Vesalings guðskerti flugmaðurinn

Ég skil vel manninn - leitin að "Guði" getur gert menn hreint sturlaða.  Maðurinn var "hátt uppi" og samt fann hann ekki guð.  Hræðilegt, svo ekki sé minna sagt, hreint hræðilegt!  Frown

Nei líklega verður samt að þakka Guði fyrir að varaflugmaðurinn náði ekki völdum í vélinni og keyrði hana í jörðina af sturlun í leit sinni að samtali við Guð.  Hvað hafði Guð annars að gera með að tala við sturlaðan mann?  Hann getur bara látið Guð í friði, sveiattan!  Guð elskar hann samt líka, en vill bara ekki tala við hann í svona ástandi.  Af guðlegri forsjá var þetta bara varaflugmaður og þeir mega missa sín.

En kannski nær varaflugmaðurinn sambandi við Guð á Írlandi.  "Clever move" hjá honum að fá lendingu þar, því á Írlandi hafa menn marga hildi háð vegna þess að þeir fundu Guð, en fengu bara mismunandi leiðbeiningar um hvað hann vildi.  Írar eiga marga sérfræðinga á þessu sviði og varaflugmaðurinn fær áreiðanlega hjálp.  Með Guðs hjálp mun hann fljúga á ný!  Grin

----

Ps: Whistling


mbl.is Flugmaður fékk taugaáfall í flugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Í heimildarmyndinni á síðunni minni: "The God who wasn't there." þá segir einn aðventistinna ða hann haldi að flugfélög passi sig á að hafa einn trúleysingja á móti hverjum kristnum í flugstjórnarklefanum, því þegar frelsarinn kemur og tekur Kristna til sín (The Rapture eða brottnámið samkvæmt opinberunarbókinni) þá sé það náttúrlega öryggisatriði að báðir flugmenn verði ekki teknir burt í miðju flugi. 

Kannski ætti kristur annars að fara að drífa sig í þessu, svo það verði friður fyrir trúarbrjálæðinu.

Jón Steinar Ragnarsson, 31.1.2008 kl. 02:19

2 Smámynd: Róbert Björnsson

Mikil mildi að þetta endaði ekki eins og EgyptAir Flight 990 sem krassaði í sjóinn undan ströndum Massachusetts árið 1999 eftir að aðstoðarflugmaðurinn snappaði og ákvað að drepa sjálfan sig og alla um borð.  Samkvæmt hljóðrita vélarinnar voru þetta hans síðustu orð: "I made my decision now. I put my faith in God's hands." (þýtt úr arabísku)

Það er ekki hægt að treysta trúuðum fyrir lífi og limum fólks. 

Róbert Björnsson, 31.1.2008 kl. 06:34

3 identicon

Þegar menn ljúga að sjálfur sér að lífið sé eins og tölvuleikur, eina sem þarf að gera er að drepast og þá svífa menn upp í himininn... þetta er stórskaðleg hugsun, er eiginlega hættulegasta ímyndun í heiminum.
Það ætti að breyta um nafn á trú og kalla hana sjálfsblekkingu dauðans, take away death & you take away religion.

DoctorE (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 08:58

4 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

He he já Jón Steinar þetta verða flugfélögin að passa - hver á að fljúga ef hinir trúuðu verða "uppnumdir"?  Geysilega praktískt vandamál.

Já, Það var hrikalegt Róbert.  Hugarfarsleg heilsa flugmanna skiptir geysilegu máli.   Hvílík eigingirni að drepa alla sem með honum voru í flugvélinni í eigin sjálfsmorði.  Það er þó nokkur spurning hvað hann hafi átt við með þessu "I put my faith in God's hands", en ekki hljómar það vel. 

Já, blekkingin um eftirlífið eða himnavistina hefur haft hræðilegar afleiðingar.  Það væri óbærilegra að drepa sig (og aðra með) ef þessi haldvilla væri ekki til staðar.

Svanur Sigurbjörnsson, 31.1.2008 kl. 15:56

5 identicon

Þú kallar þú þig lækni og ferð svona háðuglegum orðum um veikan mann? Ég er þegar búinn að tilkynna um óviðeigandi tenginu við frétt vegna þess að ég lít á það sem siðleysi hvernig þú gerir þér mat úr veikindum mannsins. Kennir þú þig ekki annars við siðmennt? Eitthvað er ekki í lagi hér.

Valdimar Hreidarsson (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 16:51

6 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hverjar ætli séu líkurnar á að báðir flugmennirnir klikkist og vilji tala við guð. Guð minn góður! Nú hætti ég alveg að fljúga!

Sigurður Þór Guðjónsson, 31.1.2008 kl. 17:09

7 identicon

Ef báðir flugmenn eru í þjóðkirkjunni þá eru afar litlar líkur á að þeir sturlist og vilji tala við guð því mjög fáir í henni eru virkilega trúaðir, þeir eru bara þarna.
Ef það eru kaþólikkar þá er allveruleg hætta, ef þeir eru í krossinum þá eru 90%+ líkur á að eitthvað spúkí gerist.

DoctorE (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 17:54

8 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Það virðist vera rík ástæða til að kanna trúarafstöðu þeirra sem fara í flugnám.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 31.1.2008 kl. 23:12

9 identicon

Það er mjög mikið dilemma að treysta trúmanni því þeir eiga ósýnilegan vin sem er mikilvægari en allt annað... sem er bara weird því það er ekkert sem segir að ósýnilegir vinir séu til nema í hugarheimi fólks.

DoctorE (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 19:59

10 Smámynd: Vendetta

"Kannski ætti kristur annars að fara að drífa sig í þessu, svo það verði friður fyrir trúarbrjálæðinu."

Já, það yrði landhreinsun að því, ef allir Vottarnir, Aðventistarnir, Baptistarnir, Mormónarnir, kardínálarnir og páfinn hyrfu allt í einu. En ég er hræddur um að það verði ekki Kristur sem sæki þetta fólk.  Og þetta verður ekkert langt ferðalag heldur. Hvað var jarðskorpan annars þykk?

Vendetta, 8.2.2008 kl. 09:33

11 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Svanur! Hvar ertu eiginlega?

Margrét St Hafsteinsdóttir, 13.2.2008 kl. 20:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband