Hvundagshetja: Esther Ösp Gunnarsdóttir

Kennari í Grunnskólanum á Egilstöðum, Esther Ösp Gunnarsdóttir komst í fréttir 24-stunda þann 1. maí s.l. (bls 38) af því að hún neitaði að dreifa kynningarbæklingi fyrir kristilegar sumarbúðir til nemenda sinna í 7. bekk.  Haft var eftir henni: "Ætlast var til þess að ég myndi dreifa þessum bæklingi til krakkanna í bekknum mínum.  Það harðneita ég að gera."

Esther Ösp Gunnarsdóttir kennari

Hér er greinilega kona með bein í nefinu sem þorir að standa við sína skoðun á því hvað er rétt og hvað er rangt.   Hún hefur einnig snarpan skilning á því hvernig vernda á börn í opinberum skólum frá mismunun.  Esther Ösp:

"Mér finnst þetta bara svolítið hæpið í ljósi þess að hér á að ríkja trúfrelsi og sífellt að verða lögð meiri áhersla á umburðarlyndi gagnvart öllum trúarbrögðum og fólki af hvaða uppruna sem er, sem er bara af hinu góða.  En þá stangast þetta á við það þegar skólinn er farinn að taka að sér að dreifa kynningarbæklingum um trúarlegt starf." [áherslubreytingar eru mínar]

Að hennar sögn sýndu stjórnendur skólans ákvörðun hennar fullan skilning.  Það er léttir að heyra það en í raun ættu þeir að ganga lengra og biðja hana og aðra kennara afsökunar á þessu og hætta allri dreifingu bæklinga um trúarstarfsemi strax.  Allir skólar landsins ættu að fara að hennar dæmi.

Esther Ösp sagði einnig:  "Ég veit ekki alveg hvort að þetta er fréttnæmt.  Ég hugsa að það hafi fleiri kennarar en ég gert þetta í gegnum tíðina".   

Góður punktur hjá Esther Ösp.  Þetta ætti ekki að vera fréttnæmt því það sem hún gerði á að vera hið viðtekna.  Það sem er í raun fréttnæmt við þetta er að stjórn skólans er að brjóta á jafnréttisákvæðum stjórnarskrárinnar og grunnskólalaga þar sem segir að ekki megi mismuna fólki eða nemendum í skóla eftir trúarbrögðum.  Að auki er verið á brjóta á siðareglum kennarara þar sem segir að þeir eigi ekki að stunda trúboð í skólum.  Í grunnskólalögum segir að skólinn sé ekki trúboðsstofnun. 

Þá bætti hún við að "sér finndist algjör óþarfi að kennarar sinni einnig starfi bréfbera.  Kennarar hafi nóg að gera þó þeir fari eki að taka að sér hlutverk póstburðarfólks líka, bara til þess að spara kirkjunni örfáar krónur". [áherslur eru mínar]

Þetta er enn einn vinkillinn og rétt athugaður hjá Esther Ösp.  Grunnskólinn er menntastofnun, ekki útibú trúarstofnana.  Til þess að skólinn geti gegnt hlutverki sínu óáreittur þarf hann að vera laus við ágang eða greiðasemi fyrir stjórnmálaflokka eða lífsskoðunarfélög, þ.m.t. trúfélög.  Það er lína sem þarf að draga bæði út frá praktískum sjónarmiðum og verndun barna skólans frá áhrifum félaga utan hans.  Öðru vísi verður heldur ekki tryggt að um mismunun hljótist ekki af vegna trúarskoðana foreldra barnanna og að friður skapist um skólastarfið.  Það er skýlaus réttur foreldra að sjá um skoðanalegt uppeldi barna sinna utan skólans.  Hlutverk skólans er að bera fram upplýsingar í kennsluefni og mennta börnin á hlutlausan máta.  Hann gefur börnunum þau tæki, tól og tækni sem þau þurfa til að gera upp hug sinn um hin ýmsu málefni síðar meir.  Hlutverk skólans er að bera fram staðreyndir á eins hlutlausan máta og hægt er.  Þannig þjónar hann best sannri þekkingu og framtíð barnanna án þess að mismuna uppruna þeirra.

Kennarinn Esther Ösp er hvundagshetjan mín.  Ég tek hatt minn ofan.

---

Sjá umfjöllun 24-stunda (bls 38), fréttablaðsins Austurglugginn og bloggsíðu Estherar Aspar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já hún er sko hetja að standa gegn þessu augljósa misréttis og mannréttindabroti.
Ég fékk bréf heim með mínum stráksa undir yfirskyni tómstundastarfs með kirkjunni, bréfið fór beina leið í rusli þar sem það á heima!
það er ekkert nema skömm fyrir allt þjóðfélagið að menntastofnanir séu að dreifa dogma þessara kufla

Húrra fyrir Esther!

DoctorE (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 11:46

2 identicon

Einn trúleysingjatalibani að hrósa öðrum.

 **Hey DR. E.  bloggið þitt er sori. **

LS (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 12:22

3 identicon

Gaman að þér finnst bloggið mitt sori LS, þú ert væntanleg kristinn og kristni er sori... því er bloggið mitt sori; dig it

DoctorE (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 12:42

4 identicon

Mikið andskoti eru þeir fáfróðir sem líkja íslenskum trúleysingjum, femínistum og/eða vinstrimönnum við talíbana í Afganistan.

Hildur (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 13:55

5 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Ég sé að hér er trúmaðurinn LS að iðka tjáningarfrelsi sitt af miklum móð á bak við dulnefni.  

Já, ég sá að hvundagshetjan Esther Ösp segir sig trúlausa á bloggi sínu en það kemur málinu ekkert við í raun.  Það er algerlega óháð því hvaða lífsskoðun fólk hefur hvort að það vill vernda skólastarf frá ágangi utanaðkomandi félaga.  Væri ég kennari myndi ég neita að dreifa bæklingum frá Siðmennt, mínu lífsskoðunarfélagi til þeirra barna sem ég kenndi.  Allir verða að fylgja reglum um jafnrétti, ekki bara "hinir".  Það hafa prestar með siðferðisþroska og góða þekkingu á mannréttindum gagnrýnt vettvang Vinaleiðarinnar og trúarlegrar starfsemi í skólum, ekki af því að þeir eru á móti innihaldinu, heldur af því að þeir hafa skilning á því hvað á heima í skólastarfi og hvernig við virðum réttindi allra í þjóðfélaginu.  Þetta fólk kann að draga mörkin.

Skemmtilega klikkað orð, "trúleysingjatalibani", svona líkt og kommúnistakapitalisti þar sem ólíkum hlutum er hrært saman.   "...talibani" hér á trúlega að merkja sá sem tekur hlutina of langt en þetta er með öllu óviðeigandi þar sem talibanar eru múslimar sem með alræði beita þegna í Afganistan kúgun og ofbeldi.  Þetta er því móðgandi og virðist vera ætlað til þess af hálfu LS.  Sömu meðferð fær DoctorE hjá LS, ásökun um sora án frekari rökstuðnings.  Allt þetta skítkast getur LS ástundað með ígildi hauspoka yfir andlitinu, þ.e. í skjóli nafnleyndar.  Hvaða siðgæði hefur LS að markmiði? 

Svanur Sigurbjörnsson, 5.5.2008 kl. 14:05

6 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ákvörðun Estherar var ekki röng en rökin sem hún gefur fyrir henni eru út í bláinn.

Það felst enginn trúarlegur áróður í auglýsingu á kristilegum sumarbúðum, þrátt fyrir að kristileg kennsla fari fram í sjálfum búðunum. Ég virði þá afstöðu Estherar að láta ekki nota sig sem gólftusku.

Theódór Norðkvist, 5.5.2008 kl. 14:50

7 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Theodór.  Hún notaði ekki orðið "áróður" heldur "... dreifa kynningarbæklingum um trúarlegt starf".   Það er gott að skilja rök áður en maður gagnrýnir þau.   Gagnrýni hennar beinist að því að vettvangur kynningarinnar er ekki réttur og þessi gagnrýni á fullkomlega rétt á sér þó svo að sumir vilji gera sér mat úr því að hún sé trúlaus.  Kynningarbæklinga á að senda í pósti til þess fólks sem afþakkar ekki slíkt.  Einnig má dreifa þeim þar sem slíkt er við hæfi og truflar ekki starf fólks.   Einkaaðilar geta tekið ákvörðun um að hjálpa við slíka dreifingu eða taka við upplýsingunum enda gert á þeirra eigin tíma.

Svanur Sigurbjörnsson, 5.5.2008 kl. 15:12

8 identicon

xkjúsmí, auglýsingar eru áróður, hvort sem það er fyrir ímyndaða geimgaldrakarla eða bara nammi og dóta auglýsingar.

Hver er svo tæpur sem foreldri að vilja senda börn sín í trúarlegar sumarbúðir... tekur fólk séns á slíku eftir Jesus Camp.. það er löngu ljóst að maður veit aldrei upp á hverju starfsfólk hins meinta guðs tekur upp á.
Bara það að segjast eiga ósýnilegan vin ætti að hringja öllum viðvörunarbjöllum.

DoctorE (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 15:20

9 Smámynd: Theódór Norðkvist

Esther segir sjálf á bloggsíðu sinni, orðrétt:

Í fyrsta lagi, þá tek ég - trúleysinginn sjálfur - ekki þátt í svona trúarlegum áróðri.

Á vissan hátt eru auglýsingar áróður, t.d. þegar verið er að kenna börnum um marxisma. Má kannski segja að skólinn sé að auglýsa trúleysi/kommúnisma með svoleiðis kennslu?

Ég ítreka að ég viðurkenni rétt kennara til að neita að gera svona. Þetta er samt svolítið grátt svæði. Flest börn fermast að undangenginni trúfræðslu, sem skólarnir taka mikinn þátt í. Svona ferð getur verið ágætis undirbúningur fyrir ferminguna.

Ég spyr samt, hefði þessi kennari tekið sömu ákvörðun, ef þetta hefði verið auglýsing á sumarbúðum skátanna, einhvers íþróttafélags, eða Rauða krossins, sem þrátt fyrir nafnið er ekki trúarleg stofnun?

Theódór Norðkvist, 5.5.2008 kl. 15:52

10 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Ég hef einmitt lesið bloggsíðu Esterar um þetta mál.  Mér finnst hún frábær að standa á sínu.   Síðan ef má dreifa bæklingum í skólum um kristilegt starf þá má líka dreifa bæklingum um annað trúarstarf. Það vilja kristnir örugglega ekki

Skólar snúast um menntun en ekki trú.  

Margrét St Hafsteinsdóttir, 5.5.2008 kl. 15:52

11 identicon

Láttu ekki svona Theódór:
Ekkert svona á að plaffa á krakka í skólum, menn senda einfaldlega bækling á heimili, end of story.

 Ég fer samt ekki ofan af því að trúarlegur áróður er verstur af öllum, það verður að verja börnin fyrir heilaþvotti trúaðra, mjög mikilvægt atriði, börnin eru jú helsta vopn trúaðra, ef þeir komast ekki nær börnum þá er næsta víst að trúarbrögðin deyja út, sem er frábært fyrir allt mannkynið.

DoctorE (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 16:25

12 Smámynd: Theódór Norðkvist

DoctorE er ósýnilegur vinur, rétt eins og Guð. Enginn veit hverjir þeir eru í raun, nema þeir sjálfir.

Theódór Norðkvist, 5.5.2008 kl. 16:27

13 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Dreifing bæklinga um kristilegar sumarbúðir getur ekki fallist undir fræðslu, það skulum við hafa alveg á hreinu.  Skólarnir taka ekki þátt í fermingarfræðslunni nema að því leyti sem sumir þeirra hafa sniðið af kennslutíma til að auðvelda fermingarferðir. 

Lífsskoðunarfræði (trúarbrögð, heimspeki, veraldlegar lífsýn) á að kenna á hlutlausan máta og rugla þar ekki saman starfsemi lífsskoðunarfélaga (sjá Life stance í Wikipedia) inní. 

Ég býst við því að hún hefði neitað öðrum félögum einnig Theódór.  Það er þó ekki það sama að bera saman íþróttafélög og félög um lífsskoðanir eða stjórnmál.  Engin félög eiga þó að fá aðgang að starfi kennara eða tíma barnanna til menntunar í almennum tímum.  Það er hægt að halda kynningar í málfundafélögum eða á sérstökum kynningarfundum utan venjulegs skólatíma telji skólastjóri að erindið eigi víða skírskotun til nemenda.  Það gæti aldrei verið um skyldumætingu í slíkt að ræða. 

Megin atriðið - Menntun er aðskilin annarri starfsemi og ber að vernda.

Svanur Sigurbjörnsson, 5.5.2008 kl. 16:28

14 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það sem ér er að reyna að benda á, Svanur, er að samfélagið og lúterska kirkjan eru nátengd menningarlega séð. Ég er ekki að segja að það eigi að vera svoleiðis, en þannig er það, sama hvað við berjum hausnum við steininn.

Ég er ekki sammála þér að þetta sé svona svart og hvítt eins og þú segir. Skólarnir eru oft að fá hina og þessa aðila til að innræta börnum góða siði, t.d. tollgæsluna út af fíkniefnamálum, samanber manninn sem fór á milli skóla með fíkniefnahundinn.

Á að banna alla aukavinnu kennara út af svoleiðis? Verður ekki að gæta hlutleysis gagnvart þeim sem vilja leyfa hass og maríújana? Það eru sumir foreldrar sem vilja það í fullri alvöru.

Hvaða braut erum við komin út á ef við ætlum að halda þessu til streitu?

Theódór Norðkvist, 5.5.2008 kl. 16:59

15 identicon

Nátengt, flestir íslendingar eru algerlega trúlausir með öllu.
Að einhver fáránleg tengsl sem voru kokkuð ofan í íslendinga fyrir ekki svo löngu síðan sé nóg til þess að kuflar og aðrir yfirnáttúrulegir menn fái að haga sér að vild.. jú það er kristið siðgæði.

Það eru ekki mannréttindi að einn hópur fái að vaða yfir annan hóp með geimgaldrakarlatrú.
Það getur vel fallið undir mannréttindi að þeir sem vilja reykja maríjúana fái að gera slíkt, en ef þeir færu fram á að auglýsa maríjúana og reykja í skólastofum þá erum við komin á sömu braut og þjóðkirkjan

DoctorE (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 17:47

16 Smámynd: Halla Rut

100% sammála.

Halla Rut , 5.5.2008 kl. 18:29

17 Smámynd: Hilmar Einarsson

Þið verðið að  afsaka mig núna. Mér blöskrar stórlega.

Hérna eru helstu postular trúboðs trúleysingja aldeilis í essinu sínu með sín hefðbundnu móðursýkislegu viðbrögð við öllu því sem á einhvern hátt getur tengst einhverju kristilegu.

Ég man ekki vetur en að sömu aðilar hafi farið hamförum hér í bloggheimum fyrir afstaðnar stórhátíðir kirkjuársins.

Í umræðum um litlu jólin á síðastliðinni aðventu voru miklar deilur um trúboð og litlu jól.   Þar var megin þemað "burt með trúboð" en deildar meiningar og tvískinnungsháttur blossaði upp þegar talað var um "litlu jólin".  Hvað gerir þessi vesalings kennari austur á fjörðum þegar jólahátíð og litlujól bresta á?

Þegar þetta lið fór að draga í land þá var það niðurstaðan að trúarleg innræting og trúboð væri af hinu illa, en ok. að kynna blessuðum börnunum hitt og þetta.  Hver er framkvæmdin á því, allt í einu eru kynningar orðnar hættulegar að áliti sjálfkjörinna postula í skólakerfinu sem vilja bara koma áleiðis því sem fellur að þeirra prívat og persónulegu "sannfæringu".

Öfgakennd viðbrögð eru áberandi í mörgum þeirra innslaga á heimasíðu viðkomandi kennara á austfjörðum.  Sumir ganga svo langt í röfli sínu að bera saman við dreifingu bónuss og annara fyrirtækja á auglysingaefni.  Þarna er þó grundvallar munur á.  Verslunarfyrirtækin eru í bisness sem snýr að öllum borgurum þessa lands á meðan félög og aðrir þeir sem bera heill og velferð æsku þessa lands fyrir brjósti leggja að sjálfsögðu áherslu á að koma upplýsingum um strfsemi sína beint til þerra sem þjónað er.

Sumir kveinka sér ógurlega undan kostnaði við að senda börn í sumarbúðir.  Þess þá heldur ber þessum aðilum að halda öllum já öllum kostnaði í lágmarki, því þá að láta póstdreyfingafyrirtækin maka krókinn.  Molar eru nefnilega líka brauð.  Fyriur þá sem ekki þekkja til rekistrar sumarbúða, þá er her manna sem leggja á sig ómælda fyrirhöfn og sjálfboðavinnu ég endurtek SJÁLFBOÐAVINNU við uppbyggingu og viðhald sumarbúða sem skilar sér í kostnaðaraðhaldi.

Ég hjó sérstaklega eftir einni setningu sem austfirski kennarin lét hafa eftir sér. "Þeir geta hins vegar ekki þvingað kennara til að gera eitthvað sem er á móti þeirra sannfæringu"

Bíðið nú aðeins við, hvað er hér í gangi?  Er það virkilega í lagi að kennarar geri eitthvað samkvæmt sinni prívat og persónulegu "sannfæringu" bara á meðan það er ekki tengt einhverju sem mögulega gæti verið kristilegt. 

Það er sem sagt í lagi að fulltrúar svokallaðra "trúleysingja" ´fái frjálsar hendur varðandi trúboð trúleysingja samkvaæmt eigin "sannfæringu"

Manni verður barasta bumbult af tvískinnunginum í þessu aulalega liði sem Svanur og hugleysinginn DoctorE fara í fararbroddi fyrir.

Það vææri gaman að fá upplýsingar um það hver átti frumkvæði að því að fleygja bréfinu sem stráksi Doctorsson kom með heim, Doctorinn eða strákurinn sjálfur.  Ef ég hef skilið það rétt þá leyfist stráksa líklegast ekki að taka ákvörðun um slíkt sjálfum heldur skal hann að sjálfsögðu hlíta innrætingu Doktorsins í trúfræðum trúleysingja, annað hættulegt stöff skal fjarlægt.

Úff.... þvílíkt bölsýnislið sem getur ekki unnt æsku landsins þess að taka þátt í jákvæðu uppbyggilegu starfi, allt skal jú byggjast á einhverju óskilgreindu sem enginn veit hvað er nema það að ekki má það vera kristilegt.

Hilmar Einarsson, 5.5.2008 kl. 18:42

18 identicon

Hilmar hinn hugrakki hefur talað úgga búgga.

Sko barnið er ég með að láni og ég ber ábyrgð á því, ég læt ekki börnin mín taka ákvarðanir um að ganga í trúarsöfnuði frekar en ég læt þau ákveða hvort þau drekki eða dópi.
Hilmar er gangandi og skrifandi sönnun þess að trúaðir hafa enga virðingu, hvernig geta þeir haft virðingu þegar þeirra einasta þrá er að komast inn í himnaríki sem þrælar mesta fjöldamorðingja skáldsagnanna.

Hilmar er einnig gangandi og talandi sönnun fyrir algeru virðingarleysi fyrir skoðunum allra nema trúbræðra sinna, hann veður hér uppi og kallar menn aulalega og hugleysingja... þetta er kristilegt siðgæði sem Hilmar hefur numið svo vel að hann dúxar í kristnifræðum
Hallelúja fyrir Hilmari.

DoctorE (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 19:03

19 Smámynd: Sigurður Rósant

Ég get nú ekki orða bundist sem fyrrverandi kennari í kristnum fræðum til margra ára.

Fyrir mér virkar þetta sem upphlaup sem stúlkan á eftir að iðrast. Eftir þennan gjörning búast auðvitað margir við að hún standi framvegis á sinni sannfæringu í þessum efnum. En það getur hún því miður ekki.

  • Hún nefnir að á tímum trúfrelsis eigi hún ekki að dreifa auglýsingabæklingum sem kynna sumarbúðir Kiirkjumiðstövar Austurlands við Eiðavatn.
  • Hún nefnir að hún sem kennari eigi ekki að sinna starfi bréfbera, hún hafi nóg annað að gera.
  1. Hún er ekki að stunda trúboð eða hjálpa til við trúboð þarna sem bréfberi.
  2. Ef hún lítur á þennan gjörning sem trúboð, getur hún heldur ekki dreift kennslubókum í kristnum fræðum, eða tekið að sér kristinfræðikennslu í þeim bekkjum sem hún fær til umsjónar. Hún getur heldur ekki tekið þátt í litlu jólunum, föndri tengdu því, páskaföndri eða yfirleitt neinu sem tengist trú og skólinn hefur á dagskrá.
  3. Sem bréfberi verður hún líka að vera samkvæm sjálfri sér og hætta allri dreifingu allra þeirra auglýsingabæklinga sem berast henni sem starfsmanni skóla síns og henni er falið að dreifa til nemenda eins og aðrir kennarar gera.

Ester Ösp er þarna að gera mistök og lýsa því yfir að hún getur ekki starfað áfram sem kennari í grunnskóla. Fyrst verða yfirvöld að breyta starfshlutverki kennarans, svona einhliða ákvarðanir standast ekki til lengdar.

Hún verður því miður að éta hatt sinn að þessu sinni og valda aðdáendum sínum vonbrigðum.

Sigurður Rósant, 5.5.2008 kl. 19:10

20 identicon

Þannig að niðustaðan er Sigurður að persónuleg mál eins og trúarbrögð geta ekki átt heima í skólastarfi.
Það getur vart annað verið en trúboð þegar fólk er að rétta fólki auglýsingar um Jesus Camp.. comon

Talandi um jól, páska og annað, ég tek alveg þátt í slíku bara undir öðrum formerkjum en þið, þið stáluð jú líka jólum og flestu ef ekki næstum öllu beint úr heiðnum sið... ég get ekki séð að þetta hafi nokkur áhrif á jólahald eða annað per se, við höfum jólasveina og hitt og þetta... það er alger óþarfi að góla Jesú í bak og fyrir, enda gera það mjög fáir í dag, jólasveinarnir eru skemmtilegri og líka betri fyrirmynd en geimgaldrakarlinn.
Framtíðar kristnifræði verður einnig undir öðrum formerkjum, þegar er búið að þagga niður frekju raddir hinna kristnu, þá verður farið yfir trúarbrögð á heimspekilegum grundvelli, hverni urðu þau til og annað í þeim dúr.

Auðvitað á ekki að láta neinar auglýsingar dynja yfir börnum, nema það sé beint vegna skólastarfsins.

Ef Esther verður að yfirgefa sína vinnu vegna yfirgangs trúaðra þá eru heimsfréttir á næstu grösum og að líkindum mannréttindadósmstóll sem mun dæma galdrakarlinn aftur heim til Edens.

DoctorE (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 19:19

21 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég tek undir stórgóðan pistil Hilmars, nema að mér finnst ekki rétt að skólastarfsmenn séu skyldaðir til að dreifa auglýsingabæklingum um sumarbúðir, hvort sem þær eru á kristilegum grunni eður ei, til að spara rekstraraðilum þeirra póstburðarkostnað. Mér finnst í lagi að fara þess á leit við skólana, vegna tengsla kirkjunnar við samfélagið, en ekki rétt að skylda þá til þess.

Ég tek einnig undir skynsamlegt innlegg Sigurðs Rósants. Ef kennarinn að austan ætlar að vera samkvæm sjálfri sér verður hún að draga sig út úr litlu jólunum og öðrum helgileikjum, jafnvel kristinfræðikennslu, en ég vona að trúlausir kennarar sjái aldrei um þann þátt grunnskólamenntunar.

Því miður hef ég heyrt dæmi þess að kennarar í framhaldsskólum séu með trúleysisáróður í tímum og innræta nemendum sínum þannig viðhorf. Þó ekki sé um grunnskólastig að ræða þá eru framhaldsskólanemar samt á mótunarstigi andlega. Það skyldi þó ekki vera ein ástæða þess að trúleysi er orðið mjög ráðandi í framhaldsskólum? Það læra unglingar sem fyrir þeim er haft.

Theódór Norðkvist, 5.5.2008 kl. 20:37

22 identicon

Heill og sæll; Svanur og aðrir skrifarar !

Má til; að svara þér, sem fleirrum hér, Svanur ! Hvaða andskotans rugl, er þetta hjá þér, Svanur minn ? Hetjuskapur ? Að afneita uppruna sínum, sem þjóðmenningu allri, sem þessi ágæta unga kona gerir, með þessum hætti ?

Jú; jú, endurskoða þarf trúfrelsis ákvæðin, sýnist mér, eigi Ísland ekki að verða að samansúrraðri ormagryfju fólks; héðan og þaðan, af hnettinum, með þessarri helvítis alþjóðahyggju, sem Ný- nazistar Fjórða ríkisins (ESB), suður á Brussel völlum, eru að reyna steypa álfu okkar í, Svanur minn.

Árið 1000;  eða þar um bil, ákváðu forfeður- og formæður okkar, að hér skyldi gilda einn siður (Vesturkirkjan; þótt ég, persónuilega, hefði kosið að hefði verið Rétttrúnaðarkirkjan, Svanur minn), þótt fylgjendur Óðins Allsvaldanda fengju að blóta á laun, áfram.

Jú; jú,, Lúther kemur með sitt, á 16. öld, og auðvitað, má margt að þeim sið finna, en,............... kirkjan er, einn grunnþátta þjóðmenningar okkar, sem þjóðernis, gott fólk.

Hvað er varið í; að sem flestir séu steyptir, í eitthvert staðlað ESB mót, sem stefnir í, að óbreyttu ? Á jafnvel; að brennimerkja strikamerki Brussel skriffinnanna, á enni fólks, eða eitthvað enn gáfulegra ? 

Með beztu þjóðernissinna kveðjum, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason, frá Gamla Hrauni og Hvítárvöllum  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 21:08

23 Smámynd: Óli Jón

Burtséð frá því hvort Esther Ösp hafi haft rétt eða rangt fyrir sér hvað þetta mál varðar (sjálfur er ég á því að hún hafi hitt naglann algjörlega á höfuðið), þá er stóra spurningin sú hvers vegna Ríkiskirkjan sækir svo staðfastlega í leik- og grunnskólabörnin? Hvað veldur því að svo mikið er lagt í sölurnar til þess að boðskapur hennar sé innrættur skólabörnum sem sagt er að taka öllu án fyrirvara sem fyrir þau er lagt í skólanum. Treystir Ríkiskirkjan ekki foreldrunum til þess að sjá um trúarlega innrætingu barna sinna? Grunar hana að foreldrar myndu ekki beita sér sem skyldi í þessu máli? Veit hún, sem er, að flestir foreldrar myndu ekki sinna þessu sökum þess að trúin stendur þeim einfaldlega ekki nógu nærri?

Við skulum hafa það alveg á tandurhreinu að það er ekki nóg að segja að trúin geri fólki bara gott. Það er staðhæfing sem ekki stenst. Sumum gerir hún gott, öðrum ekki neitt og enn öðrum farnast ekki vel í samfélagi við hana. Trúin er huglæg og við eigum að forðast að fara með eitthvað sem alfarið byggir á huglægu mati inn í skólana. Starf þeirra á að vera grundvallað á vísindalegri hugsun og hlutlægri nálgun.

Það þýðir ekki að segja að Ríkiskirkjan sé vernduð með lögum og að hún hafi ákveðnar skyldur. Það eru margir hlutir hér á landi sem eru verndaðir með lögum, en við munum aldrei samþykkja að þeir eigi sjálfkrafa erindi inn í leik- og grunnskóla. Það er t.d. þannig að hljóti stjórnmálaflokkur ákveðið lágmarksfylgi í kosningum, er hann viðurkenndur sem slíkur og fær stuðning frá hinu opinbera. Það merkir ekki að hann eigi að fá aðgang að leik- og grunnskólum, jafnvel þótt málstaður hans sé góður og alþýðu þóknanlegur.

Esther Ösp tók ákvörðun sem á sér stuðning meðal stórs hluta þjóðarinnar. Að þessu leyti er hún nákvæmlega það efni í kennara sem við þurfum á að halda. Hvar og hvenær á að veita viðnámið? Hver metur hvenær farið er yfir strikið? Er það Ríkiskirkjunnar að seilast æ lengra inn í skólana án þess að nokkur geti eða megi hafa skoðun á því? Esther Ösp talar auðvitað fyrst og fremst fyrir sjálfa sig, en hún má vita að fjöldi fólks fylgir henni að málum. Mun meiri fjöldi, reyndar, en opinberar staðtölur segja til um!

Óli Jón, 5.5.2008 kl. 21:22

24 Smámynd: Sigurður Rósant

Margir utanaðkomandi aðilar reyna að koma auglýsingum, skilaboðum og áróðri ýmiss konar í gegnum grunnskólana. Viðkomandi skólayfirvöld hafna mörgum beiðnum um auglýsingar, kynningar og alls kyns fræðslu sem ekki er á dagskrá samkvæmt námskrá viðkomandi skóla.

Það er hlutverk skólastjóra og kennararáðs hvers skóla að veita þarna heimild eða hafna.

Slökkvilið kemur t.d. og kynnir notkun slökkvitækja. Leikarar koma og sýna brot úr leikriti sem í boði er á afsláttarverði fyrir skóla. Maríta hópurinn kemur og varar nemendur við notkun fíkniefna, svo nokkur dæmi séu nefnd.

Margir þessara hópa eru velkomnir sem tilbreyting við almenna kennslu. Þannig getur þó hist á að þessar kynningar verði á þeim tíma sem einn og sami bekkurinn missir af t.d. matreiðslu í allt of mörg skipti yfir veturinn. Á sama tíma missir annar hópur af myndlist o.s.frv.

Á sama tíma furða foreldrar sig á því hvers vegna börnin þeirra hafa ekki fengið nægilega kennslu í hinum og þessum fögum. Veikindi kennara spila svo einnig inn í þennan heimatilbúna vanda. Póstburðarhlutverk kennarans er einnig þáttur í utanaðkomandi áreitum sem grunnskólinn á erfitt með að verjast.

Að segja svo allt í einu; "Hingað og ekki lengra, nú er mér nóg boðið", er ekki í verkahring kennarans. Með því móðgar kennarinn stjórnendur skólans og bætir svo gráu ofan á svart með því að auglýsa það út um allar tryssur.

Persónulega vil ég leggja niður kristinfræðikennslu eins og hún er stunduð í dag. Börn hafa ekkert að gera við innrætingu í þeim efnum frekar en saklaus börn múslíma sem neyðast til að gleypa í sig kenningar Islams.

Sigurður Rósant, 5.5.2008 kl. 22:10

25 identicon

Það er langur vegur á milli þess að slökkvilið, leikrít fornvarnir blah sé sýnt og svo trúboð/innprentun á yfirnáttúrulegum guðum og skipunum... epli og appelsínur.

Við erum að tala um að börnum sé boðið í eitthvað þar sem þeim er sagt að það sé almáttugur gaur í skýjunum sem allir verið að trúa á eða brenna eða glatast að eilífu..

Það er mun meiri móðgun fyrir skólann að taka þátt í svona dæmi en ekki, ef stjórnendur eru eitthvað fúlir vegna þessa þá eru þeir að taka máli eins trúfélags gegn nemendum og foreldrum.
Burt með svona úr skólum áður en við förum að sjá réttmætar kröfur um sérskóla fyrir kristna, islam og ég veit ekki fargin hvað sem endar svo með ósköpum 

DoctorE (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 22:52

26 Smámynd: Theódór Norðkvist

Óli Jón: Hvað finns þér um það að framhaldsskólanemum sé innrættur boðskapur trúleysis og kristin trú sé ötuð aur og gerð að einhverju illu í augum nemenda? Sjálfsagt ganga hinir trúlausu kennarar það langt að það jafnist á við skituna úr DoctorE, en þetta er á tíðum lúmsk innræting. Finnst þér það í lagi?

Theódór Norðkvist, 5.5.2008 kl. 23:02

27 Smámynd: Theódór Norðkvist

Sjálfsagt ganga hinir trúlausu kennarar ekki það langt........átti að standa.

Theódór Norðkvist, 5.5.2008 kl. 23:03

28 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Hilmar

Þó að það heiti ekki "kristilegt" þá er það ekki sjálfkrafa óskilgreint eins og þú og margir prestar vilja halda fram.  Góð siðferðisgildi þurfa ekki stimpilinn "kristilegur, húmanískur, gyðinglegur" o.s.frv.  Góð siðferðisgildi standa fyrir sínu sama hvað þú vilt kenna þau við. 

Þú talar um öfgakennd viðbrögð fólks á heimasíðu Estherar en tekur hér sjálfur mjög sterkt til orða með því að segja:

Manni verður barasta bumbult af tvískinnunginum í þessu aulalega liði sem Svanur og hugleysinginn DoctorE fara í fararbroddi fyrir.

Þetta er nú ekki sérlega málefnalegt eða líklegt til að halda umræðunni á siðuðu og friðsamlegu plani.  Þó að fólk sé á öndverðu meiði um tilvist guðs er okkur margt sameiginlegt og því megum við ekki gleyma í þessu öllu saman.  Við verðum að geta rökrætt án þess að nota niðurlægjandi ummæli.   Það er ágætt að miða við að segja ekkert hér nema það sem maður myndi segja augliti til auglitis við viðmælanda sinn. 

Theódór

Það er enginn að mælast fyrir um að boða trúleysi frekar en trú í skólum.  Hlutleysi gagnvart lífsskoðunum þíðir að kennarinn á ekki að boða hugmyndafræði heldur kenna um hana þegar hún er á dagskrá (t.d. kristinfræði) í skólanum.  Starf kennarans krefst dómgreindar og þá spila inní lífsskoðanir hans og siðferði þegar taka þarf ákvarðanir varðandi það að halda aga í bekk og öll framkoma kennara gagnvart nemendunum mun endurspegla siðferði hans.  Siðferði kennarans verður þó fyrst og fremst að endurspegla almennar siðareglur kennara og brjóta ekki þar á.  Siðareglur fagfólks í hinum opinbera geira bera ekki merkimiða trúarbragða og það gæti aldrei gengið.  Siðareglurnar verða hreinlega að vera nógu góðar til að borin sé virðing fyrir þeim, annað þarf ekki.  Sama gildir um siðareglur lækna og ýmissa annarra fagstétta.  Trúlega er margt í þeim sem fer saman við kristni og kristnir geta þá glaðst yfir því,  en þeir fá ekki, ekki frekar en aðrir einkarétt á siðferði eða merkingum siðferðisreglna.

"skituna úr DoctorE"  ??? Ertu ekki farinn að hitna aðeins of mikið Theódór?  Þú sem ert svo kurteis að venju.

Svanur Sigurbjörnsson, 5.5.2008 kl. 23:38

29 Smámynd: Theódór Norðkvist

Jú, ég skal játa að hitamælirinn steig nokkuð hátt. Það er bara staðreynd að DoctorE er mjög dónalegur í sinni framsetningu. Fólk myndi taka þennan mann alvarlega ef hann vandaði orðaval sitt og sýndi kurteisi, tala ekki um ef hann hefði þann manndóm að skrifa undir nafni. Þetta virðist vera ágætlega gefin(n) maður (eða kona), er nokkuð vel lesin(n) og á gott með að koma fyrir sig orði.

Ég tek hinsvegar undir að siðareglur fagstétta þurfa engan merkimiða trúarbragða. Það er gott að þær mótist af kristilegu siðgæði, en kannski ekki nauðsynlegt. Reyndar er kristilegt ekki alltaf sama og kristilegt eins og við höfum óþyrmilega rekið okkur á upp á síðkastið. 

Theódór Norðkvist, 6.5.2008 kl. 00:07

30 Smámynd: Óli Jón

Varðandi innlegg nr. 26 (Theódór Norðkvist): Þú getur ekki stillt jöfnunni svona upp:

  • engin umræða um trú = boðun trúleysis

Ef kristin trú þolir það ekki að ekki sé fjasað um hana daginn út og daginn inn, þá er hún harla lítils virði. Í mínum huga þolir hún það ágætlega.

Barn sem ræktar með sér sína trú verður ekki fyrir neinu andlegum eða trúarlegum skakkaföllum þótt ekki sé talað um trú í skólanum. Barn sem enga trú ræktar með sér verður að sama skapi ekki forhertur trúleysingi þótt ekki sé talað um trú í skólanum.

Þolir kristin trú það ekki að henni sé ekki flaggað stöðugt í leik- og grunnskólum og ýtt að börnum sem ekki kunna fótum sínum forráð? Er hún virkilega á svo veikum grunni að hlutlaus þögn um trú verði henni að falli? Ég, forhertur trúleysinginn sjálfur, hef meiri trú á kristinni trú en svo. Ég þykist vita að þeir sem hana aðhyllast munu ekki skaðast við það að henni sé ekki teflt fram í leik- og grunnskólum.

Ég tek það fram að ég mæli ekki fyrir því að talað sé gegn trú í skólum, hvað þá að hún sé autuð aur. Mín bjargfasta skoðun er sú að engin umræða um trúmál eigi að eiga sér stað fyrir utan hlutlausa trúarbragðafræðslu. Við getum haft litlu jólin, páskaföndur og allt það í skólum, mér að meinalausu. Látum það hins vegar nægja.

Ég tel að kristin trú þurfi ekki þessa meðgjöf. Hún mun braggast ágætlega án hennar. En hvað um þig, Theódór Norðkvist, hver er þín skoðun?

Óli Jón, 6.5.2008 kl. 00:10

31 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sammála Theódór því sem þú segir í færslu 29.  DoktorE mætti alveg losa sig við hauspokann og varast meiðandi lýsingarorð.  Ég reyni að forðast háð en freistast stundum til þess þegar ég er að gagnrýna ákveðnar skoðanir eða hugmyndir þannig að það beinist ekki að persónunum sjálfum.  Háð er ekki líklegt til að sannfæra flytjandann en getur virkað kröftugt á suma áhorfendur.  Það er mjög varasamt að nota háð og það getur að meira eða minna leyti kastast til baka á þann sem "hendir".

Góðar hugleiðingar hjá Óla Jón - takk fyrir.

Svanur Sigurbjörnsson, 6.5.2008 kl. 00:28

32 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég sagði reyndar ekki að engin umræða um trú jafngilti boðun trúleysis. Ég sagði að ég þekkti dæmi þess að framhaldsskólakennarar reyndu beinlínis að boða viðhorf trúleysis í tímum. Það er ekki það sama og þögn.

Ég er nú frekar hallur undir það að trúfræðsla og uppeldi í kristnum gildum fari fram á heimilunum. Mér finnst ekkert að því að hún fari fram í grunnskólum að einhverju marki, en er ekki hlynntur því að sérstakt trúfélag, hvort sem það er lúterskt eða af öðrum meiði, fái eitt sérstakan aðgang að skólunum. A.m.k. ættu þeir ekki að boða sínar sérkenningar, eins og Gyðingahatur Lúters! Hinar almennt viðurkenndu kenningar kristninnar geta hinsvegar ekki gert neitt nema gott.

Theódór Norðkvist, 6.5.2008 kl. 00:40

33 Smámynd: Óli Jón

Það er gott að við erum sammála um þetta, Theódór. Höldum skólunum veraldlegum og látum heimilunum eftir að rækta trúna, eftir atvikum. Sú verkaskipting er rökrétt, skilvirk og eðlileg. Auðvitað tekur það þá einnig til þess að starfsmenn skóla mæli gegn trú, þeir eiga ekkert með að gera slíkt.

Þetta eru góðar málalyktir.

Óli Jón, 6.5.2008 kl. 00:49

34 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þetta eru ágætis málalyktir. Við erum sjálfsagt ekki sammála að öllu leyti um trúfræðslu skóla, en að einhverju leyti.

Vonandi tjá einhverjir aðrir skoðanir sínar, en ég læt þetta duga af minni hálfu. 

Theódór Norðkvist, 6.5.2008 kl. 01:37

35 identicon

Afsakið en ég sé ekki að það sé hægt að tala skynsamlega um trúmál, það er bara þannig.
Ekki það að ég sé neitt ilmenni sem nýt þess að steypa yfir lið, tel reyndar að kristnir séu duglegastir að skemma fyrir sjálfum sér.

Peace

DoctorE (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 09:06

36 identicon

Skólinn á auðvitað ekki að boða trú enda er trúin hjá mörgun undirstað að siðferði og lífsviðhorfum ýmisskonar sem er mismunandi milli trúabragða.

Skólinn á heldur ekki að boða muninn á réttu og röngu né siðareglur af neinu tagi enda gæti hann þá verið misbjóða hluta nemenda eða foreldrum þeirra.

Skólinn á að halda sig við lestur, skrift og reikning  - og síðan lögfræði til að stýra börnunum gegnum lífið.

bjarni guðmundsson (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 11:44

37 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Vissulega snýst þetta að hluta til um hvaða erindi trúaráróður á í skólana.

Hitt er jafnmiklivægt og það er að dreifing hvers kyns auglýsingabæklinga ætti að vera með öllu bannaður í skólum, trúarbæklingar þar með meðtaldir.

Ég er mótfallin því að bæklingum um sumarbúðir sé dreift í skólum. Margar þessar sumarbúðir eru verulega kostnaðarsamar og ekki á færi allra foreldra að senda sín börn í slíkt starf, sama hversu gott það er, það á ekki að auglýsa það í skólum.

Við getum séð fyrir okkur auglýsingabæklinga um

  • tölvuleiki sem væru hannaðir með uppeldishlutverk í huga, finnst okkur það í lagi?
  • tölvuleiki sem eru hannaðir sem afþreying eingöngu, finnst okkur það í lagi?
  • sumarbúðir kirkjunnar
  • sumarbúðir sem ég var að stofna með leiklistarþema
  • reiðnámskeið

ég get haldið upptalningunni lengi áfram, þess þarf ekki. Ef við leyfum dreifingu á auglýsingabæklingum kirkjunnar bara af því að það er kirkjan þá getum við ekki amast við annarri dreifingu auglýsinga innan skólann.

Nóg er auglýsingaflóðið samt.

Kristjana Bjarnadóttir, 6.5.2008 kl. 11:54

38 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sammála ykkur Jón, Bjarni og Kristjana. 

Skólastjórnendur þurfa að hafa skýra stefnu í þessum málum og hugsa málin til enda.  Það er ekki hægt að leyfa einhverjum að hafa aðgang að börnunum utanfrá bara af því að meirihluti setur sig ekki á móti því.  Mannréttindi og jafnræði snýst um að tryggja ákveðin gæði og gera öllum jafnt undir höfði óháð stærð (í fjölda) og uppruna.  Þá snýst þetta einnig um að tryggja vinnufrið í skólunum og að hægt sé að halda sig við efnið, þ.e. námsefnið.

Svanur Sigurbjörnsson, 6.5.2008 kl. 13:01

39 Smámynd: Theódór Norðkvist

Verð að rjúfa þagnarbindindið. Bjarni Guðmundsson segir:

Skólinn á að halda sig við lestur, skrift og reikning  - og síðan lögfræði til að stýra börnunum gegnum lífið.

LOL.gif LOL.gifLOL.gif

Theódór Norðkvist, 6.5.2008 kl. 13:27

40 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

LOL.gifHe he já ætli maður skelli ekki aðeins uppúr með þér Theódór.

Svanur Sigurbjörnsson, 6.5.2008 kl. 14:36

41 identicon

já, segi það sama, taka ofan fyrir þessum kennara!

http://www.muse.blog.is/blog/hvunndagshetjur/entry/527788/

kveðja,

Alva Kristín Ævarsdóttir (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 16:57

42 Smámynd: Sigurður Rósant

Þagnarbindindi - er eitt þeirra orða sem náði heljartökum á kennurum á 7. og 8. áratugnum. Hugleiðið þetta orð. Af hverju ekki að kenna börnunum að nota orð sem hafa rökrétta merkingu eins og - Masbindindi- ?

En mér virðist all margir hérna vita hvernig á að stjórna skólastarfi. Þannig er þetta bara. Kennarar vita best hvernig á að stjórna efnahag þjóðarinnar. Verslunarmenn vita best hvernig á að stjórna skólastarfi. Húsmæður vita líka manna mest hvernig á að halda uppi aga í bekkjum. Prestar vita best hvernig á að stjórna fiskveiðum. Sjómenn vita líka manna best hvernig á að stjórnal lögreglunni. Fíkniefnaneytendur vita best hvernig á að skipuleggja bótakerfi Tryggingastofnunar.

Allir virðast hafa valið sér rangt ævistarf.

Ég skil vel gjörning kennarans, en kennarinn áttar sig ekki á því hvað hann hefur gert sínum vinnufélögum. Einhver hefur gerst "gólftuska" fyrir Esther Ösp.

Sigurður Rósant, 6.5.2008 kl. 18:27

43 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mér finnst þetta frábært hjá henni og alveg laukrétt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.5.2008 kl. 00:36

44 Smámynd: Viðar Freyr Guðmundsson

Hvað sameinar ritskoðun og trúleysi ?

Viðar Freyr Guðmundsson, 7.5.2008 kl. 01:05

45 Smámynd: Linda

Ég er sammála Hilmari Einarssyni  sem skrifar 5.5 og aldrei þessu vant Sigurði Rósant og það sem hann skrifar 5.5. kl 19:20.  hef engu við að bæta. Lucky you.

Með vinsemd og kv.

Linda, 7.5.2008 kl. 15:17

46 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Eins og við mátti búast er ég ekki sammála einu orði sem þú segir kæri Svanur. En ég hef veitt þessu andsvar hér.

Viðar Freyr spyr einmitt sömu spurninga og ég. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.5.2008 kl. 09:02

47 identicon

Mér finnst með ólíkindum hvað fólk á borð við Hilmar hérna er tilbúið að kalla alla gagnrýni trúleysingja á trúarstarf "öfgar". Á þessum tímum paranoju og hryðjuverka er (umdeilanlega) búið að fela orðinu öfgar mun alvarlegri merkingu en oft áður, og þó hafði orðið frekar neikvæða merkingu fyrir.

Í þessu tilfelli er verið að tala um þann sjálfsagða hlut að ekki eigi að bera bæklinga í nemendur grunnskóla sem auglýsa eitt né neitt, og sérstaklega ekki klúbbastarf á borð við skipulagða trúarbragðaiðkun. Lífsskoðanir og trú eru nokkuð sem fólk þarf að gefa sér tíma til að velta fyrir sér þegar það hefur aldur til og áhuga.

Það að hér á landi sé hefð fyrir slíku laumutrúboði er einmitt meinið, en ekki réttlætingin. Við þurfum að opna augun fyrir þeim trúarlega áróðri sem börnin okkar verða fyrir sem vð erum hætt að taka eftir í stað þess að ypta öxlum og sætta okkur við það í nafni umburðarlyndis.

Ef kristnir Íslendingar trúa því að þeirra guð sé sá eini rétti og trúarstarfið í íslenskum kirkjum einhvers virði mætti ætla að treysta mætti ungdómnum til að koma og taka þátt í því trúarstarfi þegar það hefur öðlast aldur og þroska til að taka afstöðu til slíkra mála á eigin forsendum. Er þessi þörf fyrir að ná til barnanna á meðan þau eru ung og óákveðin ekki merki um að kirkjan sjái fram á dvínandi kirkjusókn án slíkra aðgerða og treysti því hreint ekki að það geti náð til hugsandi fólks þegar það hefur náð aldri?

Mér finnst að lokum áhugavert hvað helstu málpípur kristninnar í þessum þræði eru ýmist dónalegar eða óheflaðar (Hilmar og Óskar). Er þetta dæmi um það siðgæði sem börnin okkar öðlast við að alast upp í kristni?

Ég tek undir það fyrir mitt leyti að umrædd Esther Ösp sé hvundagshetja, megi allir kennarar taka sér hana til fyrirmyndar hvað þetta snertir.

Kristinn (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 23:44

48 identicon

Heill og sæll; Svanur, sem aðrir skrifarar !

Kristinn ! Er það ''dónalegt'' eða ''óheflað'', að tala hreint út um hlutina, án þess að vera að tala, undir rós, sem allt of margra háttur er ?

Ert þú kannski einn; þessarra viðkvæmu ESB sinna, Ný-nazista veldisins, sem þykir biturt, þá talað er um hlutina, eins og þeir blasa við, hverjum og einum ?

Er ekki bara upplagt; að við köstum þjóðerni okkar líka, til að þóknast einhverjum spéhræddum andskotum ? Þú hefir kannski heyrt frásögnina af því; Kristinn, þá brezkir togara sjómenn kvörtuðu undan ''vitlausa'' manninum, í útvarpinu, (að mig minnir, á 4. áratug nýliðinnar aldar), þá Ríkisútvarpið íslenzka, var nýkomið á fót, og meðal annars dagskrárefnis, voru Rímna flokkar fornir, fluttir, og heyrðust eitthvað, út á miðin, þeim brezku til hrellingar.

Var ekki sjálfsagt; að elta ólar, við pípi þeirra Bretanna ? Jah;; miklir menn erum við, Hrólfur minn, gætu einhverjir kveðið, Kristinn !!!

Með snubbóttum kveðjum, en sæmilegum þó / Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 01:45

49 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll nafni.

Ég ætla ekki að tjá mig efnislega um það sem hér er rætt, heldur að beina athygli þinni að umræðuhættinum. Þú hefur umræðuna við dræmar undirtektir til að byrja með. Þá byrjar Guðsteinn Haukur að blogga um bloggið þitt með linki og öllu saman. Svo sér maður sömu nöfnin rúnta á milli síðanna og segjast vera með eða á móti eftir því hvoru megin viðkomandi tjáir sig. Það er greinilegt að búið er að skipta upp í lið (Guðsteinn Haukur viðurkennir það fúslega að hann sé í liði og hói á það eftir þörfum) og svo er att einhverskonar kappi. Það sem ég get ekki áttað mig á er hvernig skorin eru talin. Ef það er kommenta fjöldi er Guðsteinn að vinna en ef það eru málefnaleg nálgun, ert þú að vinna.

Að blogga um blogg sem bloggar um blogg.....eitthvað voðalega insular allt saman.

Annars góðar kveðjur,

Svanur Gísli Þorkelsson, 9.5.2008 kl. 03:14

50 identicon

Sæll Óskar

Takk fyrir að staðfesta orð mín með öðru feitletruðu og vanhugsuðu innleggi.

Þú ert ekki mjög málefnalegur, þó að stíllinn þinn sé nú ekki leiðinlegur, ég skal viðurkenna það.

Að kalla fólk sem ekki er sammála þér ný-nasista eða spéhrædda andskota kemur náttúrulega alveg í veg fyrir að hægt sé að ræða við þig af nokkru viti, en það er kannski það sem þú vilt. Þér finnst greinilega skemmtilegt að kasta fram feitltruðum og hrokafullum fullyrðingum, en bregst hin versti við ef orðið "óheflaður" er notað um þig, er það ekki dálítið fyndið?  Þú ert hinsvegar núna orðinn verðugur stimplinum "dónalegur" líka sem þú varst svo sem ekki áður að mínu mati.

Þú varst eitthvað að tala um hefðir og kristnina sem hluta af íslensku þjóðlífi. Láttu nú ekki eins og það sé nokkuð varið í íslenskt trúarstarf, prestarnir sjálfir taka þetta ekki einu sinni sérlega alvarlega orðið og vita að á 90% heimila fer ekki fram nokkur einasta trúarfræðsla og bænahald.

Það er þetta trúarlega kæruleysi sem einkennir okkur en ekki hitt, og við eigum halda því þannig, m.a. með því að koma í veg fyrir trúboð í sumarbúðum barna.

Feitletraðar kveðjur,

Kristinn 

Kristinn (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 08:27

51 identicon

Skemmtilegt hvernig allar umræður sem snerta á einhverjum fleti trúarbragða enda í grundvallarþrasinu um tilvist guðs.

Jón Frímann getur vitaskuld ekki sannað að guð sé ekki til frekar en aðrir menn. Að guð biblíunnar sem hlustar á bænir einstaklinga og hefur skoðanir á því hvernig kynlífi við mannverurnar stundum þykir okkur trúlausum þó næsta ómöguleg hugmynd. Hvort eitthvað sem kalla megi guð hafi átt þátt í að valda stórahvelli og móta stefnu alheims er að mínu mati losaraleg heimsspeki sem hefur ekki nokkra þýðingu til eða frá nema til friðþægingar fyrir þá sem trúa vilja.

Ég held ekki að það eigi að banna trúarbrögð, en það þarf að velja trúboðinu mjög afmarkaðan farveg að mínu mati. Farveg sem einungis fullorðið fólk á leið um.

Að innræta börnum ekki trú er ekki það sama og að innræta þeim andúð á trúarbrögðum. Þó það komi eflaust fyrir. Ég hef til dæmis ekki hugsað mér að tala illa um trú við mín börn þó að ég sé fullkomnlega trúlaus. Ég mun leggja mig fram við að tala um þetta af hlutleysi, hvernig sem mér svo mun takast til.

Innilegar trúleysis kveðjur,

Kristinn

Kristinn (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 10:58

52 identicon

Heiðarleiki, rökhugsun, sjálfstraust, og kurteisi eru hlutir sem ég myndi segja að börn ættu fyrst og fremst að fá að tileinka sér í umsá okkar. þetta eru ómetanlegir eiginleikar sem gagnast held ég betur í lífinu en að treysta á að almættið stjórni því hvernig komið er fyrir manni......

Andrés.... getur þú sannað hið gagnstæða? að benda á 2000 ára gamla bók er ekki sönnun :)

Lárus (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 11:40

53 identicon

Það er náttúrulega argasta lýgi að sannað þyki að kristni séu sannari trúarbrögð en t.d. islam, budhismi eða hindúismi.

Á þann hátt má segja að öll þessi trúarbrögð séu líklega víðlíka upplogin og hver önnur þjóðsaga eins og Jón heldur fram.

Ef farin er sú leið að segja að iðkendur allra þessara trúarbragða séu óafvitandi að dásama sama guðinn, þýðir það samt að ýmsu hafi verið logið, því ekki ber helgiritum þessa fólks saman um hvernig málum er háttað í þessum heimi.

Annars ætla ég nú ekki að stela þrasinu hans Jóns, hann er eflaust fullfær um að þrasa sjálfur :)

Trúleysiskveðjur,

Kristinn

Kristinn (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 11:46

54 identicon

Komið þið sæl; á ný, Svanur og aðrir skrifarar !

Kristinn ! Mikið andskoti; ertu hörundssár drengur. Ný-nazista veldið, er hið Fjórða ríki Þjóðverjanna, suður í Brussel (Berlín), og þykir mér all sérstakt, að þú takir til þín, mína túlkun þar. Auðvitað; er það sögulegur megintilgangur þýzku rummunganna, að deila og drottna, yfir álfu okkar.

Er ég eitthvað; að höggva nærri þér, með þeirri ábendingu ? Spéhræddir andskotar er það fólk; hvert er að agnúast út í uppfræðslu Þjóðkirkjunnar, í skólum landsins, hver hefir tíðkast, um áratuga skeið. Hvað er að því ? Eru ekki 80 - 90% landsmanna meðlimir hennar ? Hví þarf að taka upp á því, nú, að andskotast út í þessa; að mörgu leyti ófullkomnu stofnun, jú, jú, víst er um það, en má ekki láta presta og kennara á hverjum stað, um útfærzlu mála, hverju sinni ? 

Þykir miður; teljir þú mig, hafa höggvið nærri þér, persónulega, en;; Kristinn minn. Menn verða að hafa einhvern lágmarks  skráp, til að taka þátt, í orðræðunni, hér á síðunni, hjá Svan lækni. Mér sýnist nú, að fleirri geti haft uppi, jafnvel, stærri orð, en orðhákurinn ég sjálfur tíðka, að viðhafa.

Svona; Kristinn minn. Verðum nú ásáttir með, að vera ósammála, um meginmarkmið þau, af hverjum þessi umræða er sprottin, en vita skaltu, að ég hyggst ei munnhöggvast neitt frekar, hér á síðu Svans, enda enginn sérstakur trúmaður sjálfur, þótt láti mína barnatrú duga, í daglega lífinu. Mátti bara til, að koma að mikilvægi þjóðmenningar okkar, og að við steyptum okkur ekki, í eitthvert alþjóðlegt strikamerkja mót, einsýni og heimskulegrar nauðhyggju.

Feitletrun orða minna; er sérvizka mín, Kristinn minn, sem og aðrir lesarar og skrifarar athugi !

Með sæmilegum kveðjum, enn / Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 12:09

55 identicon

Takk fyrir viðbótina Óskar.

Ég finn mig knúinn til að henda inn einu skoti enn til að koma í veg fyrir misskilning, en er svo hættur í bili.

Hugsanlega hafa skrif mín hljómað eins og ég væri sár og tæki orð þín til mín, það gerði ég þó ekki. Ég var bara að gagnrýna formið.

Að vera með ögn hranalegan stíl er gott og blessað en menn þurfa aðeins að átta sig á þér til að vita að það sé tilfellið.

Mér varð litið inn á bloggið þitt og sá þar að þú notar feitletrun alltaf. Það er auðvitað líka gott og blessað, en þegar þú ert sá eini í spjallþræði sem gerir það virkar það eins og þú sért að öskra en hinir að tala eðlilegum rómi. En það skiptir heldur engu máli, þú um það.

Þakka þér samt fyrir að eyða öllum þessum orðum í að hugga mig, ég kann vel að meta hlýlegheitin.

Ég er sammála því að það þurfi að leyfa sérvisku og duttlungum að þrífast svo að samfélagið verði ekki að einhverju sótthreinsuðu einstígi. En mér finnst það engu að síður gott en ekki slæmt að fólk hafi eitthvað við það að athuga að börnum séu færðir bæklingar trúfélaga.

Ég kíki svo inn á bloggið þitt í kvöld og athuga hvort svona hákarl eins og þú hafir ekki margt skemmtilegt að segja.

Kristinn (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 12:35

56 identicon

verð bara að koma með eina leiðréttingu - hvunndaghetja, ekki hvundagshetja

Til hamingju með daginn :)

Sigrún (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 14:57

57 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Já það er ekki laust við að hérna sé farið að hitna í kolunum.  En aftur að Ester Ösp.  Já svo ég leggi hérna orð í belg þá finnst mér hvunndagshetjan andkristna vera lítið annað en fyrst og fremst andkristin og í 2. eða jafnvel 3. lagi kennari.  Og þarna er kennari farinn að láta skoðanir sínar villa sér sýn í skólastarfi.  Þessháttar fólk vil ég sem foreldri losna við í kennslu.  Ef persónulegar skoðanir mínar forbjóða mér umræðu um lús - afhendi ég þá aldrei lúsamiða?  Ef ég skoðana minna vegna fyrirlít uppstoppuð dýr og allt sem þeim viðkemur fer þá bekkurinn minn ekki á náttúrugripasafn?  Ef ég sem upplýstur og innblásinn antisportisti hef hina megnustu andstyggð á hreyfingu, kemur það ekki niður á þeim börnum sem ég á að sinna?  Ef ég kemst ekki framhjá persónulegum skoðunum mínum er þá ekki brugðið skugga á faglega sýn mína og er ég þá ekki á rangri hillu?

Ég vona hinsvegar að Ester Ösp átti sig fljótlega á að þetta er einmitt það trúboð í skólum sem einmitt flokksbræður og -systur hennar hafa formælt og fordæmt sem ákafast.

Hvar er hér trúfrelsi og meiri áhersla á umburðarlyndi gagnvart öllum trúarbrögðum?

Ragnar Kristján Gestsson, 9.5.2008 kl. 19:56

58 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Samkvæmt orðabók Eddu útgáfunnar, 2002 má skrifa orðið á þrjá vegu:

1. hvundags

2. kvundags

3. kvunndags

Sorry, hvergi "hvunndags" eins og þú vildir leiðrétta með Sigrún.  Takk fyrir samt.

Svanur Sigurbjörnsson, 10.5.2008 kl. 23:59

59 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sæll nafni

Ha ha skemmtilegar pælingar um það hvernig þessar hliðar eru að blogga um sama málið.  Ef þú telur að málefnalega hliðin sé hér megin þá er glaður en auðvitað væri best ef hún væri það báðum megin.  Segir það einhvers staðar - "best báðum megin!"  he he

Svanur Sigurbjörnsson, 11.5.2008 kl. 00:04

60 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Takk fyrir að láta mig vita af umfjöllun þinni Guðsteinn Haukur þar sem þú fjallar þar talsvert um skrif mín í þessu samhengi.  Eins og þú segir - þá erum við ekki sammála. 

Svanur Sigurbjörnsson, 11.5.2008 kl. 00:08

61 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sæll Sigurður Rósant

Þú skrifaðir í færslu 24:

"Margir þessara hópa eru velkomnir sem tilbreyting við almenna kennslu. Þannig getur þó hist á að þessar kynningar verði á þeim tíma sem einn og sami bekkurinn missir af t.d. matreiðslu í allt of mörg skipti yfir veturinn. Á sama tíma missir annar hópur af myndlist o.s.frv.

Á sama tíma furða foreldrar sig á því hvers vegna börnin þeirra hafa ekki fengið nægilega kennslu í hinum og þessum fögum. Veikindi kennara spila svo einnig inn í þennan heimatilbúna vanda. Póstburðarhlutverk kennarans er einnig þáttur í utanaðkomandi áreitum sem grunnskólinn á erfitt með að verjast.

Að segja svo allt í einu; "Hingað og ekki lengra, nú er mér nóg boðið", er ekki í verkahring kennarans. Með því móðgar kennarinn stjórnendur skólans og bætir svo gráu ofan á svart með því að auglýsa það út um allar tryssur.

Persónulega vil ég leggja niður kristinfræðikennslu eins og hún er stunduð í dag. Börn hafa ekkert að gera við innrætingu í þeim efnum frekar en saklaus börn múslíma sem neyðast til að gleypa í sig kenningar Islams."

Það þarf einhver að segja "hingað og ekki lengra!"  Hvort að það móðgar stjórnendur skólans er ekki megin áhyggjuefnið.  Megin áhyggjuefnið er að bæði tíma kennara og nemenda er illa varið með því að dreifa athygli þeirra frá námsefninu.  Það þarf einhver sem er ábyrgur fyrir kenslu barnanna að segja "hingað og ekki lengra!" því ef enginn gerir það heldur þessi átroðningur áfram.  Það er rétt að skólastjórnendur ráða ferðinni en þeir eru ekki frjálsir af því á sama hvaða veg sem er.  Þeir eru bundnir siðareglum kennara og grunnskólalögum um að mismuna ekki börnum eftir trú, litarhætti o.s.frv.    Það er aðeins fólk sem er haldið þrælsóttanum sem lætur óréttlæti og óvandaða starfshætti dynja yfir skólum landsins.  Þetta voru mótmæli hjá Esther Ösp sem falla vel innan þess ramma sem er ásættanlegur.  Hún brást ekki skyldum sínum og með þessu verndar hún vinnufrið þeirra barna sem hún er að kenna.  Hún stuðlar að foreldrar barnanna fái bæklingana beint í hendur og þar eiga þeir heima.  Börn eiga að vera útsett fyrir utanaðkomandi kynningarefni í skólum.  

Sammála síðustu málsgrein þinni.  Kristinfræðin er ekki sett fram sem fræði heldur lesning á völdum köflum í biblíunni. 

Svanur Sigurbjörnsson, 11.5.2008 kl. 00:22

62 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sæll Óskar Helgi

Þú ert með þeim mótsagnakenndari bloggurum sem maður hnýtur um hér.

Fyrst sakar þú Evrópusambandið um að vera ný-nazista;  "þessarri helvítis alþjóðahyggju, sem Ný- nazistar Fjórða ríkisins (ESB), suður á Brussel völlum"

Svo skrifar þú undir "Með beztu þjóðernissinna kveðjum".

Nazistar voru þjóðernissinnar líkt og þú.  Væntanlega ný-nazistar einnig.  Trúlega er það ekki sá partur af nazismanum sem þér líkar illa.  Þeir voru alræðissinnar og mér sýnist að þú sért að ýja að því að ESB sé eitthvað ofurveldi sem ætli að valta yfir álfuna sbr orð þín:

 "Hvað er varið í; að sem flestir séu steyptir, í eitthvert staðlað ESB mót, sem stefnir í, að óbreyttu ?"

Svo segirðu:

"Árið 1000;  eða þar um bil, ákváðu forfeður- og formæður okkar, að hér skyldi gilda einn siður (Vesturkirkjan; þótt ég, persónuilega, hefði kosið að hefði verið Rétttrúnaðarkirkjan, Svanur minn), þótt fylgjendur Óðins Allsvaldanda fengju að blóta á laun, áfram."

Hér lýsir þú ást þinni á hinum eina sið og bætur um betur með því að hafa frekar viljað Rétttrúnaðarkirkjuna.  Árið 1000 var trúfrelsi fyrir bí á Íslandi.  Réttrúnaðarkirkjan er ekki beinlínis fánaberi frelsis.  Hvernig getur þú verið að kvarta og kveina hér með þínum sveitungshætti yfir lýðræðislega stýrðu bandalagi þjóða í Evrópu og sakað það um að steypa alla í sama form um leið og þú lofar ein mestu afturhaldsöfl sögunnar, sem með sinni kúgun á skoðanafrelsi og trúfrelsi gegnum aldirnar hafa kostað milljónir manna lífið í stríðum yfir hundruðir ára og ótal rétttrúnaðarréttarhöldum, pyntingum, bálkestum og híðingum? 

Ég skora á þig að hugsa aðeins lengra, hugsa örlítið út fyrir boxið.  Kannski uppgötvarðu að ótti þinn er takmörkun þín og helsi.  Þú vekur ekki upp gamla tíma.  Það dýrmæta sem Ísland á verður bara enn dýrmætara í samhengi og innan um hið alþjóðlega. 

Svanur Sigurbjörnsson, 11.5.2008 kl. 01:40

63 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sæll Andrés Björgvin

Hefur þú einhverja áreiðanlega sögulega heimild sem sannar tilvist Guðs?  Hefurðu einhverja hlutlæga vísindalega sönnun þess að Guð sé til? Enginn vísindamaður hefur getað sýnt fram á það, ekki frekar en að sýna fram á tilvist Óðins, Þórs, Sólguðsins Ra, Seifs, Poseidons o.s.frv.

Sönnunarbyrðin liggur á þeim sem hefur komið fram með hið ótrúlega, þ.e. að einhver Guð á himnum sé til.  Það er ekki Jóns Frímanns að afsanna eitthvað sem er ósannað og hefur aldrei eignast áþreifanlegan veruleika utan ímyndunar trúaðra.  

Epicurus (341-270 fyrir hið sameiginlega tímatal) var grískur heimsspekingur.  Hann sagði um guðshugmyndina:

"Vill Guð koma í veg fyrir hið illa, en er ekki fær um það?  Þá er hann ekki almáttugur.  Ef hann er almáttugur, en vill það ekki?  Þá er hann illviljaður.  Er hann bæði almáttugur og viljugur? Hvaðan kemur þá hið illa?  Er hann hvorki almáttugur né viljugur?  Hvers vegna ættum við að kalla hann þá Guð?"

Svanur Sigurbjörnsson, 11.5.2008 kl. 01:57

64 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sæll Ragnar Kristján

Þú einblínir á þá staðreynd að Esther sem trúlaus manneskja hafi neitað dreifingu á bækling frá trúarsamtökum og dregur þá einföldu ályktun að hún hafi gert það til að andmæla innihaldi bæklingsins.  Svo leggurðu áherslu á þessa hugsun þína með því að kalla hana "andkristna". 

Hvað heldur þú að Esther muni gera ef Siðmennt myndi biðja hana um að dreifa bæklingum sínum í bekknum hennar?  Ef þú hefðir rétt fyrir þér myndi hún dreifa bæklingnum því hann væri frá félagi sem aðhyllist ekki trú á almætti.  Hins vegar hefur þú rangt fyrir þér því samkvæmt öllu sem ég hef séð af skrifum hennar, þá myndi hún ekki dreifa bæklingum frá Siðmennt né öðrum lífsskoðunarfélögum.  Málið snýst um að vernda tíma barnanna og halda skólanum frá beinum afskiptum utanaðkomandi félaga og þá sérstaklega þeirra er boða skoðanir á vettvangi trúar eða stjórnmála.  Hún er prima kennari og vörður réttinda barnanna.

Svo segirðu:  "Ef ég kemst ekki framhjá persónulegum skoðunum mínum er þá ekki brugðið skugga á faglega sýn mína og er ég þá ekki á rangri hillu? " 

Svar mitt er það að þú getur ekki verið skoðanalaus kennari en það skiptir öllu hvernig þú sem slíkur greinir á milli skoðana um almenn réttindi barnanna og aftur skoðana sem hópar í samfélaginu eru að boða og reyna að fá fólk (og stundum börn) til lags við.  Sem kennari verndar þú almenn réttindi barnanna og heldur þig við námsefnið, en ferð ekki að dreyfa kynningarefni trúfélaga eða annarra utanaðkomandi í skólanum.

Svanur Sigurbjörnsson, 11.5.2008 kl. 02:23

65 Smámynd: Sigurður Rósant

Sæll Svanur - "Megin áhyggjuefnið er að bæði tíma kennara og nemenda er illa varið með því að dreifa athygli þeirra frá námsefninu.  Það þarf einhver sem er ábyrgur fyrir kenslu barnanna að segja "hingað og ekki lengra!" því ef enginn gerir það heldur þessi átroðningur áfram."

Þó að svona dreifing á pósti frá ýmsum aðilum sé hvimleið bæði í augum skólamanna, nemenda og foreldra, taki smá tíma og geti stundum dregið athygli nemenda frá námi, þá eru önnur "hliðarstörf" kennara sem taka miklu meiri tíma frá þeim og nemendum en þessi póstburður. Agamál, einelti og mismunandi námsgeta nemenda í "blönduðum bekkjum", skyndileg breyting á stundaskrá vegna utanaðkomandi "gestakennara", nefni ég sem dæmi.

Siðareglur kennara breyta þarna engu. Þar er þess einnig getið að kennurum beri að sýna hver öðrum virðingu í ræðu, riti og framkomu.

"Það er aðeins fólk sem er haldið þrælsóttanum sem lætur óréttlæti og óvandaða starfshætti dynja yfir skólum landsins."

Þetta er nú stór dómur yfir 4-6þúsund manna kennarstétt landsins. Kennarar verða að fara að lögum í sínu starfi.

  • Ég minnist kennara sem gaf einum nemenda sínu einkunnina 11 þó að skalinn hafi einungis átt að vera upp að 10.
  • Annar kennari þáði whiskíflösku frá nemendum sínum í lok skólaárs, þó að nemendur hafi ekki haft aldur til að kaupa áfengi.
  • Sá þriðji hleypti nemendum sínum sem voru búnir með verkefni 2ja samliggjandi tíma út í fótboltaæfingu (og fór með þeim sjálfur út), á meðan hinir löku sátu einir og bjargarlausir eftir við að klára verkefnin sín.

Svona get ég haldið áfram að nefna tugir dæma, eða svo lengi sem minni mitt leyfir eftir 15 ára gæfuríkan feril sem grunnskólakennari. En svona kennarar eru sannarlega ekki bundnir "þrælsótta", þó þeir kippi sér ekki upp við innihald dreifbréfa, sem þeir þó oftast hafa fengið "umsjónarmenn" hvers bekkjar til að dreifa fyrir sig.

"Börn eiga að vera útsett fyrir utanaðkomandi kynningarefni í skólum."

Þú átt sennilega við að börn eigi að vera laus við utanaðkomandi kynningarefni í skólum. Skólamenn eru líka sammála því og hafa reynt að draga úr þessu flæði auglýsinga- og kynningarrita eins og hægt er. En þú getur spurt hvaða skólamann sem er, þeir segja þennan þrýsting gífurlegan. Ekki minni en þann sem fyllir póstkassa almennings í dag.

Nú er Esther að ljúka kennslu barna í 7. bekk. Hvaða bekk kennir hún næsta vetur? Og hvaða bekk kenndi hún síðasta vetur? Í 7. bekk hennar skóla er námsefnið "lífsleikni" í stað kristinfræði eða trúarbragðafræði. Í 8. bekk er trúarbragðafræði, en í 3. - 6. bekk myndi hún kenna kristinfræði. Mér þykir mjög ólíklegt að hún geti eingöngu kennt í 7. bekk í einum og sama skólanum. Í sumum tilvikum þrýsta foreldrar og nemendur 6. bekkja á að sami kennari haldi áfram með þau í 7. bekk og helst upp úr ef mögulegt er. Svo Esther getur ekki t.d. sloppið við kristinfræðikennslu nema með því að flytja sig á milli skóla ef hún fær ekki það sem hún vill í þessum skóla. Ef hún tekur svo að sér kennslu í kristnum fræðum, er hún komin af fullum krafti við að dreifa trúaráróðri fyrir þjóðkirkjuna. Því segi ég enn og aftur; Hún verður því miður að éta hatt sinn að þessu sinni.

Er enn sem fyrr þeirrar skoðunar að leggja eigi kennslu í kristnum fræðum í núverandi mynd niður í grunnskólum landsins. Tímanum væri betur varið í að auka við íslensku- eða stærðfræðikennslu.

Með hvunndagshetjukveðjum

Sigurður Rósant, 11.5.2008 kl. 16:10

66 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Sæll aftur Svanur og þakka þér svarið.
Sá póll sem ég tók í hæðina var einfaldlega byggður á fullyrðingum Estherar sjálfrar þar sem hún á annan bóginn umfjallar fjálglega trúfrelsi og umburðarlyndi en á hinn bóginn er andsnúin kynningu á þeim.  Það er nú einfaldlega þannig að þeir sem er mótfallnir kristinni trú eru kallaðir andkristnir.  Og greinin fjallar einmitt um grunnskólakennara sem ekki vill dreifa bæklingum frá kristnum félagasamtökum sem reka sumarbúðir.  Um þetta snýst málið.  Í raun mjög einfalt, ekki satt?  Þú tekur sjálfur þennan þráð upp þegar þú talar um jafnréttisákvæði stjórnarskrárinnar.  Jafnrétti þýðir í minni bók að allir sitji við sama borð, ekki að borðið sé rýmt eftir geðþótta einhverra sjálfskipaðra Rambóa.  Launalegt jafnrétti er m.ö.o. ekki atvinnuleysi á línuna.

Hinsvegar er ég sammála þeirri skoðun þinni að skoðanalausir kennarar eru ekki til né beinlínis eftirsókarverðir því persóna kennarans er í raun sú sem kennir, þ.e. miðlar því sem skal kennt.  En þegar persóna kennarans er farin að flækjast þetta mikið fyrir er komið í óefni.  Svona kennslufræðilegar Rambóur vil ég ekki hafa við uppfræðslu kynslóða sem landið erfa.  Hatturinn minn situr sem fastast.

Guð blessi þig (okkur) áfram í leit þinni að sannleikanum 

Ragnar Kristján Gestsson, 12.5.2008 kl. 08:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband