Litli bróðir bítur af tá en uppsker fingurmissi

Nú er ballið byrjað á ný.  Hamas hefur stríðsátök að nýju um leið og vopnahléstímabili lýkur og uppsker margfallt meira tap en það olli hjá Ísraelsmönnum. 

Litli bróðir bítur litlu tánna af stóra bróður sem svo sker af nokkra fingur af þeim litla.  Litli bróðir hafði lent í þessu marg oft áður, en lærði ekkert af því.  Stóri bróðir hafði haldið honum einangruðum og illa hirtum og því vildi litli bróðir hefna sín.  Litli bróðir mátti ekki lengur búa í stóru herbergjunum og hataði stóra bróður óendanlega mikið vegna þess.  Hann skyldi aldrei fyrirgefa honum og ætlaði að hrekja hann burt þó að hann hefði bara mátt til þess að bíta hann í eina tá.  Til að reyna að ná markmiði sínu var litli bróðir tilbúinn að missa alla fingurna.  Það væri betra en að búa við illan kost í litlu herbergi.   Að auki væri stóri bróðir með helgasta leikfang litla bróður í gíslingu og það gæti hann aldrei fyrirgefið.  Hans leikfang var helgara en allt heilagt.  Stóra bróður fannst aftur að hans heilögu leikföng væru mikilvægust og að litli bróðir gæti bara sætt sig við að hafa lítið pláss og takmarkaðan aðgang að sínu helga leikfangi.  Afstaða bræðranna til hvors annars var óendanlega vitlaus og heimsk, enda dæmd til að valda blóðmissi og missi lima á báða bóga svo lengi sem þeir héldu áfram heimskunni og hatrinu.

Systkini bræðranna á öðrum löndum tóku oft barnalega afstöðu til þeirra.  Ýmist heldu þeir með litla eða stóra, en áskotnaðist sjaldnast sú viska að ávíta báða og færa til ábyrgðar.  Með því að skipta sér í lið með öðrum hvorum mögnuðust aðeins deilur bræðranna, því þeir héldu sig hafa vissu fyrir framferði sínu miðað við þann stuðning sem þeir fengu.  Sterkasti bróðirinn erlendis hafði gefist upp á því að leiða þá vitleysingana saman til að ræða málin og nú blæðir þeim og bara spurning hvenær verulega illa fer.  Systkini um allan heim gætu líka farið í hund og kött saman vegna þessa þrætueplis, með skelfilegum afleiðingum.  Mörgum virðist þó slétt sama á meðan þeir geta keyrt flottu kerrurnar sínar. 

Bara ef litli og stóri bróðir geta nú reynt að lifa saman.   Vonum það besta á nýju ári.

 


mbl.is Blóðsúthellingum á Gaza mótmælt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ágæt samlíking. Maður veltir því fyrir sér hvort Hamas-liðar séu vísvitandi að hrekkja "stóra bróður", vitandi að hann hefnir sín grimmilega og að út á það fái litli bróðir samúð alþjóðasamfélagsins.

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.12.2008 kl. 00:03

2 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Já það er ekki laust við að manni hafi flogið þetta í hug Gunnar Th.  Það er ótrúlega galið en þetta er allt galið hvort eð er. 

Svanur Sigurbjörnsson, 31.12.2008 kl. 01:58

3 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Flott samlíking.  Já hvernig væri að fólk færi að læra að lifa saman í sátt og samlyndi.  Þetta er nú meiri vanþroskinn

Annars.......Gleðilegt ár Svanur og takk fyrir gamla árið

Margrét St Hafsteinsdóttir, 31.12.2008 kl. 04:11

4 Smámynd: Yousef Ingi Tamimi

En það virðist alltaf gleymast að í nóvember á þessu ári réðust Ísraelsmenn inní Gaza og afleiðingar þess voru að Hamas liðar fóru að skjóta flugeldum aftur yfir til Ísraels. Þrátt fyrir á fyrstu dögum friðarsamningsins hafi einhverjum flugeldum verið skotið yfir, þá hefur Hamas náð að koma meira og minna í veg fyrir þann pakka frá öðrum samtökum inná Gaza. Ísraelsmenn opnuðu ekki landamærin fyrir matvælum og nauðsynjum heldur neyddust Palestínumenn að grafa göng til Egyptalands til að útveiga sér nauðsynjar til að viðhalda lífi sínu. En af einhverjum ástæðum kemur þetta ekki fram í fjölmiðlum, nema í fréttablaðinu í dag.

Yousef Ingi Tamimi, 31.12.2008 kl. 09:05

5 Smámynd: Neddi

Tek undir það sem að Yousef segir hér. Það hefur nefninlega löngum verið siður Ísraelsmanna að ögra og æsa Palestínumenn upp þangað til að þeir síðarnefndu missa þolinmæðina og svara fyrir sig. Þá nota Ísraelsmenn það sem afsökun til mikilla árása og afleðingarnar eru miklar hörmungar fyrir saklausa borgara á herteknu svæðunum.

Neddi, 31.12.2008 kl. 11:11

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Stuðningsmenn Palestínumanna verða strax ótrúverðugir þegar þeir tala um flugskeytaárásir þeirra sem flugeldasendingar.

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.12.2008 kl. 12:19

7 Smámynd: Sigurður Rósant

Svanur - " Mörgum virðist þó slétt sama á meðan þeir geta keyrt flottu kerrurnar sínar. "

Mér er líka slétt sama um þessa bræður þó ég eigi einungis 7 ára gamlan Lancer og 1 árs gamalt reiðhjól sem ég nota mest til að komast leiða minna.

Muslimir telja sig vera afkomendur eldri bróðursins (Ísmaels) en Gyðingar telja sig vera afkomendur yngri bróðursins (Ísaks).

Muslimir telja að Abraham hafi ætlað að fórna eldri bróðurnum en Gyðingar telja að Abraham hafi átt að fórna yngri bróðurnum.

Á meðan þessar ólíku ættkvíslir Abrahams geta ekki komið sér saman um hvernig upphafið af hetjusögunni var, hvernig geta þær þá komið sér saman um restina af hetjusögunni sem er og verður "sagan endalausa".

Annars, gleðilegar hátíðir og takk fyrir spjallið hér á bloggsíðum mbl.is

Sigurður Rósant, 31.12.2008 kl. 14:20

8 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Takk fyrir athugasemdir og gleðilegt nýtt ár!

Það er endalaust hægt að karpa um hver gerði hverjum hvað.  Svo lengi sem hefndarhugur er í gangi, útþenslustefna, heilagleikaviðkvæmni og skortur á vilja til að leysa vandann með samningum, þá verður aldrei friður.  Það er staðreynd að báðir aðilar beita ofbeldi eða ofríki í alls kyns myndum og því þarf að linna.  Því getum við hin ekki tekið einhliða afstöðum með öðrum aðilanum þar sem það hellir bara olíu á eldinn.  Báða deiluaðila þarf að hvetja til samræðna og gangast undir þeirri ábyrgð sem friðarferli hefur í för með sér.   Það er barnalegt að krefjast þess að ísland slíti stjórnmálasambandi við Ísrael.  Ef við hegðum okkur þannig á Íslandi að við neitum að tala við einhverja þjóðarleiðtoga, hvernig í ósköpunum getum við þá ætlast til að stríðandi aðilar byrji að tala saman að viti?  Samkoman á Austurvelli var ekki til þess fallin að stuðla að friði því hún tók bara upp málstað annars aðilans og lét eins og Ísraelsmenn væru þeir einu sem héldu úti stríði.  Vinsamlegast reynum að nálgast þetta af meiri víðsýni og skynsemi.

Svanur Sigurbjörnsson, 1.1.2009 kl. 20:20

9 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Sæll ef satt skal segja veit ég ekki út í hvað er búið að henda okkur í, þe okkur almenna borgara?????   Við eigum að borga skuldir annara osfrv ,, því ekki að henda okkur bara til stríðsátaka á Gasasvæðinu ????   Við höfum hvort eð er ekkert val um eitt eða neitt hér á landi.  Held  stundum að Ríkisstjórnin gleymi að hún var kosin til að vinna fyrir OKKUR........ Við kusum þetta fólk til þess............ennnnn ekki það að ég sé að vinna fyrir það !!!!!

Erna Friðriksdóttir, 2.1.2009 kl. 10:37

10 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sæl Erna

Ég skil gremju þína. 

Svanur Sigurbjörnsson, 3.1.2009 kl. 01:41

11 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sæll Haukur

Þú segir að ég "fordæmi alla" og að ég sé "hlutlaus".   Mér sýnist þú ekki skilja það sem ég skrifaði.  Ég var að gagnrýna báða aðila fyrir skort á friðarvilja og áframhaldandi ofbeldi.  Ég er ekki með því að reyna að vera hlutlaus því ég met stöðuna þannig að báðir aðilar séu að gera ranga hluti.  Það er ekkert auðveldari niðurstaða en hver önnur og hvort að hún er fordæming felst í því hvort að ég hafi rangt fyrir mér eða ekki.  Mér þætti smekklegra af þér að tala ekki um ósmekklegan málflutning hjá mér nema að þú rökstyðjur betur hvað þú ert að fara.  Hver er þín viska í þessum málum? 

Svanur Sigurbjörnsson, 3.1.2009 kl. 01:48

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það hefur komið fram að eins og Búskurinn ætlaði sé alltaf inn í Írak, þá ætluðu Ísraelsmenn sér inn í Gaza löngu áður en vopnahléð rann út.  Það er ekki hægt að bera saman morðhundana í Ísrael og Palestínumenn, sem er bannað að eiga vopn.

En gleðilegt ár Svanur minn og takk fyrir það gamla.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.1.2009 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband