Óbrigðul réttlætisást

Viljum við leiðtoga eftir 25. apríl sem gætir þeirra sem eiga undir högg að sækja í þjóðfélaginu eða viljum við leiðtoga sem elur á ótta um að eigendur fyrirtækja fái ekki nægilega gott skattaumhverfi.  Þetta er nokkurn veginn munurinn á Jóhönnu og Geir eða ráðherra úr röðum xS/xVg eða xD/xB.  Hinn blái ráðherra segist ala önn fyrir öllum stéttum, en talar fyrst og fremst til hinna sterku og auðugu eða þeirra sem stefna þangað.  Ráðherra jafnaðarstefnu gætir fyrst að því að hinir efnalitlu og veiku fái aðhlynningu og sanngjörn tækifæri til að ná lágmarks lífsgæðum í formi húsaskjóls og viðráðanlegs matarverðs auk heilbrigðisþjónustu.  Hlutverk ríkisins er ekki að hjálpa sérstaklega einkaframtaki, heldur byggja upp þjónustukerfi (menntun, heilbrigði, samgöngur o.fl.) og gæta að jafnrétti og vernd gegn glæpum. 

Jóhanna Sigurðardóttir gerir vel í því að láta þetta álit í ljós á siðlausri arðgreiðslu til hluthafa HB Granda þegar verkamenn tóku á sig launaskerðingu.  Þannig sýnir hún forystu í því að bæta siðferði landsmanna.  Þjóðin þarf þannig leiðtoga.


mbl.is Siðlausir eigendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þetta mál hefur feliri en eina hlið. Sjá færslu mína.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 17.3.2009 kl. 15:55

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Þá er rétta skrefið næst að banna alla vesti á sparifjárbækur í bönkunum svo það verði eitthvert samræmi í þessu. Eiga ekki allir að vera jafnir fyrir þessu ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 17.3.2009 kl. 16:10

3 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Þjóðin þarf ekki leiðtoga sem lítur á ESB sem lausnina við öllum vandamálum landsins. Vonandi áttar þjóðin sig á því!

Kveðja,

Muggi.

Guðmundur St Ragnarsson, 17.3.2009 kl. 16:15

4 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Vaxtatekjur eða argreiðslur úr fyrirtæki sem hefur beðið launafólk sitt að hjálpa sér með því að hætta við launahækkun?  Ég sé ekki hvað er líkt með þessu Predikari.  Ert þú siðblindur líka eða kynnirðu þér ekki málin áður en þú predikar?

Hvar í ósköpunum heldur Jóhanna því fram að ESB sé lausn á öllum vanda þjóðarinnar?  Vinsamlegast haltu þig við staðreyndir Muggi. 

Svanur Sigurbjörnsson, 17.3.2009 kl. 16:26

5 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Guðjón Sigþór - Mosi

Þú bendir á að hluthafarnir hafi minnkað arðgreiðslu sína úr 12% í 8% í blogginu þínu. 

Það á hreinlega ekki að greiða út nokkurn arð fyrr en búið að er greiða umsömd laun til verkafólksins.  Skuldir fyrst, svo arður.  Þannig gerir allt sómasamlegt fólk kaupin á Eyrinni.

Svanur Sigurbjörnsson, 17.3.2009 kl. 16:34

6 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Að greiða út arð á meðan ekki er hægt að greiða umsamin laun er fullkomlega óviðunandi. Það er bara svo einfalt.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 17.3.2009 kl. 19:07

7 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Svanur staðreyndin er þessi og það sást vel í Silfri Egils. Þegar jafnaðarmaður er spurður um lausnir í þessari gríðarlegri kreppu sem við erum í er alltaf sama svarið: "ESB". Egill Helgason sér þetta líka svo ég er greinilega ekki sá eini! Þetta var að vísu ekki Jóhanna heldur annar forystumaður, Árni Páll.

Verum málefnalegir og tölum ekki í upphrópunum kæri doktor!

Guðmundur St Ragnarsson, 17.3.2009 kl. 20:42

8 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sæll Guðmundur

Ef að þú vilt ekki heyra um ESB þá fer það í taugarnar á þér, en ef að þú hlustar á þær röksemdir sem eru færðar fram þá ætti það væntanlega að vekja þig til umhugsunar.  Árni Páll talar mikið um ESB og e.t.v. of mikið en hann er sannfærður um að kostirnir séu mun meiri en gallarnir við inngöngu í sambandið þannig að hann vill hamra á þessu. 

Já verum málefnalegir - tölum um kosti og galla við aðild, en sópum ekki umræðuefninu út af borðinu. 

Svanur Sigurbjörnsson, 19.3.2009 kl. 12:27

9 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Hæ Svanur.

Ömurleg þessi arðgreiðsla á meðan starfsfólkið á sinum lágu launum afþakkaði launahækkun til að styðja fyrirtækið sitt.   Svo mikið siðleysi hér á landi

Margrét St Hafsteinsdóttir, 19.3.2009 kl. 20:19

10 Smámynd: TARA

Ég er sammála Jóhönnu og finnst frábært að hún láti álit sitt í ljós án þess að hugsa um hvað atvinnurekendum finnst um hana...þannig leiðtoga viljum við...hún reynir þó að standa með lítilmagnanum, en það er meira en margir aðrir hafa gert. Áfram Jóhanna...

TARA, 21.3.2009 kl. 12:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband