Ómannúðlegir dómar

Smygl, dreyfing og sala á eiturlyfjum til óharðnaðra unglinga og barna er alvarlegur glæpur en jafnvel þó að um ákveðinn þrýsting eða brögð sé að ræða þegar efnin eru seld eða gefin í byrjun til að koma fólki á bragðið, þá er ábyrgðin alltaf talsverð á notandanum einnig.  Það má segja að hún sé jafnvel meiri hjá þeim sem kaupir.  Enginn í dag ætti að vera svo illa upplýstur að halda að það sé bara gott mál að taka eiturlyf.

Löng einangrunarvist eða dómar uppá meira en 4 ár ættu ekki að viðgangast fyrir það eitt að smygla.  Lengsti dómurin í þessu svokallaða Pólstjörnumáli var 9.5 ár! 9.5 ár!  Borið saman við menn sem myrða fólk köldu blóði og fá 12-16 ár er þetta út í hött.  Nú þekki ég ekki alla málavöxtu í þessu tiltekna máli og ætla ekki að úthrópa þetta meira án frekari skoðunar, en það er samt ljóst út frá þeim tilfellum sem maður hefur heyrt af að dómar við sölu og smygli eiturlyfja eru talsvert harðir. 

Ætlum við nú að fylla fangelsin af eiturlyfjaglæponum?  Við, sem eigum ekki einu sinni fangelsi í miðbænum með lágmarks stöðlum hvað aðbúnað varðar og Litla Hraun er ákaflega lítilfjörlegt svo vægt sé til orða tekið.  Hvað með nauðgara og morðingja?  Eigum við að hleypa þeim út svo við getum komið inn fleiri sölumönnum kókaíns, líkt og staðan er orðin í USA? 

Það þarf að endurskoða refsilöggjöfina rækilega.  Notum fangelsin fyrir þá sem þar eiga heima.


mbl.is Löng einangrunarvist Íslendings óviðunandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: kiza

Að maður tali nú ekki um kynferðisafbrotadóma      Mjög sjaldan sem maður sér naugðara hneppta í gæsluvarðhald í svona langan tíma.

Vona bara að meðferðargangurinn á Hrauninu sé að skila sínu og að þessir strákar geti fundið lausn á sínum málum. 

kiza, 10.4.2008 kl. 12:51

2 Smámynd: Halli

Þessi strákur sem var í einangrun er ekki dópisti, hann var bara ap hjálpa æskuvini sínum þannig hann þarf ekkert að fara í meðferð.

Halli, 10.4.2008 kl. 12:59

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þessi peyi er óheppinn.  Mjög svo.  Það er eins og færeyingar ætli sér að gera eitthvert fordæmi úr honum.  Sem fær mig til að hugsa um hvernig dóp-menningin verður þar... 4 mánuðir í einangrun bara fyrir að leyfa díler að gista hjá sér.  Vá.

Ásgrímur Hartmannsson, 10.4.2008 kl. 13:30

4 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Á meðan CIA mokar eiturlyfjum til Vesturlanda eins og þeir eru búnir að stunda lengi leynt og ljóst verður vandinn gígantískur áfram, eiturlyf fyrir vopn er svo siðspillt hugsun að ekki tekur nokkru tali og magnað að þessi glæpastofnun hafi komist svona lengi upp með óþverrann og lítið lát á.

Georg P Sveinbjörnsson, 10.4.2008 kl. 13:59

5 identicon

Barnaníðingar og nauðgarar flestir fá nokkra mánuði.
Enda þetta með að segja að eiturlyfjastríðið er ekki að virka, það hefur aldrei virkað; Kannski er planið að hafa það þannig.
Það fylgja flestir formúlu USA í þessu máli, meira að segja eru löggæslumenn í USA farnir að mótmæla þessu rugli sem allir tapa á nema topparnir í bransanum

DoctorE (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 14:05

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála þér hér.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.4.2008 kl. 14:38

7 Smámynd: halkatla

það hefðu sko svo og svo margir "huganlega" "kannski" getað dáið af þessum eiturlyfjum, og auðvitað átti að selja þau öll börnum sem vita ekki hvað eiturlyf eru fyrren dópsalinn mætir á skólalóðina, enginn fullorðinn notar nefninlega eiturlyf sko....

almúginn kann bara ekki reikniformúlurnar sem eru notaðar til að reikna út öll dauðsföllin sem verða af ólöglegu dópi...  

maður skammast sín

halkatla, 10.4.2008 kl. 18:54

8 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Athyglisvert hve margir eru komnir á þá skoðun að lögleiða á einhvern máta eiturlyf.  Það hljómar hræðilega í fyrstu en þegar maður skoðar rökin með því er erfitt að finna sannfærandi rök gegn því.  Bann á áfengi t.d. skilaði bara gróðrabraski fyrir glæpaklíkur og hið sama er uppi á teningnum með eiturlyfin.  Ef þetta yrði gert yrði að hafa takmarkanir á sölunni og aldurstakmörk.  Horfa verður til reynslu landa eins og Hollands þar sem meira frjálsræði hefur ríkt í þessum efnum.   Þetta hefur einnig verið reynt á afmörkuðum svæðum í Sviss minnir mig. 

Takk fyrir hlekkina Páll.  Grein fyrrverandi lögreglustjóra í Seattle sem skrifar í Seattle Times er athyglisverð. 

Svanur Sigurbjörnsson, 10.4.2008 kl. 23:00

9 identicon

Það er svo rosalega margt sem mælir með lögleiðingu, stríðið er gjörtapað, glæpaklíkur græða á tá og fingri, skítug efni, dómar geta skaðað menn meira en efnið, tabúið virkar sem segull á þá yngri, áfengi sem er eitt versta efnið er eini valkosturinn.. bla bla bla

DoctorE (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 23:26

10 identicon

Það sem er gott við lögbannið er að verðið á þessum efnum er mjög hátt hér á landi. Ef verðið lækkar mun það án nokkurs vafa leiða til aukinnar neyslu. Hátt verð er að vísu slæmt fyrir langt leidda fíkla en það er alltaf spurning hvort ríkið ætti ekki að gefa þeim hópi efnin sín - það sárvantar umræðu um slíkt. 

Það verður alltaf glæpastarfsemi í kringum fíkniefni, jafnvel þó lögleiðing kæmi til. Eins og Svanur sagði þá þyrfti salan að vera háð takmörkunum. 14 ára krakkar gætu ekki hoppað út í búð eftir krakki. Haldið þið að foreldranir myndu gera það fyrir börnin sín eins og þeir gera með áfengi?

Ég get ekki ímyndað mér annað en að lögleiðing myndi auka neyslu og búa til fleiri fíkniefnaneytendur. Lögbann virðist stundum vera sóun á fjármagni en er þó skömminni skárri en hinn kosturinn. 

Dómarnir sem smyglarar fá eru þó út í hött og til skammar fyrir íslenskt réttarkerfi. 

María (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 00:48

11 identicon

Bara einn punktur: Það er ótrúlega lífsseigur misskilningur að þetta séu allt eintóm "burðardýr", believe me I know :)

AE (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 08:17

12 Smámynd: halkatla

ég er algjörlega sammála doktor E.

halkatla, 11.4.2008 kl. 10:52

13 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sæl María

Það eru einmitt þessir punktar sem þún nefnir sem maður hefði áhyggjur af ef það ætta að lögleiða eiturlyf á einhvern máta.  Markmiðið með lögleiðingunni er fyrst og fremst að eyðileggja svartamarkaðinn og það gerist með því að verðið hrapar.  Trúlega myndi það leiða síðan til meiri neyslu þeirra sem þegar hafa ánetjast en megin spurningin er hvort að það valdi því að fleri ánetjist.  Fyrrum lögreglustjóri í Seattle telur að fleiri muni nota efnin en það sé betra en að hafa núverandi glæpaöld og svartamarkað.   Eins og hann bendir á, þá verður alltaf eftirspurn eftir eiturlyfjum.  Siðferðislega séð er það einnig vafasamt að banna fullorðnu fólki að neyta hvaða rugls sem er því það er skerðing á frelsi.  Fullorðnir ráða því hvað þeir gera við eigin líkama rétt eins og þeir ráða því hvort að þeir fara til kuklara, dávalds, drekka sig ofurölvi, reykja, offitna, sitja á rassinum alla daga o.s.frv.  Þegar lögin eru of langt í anda forræðishyggju inná einkasvið fólks, er hætt við að þau séu einfaldlega dæmd til að vera brotin.

Svanur Sigurbjörnsson, 11.4.2008 kl. 11:36

14 identicon

Sæll vinur minn.

Í þetta sinn ætla ég að fá að vera algerlega ósammála þér - áfengi og hörð fíkniefni eru ekki sambærileg:  Hættan á að ánetjast hörðum fíkniefnum er einfaldlega meiri en að ánetjast áfengi, og hörðu fíkniefnin valda óafturkræfum skemmdum í heila eftir tiltölulega stuttan tíma í neyslu.

Refsingar þeirra sem flytja inn hörð fíkniefni eiga að vera harðar - sölumenn þeirra eru réttnefndir sölumenn dauðans.

Bestu kveðjur,

Hlynur.

Hlynur Níels (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 11:37

15 identicon

Ég hef trú á því að lögleiðing myndi skila fleiri neytendum, sérstaklega ungum neytendum. Áfengi er frekar dýr vímugjafi. Ef verð á amfetamíni og e-töflum myndi lækka umtalsvert tel ég að fjöldi ungs fólks myndi velja þau efni fram yfir áfengi, því þau hafa vissa kosti sem áfengi hefur ekki. 

Ég vil fá umræðu um sprautufíkla og "meðferðir" í formi gjafa á stofnunum í samfélaginu. Slík úrlausn myndi husanlega skila sér í lækkaðri glæpatíðni. Nú veit ég ekki hversu stór hluti afbrota er framinn af þessum hópi en það þarf varla að benda á hættuna sem stafar af því að hafa heróínfíkil á leið í fráhvörf sem á ekki fyrir næsta skammti á götunni. 

Frelsisskerðing... Hvað með að leyfa neyslu (líka til að fækka þeim vandamálum sem fíklar þurfa að glíma við) en halda banninu á dreifingu og sölu?

María (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 12:36

16 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sæll Hlynur og velkominn í umræðuna

Það er algerlega rétt hjá þér að áfengi og hörð fíkniefni eru ekki sambærileg hvað ávanahættu varðar og hraði líffæraskemmda er mun meiri af eiturlyfjum.  Mýkri efni eins og hass er trúlega minna hættulegt en reykingar og áfengi til langvarandi notkunar en veldur óæskilegum áhrifum á persónuleika og minni eftir t.t.l. stutta notkun, þannig að daglegir neytendur þess verða kærulausir og skortir framkvæmdavilja. 

 Megin markmiðið hlýtur að vera það að draga úr neyslu þessara efna og helst útrýma henni alveg en því miður er það eins og með áfengið að á meðan fólk telur sig (réttilega eða ekki) geta notað þessi efni án þess að valda varanlegum skaða á líkama sínum, þá verður áfram til eftirspurn.  Eftirspurninni fylgja svo alltaf sölumenn. 

Af hverju er ásókn eða fíkn í límsniff ekki verulegt vandamál og öll lím í landinu ekki bönnuð með lögum?  Væntanlega af því að fólk hefur séð að límsniffun drepur heilann mjög fljótt.  Hræðileg tilvik hafa átt sér stað vegna þessa en sem betur fer hafa "faraldrar" límsniffunar varað stutt og eðli málssins samkvæmt er slíkt sjálftakmarkandi.  Það er heldur ekki gróðravænlegur "business" að selja einhverjum vöru sem eyðileggur kaupandann því þá endist ekki eftirspurnin.

Vímuefni eru öll skaðleg að því undanskyldu að sum þeirra má nota í litlum skömmtum og eftir settum reglum í lækningaskyni.  Sölumenn sígarettna eru því einnig "sölumenn dauðans"  þó að um hægari dauðdaga sé að ræða en mögulega getur orðið við notkun harðra vímuefna sem eru þvi kölluð "eiturlyf".  Við viljum ekki að fólk geri sér þann óleik að neyta þessara efna og við viljum vernda börn frá áreitni sölumanna.  En felst lausnin í hörðum refsingum?  Myndu færri reykja og glæpir færri ef við hefðum bannað reykingar með lögum að viðlögðum fangelsisdómum?  Eru neytendur harðra fíkniefna slæmt fólk sem ber að setja í fangelsi?  Þetta fólk er að skaða sjálft sig og þannig óbeint aðra en gildir það ekki hið sama um aðra sjálfseyðileggjandi hegðun?  Fólk étur á sig 100-200 aukakíló á 10-20 árum og það veldur miklum aukakostnaði í heilbrigðiskerfinu og vinnutapi.  Á að fangelsa fólk fyrir matarfíkn?  Banna skyndibitastaði og sælgæti?  Það myndi trúlega virka þannig að þjóðin yrði mjórri en getur þjóðin horfið aftur til þess tíma þegar stærsta kókflaskan var 500 ml og sælgæti í litlum "pökkum" var einungis selt i litlum söluturnum?  Hamborgar, franskar og pitza voru ekki til.  Getum við horfið aftur til þess tíma (1870) þegar ekki var búið að einangra kókaínið úr laufum sínum og samgöngur til Íslands voru svo takmarkaðar að ekkert illt barst til landsins?  Það barst ekki mikið af neinu góðu heldur he he. 

Ég hef ekki einhlít svör en ég er ekki að sjá glæpatíðni og eiturlyfjavandann minnka á Íslandi með núverandi fyrirkomulagi.  Það þarf að skoða þessa hluti miklu nánar og í víðara samhengi en hefur verið gert.

Svanur Sigurbjörnsson, 11.4.2008 kl. 13:25

17 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Sæll Svanur.

Ég er búin að vera lítíð á blogginu en ég tek algjörlega undir þín skrif.  Mér finnst þessir dómar út í hött!  Ég þekki talsvert til fangelsismála hér á landi eins og þú og ég er á móti löngum dómum enda hafa rannsóknir sýnt að þeir gera akkúrat ekkert fyrir þann sem afplánar nema að brjóta hann endanlega niður. Það vantar fleiri og betri úrræði.

Mér finnst allt í lagi að lögleiða öll fíkniefni fyrst áfengi er leyft.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 18.4.2008 kl. 19:43

18 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Ég er hjartanlega sammála þessari færslu hjá Svani. Þeir sem selja eiturlyf, og smygla þeim, eru glæpamenn, EN, þeir eru að svara eftirspurn, og fórnarlömb þeirra eru það sjálfviljug. Þess vegna tel ég ýmsa aðra glæpi, sem vægari viðurlög eru lögð við, mun alvarlegri.

Sindri Guðjónsson, 19.4.2008 kl. 21:47

19 identicon

Menn eru settir í fangelsi fyrir að selja fullorðnu fólki amfetamín, á sama tíma erum við að verða heimsmeistarar í því að gefa börnunum okkar ritalín, sem er jú ein tegund amfetamíns. Það er allt í lagi vegna þess að það eru risastór lyfjafyrirtæki sem hafa haft fyrir því að búa til breytta útgáfu amfetamíns sem má því fá einkaleyfi fyrir???

Það er talað um sölumenn dauðans sem þvinga dóp uppá litlu börnin en þegar "börnin" eru tekinn af löggunni fyrir það að eiga einhver lyf er farið með sömu einstaklinga eins og þeir eigi engin mannréttindi og eigi allt illt skilið.

Hvaðan heldur fólk nú annars að deyfilyf séu ættuð? "Eiturlyf" annars vegar, en sömu lyf eru bráðnauðsynleg samfélaginu undir "patent" nöfnum frá lyfjafyrirtækjum...... á margfölduðum verðum.

Talandi um eiturlyf, þá er þetta nú ekki alltsaman eiturlyf. Áfengi er eiturlyf, það er ekki mjög erfitt að drekka lífshættulega mikið af því. Cannabis er ekki eiturlyf, það er nánast ógerlegt að "overdósa" á því, og víman er ekki vegna eituráhrifa eins og áfengi. Mannslíkaminn framleiðir eigin tegund af thc sem er virka efnið í cannabis, og í okkur eru taugar sem eru sérhæfðar í því að nema thc, og ekkert annað.  Þetta er sennilega elsta læknajurtin, eða meðalajurtin, fyrir árið 1940 voru mörg ef ekki flest lyf byggð á cannabis. Þess má geta að rannsóknir eru nú að sýna fram á það að thc efnið í cannabis getur unnið á krabbameinsæxlum í lungum og heila (frægust er kannski rannsókn frá barcelona á spáni en einnig eru til rannsóknir um sama efni frá usa). Þar sem þú ert læknir svanur, þá skora ég á þið að skoða sögu cannabis sem læknajurtar. Þá getur þú séð hvað þetta tré er mikil ógn við lyfjafyrirtækin, og reyndar skógarhöggsiðnaðarins líka, og svo hversu fáranlegt þetta stríð USA er í raun og veru. Internetið er yfirfullt af greinum um þessum mál, ef eftir þeim er leitað.  

Þessir fangelsisdómar hér og eiturlyfjahysteria er fáranleg, byggð á fáfræðinni.  Þetta stríð usa-manna hefur engu skilað þar. Rannsóknir sýna fram á að neysla á lyfjunum þar er sú sama eða jafnvel meiri en í Hollandi, þrátt fyrir bráðum 70 ára stríð....

Það er maðkur í mysunni. Löggan hér dyrfist að stoppa bíla og láta fólk blása jafnvel þótt engin ástæða sé til, jafnvel stoppa heilu göturnar til að prófa alla, eins og td. fyrir jól. Þetta er ekki löglegt, en hinsvegar þá eru lögregluþjónar aldrei athugaðir....

Hvað með öll týndu kílóin hjá fíknó? Í Pólstjörnumálinu breyttust 60 kíló í 40 hjá löggunni. Hér í den hurfu einhver 3-4 kíló úr hirslum fíknó og rannsóknin á því máli hefur aldrei litið dagsins ljós......og það var yfirmaður fíknó er skrifaði undir byssuleyfi fyrir Franklin Steiner hér á árum áður, og var í samstarfi við hann. Hvað hefur breyst?

Fáfræði og spilling. 

Símon (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband