sem hefur atvinnu og burði til að nýta starfskraftana, líkt og staðan er í Vestur-Evrópu.  Hins vegar er það ríkjandi skoðun og góðum rökum studd að fólksfjölgun meðal fólks sem býr við mikla örbyrgð skapar aukin vandamál.   Konur sem byrja að eignast börn 14-16 ára, ná ekki að menntast og líkur á dauða við barnsburð aukast verulega eftir 2-3. barn.  Vissulega er margt fleira en fólksfjöldinn sem skiptir máli, en fjölgunin er gífurlegt vandamál í löndum eins og Indlandi og mörgum Afríkuríkja.  Getnaðarvarnir eru líka geysilega mikilvægar til að auka stjórn fólks yfir lífi sínu og færa því mun meiri lífsgæði og tíma til menntunar.  Hvernig geturðu horft fram hjá því? 

Hvað áttu nákvæmlega við með orðunum "náttúrulegar getnaðarvarnir"? 

Varðandi kynsjúkdómana þá virkar skírlífi ekki, enda er kaþólska kirkjan ekki að boða það á meðal almennings, nema sem lifimáti fyrir giftingu.   Skírlífi hefur aldrei virkað því fólk fer ekki eftir því og það er andstætt eðli okkar.  Alveg sama hversu kaþólskir munu staglast á því, þá verður það aldrei frjálst val fólks nema hjá litlum hluta.   Það hjálpar ekki að lifa með bundið fyrir augun og stöglast á hlutum sem enginn fer eftir og er í raun ekki hægt að ætlast til að fólk fari eftir.  Í meira en þúsund ár reyndi kaþólska kirkjan að stýra kynlífi fólks en það tókst ekki.  Mælir þú með því að rembast meira í þeim runna?  Draumsýnin um skírlífi fram að giftingu og svo bara einn maka allt lífið er bara fantasía sem er löngu sprungin og ákaflega fáir ná að fara eftir, jafnvel þó að þeir trúi sterkt á það.   Í frjálsu samfélagi ganga þessir hlutir einfaldlega öðru vísi fyrir sig og fólk vill hafa val til að stýra sínu lífi en lifa því ekki eftir valdboði biskupa sem segjast tala frá guði.

Svanur Sigurbjörnsson, 31.1.2008 kl. 00:30

46 Smámynd: Jón Valur Jensson

Frábært innlegg þarna frá Ragnari Geir Brynjólfssyni, með áberandi sterkum hápunkti í lokin.

Reyndu bara að gera að gamni þínu á þessu útskoti tilverunnar, Svanur Sigurbjörnsson. En við, sem hér höfum skrifað, erum sennilega öll sammála um það, að barna- og unglinga-áníðsla presta sem og annarra sé "öfuguggaháttur", og um það var ég að tala. Þessi öfuguggaháttur ýmissa bandarískra og írskra presta (einkum), sem uppvís varð, beindist í yfirgnæfandi fjölda tilfella að drengjum og piltum. Að "aflétta kynsvelti" þeirra er ekki lausnin, heldur að losa þá við hempuna og útiloka þá og alla slíka frá öllum umönnunarstörfum barna og unglinga.

Kirkjan útilokar nú jafnframt alla virka homma frá prests- og djáknaembættum, það er einfaldlega í samræmi við kenningu hennar; hinum "óvirku" í þessum hópi er einnig vísað frá prestaskólum kirkjunnar, ef hneigð þeirra til eigin kyns er sterk. Þá er það staðreynd, sem Svani virðist ókunnugt um, að meðal homma er mun meiri kynferðislöngun til ungs fólks heldur en meðal gagnkynhneigðra. [1] Þetta gerir þann hóp veikari á svellinu heldur en gagnkynhneigða fyrir unglingum, en drengir og unglingspiltar þjóna víða sem kórdrengir kirkjunnar.

[1] Þetta kom fram í rannsókn Silverthornes og Quinseys á 192 'adults', gagn- og samkynhneigðum, sem birt var í Archives of Sexual Behavior árið 2000.

Jón Valur Jensson, 31.1.2008 kl. 01:03

47 Smámynd: Jón Valur Jensson

"Skírlífi hefur aldrei virkað því fólk fer ekki eftir því og það er andstætt eðli okkar.  Alveg sama hversu kaþólskir munu staglast á því," segir Svanur. Þetta er alls ekki rétt, þótt vissulega sé geysimikið um, að þeir, sem vilja ekki vera skírlífir, séu það alls ekki! – Giftu fólki tilheyrir skírlífi gagnvart öðrum en makanum, sem og t.d. þegar konan hefur tíðir og þegar makinn er algerlega óupplagður, og það er vel hægt að ástunda þá skírlífi, kostar ekki nema svolitla sjálfsafneitun – Svanur hefur væntanlega reynt það sjálfur. En fyrir ógifta fer þetta líka eftir innra hugarfari. Fyrir þá, sem hafa hina trúarlegu motivation og trúfestinnar, með Guð sinn og hans boð í huga, er alveg hægt að vera skírlífur fram að hjónabandi – trúuðum manni getur verið yndi að því að fara eftir boðum Guðs (sjá Davíðssálm 119). M.a.s. getur fólk verið skírlíft vegna hræðslu við samfélagið, sbr. sumar múslimakonur, eða vegna hræðslu við grasserandi kynsjúkdóma, og hvers vegna skyldi það þá ekki vera hægt af öðrum, jákvæðari og æðri ástæðum? Það krefur vissulega um trú hjá flestum, en einmitt til hinna trúuðu talar páfinn í predikunum sínum, ekki til þeirra, sem hafna kirkjunni og kenningu hennar.

Umfram allt virkar skírlífi í sínum góðu afleiðingum.

Jón Valur Jensson, 31.1.2008 kl. 01:29

48 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jón minn: Ertu nú algerlega blindur? Viðvörunin er akkúrat við þann hluta greinarinnar, þar sem þú vitnar í varðandi hlutfall brotamanna í hópi prestanna.  Það er engum rökum stutt. Capiche?

Jón Steinar Ragnarsson, 31.1.2008 kl. 02:26

49 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hverjar eru svo heimildirnar JV, sem þú reiknaðir þessi ósköp út eftir?  Eru þær jafn áræðanlegar og heimildirnar, sem þú vitnaðir í á wikipedia?  Annars vil ég minna á að þú hefur margoft hæðst að þeim, sem voga sér að vitna í sögulegt efni á Wikipedia.  Þú ert eins og vindhani.  Þú talara einatt um að þínar heimildir séu traustar en forðast að nefna þær. Er það vegna þess að þær eru teknar af síðum Kaþóolskra lobbyista? Ekki get ég ímyndað mér að þú sért að gramsa á síðum andstæðinganna.

Jón Steinar Ragnarsson, 31.1.2008 kl. 02:32

50 Smámynd: Jón Valur Jensson

Er prófessor Philip Jenkins "kaþólskur lobbyisti"? Það er frétt til næsta bæjar. Þetta er virtur fræðimaður og hefur hlotið verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín. Og maður hefði haldið, að vitna mætti hér í Wikipediu. En heimildirnar, sem ég vitnaði í um meðaltals-bætur á hvert fórnarlamb, sem bætur hefur fengið, eru byggðar á staðfestum atriðum varðandi réttarsátt og dæmdar bætur, ólíkt loðmullutali nafna míns.

Ræði þetta ýtarlegar, þegar ég hef betri tíma til. 

Jón Valur Jensson, 31.1.2008 kl. 11:21

51 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Svanur minn. Langar að skrifa fáein orð. Par stofnar til sambands og ákveður að gifta sig. Flestir fara í kirkju og presturinn biður Guð um blessun. Þarna varð til ákveðin andleg stofnun- andlegur samrunni - upphaf.  Þau sameinast. Þetta var ég að meina en ekki einhverja steinsteypu - stofnun eins og Landspítalann. En ég viðurkenni að ég hafði gaman af svari þínu. Elskan - ég var að stimpla mig inn og ég er að fara að vaska upp!! En ég í raun veit að það þýðir ekkert að ræða þessi mál við þig vegna ólíkra skoðana um Guð sjálfan hvort hann sé til eða ekki. Ég vona að við getum verið sátt þó við séum ólík og með ólíkar skoðanir. Guðs blessun héðan úr vetrarveðrinu á hjara veraldar.

Smá grín fyrir þig: "Konur hafa mikla kímnigáfu - lítið bara á mennina sem þær giftast.2 Ók. höf.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 31.1.2008 kl. 19:44

52 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Svanur spyr:

Hvað áttu nákvæmlega við með orðunum "náttúrulegar getnaðarvarnir"? 

Ég á við náttúrlegar aðferðir til að koma í veg fyrir getnað sem byggja á frjósemishring konunnar. Um þetta má lesa á doktor.is hér og á vef landlæknisembættisins í þessu pdf skjali hér.

Ragnar Geir Brynjólfsson, 31.1.2008 kl. 20:31

53 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Svanur skrifar:

Hins vegar er það ríkjandi skoðun og góðum rökum studd að fólksfjölgun meðal fólks sem býr við mikla örbyrgð skapar aukin vandamál.   Konur sem byrja að eignast börn 14-16 ára, ná ekki að menntast og líkur á dauða við barnsburð aukast verulega eftir 2-3. barn.  Vissulega er margt fleira en fólksfjöldinn sem skiptir máli, en fjölgunin er gífurlegt vandamál í löndum eins og Indlandi og mörgum Afríkuríkja. 

Ekki ætla ég að gera efnislegar athugasemdir við þessa málsgrein en hvernig færðu út að fólksfjölgun meðal fólks sem býr við mikla örbirgð sem og  að þegar konur byrji að eignast börn snemma geti á einhvern hátt verið afleiðing af boðun kirkjunnar um skírlífi og taumhald í hjónabandi? Mér er ekki kunnugt um að kirkjan hvetji fólk til að hlaða niður ómegð þó svo að í kaþólskri menningu sé móðurhlutverkið vegsamað og börn álitin blessun. Ég man t.d. eftir því að á árunum uppúr '90, líklega hefur það verið í kjölfar mannfjöldaráðstefnunnar í Kaíró '94 að Jóhannes Páll II páfi sagði að hjón yrðu að vega og meta af kostgæfni hvort efnahagur þeirra þyldi þriðja barn. En þér er kannski kunnugt um heimildir sem ég hef aldrei séð? Ef marka má málflutning þinn þá er til kirkjufólk sem suðar í fátækum foreldrum og etur þeim út í óskynsamlegar barneignir. Hvar er það kirkjufólk Svanur og hverjar eru heimildir þínar um forkastanlega ómegðarráðgjöf þess til foreldra?

Ragnar Geir Brynjólfsson, 31.1.2008 kl. 20:43

54 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Svanur heldur áfram:

Getnaðarvarnir eru líka geysilega mikilvægar til að auka stjórn fólks yfir lífi sínu og færa því mun meiri lífsgæði og tíma til menntunar.  Hvernig geturðu horft fram hjá því? 

Hvernig tengist það boðun kirkjunnar að einhverjir hafa ekki stjórn á lífi sínu? Telurðu að gift eða ógift kaþólskt fólk sem gengur í berhögg við 6. boðorðið sem er eitt af meginboðum trúarinnar haldi samt getnaðarvarnabannið sem beint er til kaþólskra hjóna? Ég verð að viðurkenna að ég næ ekki alveg röksemdafærslunni hjá þér. En miðað við málflutning þinn þá hlýturðu að þekkja til einhverra svona dæma eða að minnsta kosti getað bent á tölur sem sanna mál þitt.

Ragnar Geir Brynjólfsson, 31.1.2008 kl. 20:59

55 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Ragnar Geir

Getnaðarvörn byggð á tíðarhring konunnar er mjög óörugg.  Enginn ráðgjafi mælir með því frekar en p-pillunni. 

Fólksfjölgun verður mikil þar sem engar getnaðarvarnir eru notaðar.  Það er punkturinn.  Ótrúlegt að ég þurfi að taka það aftur fram.

"...haldi samt getnaðarvarnarbannið.."  Ertu að segja að það gerið það sem sagt ekki.  Til hvers ertu þá að verja þá stefnu að fólk eigi ekki að nota getnaðarvarnir?  Finnst þér í lagi að páfinn bulli eitthvað sem ekki er svo búist við að fólk fari eftir?  Hvers konar leiðtogi er það?    Hvaða dæma?  Dæma um að fólk hafi meiri stjórn á lífi sínu vegna notkunar getnaðarvarna?  Auðvitað er fullt af dæmum.  Hún sést á hinni vestrænu samfélagsgerð þar sem konur sækja orðið Háskólanám meira en karlar.  Hefurðu ekki tekið eftir því?  Þú ert sem sagt að segja að "fólk sem drýgir hór" (6. boðorðið) muni ekki halda bannið við getnaðarvörnum, þ.e. noti getnaðarvarnir.   Kallarðu það að drýgja hór að eiga kynlíf fyrir hjónaband?  (sbr "ógift kaþólskt fólk").  Það tengist boðun kirkjunar "að einhverjir hafi ekki stjórn á lífi sínu" á þann veg að með þvi að neita hvorst sem er giftu eða ógiftu fólki um notkun getnarðarvarna, er kirkjan að minnka möguleika þess á því að stjórna því hvenær það á börn og stofni til fjölskyldu.  Ef þú sérð það ekki ertu algerlega blindur fyrir þjóðfélagsþróun og mannlegri hegðun síðustu alda.  Spurðu t.d. alþingiskonur okkar hverju p-pillan breytti fyrir konur.  Spurðu Vigdísi Finnbogadóttur. 

Svanur Sigurbjörnsson, 31.1.2008 kl. 23:16

56 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Svanur, ég skrifa hér vegna ummæla þinna í garð kaþólsku kirkjunnar í pistlinum hér að ofan og fyrir mér vakir fyrst og fremst að grafast fyrir um forsendur ummælanna. Mér virðist að skírlífisboðun kirkjunnar sé ekki helsta ástæða þeirra a.m.k. finnurðu þeirri boðun helst til lasts að hún sé ekki að virka, segir þó að þessi boðun sé andstæð mannlegu eðli. Svo virðist sem getnaðarvarnabannið sé helsta ástæða þeirra og þá helst þegar það er sett í umhverfi þar sem það:

viðheldur .. offjölgun, fátækt og útbreiðslu kynsjúkdóma með trúarkreddu sinni

svo notuð séu þín eigin orð. Helsta röksemd þín sýnist mér sú sem þú setur skýrast fram í síðasta innlegginu, þ.e.

Það tengist boðun kirkjunar "að einhverjir hafi ekki stjórn á lífi sínu" á þann veg að með þvi að neita hvorst sem er giftu eða ógiftu fólki um notkun getnarðarvarna, er kirkjan að minnka möguleika þess á því að stjórna því hvenær það á börn og stofni til fjölskyldu.

Boðun kirkjunnar um getnaðarvarnir er eingöngu beint til hjóna og hugsunin á bakvið það er sú að getnaðarvarnir hindri hjónin í að vaxa í kærleikssambandi sínu. Litið er þannig á málið að með óvörðu samlífi sínu staðfesti hjónin að þau hyggist ekki umgangast hvort annað á eigingjarnan hátt. Að með því séu þau í raun að staðfesta algera sjálfsgjöf sína til hins aðilans.  Kirkjan leggur jafnframt blessun sína yfir náttúrulegar aðferðir til getnaðarvarna sem samkvæmt bæklingi landlæknis eru 98% öruggar. Ef þú ert á öðru máli þá ættirðu að senda landlækni línu og benda honum á að leiðrétta þessi dreifirit sín.  Einnig skiptir máli að fólk sé frjálst bæði að eignast börn og að samfélagið taki við börnum á jákvæðan hátt og með opnum örmum en líti ekki á börn sem byrði eða hindrun í vegi efnislegra framfara. Bæði fátækir og ríkir og þeir sem eru nær og fjær sitja við sama borð hvað þetta varðar. Kirkjan boðar fátækum ekki minna frelsi en ríkum til að eignast börn.

Sem vesturlandabúar verðum við að gæta okkar á því að telja að við getum leyst vandamál fjarlægra og ólíkra þjóða með patentformúlum. Þetta fólk verður að leysa sín mál sjálft en við getum hugsanlega aðstoðað ef við erum beðin um aðstoð. Það er bæði  skiljanlegt og á sinn hátt virðingarvert að þú og aðrir frjálslyndir læknar skuli finna til samkenndar með fátæku fólki og vilja leiðrétta bágar aðstæður þeirra en það er hæpið að það verði gert með því að skrifa recept. Ég leyfi mér því að efast um að pillur eða læknisaðgerðir leysi efnahagsvanda heimsins. Lifðu heill Svanur og hafðu þakkir fyrir spjallið. Ég vona að ég hafi náð að varpa einhverju ljósi á afstöðu kirkjunnar og að þú mildist í afstöðu þinni til hennar.

Ragnar Geir Brynjólfsson, 1.2.2008 kl. 21:32

57 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Mig langar að benda á pistil eftir mig um heimildamyndina Deliver Us From Evil

http://maggadora.blog.is/blog/maggadora/entry/329109/ 

sem fjallar um barnaníð innan kaþólsku kirkjunnar. Í myndinni er einmitt farið inn á þá lágkúru sem margir kaþólskir stunda að vilja klína barnaníði á samkynhneigða presta. Sannleikurinn er að þeir prestar sem stunda barnaníð eru langflestir gagnkynhneigðir og það verða stúlkur jafnt og drengir fyrir barðinu á þeim. 

Talið er að allt að 10% presta innan kaþólsku kirkjunnar hafi stundað barnaníð. 

Margrét St Hafsteinsdóttir, 4.2.2008 kl. 02:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband