Kukl fyrir ungabörn

Ég heyri æ oftar af því að nýbakaðir foreldrar leiti til kuklara eins og Bowen nuddara eða spjaldhryggs- og höfuðbeinajafnara vegna óværðar barna sinna, sérstaklega ef læknar hafa ekki ráð við henni.  Óværð ungbarna getur haft ýmsar orsakir en ein sú algengasta er iðrakveisa, sem er vegna krampa í görninni af óþekktri orsök.  Þarmarnir eru að venjast mjólkinni og smám saman að koma sér upp bakteríuflóru.  Það getur kostað einhver ónot og því ókyrrast börnin.  Þessi svokallaða ungbarnakveisa gengur yfirleitt yfir á nokkrum dögum eða vikum, en í undantekningartilvikum á nokkrum mánuðum.  Þegar barnið er svo látið í hendurnar á kuklara sem þykist vera að breyta efnaskiptum í líkamanum (Bowen ruglið) eða hreyfa við heilahimnunum (Höfuðbeina og spjald.. ruglið) er allt eins líklegt að barnið lagist af sjálfu sér daginn eftir eða skömmu síðar, algerlega óháð kuklgjörningnum.  

Ungabörn og foreldrar þeirra eru alveg kjörin fórnarlömb kuklara.  Í fyrsta lagi mun barnið ekki kvarta og getur ekki sagt í neinum smáatriðum af eða frá hvort að það hafi haft gott af meðferðinni eða ekki.   Í öðru lagi eru foreldrar ungabarna oft óörugg og hrædd við óværð barna sinna og eru tilbúin að reyna alls kyns hluti svo framarlega sem það skaði ekki barnið.  "Hverju höfum við að tapa?" kunna foreldrarnir að spyrja og telja það þess virði að prufa eitthvað svona "óhefðbundið" í þeirri veiku von að það gagnist.  Skítt með kostnaðinn, enda lítur það ekki vel út ef að foreldrar eru að spara við eitthvað sem gæti mögulega bætt líðan barna þeirra. 

Spurningin sem eftir stendur er því hversu stórt þetta "mögulega" er? og hvort að það sé eitthvað vit í því að elta uppi allt sem sagt er að "mögulega" gagnist án meðmæla lækna fyrir því?  Gæti það verið að það að vera þátttakandi og greiðandi fyrir svona meðferð geri ekkert gagn fyrir barnið og í raun samfélaginu ógagn með því að ýta undir kukl?  Kannski er til of mikils ætlast að spyrja svona ábyrgðarfullt því fólk hugsar ekki oft um að það setji öðrum dæmi með hegðun sinni, a.m.k. ekki í þessum efnum. 

Svarið er eftirfarandi: Heilinn er fær um að ímynda sér alls kyns hluti og það er einn dásamlegasti eiginleiki mannsheilans að geta gert sér þannig í hugarlund allan fjandann, bæði fallega hluti og ljóta og í öllum víddum og breiddum, raunsæja og óraunsæja.  Svo er það einnig vitað (af flestum) en oft gleymt að manneskjan er alveg einstaklega dugleg við að rugla saman tómri ímyndun og raunveruleikanum.  Þessi dugnaður er bæði ómeðvitaður og meðvitaður, sjálfráða og ósjálfráða.  Það fólk sem hefur hve best gert sér grein fyrir þessu undanfarnar aldir hefur þróðað aðferðir til að greina á milli þessarar ímyndunar (sem er oft hjálpað verulega af óskhyggjunni) og raunveruleikans svo að við gætum séð hvað virkar í formi greiningaraðferða og meðferða og hvað er bara plat.  Þessar aðferðir eru kallaðar vísindi og fólkið klára vísindamenn, en aftur þeir sem hafa haldið áfram í ímyndunarlandinu stunda kukl og eru kuklarar.  Kuklarar eru oft hið besta fólk, bara fáfróðir eða blindir á vísindalegar aðferðir.  Kuklarar finnst gott að fara einhverjar stuttar leiðir að því að lækna fólk og grípa í ósannaðar og óviðurkenndar aðferðir sem sagðar eru virka af leikmönnum með mikinn vilja til að sannfæra aðra um aðferð sína en enga vísindalega getu.  Þetta fólk talar sitt lingó - kukllingó sem inniheldur jafnan orðin:

lækningarmáttur líkamans, orkustöðvarnar, ónæmiskerfið, afeitrun, afeitra, heila, heildræn, náttúrulegur, forn fræði, orkubrautir, jin og yang, ofnæmi, ójafnvægi o.fl.

Síðan er jafnan líst einhverjum fræðum sem eiga sér ekki stoð, hvorki rökfræðilega né út frá rannsóknum, í viðurkenndum grunngreinum raunvísindanna.  T.d. orð höfuðbeinakuklara um að þeir geti hreyft höfuðbeinin og haft áhrif á flæði heila- og mænuvökva eru algerlega úr lausu lofti gripin og eru óhugsandi út frá lífeðlisfræðinni og líffærafræðinni og eru ekki studd með neinum rannsóknum.  Sama má segja um tilgátur hómeópata um gagnsemi remidía þeirra. 

Foreldrar verða að gera sér grein fyrir því að hægt er að blekkja fólk í stórum stíl og það eigi ekki að treysta hverjum sem er fyrir heilsu barna sinna.  Það dugir ekki til að einhverjir hafi góðar fyrirætlanir og þykist vera sannfært.  Vísindi og meðferðir við sjúkdómum eru ekki leikur fólks með almenna grunnmenntun og helgarnámskeið í einhverjum óviðurkenndum handahreyfingum, sama hversu faglega nafn þeirra hljómar.  Svokallaðir græðarar eru skráðir sem slíkir samkvæmt lögum en eru ekki með neina viðurkennda heilbrigðismenntun og eru EKKI heilbrigðsstarfsfólk. 

Tökum smá hugarleikfimi hér:  Gefum okkur hið ólíklega að höfuðbeinajafnari gæti hreyft við höfuðbeinum barna, jafnvel þó að í örlitlu mæli væri eins og þeir vilja halda fram.  Ætla foreldrar þá að trúa því að það geti læknað eitthvað?  Hvað með spurninguna - getur slíkt stórskaðað heilahimnur og æðar í höfðinu?  Er það æskilegt að hreyfa við beinum sem eiga að vernda heilann frá óæskilegum þrýstingi og hnjaski?  Bein sem eru einungis deig í barnæsku vegna þess að þau þurfa að stækka til fullorðinsára en ekki af því að það sé æskilegt að þau hreyfist til.  Hvað koma þessi bein, heilahimnunar eða mænuvökvinn eitthvað við óútskýrðri óværð ungbarna eða iðrakveisu þeirra?  Hvar eru rannsóknirnar sem sýna að eitthvað snifsi af slíku orsakasamhengi sé til staðar? 

HVERNIG Í ÓSKÖPUNUM DETTUR FÓLKI Í HUG AÐ LEYFA FÓLKI AÐ REYNA AÐ HREYFA VIÐ HÖFUÐBEINUM BARNA SINNA ÁN ÞESS AÐ HAFA NOKKRAR SÖNNUR Á ÞVÍ AÐ SLÍKT VALDI EKKI SKAÐA OG AÐ ÞAÐ SÉ NOKKUÐ GAGN AF ÞVÍ? 

Afsakið hástafina en mér er hálf óglatt af þessari hegðun foreldra sem leita til kuklaranna.  Það getur farið til kuklara og tekið svona óábyrga prufumennsku út á eigin líkama, en í nafni alls þess sem okkur er kært - FARIÐ EKKI með ungabörn í slíkar kuklmeðferðir.  Þegar foreldrar hafa ekki vit á heilbrigðisvísindum sjálf eiga þeir einungis að treysta viðurkenndum fagaðilum fyrir heilsu barna sinna. 

Sem betur fer hafa flestar kuklmeðferðir enga virkni aðra en lyfleysisáhrifin og lenging á áhorfstíma þess sjúkdóms eða kvilla sem reynt er að laga.  Það er því allt eins líklegt að á þeim tíma lagist vandamálið af sjálfu sér fyrir tilstilli getu líkamans til að laga sig sjálfur.   Hafi höfuðbeinajafnarinn eða Bowen nuddarinn því ekki í raun fært höfuðbeinin eða breytt efnaskiptum vöðvana, er enginn líkamlegur skaði skeður.  Viðkomandi kuklari hafði hins vegar grætt nokkurn pening á fáfræði foreldranna og hugsanlega komið inn frekari ranghugmyndum um líkamsstarfsemina í huga þeirra til þess að breiða út boðskapinn um gagnsemi meðferðarinnar.  Snjóbolti fáfræðinnar og kuklbransans stækkaði og möguleikar kuklarara til að kenna öðrum að verða kuklarar aukast.  Eftir því sem fleiri taka þátt í bullinu, því meira stækkar það og því meiri áhrif hefur það á þjóðfélagið í heild. 

Líkt og með græðgisvæðinguna er kuklvæðingin þjóðfélagslegt mein sem elur af sér heimsku, fræðilegt metnaðarleysi og fánýt markmið.  Kuklvæddar þjóðir verða aðhlátursefni og slík menning er sorgleg mótsögn í miðju hafi gríðarlegrar þekkingar sem búið er að afla undanfarnar aldir.  Eflaust finnst einhverjum lítið um okkar þekkingu, en þannig tala jafnan þeir sem engin grunnvísindi hafa numið og gera sér ekki grein fyrir því hversu mikla vinnu þarf til að bæta við þekkinguna með örlitlum molum í hverju framfaraskrefi.   Það er mikil þekking til staðar, en gríðarlega mikið eftir sem við skiljum ekki eða getum ekki nýtt okkur enn. 

Framfarirnar munu ekki koma út úr dulrænum afkimum fornra sagna eða ímyndaðra fræða sem standast ekki vísindaleag skoðun, heldur með því að styrkja rannsóknir raunvísindafólks og lækna í t.d. krabbameinsrannsóknum, erfðafræði og alls kyns grunnvísindum.   Það er langt á milli byltingarkenndra framfara í læknavísindum, en við megum ekki missa móðinn og beina athyglinni í staðinn að einhverju rugli.  Ef að fólk vill skoða eitthvað úr "óhefðbundinni" átt er ekkert að því en það gildir það sama um það sem úr slíkri átt kemur að það verður að standast vísindalega athugun, ellegar ekki tekið gilt.  Við þurfum að beina öllum okkar kröftum að rannsóknum á krabbameinum því að þau eru ein algengasta orsök ótímabærra dauðsfalla.  Sömuleiðis að öðrum sjúkdómum (t.d. taugakerfisins) sem valda örkuml eða dauða fólks á besta aldri.  Höldum okkur við vísindin og gleymum því ekki að þau hafa komið okkur þar sem við erum og skilað okkur heilsu og velmegun.  Sýnum því fólki sem þau stundar virðingu og stuðning, því von barna okkar liggur í því að vísindastarf skili áframhaldandi árangri.  

Góðar stundir!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Flottur Svanur.

Þetta er sennilega allt satt og rétt hjá þér.

En, svo ég komi nú strax með einhverjar mótbárur, slíkt er mun skemmtilegra en að fá eintómar undirtektir, þá langar mig að spyrja þig hvort það geti verið að vestræn lækningarfræði vanmeti mátt lyfleysuáhrifanna?

Nú heyrir maður slíkan fjölda af sögum um hómópata, heilsunudd og náttúrulækningar að maður fer að velta þessu fyrir sér og reyna að skoða þetta gagnrýnum augum en með opnum huga.

Mér skilst að lyfleysuáhrif mælist með töluverða virkni í lyfjagjöf við sjúkdómum, enn meiri við efnagjöf í íþróttum og enn meiri ef sá sem veitir lyfið er hlýr og áhugasamur. Sé þetta rétt er ljóst að virka efnið í lyfi nýtur töluverðs stuðnings af að lækninum takist að vekja hjá sjúklingnum væntingar og jákvæðni til lyfsins. -sem er eitthvað sem þeir eflaust mega ekki gera, en óhefðbundni geirinn getur leyft sér, eða hefur allavega leyft sér.

Gefum okkur sem dæmi að læknir sé að gefa lyf við magakveisu barns, sem eru bara eitthvað verkjastillandi eða magaróandi að mér skilst, og það virki takmarkað.

Gefum okkur svo að foreldrarnir fari til kuklara sem gefi barninu einhverja mixtúru sem í raun inniheldur sama virka efnið og það sem læknirinn ráðlagði. Getur hugsast að foreldrarnir upplifi þá meðferð sem náttúrulegri og heilbrigðari; óttist auk þess ekki kuklarann, en beri óttablandna virðingu fyrir læknum; og finnst það jafnvel vera að gera barninu meira gott með grænu sulli í glerflösku, en hvítri kvoðu í plastflösku.

Getur hugsast að lyfleysuáhrif og skyld sálræn áhrif séu að móta ferlið á alla kanta sem skili sér einhvernvegin til barnsins, sem þá jafnar sig fyrr en ella á magakveisunni? Og þessi áhrif öll mun magnaðri hjá fullorðnum einstaklingum sem sjálfir hafa lyfleysuáhrif á líkama sína með hugsun sinni?

Getur hugsast að vestræn lækningarfræði hunsi mikið til ómeðvitaða getu heilans til að móta viðbrögð líkamans; að sú geta sé svo ómeðvituð, og svo einstaklingsbundið hvernig hún er hámörkuð, að erfitt sé að henda reiður á hana með klínískum tilraunum?

Verðum við hugsanlega einn dagin farin að fá lyfin okkar afhent í reykelsisangandi Búddamusterum af sloppaklæddum mönnum með skegg og blíðlegt augnaráð vegna þess hversu miklu meiri áhrif það hefur en að skerpa virkni efnisins?

-

Fyrirgefðu munnræpuna Svanur, þetta er bara frjálst flæði hugsana. Eflaust er þetta skoðað í læknisfræðinni og hart um þetta deilt frá ýmsum sjónarmiðum, eða það get ég ímyndað mér vegna þess hvað þetta er huglægt og erfitt að staðla, ef svo mikið sem örðu af sannleik er að finna í þessu. 

Þú varpar ábyggilega ljósi á þetta fyrir mig.

mbk,

Kristinn Theódórsson, 12.8.2009 kl. 20:38

2 identicon

Flott grein Svanur.  Ég reit áþekka grein fyrir vantrúarvefinn.  Hún er hérna.

Það er svolitð fyndið að allt þetta kukl er samkvæmt sömu formúlunni. Það er fundin kúnnahópur sem erfitt er að lækna og herjað á hann.  

Teitur Atlason (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 23:38

3 identicon

Ekki skal ég fara að munnmælast við þig um þínar hugmyndir í þessu efni, en það væri þó ekki úr vegi að leggja eithvað til málana.

T.d. hefurðu eihvertíman lágt á þig að prufa að fara til eins af þessum kukklurum? Bara spá vegna þess að ef maður prufar ekki eithvað þá er erfitt að dæma það og þetta er nú ekki bara fyrir ungabörn.

Eins vil ég minna á að það er ekki langt síðan nudd og nálarstungur voru flokkaðar sem kukl af fólki sem taldi sig vita betur en flestir aðrir en er í dag viðurkent innan heilsugeirans að það eru góðar og gildar læknisgreinar eins og aðrar þær sem viðurkenningar njóta.

Hmm nei ég bara segi svona það er alltaf einfalt að dæma en spurning hvenar maður hefur þekkingu og reinslu til að gera það, við gætum kanski orðið sammála um að jörðin sé flöt? Kyrkjan þó reindar nýbúinn að viðurkenna að þeir hafi haft rangt fyrir sér í þvi máli ;)

kv

Guðmundur Ragnar Rúnarsson (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 23:58

4 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sæll Kristinn og takk fyrir innleggið

Þú spyrð hvort að það geti verið að vestræn læknisfræði vanmeti lyfleysisáhrifin. Ég held að lyfleysur eigi ekki erindi sem viljandi meðferðarúrræði í venjubundinni læknismeðferð, því að það er ekki hægt að réttlæta notkun blekkinga í meðferð.  Ef blekkingar yrðu leyfðar og viðurkenndar myndi skapast stór hola vantrausts og efasemda skjólstæðinga lækna um það hvort að læknirinn væri á spila á huga þess eða gefa raunverulega virka meðferð.  Slíkt væri ekki ásættanlegt. 

Hins vegar tel ég að vestræn læknisfræði nýti sér ekki nógu vel hvatninguna og hughreystinguna.  Það er ákveðin kunnátta að geta beint fólkin inná réttar brautir og fá það til að taka á erfiðum málum.  Ákveðin þróun á sér stað í þessum efnum þó og er hugræn atferlismeðferð ein aðferð í þessum dúr sem er að ná meiri útbreiðslu á meðal fagfólks. 

Ég er nú að byrja að lesa bók eftir mannfræðing um lyfleysisáhrifin og talar hann um "merkingaráhrif" frekar en lyfleysisáhrif.  Ég mun e.t.v. blogga um bókina síðar. 

Takk fyrir ábendinguna Teitur.

Sæll Guðmundur Ragnar.  Já ég hef fengið prufutíma hjá höfuðbeinajafnara á ráðstefnu sem haldin var í Egilshöll fyrir nokkrum árum.  Ég las einnig úrdrætti í kennslubók þeirra.  Ég hef einnig lesið það sem þeir skrifa um fræði sín á netinu.  Allt þetta bendir til tilgáta byggða á ímyndunum, en ekki sannreyndum fræðum.  Þetta er því miður bara kukl.   Það er ekki "einfalt að dæma" í mínum huga.  Ég lýsi ekki skoðunum mínum á hlutum með afgerandi hætti nema að ég telji mig hafa skoðað hlutina mjög vel. Bestu kveðjur - Svanur

Svanur Sigurbjörnsson, 13.8.2009 kl. 10:07

5 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Já vel á minnst - það er rétt það sem Helgi Briem segir.  Engar rannsóknir hafa getað staðfest verkjadeyfandi áhrif nálastungumeðferðar, en það er vandamál í rannsóknum á nálarstungu að það er ekki hægt að nota lyfleysu til samanburðar þar sem það eru ekki til neinar "lyfleysustungur". 

Varðandi nuddið að þá eru ekki heldur neinar rannsóknir sem sýna fram á gagnsemi þess til lækninga. Á hinn bóginn þá er það ekki kukl að notast við nudd ef að ekki er verið að gefa út yfirlýsingar í leiðinni um einhver undraverð áhrif eða lækningar.  Ef að nudd skilar vellíðan, þá hefur það sjálfstætt gildi hvað sem rannsóknum líður.  Einhver aðferð verður ekki að kukli fyrr en búið er að spinna einhver gervifræði í kingum hana og segja að hún lækni eitthvað sem er algerlega óstaðfest.  Hlutir eins og böð og nudd eru ekki kukl nema að einhver misnoti þessa hluti til að skapa óraunhæfar væntingar.

Svanur Sigurbjörnsson, 13.8.2009 kl. 11:51

6 identicon

Ég kem eins og skrattinn úr einhverjum legg... með smá grín um kulk
http://www.youtube.com/watch?v=VIaV8swc-fo

DoctorE (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 12:02

7 Smámynd: Kolgrima

Það er alltaf svo hressandi að lesa bloggið þitt, Svanur! Skráði mig inn til að spyrja þig um þitt álit á nálastungum - og sá svo í athugasemdum að Helgi Briem telur þær kukl og þú neitar því ekki en tekur heldur ekki undir. Hvað finnst þér?

Kolgrima, 13.8.2009 kl. 13:20

8 identicon

Bara til gamans og til þess að svala forvitni minni, hvar dregur þú mörkin milli vísindalegra fræðigreina og kukls? Er músík þerapía á lista þínum yfir kukl-meðferðir?

Kristín Björnsdóttir (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 14:27

9 Smámynd: Sveinn Ríkarður Jóelsson

Sælir nú. Bendi alltaf á þessa grein þegar lyfleysuáhrif koma upp (http://content.nejm.org/cgi/content/abstract/344/21/1594) þar sem vísbendingar eru um að lyf og lyfleysa sé ekki nóg heldur þurfi líka að mæla að gefa "ekki neitt" hvernig sem það er útfært :)

Sveinn Ríkarður Jóelsson, 13.8.2009 kl. 14:36

10 Smámynd: Finnur Bárðarson

"Ég held að lyfleysur eigi ekki erindi sem viljandi meðferðarúrræði í venjubundinni læknismeðferð, því að það er ekki hægt að réttlæta notkun blekkinga í meðferð." Þessa setningu ætla ég að geyma vel. Frábær grein Svanur

Finnur Bárðarson, 13.8.2009 kl. 15:28

11 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Flest úrræði og meðferðir byrja á tilgátum um eðli sjúkdómsins sem á að meðhöndla og svo tilgátu um hvernig megi grípa inní sjúkdómsferlið á einhvern hátt þannig að léttir, einhver bati eða lækning hljótist af. 

Einstaka sinnum rambar fólk þó á meðferðir sem hjálpa fyrir einskæra tilviljun og þá er ekkert vitað af hverju meðferðin bar árangur.  Þetta á við um lyf úr jurtum sem voru e.t.v. gefin til hressingar en sýndu svo verkun á eitthvað annað.  Allt slíkt er auðvitað misvel ígrundað og sumt stenst svo ekki nánari skoðun. 

Hvar dregur maður mörkin milli fræða og kukls spyr Kristín.

Það má skipta þessu niður í eftirfarandi flokka:

  • Kukl.  tilbúin tilgáta um sjúkdóm án ígrundaðrar skoðunar eða notkunar á grunnrannsóknum og grunnþekkingu raunvísinda.  Dæmi:  Tilgáta hómeopatíunnar um að "líkt lækni líkt" þar sem engin tilraun er í raun gerð til að útskýra eðli sjúkdómssins sem á að meðhöndla (svokallaða meingerð), heldur farið beint í að reyna að meðhöndla eftir tilgátu sem byggir ekki á neinni þekkingu á lyfjafræði eða sértækum verkunarmáta.  Efni sem framkallar magaverk á þannig að laga magabólgur í algerlega útvatnaðri (þynntri) blöndu.  Þetta er fullkomið kukl: röng greining, ímyndaður þekkingargrunnur, gefin meðferð og gert ráð fyrir bata þrátt fyrir engar vísindalegar athuganir.  Ímyndanir og falsmeðferð.
  • Höndlanir.  Ég á ekki orð yfir þetta en í þennan flokk falla eins konar höndlanir þar sem reynt er að bæta líðan með einhvers konar höndlun.  Dæmi: nudd, vatnsböð, leirböð, tónlist, gufuböð, sjósund, kírópraktík o.s.frv.  Hvaðeina þar sem reynt er að hafa einhver mekanísk áhrif á líkamann og síðan horft eftir því hvernig viðtakandanum leið á eftir.  Hér liggja ekki að baki útskýringar á því "hvers vegna" og það eru ekki heldur settar fram væntingar um bata eða lækningu, a.m.k. ekki óhóflegar og ekki út fyrir ramma þess sem mekaníkin virkar á, t.d. kannski sagt að nuddið gæti mögulega bætt vöðvabólgu en ekki asthma.  Í þessum tilvikum liggja ekki að baki einhverjar fabúleringar og mikillar hófsemi og varkárni gætt í því að byggja ekki upp óraunhæfar væntingar til meðhöndlunarinnar, enda skortir gögn um raunverulega virkni.  Ýmislegt var í þessum flokki hér áður í meðferðarsafni lækna (t.d. notkun spritts á alls kyns mein og hóstamixtúrur sem innihéldu ekki neitt hóstastillandi), en það heyrir til algerra undantekninga í dag.  Mikil hreinsun átti sér stað í lyfjasafni lækna á eftirstríðsárunum og fram til 10. áratugarins, eftir því sem lyfin voru endurskoðuð með vönduðum "tvíblindum" meðferðarrannsóknum.
  • Fræðileg meðferð / læknismeðferð.   Mikil rannsóknarvinna liggur að baki um eðli sjúkdómanna sem passar við viðurkennda þekkingu á grunngreinum raunvísindanna og lífeðlisfræði líkamans.  Út frá þeirri þekkingu er svo unnið með tilgátu um meðferð, t.d. hvernig eigi að búa til nýtt sýklalyf sem drepi bakteríur er ekki frumur líkamans.  Meðferðin er prófuð á rannsóknarstofu og svo í stigum þar til hún er gefin mönnum.  Standist meðferðin kröfur um virkni og öryggi eftir langt rannsóknarferli fer hún í almenna notkun.

Varðandi músikþerapíu, Krístín, þá vil ég ekki flokka hana áður en ég hef heyrt meira um hana.  Ég hef ekki kynnt mér hana sérstaklega og vil því ekki dæma um hana án upplýsinga.  Getur þú bent mér á einhverja góða umfjöllun?

Kveðja - Svanur

Svanur Sigurbjörnsson, 13.8.2009 kl. 16:28

12 identicon

@Kristinn: Ég var akkúrat í gær að hlusta á Skeptoid þátt númer #151(http://skeptoid.com/episodes/4151) sem fjallaði akkúrat um lyfleysur og rannsóknir á þeim. Margt merkilegt sem kom þar. Til dæmis eru áhrifin meiri þegar rannsóknaraðili varar mikið við notkuninni sem og þau verða meiri því meira invasive sem lyfleysan er. Til dæmis er lyfleysisáhrif sprautu meiri en lyfleysisáhrif töflu. Lyfleysisáhrif verða líka meiri ef lyfleysan veldur sjálf neikvæðum aukaáhrifum. En allt á þetta samt sameiginlegt að lyfleysisáhrifin hafa ekki áhrif á neitt sem hægt er að mæla.

@Guðmundur: Það er af og frá að allir þurfi að prufa allt áður en þeir dæma um það. Ég þarf ekkert að fótbrotna til að geta sagt að það sé sársaukafult. :) Við höfum rannsóknir á þessum hlutum og þessar rannsóknir sanna að þetta sé flest allt endæmis bull. Það á við til dæmis um nálarstungur sem hafa með síendurteknum prófunum sannast að hafi engin áhrif. Og það er ekki eins og um sé að ræða bara einhverjar 2-3 rannsóknir. En nálastungumenn skoða sömu rannsóknir og orða þetta þannig að nálastundur virki jafn vel og pacebo effectinn. :D

Rannsóknir á nuddi benda hinsvegar til að nudd tímabundum sársaukaminnkandi áhrifum. Svona fyrir utan að ég man ekki til þess að læknar hafi ráðist á nuddið.

Jón Grétar Borgþórsson (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 16:58

13 Smámynd: Agný

Þú telur þig sem sé í hóp hinna "löggiltu " vestrænu "kuklara"?.. Því miður ber ég ör bæði utan sem innan eftir mistök af hendi "löggiltra " vestrænna "kuklara"..

Sjálf er ég sem sé að þínum dómi "kuklari"... Takk fyrir nafngiftina ;-)..

En ef þú heldur ..svo sé vísað í þín skrif hér

Hvað með spurninguna - getur slíkt stórskaðað heilahimnur og æðar í höfðinu? Er það æskilegt að hreyfa við beinum sem eiga að vernda heilann frá óæskilegum þrýstingi og hnjaski?

Við cranio"kuklararnir" megum aldrei beita nema mest 5. gr þrýstingi í okkar "vinnu"brögðum.. og jafnvel minna er um börn er að ræða..

Hvað þá með helvíts sogklukku/drullusokkinn sem sogar sko heilabúið með og togar mænuslíðrið líka upp..jafnvel það mikið ( að ég tel) að hásinarnar verði stuttar....og tengurnar sem kreista saman höfuðkúpuna valdi ekki skaða..

Það er sko ekkert smá afl notað þá...að öðru ógleymdu ..hvað það gerir mæðrunum..töngum roðið inn í þær= kremur vefi og æðar um leið..það þarf jú að "troða" þessu inn í konuna til að geta komið utan um höfuðkúpu barnsins..

En eitt...þú dæmir alla eftir einum prufutíma..hvað gerir 30 mín "prufu" tími í troðfullri höll af fólki eða hvernig fyrir þig? ... heldur þú að allir cranio meðferðar aðilar séu sem sé eins?

Ef svo er, þá má segja það sama um ykkur hina "vestrænu hefðbundnu "lækna" ..einn ómöglegur/fúskari þá séu þið það allir...rökfræðilega rétt hjá mér miðað við þína röksemdarfærslu..

Min meðferð er 2 tímar..og ég skal glöð gefa þér það..þá muntu kanski vera fær um að dæma ..held ég..

Held ég þú ættir að endurskoða skrif þín..allavega miðað við þá lýsingu sem feður hafa gefið mér er þeir sáu börn þeirra toguð /soguð svona inn í þennan heim..læknirinn hristist og skalf við það að "soga" barnið inn í heinn "hefðbundna" vestræna læknavísindanna heim...

FÆÐINGARÁVERKAR. Getur Höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð komið að gagni?

Afleiðing samþjöppunar höfuðkúpu.

eftir Thomas Attlee Skólastjóra Cranio Sacrial School

http://agny.blog.is/blog/agny/entry/370639/

http://dictionary.babylon.com/CranioSacral_Therapy_(CST,_cranial_balancing,_cranial_osteopathy,_cranial_sacral_manipulation,_cranial_technique,_cranial_work,_craniopathy,_craniosacral_balancing,_Craniosacral_Osteopathy,_Cranio-Sacral_work)

A Dictionary of Alternative-Medicine Methods

Method whose purported goal is to remove impediments to a patient's "energy." It supposedly involves manually aligning skull bones. Dr. William Garner Sutherland, a student of the founder of osteopathy, developed cranial osteopathy in the early 1900s. According to its theory, movements of the skull bones cause movements of the sacrum and vice versa. John E. Upledger, D.O., developed CranioSacral Therapy, a derivative of Sutherland's work.

Agný, 17.8.2009 kl. 03:24

14 Smámynd: Agný

Smá viðbót... Ef sjúkdómurinn hverfur..skiftir það þá einhverju máli hvaða aðferð var beitt?

Er ekki tilgangurinn að losa "meðferðarþegann" við sjúkdóm og þjáningar?..En kanski er betra að losa manneskjuna við orsökina fyrir sjúkdómnum en ekki reyna alltaf að lækna afleiðinguna...Það tel ég allavega..en það er jú bara mín skoðun

Agný, 17.8.2009 kl. 03:30

15 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Það myndi gera mikið fyrir þinn málstað, Agný, að þú reyndir að halda þig við eina umræðu í einu. Sogklukka og viðlíka úrræði við erfiðar fæðingar eru dálítið annar handleggur en eitthvað pot í kollinn á börnum í óljósum lækningartilgangi.

Vissulega kemur þú þeim skilaboðum á framfæri að læknar geri stundum harkalegri hluti en "kuklararnir", en það ætti nú varla að vera þungamiðja röksemdarfærslu þinnar.

Væri ekki nær að þú, sem yfirlýstur cranaíó kuklari segðir okkur frá reynslu þinni og reyndir að koma okkur fyrir sjónir sem fagmanneskja; atvinnumaður með jafnaðargeð og góðan þekkingargrundvöll.

Ég hef persónulega áhuga á að sjá fólk úr þínum geira koma dálítið vel fyrir og kenna umheiminum eitthvað, að því gefnu að vestræn lækningarfærði sé dálítið lokuð fyrir ákveðnum hugmyndum. En mér þykir þú dálítið demba þér í atganginn sem einkennir óagaðan og oft á tíðum ómenntaðan heim óhefðbundinna lækninga.

Koma svo Agný, segðu okkur lesendum hvaða reynslu þú hefur af þessu: lækningarhlutfall, ánægjuhlutfall og fleira, á sem öguðustu máli, ef þú nennir að láta það eftir mér.

mbk,

Kristinn Theódórsson, 17.8.2009 kl. 12:01

16 identicon

Eftir að hafa lesið bloggið hans Svans um óhefðbundnar lækningar (kallað kukl í greininni) og þá umræðu og svör sem eftir fylgdu finn ég mig knúinn til að skrifa mótsvar við þessu bloggi sem inniheldur svona margar rangfærslur og hroka.

Í blogginu skrifar Svanur um óhefðbundnar lækningar af miklum eldmóð og sakar þá sem þær stunda um að vera fáfróð og með starfi sínu blekkja og féflétta almenning, auk þess sem notendur eru fáfróðir og óábyrgir að nota þessar lækningar. Fyrir utan að óhefðbundnar lækningar “elur af sér heimsku, fræðilegt metnaðarleysi og fánýt markmið” þá er heldur ENGAR rannsóknir sem styðja þessar meðferðir (a.m.k. nudd og nálastungum samkvæmt skrifunum).

Ég ætla að segja það strax að mér finnst efnisinnihald bloggsins eiga fullann rétt á sér.  Gagnrýn skrif eru af hinu góða. Það sem fer í mig er Svanur skrifar bloggið með sama siðferði og grunnhyggju sem á heima hjá þessu eina prósenti af “síður siðmenntuðu fólki” sem kann sig ekki á Barnalandi. Ég les reglulega gagnrýni á hefðbundnar lækningar, en kýs að lesa það frá skrifurum sem skrifa af gæðum, bloggið hans Svans fellur ekki undir það. Ástæðan fyrir því að ég las það er að mér var bent á það fyrir helgina af kúnnum mínum sem voru móðgaðir af þessum skrifum.

Þó svo að Svanur segji “Ég lýsi ekki skoðunum mínum á hlutum með afgerandi hætti nema að ég telji mig hafa skoðað hlutina mjög vel” þá hef ég setið fyrirlestur hjá honum sem var einkennandi fyrir mann sem hefur einungis skoðað mál frá einu sjónarhorni, sem þessi skrif einungis staðfesta. Það er augljóst að Svanur þarf að leggja meiri tíma í að kanna staðreyndir mála og aðlaga ekki staðreyndir svo gróflega að sínum málsstað að reyndur stjórnmálamaður myndi blikkna undan því.

Ég ætla ekki að reyna að draga upp þá mynd að óhefðbundnar lækningar séu án alla galla, þá væri ég sekur um sömu “allt eða ekkert, svart hvíta, með eða á móti” hegðun sem einkennir skrif Svans. Sannleikurinn er sá að það er gagn og gallar af flest öllu, eða eins og einn sagði “Það er ekki til neitt sem er “rétt” eða “rangt”, eingöngu það-sem-gefst-vel og það-sem-gefst-ekki-vel, eftir því hvað það er sem þið leitist við að vera, gera eða hafa”. Ætli Svanur hafi tekið sér tíma og litið á hefðbundnar lækningar með eins gagnrýnum augum og á óhefðbundnar. Það er nú viðeigandi að gera smá samanburð á þessum lækningum til að athuga hvort þjóðfélagsmeinið óhefðbundnar lækningar eigi nú nokkurn rétt á sér.

Það skal strax tekið fram að tilgangur þess sem ég mun skrifa núna er ekki til þess að halda því fram að hefðbundnar lækningar eigi engan rétt á sér, heldur til að setja hluti í samhengi. Persónulega nota ég, og mæli með að fólk noti heilbrigðiskerfið þegar við á, ekki reyna að drekka piparmyntute við beinbroti eða nota hómópatískar remedíur á skotsár, drífið ykkur til læknis.

Opinberar rannsóknir, birtar í virtum læknatímaritum benda ítrekað á að margt ber að varast þegar hefðbundnar lækningar verða fyrir valinu. Í Journal American Medical Association 26. júlí, 2000 birtist grein sem sýndi fram á það að í Bandaríkjunum einum saman eru hefðbundnar lækningar orsökin fyrir 225 þúsund dauðsföllum á hverju ári, og þetta er lægsta talan sem fundin var. Þessi rannsókn hefur verið gagnrýnd fyrir hversu lága tölu hún sýnir og aðrar greinar hafa verið birtar þar sem rökstutt er að þessi tala ætti að vera í kringum 700 þúsund til tæplega milljón manns á ári. En við skulum bara halda okkur við 225 þúsund, enda er það opinbera talan árið 2000. Þetta þýðir að læknastéttin er með öllu réttu þriðja stærsta dánarorsökin á eftir hjarta- og æðasjúkdómum og krabbameini.  Flestum kemur fyrst í huga læknamistök þegar svona tölur eru nefndar, en hið rétta er að þær eiga einungis lítin hlut af þessari tölu. Sem dæmi þá eru lyfjamistök einungis eignuð rétt rúmlega 10.000 dauðsföll á meðan aukaverkanir rétt útdeildra lyfja kosta rúmlega 100 þúsund manns lífið árlega í Bandaríkjunum árið 2000. Og þetta fer hratt versnandi með hverju árinu þar sem skýrslur sýna aukningu á iatrogenic deaths (dauði af völdum læknismeðhöndlunar). Til að halda áfram á sömu nótum þá í rannsókn sem gerð var á milli 2004 og 2005 þar sem farið var yfir skýrslur 63 bandarískra spítala þá koma í ljós að það má áætla að árlega heimsæki 700.000 manns bráðamóttöku einungis vegna aukaverkana af lyfjum og þetta var staðfest af kanadískri rannsókn sem sýndi fram á að 12% af heimsóknum til Vancouver general hospital séu vegna aukaáhrifa læknalyfja. Það er engin ástæða til að halda að þessi mál séu ekki af svipuðum toga hér á landi. Hvað ætli þetta kosti okkur almenning? Var einhver að tala um þjóðfélagsmein!!

En Svanur talar um að hefðbundin læknavísindi eru betri því þau eru staðfest af tvíblendnum rannsóknum á meðan engar rannsóknir styðja óhefðbundnar lækningar (nudd og nálastungur var nákvæmlega talað um). Kíkjum á það.

Upp úr 1970 byrjuðu rannsóknir að færast í síauknum mæli frá háskólum þar sem þær voru framkvæmdar af óháðum aðilum fyrir opinberan pening yfir til lyfjafyrirtækjanna sjálfra. Þetta gerist svo hratt að á milli árana 1977 og 1990 sexfalda lyfjafyrirtækin þann pening sem þau leggja til rannsókna. En hvað með það? Afhverju meiga ekki lyfjafyrirtækin og læknatækjaframleiðendur ekki rannsaka sínar eigin vörur. Því staðreyndin eru sú að þeir láta eigin efnahagslega hagsmuni ganga langt fram fyrir öryggi og hagsmunum neytenda og það eru til fjölda birtra rannsókna sem staðfesta það. Reyndar er þetta vandamál svo stórt að í september árið 2001 sendu yfirritstjórar stærstu og virtustu læknatímaritana (eins og JAMA, Lancet, BMJ) frá sér sameiginlega yfirlýsingu að rannsóknir væru í hættu vegna ágangs lyfjafyrirtækja á þær og hversu minna væri hægt að taka mark á þeim þar sem lyfjafyrirtækin notuðu þær sér í hag fyrir markaðslegan tilgang. Með þeirra eigin orðum “objectivity of the clinical studies that were being published in their journals was being threatened by the transformation of clinical research into a commercial activity”. Hversu slæmt er þetta vandamál? Rannsóknir sýna að ef lyfjafyrirtæki gerir sína eigin rannsókn, eða borgar öðrum til að gera hana fyrir sig, þá eru 360-530% meiri líkur að niðurstaðan verði þeim í hag. Það er, að rannsóknir mæli með lyfi þótt að það sé ekki réttlætanlegt eða gert sé lítið úr þeim aukaverkunum sem komu fram. Síðan til að gera það verra hafa rannsóknir sýnt fram á að svona “jákvæðar” rannsóknir rata mun oftar á síður læknatímarita heldur en þær sem sýna neikvæðar niðurstöður. Tímaritin sem læknar lesa til að afla sér þekkingar. En þá má reyna að segja að þetta skiptir ekki máli því þessar rannsóknir eru yfirfarnar af nefndum sem segja til um hvort eigi að leyfa lyf eða ekki, eða leyfa það fyrir ákveðin sjúkdóm. Neibb, neibb, þar er líka vandamál. Rannsóknir sýna að þessar nefndir eru setnar af fólki sem hafa hagsmuni að gæta í lyfjaiðnaðinum og fyrir hvern mann í nefnd sem hefur hagsmuni að gæta þá eykst tíðni að lyf séu samþykkt um 10% og sama rannsókn sýndi að 30% nefndarmanna hafa hagsmuni að gæta.

Ok, enn og aftur, en hvað kemur þetta lækningum við? Því að sú þekking sem læknar reyða sig á, þessar tvíblendnu rannsóknir sem Svanur er að hreykja sig af er einmitt þessi vafasömu rannsóknir sem lýst er hér að ofan. Lyfjafyrirtækin eyða tugMILLJÖRÐUM dollara á ári hverju í markaðssetningu beint til lækna til að sannfæra þá um lyfin sín séu viðeigandi í hinum og þessum tilfellum. Einnig þurfa læknar að viðhalda menntun sinni með því að taka ákveðin tíma af endurmenntun á ári hverju og rannsóknir sýna að stærsti hluti þessarar endurmenntunnar er framkvæmd af eða kostuð af lyfjafyrirtækjum.

Það versta við þetta er að rannsóknir sýna að þessi markaðssetning hefur bein áhrif á starf lækna og hvað lyfjum þeir ávísa. Kannski er það ekki að ástæðulausu að þrátt fyrir endalausar ábendingar til lækna að hætta að ávísa sýklalyfjum í gríð og erg vegna þeirra vandamála sem það skapar og hversu oft það er gagnlaust að það skilar ekki tilsettum árangri. Eða fréttirnar að það sé búið að ávísa sjö sinnum meira af flensulyfinu Tamiflu heldur en flensutilfelli, og það er í þessari overhyped vægu flensu þar sem rannsóknir sýna að virkni Tamiflu sé að sambærilegt við að það slái eitthvað á einkenni í einn dag. Hver borgar þetta allt? Svanur er svo umhugsað um þetta peningaplokk. Að minnsta kosti borgar sá sem fer í nudd fyrir sitt nudd, en ekki almenningur. Því sannleikurinn er sá að það er almenningur, ég og þú, sem þarf að borga fyrir þann kostnað sem hlýst af þeirri meinsemd sem lýst hefur verið hér að ofan. Aftur vil ég benda á að ég er ekkert á móti heilbrigðiskerfinu í heild sinni, það eru margir þættir innan hennar sem ég er sáttur við að borga sem hluta af skattpeningum mínum.

Þannig af þessu að dæma þá eru störf lækna ekki svo vísindaleg eftir allt saman, byggð á rannsóknum iðnaðarins sem leggur svo ríka áherslu á eigin hag umfram hag almennings. En ekki taka mín orð á þessu, þarna er ég að leggja saman tvo og tvo, hérna er ein rannsókn í viðbót fyrir þá sem stunda kirkju tvíblendna rannsókna. Í tímaritinu Clinical Evidence, sem er systurblað British Medical Journal (er að segja frá því til að sýna að þetta sé frá virtum og traustum uppruna), er gerð úttekt á læknameðhöndlunum og þær flokkaðar eftir því hversu gagnlegar þær eru. Þar er skrifað að 12% séu gagnlegar, 23% LÍKLEGAR til að vera gagnlegar og afgangurinn 65% fellur undir óþekkt gagn, ógagnlegar eða skaðsamlegar. Hvað var aftur skilgreining þín á kukli?

Fyrir utan þetta allt saman eru til rannsóknir sem sýna fram á að læknar ávísa off-label lyfjum í miklum mæli og einnig sem placebo (lyfleysa). Off-label ávísun er þegar lyf er ávísað fyrir ástand eða sjúkdóm sem hefur ekki verið samþykkt, þ.e. það eru ekki til rannsóknir sem styðja þá notkun. Hvað var aftur skilgreiningin á kukli?

 

Til að verja nudd og nálastungur sem Svanur segir að það séu ENGAR rannsóknir þeim til stuðnings þá ætla ég ekki að fara að birta langan lista yfir rannsóknir sem væri lítið mál (en tímafrekt), heldur ætla ég að stytta mér leið og notast við systematic reviews sem eru rannsóknar samantektir. Ef litið er inn á Cochrane Collaboration (www.cochrane.org) sem birtir samantektar rannsóknir (mín þýðing á systemic review) þá er hægt að finna rannsóknir á nuddi og nálastungu. Ég sló inn nudd og bakverkur (á ensku auðvitað) og fékk þar samantekt sem segir að eftir að að fara yfir fjölda rannsókna þá er hægt að mæla með nuddi fyrir mjóbaksverk. “In summary, massage might be beneficial for patients with subacute (lasting four to 12 weeks) and chronic (lasting longer than 12 weeks) non-specific low-back pain, especially when combined with exercises and education.” Þetta þýðir að það séu nægjanlega margar gæða rannsóknir sem sýna fram á gagnsemi nudds í þessu tilviki. Ef slegið er inn nálastunga (á ensku) þá til dæmis er mælt með henni fyrir spennuhöfuðverki og að hún geti verið til gagns fyrir mjóbaksverki. Sem sagt, það eru til rannsóknir sem sýna fram á að gagnsemi nálastunga til að minnka verki. Bera skal í huga að á bakvið samantektar rannsókn er fjöldi rannsókna.

Til að hafa það á hreinu þá er ég ekki að reyna að segja að nudd og nálastunga séu gagnleg fyrir allt og öllu, það er einnig hægt að sjá inn á Cochrane vefsíðunni þar sem ekki eru til nægjanlegar sannanir til að mæla með nuddi og nálastungum í öðrum ákveðnum tilfellum. Til dæmis er ekki hægt að mæla með nálastungu í tilfelli geðklofa, það eru til rannsóknir sem sýna fram á þær geta virkað fyrir þetta ástand en þær eru ekki nægjanlega margar og ekki af nægjanlegum gæðum til að gefa heildarniðustöðu.

Þetta tók mig nokkrar mínútur að finna þetta. Ég spyr þá bara, hvað meinar þú Svanur að þú kynnir þér ýtarlega þau málefni áður en þú lýsir skoðunum  þínum mjög vel? Það er augljóslega ekki rétt hjá þér að að eru ENGAR rannsóknir til á þessu sviði.

Hvort er þá betra? Hefðbundnar eða óhefðbundnar lækningar? Ég veit það ekki, ég veit þó að í sumum tilfellum myndi ég taka upplýsta ákvörðun, byggða á reynslu og vísindalegri þekkingu að fara til læknis og í öðrum tilfellum leita ráðlegginga hjá óhefðbundnum meðferðaraðila. Eitt veit ég þó með vissu að í þeim tilfellum sem ég vel óhefðbundnar lækningar þá er ég ekki komin í tölfræðilega hættu að missa líf mitt. Það er reyndar ekki rétt, það er hætta á heilablóðfalli við að hnykkja allra efstu hálsliðina og koma af stað blóðtappa með nuddi en líkurnar á því eru svo sannarlega hverfandi.

Svona öfga viðhorf í eina átttina sem Svanur opinberar hér sem læknir eru bara til að auka á þau vandamál sem steðja að áliti almennings á heilbrigðiskerfinu. Í viðhorfskönnun sem gerð var hér á landi fyrir nokkrum árum kom í ljós að nánast helmingur manna treysti ekki heilbrigðiskerfinu. Þetta veit hver maður þar sem orð eins og “læknar geta ekki gert neitt annað en að dreifa lyfjum”, “læknar hugsa bara um einkenni”, “læknar skoða mann ekki neitt, þetta er bara inn og út heimsókn” heyrir maður of oft. Ég gleðst ekki yfir þessu sem óhefðbundinn meðferðaraðili. Gott heilbrigðiskerfi og traust almennings á því eru nauðsynlegur þáttur hvers samfélags. Sannleikurinn er sá að almenningur er farinn í stórum stíl að leita til náttúrulegra lækninga. Það er ekki vegna þess að náttúrulegar lækningar séu svo vel markaðssettar heldur er það vegna vonbrigðis almennings að fá lausnir við krónískum lífstílssjúkdómum frá læknum og vonbrigði með árangur á lyfjum við þessari tegund sjúkdóma. Enn og aftur er ég ekki að reyna að gera lítið úr lækningum í heild sinni, engin myndi vilja vera án sýklalyfja í tilfelli alvarlegrar bráðasýkingar eða með sprengitöflurnar sínar í vasanum þegar yfirvofandi hjartaslag steðjar að. Tilgangurinn er að setja hluti í samhengi og sem vinsamleg ábending að líta í eigin barm áður en ráðist er á saklaust fólk.

Að lokum þykir mér að Svanur ætti sem opinber heilbrigðisstarfsmaður að biðja óhefðbundna meðferðaraðila og notendur þeirra afsökunar á dónalegum skrifum sínum, a.m.k. nuddara og nálastunguaðila sem hann ber röngum sökum að stunda óstaðfestar meðferðir og einnig notendur óhefðbundinna lækninga sem hafa fullann rétt á að velja sér læknismeðferðir án þess að gert sé lítið úr þeim.

 

Með vinsemd og virðingu

Haraldur Magnússon

Osteópati (löggild heilbrigðisstétt)

Haraldur Magnússon (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 18:50

17 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sæl Agný

Þú kemur ekki með nein rök til varnar höfuðbeinajöfnun, en eyðir púðri þínu í að gagnrýna sogklukkumeðferð sem getur verið nauðsynleg til að forða fæðandi konu frá harmleik.  Þú skilur greinilega ekki röksemdafærslu mína varðandi hugsanlega hreyfingu á heilahimnu.  Vinsamlegast lestu betur það sem ég skrifaði. 

Svo má nefna sem dæmi að þessi setning í málsgreininni sem þú vísar í, "According to its theory, movements of the skull bones cause movements of the sacrum and vice versa", er algerlega fáránleg.  Hér er lýst tilgátu um hreyfingar beina sem eru bæði nánast föst og liggja við sitt hvorn enda hryggsúlunnar og sagt að hreyfingar höfuðbeina eigi að hafa áhrif á hreyfingar spjaldhryggs og öfugt.  Þetta er út í hött og það þarf verulega vandaðar rannsóknir til að sýna fram á að þetta geti gerst og svo ef að svo væri, að það skipti einhverju máli.  Inní þessu er svo talað um "orku" en það er þekkt kuklhugtak sem er notað um allt mögulegt.  Auðvitað er orka eðlilegt hugtak en í kuklinu er orkan ímynduð í öllu mögulegu og eftir alls kyns brautum sem eru ekki þekktar í raunvísindum.  Engar góðar rannsóknir eru þessu til stuðnings.

Það skiptir máli hvað gerir fólk betra, því ef að þú heldur að t.d. blómálfurinn hafi læknað þig gætir þú leitað til hans þegar þú færð sjúkdóm, en ekki sjálftakmarkandi kvilla eða verk.

Meira segi ég ekki í bili - því miður er þetta bara ímyndun - þ.e. kukl.  Þér líkar það ekki, en þú og fjöldi annarra sem stunda kukl hafa ekki sannfært mig um annað.

Svanur Sigurbjörnsson, 18.8.2009 kl. 01:53

18 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sæll Haraldur

Þú ferð mikinn í því að benda á mistök og hættur í hefðbundinni læknis- og lyfjafræði.  Það væri langt mál að fara út í túlkun rannsókna á dauðsföllum sem verða vegna læknamistaka.  Læknar gera mistök og um það má ræða við grein um það efni.  Það kemur kukli ekkert við.  Ef þú ert ekki viss hvort að þú leitar til læknis eða kuklara, nema fyrir augljósa hluti eins og beinbrot, þá er það þinn missir ef að þú tapar heilsu vegna tafar á meðferð. Sem betur fer fara fæstir til kuklara nema vegna kvilla eða vægra langvinnra sjúkdóma þar sem nægur tími er fyrir hendi. 

Í þínu langa máli kemur þú stuttlega að einhverju sem á að verja t.d. nudd.  Ég tek það fram að ég setti ekki nudd í flokki með venjulegu kukli en kannski misskildir þú það.  Niðurstaðan sem þú vitnar í og telur að sanni gildi nudds er alls ekki sú sem þú segir hana vera.  Það er sagt að nudd kunni að bæta ástand ef að það er blandað með æfingum og fræðslu.  Það er sem sagt vafi (might be) og nuddið eitt og sér skilaði ekki bata.  Ljóst er að rannsókn sem kemur með þessa ályktun hefur alls ekki sýnt fram á sjálfstætt gildi nudds varðandi bata.   Hins vegar getur vel verið að fólki líði vel eftir nudd (þó að batinn sé enginn) og það hefur sjálfstætt gildi.  Því segi ég að ef að nuddarar gera skjólstæðingum sínum grein fyrir að ekki sé víst um bata og það megi reyna nuddið undir því fororði, þá er það heiðarlegt og hef ég ekkert út á það að setja.  Aftur Bowen-nudd kuklarar sem þykjast geta læknað hitt og þetta (t.d. utan stoðkerfisins) eru í ljótum leik með fólk. 

Þú hefur stór orð um að ég hafi ekki vit á rannsóknum og sakar mig um siðleysi í líkingu við skrif einhverra á bloggsíðum sem þú virðist þekkja af slæmu eða óheiðarlegra stjórnmálamanna.  Það sem ég hef gagnrýnt hér er að "óhefðbundnar lækningar" standast ekki vísindalega skoðun og í vissum tilvikum hef ég gagnrýnt fólk sem gengur langt í að auglýsa og gefa í skyn alls kyns lækningar sem það getur ekki staðið við.  Svo kalla ég greinar þær sem eru í BIG, kuklgreinar og rökstyð hvers vegna.  Þetta gefur þér ástæðu til að saka mig um óheiðarleika og óvandvirkni, en lýkur svo orðum þínum með kveðjunni "með vinsemd og virðingu".  Fyrirgefðu, en ég sé hvorki vinsemd né virðingu í þessu og tilraun þín til að útvaska mörkin á milli raunvísinda og kukls með því að benda á alls kyns sjálfsgagnrýni hefðbundna geirans er ómerkileg.  Það er ber himinn og haf þarna á milli og þú sýnir ekki fram á neitt með þessum talnarunum.  Vandamál í hefðbundnum raunvísindum hafa ekkert með sannleiksgildi kukls að gera.  Þú fegrar ekki einn fugl með því að benda á galla hjá öðrum. 

Getur þú svo bent mér á lög þess efnis að Osteopatar séu löggilt heilbrigðisstétt eins og þú setur í sviga til skýringar á starfi þínu.  Ég veit ekki betur en að Kíropraktorar og Osteopatar séu starfandi samkvæmt sérstakri reglugerð, en ekki sérstökum lögum.  Ef að það stendur í þeirri reglugerð að Osteopatar séu löggild heilbrigðisstétt vil ég gjarnan fá að sjá það.  Mér þætti verulega dapurt ef að löggiltur heilbrigðisstarfsmaður skrifaði svona um aðra heilbrigðisstarfsmenn.

Svanur

Svanur Sigurbjörnsson, 18.8.2009 kl. 02:26

19 identicon

Spurning úr sal. -

Langar að benda á mótsagnir í þessum heitu yfirlýsingum læknisins.

Svanur lýsir sjálfum sér: “Ég er læknir og læt þjóðfélagsmál mig miklu varða. Uppáhalds gullkorn: "Rökræðan er besta lausnin á hvers kyns rangindum" – “

Hvernig geta rökræður verið besta lausnin á hvers kyns rangindum? Það má hártoga (líkt og Svanur leikur svo vel eftir) með því að segja: ‘En í svo mörgum tilfellum ranginda þar sem engin gild rök eru til í viðkomandi aðstæðum? Eða þar sem maður stendur frammi fyrir bíl eða lest sem er á 100km hraða? Ekki ætlarðu að reyna að ávarpa bílstjórann áður en hann keyrir yfir þig, hvort sem hann er sofandi eða vakandi, viljandi eða óviljandi að keyra á þig, og staddur inní bílnum svo hann heyrir ekkert í þér hvort sem er.’ Sambærileg tilfelli þar sem rök virka ekki gegn rangindum eru eflaust mörg og mætti lengi telja. Svanur skrifar svo grein (sem reyndar víða inniheldur alhæfingar sem skorta vísindaleg rök) þar sem hann biður um vísindalegar sannanir fyrir óhefðbundnum lækninga-aðferðum. Hann kemur að vísu ekki með neinar rannsóknir sem sýna að einhver þeirra óhefðbundnu aðferða sem hann gagnrýnir virki ekki, þó að ég sé ekkert að verja þær. Ef hann fengi vísindalegar sannanir fyrir óhefðbundnum lækninga-aðferðum, þá væru þær líklega undir flestum kringumstæðum orðnar hefðbundnar hvort eð’er. Eins og mörg af virku efnum lækningajurta eru í áranna rás unnin og notuð í lyf um leið og menn komast að því hvernig er hægt að ná í þau.

If you know your history,
Then you would know where you coming from,
Then you would’nt have to ask me,
Who the eck do I think I am.

                                                        – Bob Marley.   Djjjók.

Hann kemur hins vegar með yfirlýsingar eins og: “Ég heyri æ oftar af því að nýbakaðir foreldrar leiti til kuklara eins og Bowen nuddara eða spjaldhryggs- og höfuðbeinajafnara vegna óværðar barna sinna, sérstaklega ef læknar hafa ekki ráð við henni. Óværð ungbarna getur haft ýmsar orsakir en ein sú algengasta er iðrakveisa, sem er vegna krampa í görninni af óþekktri orsök. Þarmarnir eru að venjast mjólkinni og smám saman að koma sér upp bakteríuflóru. Það getur kostað einhver ónot og því ókyrrast börnin. Þessi svokallaða ungbarnakveisa gengur yfirleitt yfir á nokkrum dögum eða vikum, en í undantekningartilvikum á nokkrum mánuðum.”

Þarna veður á honum um óværð ungra barna og hann kemur með kenningar (sem reyndar eru til sem tilgátur í læknisfræðiritum) um útskýringar á iðrakveisu sem eru afar þversagnakenndar. Fyrst segir hann að iðrakveisa sé vegna krampa í görnum af óþekktri orsök. Svo kemur hann að því er virðist með útskýringu á ‘óþekktu orsökinni’ og segir: “Þarmarnir eru að venjast mjólkinni og smám saman að koma sér upp bakteríuflóru”, sem getur vel verið að einhverju leiti rétt hjá honum í einhverjum tilfellum, en ef það er skýringin þá er hún ekki óþekkt! Á hinn bóginn hef ég ekki séð neinar vísindalegar rannsóknir sem renna stoðum undir þessar útskýringar frekar en aðrar.

Svanur alhæfir enn: “Líkt og með græðgisvæðinguna er kuklvæðingin þjóðfélagslegt mein sem elur af sér heimsku, fræðilegt metnaðarleysi og fánýt markmið. Kuklvæddar þjóðir verða aðhlátursefni og slík menning er sorgleg mótsögn í miðju hafi gríðarlegrar þekkingar sem búið er að afla undanfarnar aldir.”

Hvaða þjóðir eru aðhlátursefni? Ég veit ekki betur en að íslenskar ljósmæður séu margar farnar að notast við nálastungur í fæðingum og Bretar og bandaríkjamenn séu hvað fremstir í að nota óhefðbundnar lækninga-aðferðir samfara hefðbundnum lækningum. Hef ég rangt fyrir mér? Hins vegar hef ég engar tölur um það.

Fleiri yfirlýsingar: “Við þurfum að beina öllum okkar kröftum að rannsóknum á krabbameinum því að þau eru ein algengasta orsök ótímabærra dauðsfalla. Sömuleiðis að öðrum sjúkdómum (t.d. taugakerfisins) sem valda örkuml eða dauða fólks á besta aldri. Höldum okkur við vísindin og gleymum því ekki að þau hafa komið okkur þar sem við erum og skilað okkur heilsu og velmegun. Sýnum því fólki sem þau stundar virðingu og stuðning, því von barna okkar liggur í því að vísindastarf skili áframhaldandi árangri.”

Það má eflaust leiða líkur að því að vísindi hafi átt einhvern þátt í því að skila okkur velmegun, en þessi yfirlýsing er augljóslega mjög mikil einföldun, eða fagurgali. Kannski hafa vísindi í samhengi við aðra þróun að einhverju leiti skilað okkur betri heilsu, en það má rökræða í annarri grein.

Þó hann segi að hluta til satt að ekki séu til vísindaleg rök fyrir ‘sumum’ þeim aðferðum sem tíðkast, sýnir hann ekki fram á vísindaleg rök sem afsanna þær, en kallar þær samt kukl. Er hann þá að kalla sjálfan sig kuklara eða þarf hann ekki að útskýra neitt af því hann er læknir?

Í fullri alvöru ættu menn kannski ekki að vera að bera hefðbundnar lækningar og græðara saman. Þar sem það liggur í hlutarins eðli að önnur stéttin er löggild lækningastétt, en hin viðurkennd sem græðarar. Það liggur í hlutarins eðli að líklega leitar fólk til læknis með alvöru vandamál, en til græðara þegar eitthvað minniháttar bjátar á, en svo eru auðvitað gráu svæðin sem geta eflaust verið mjög erfið. En ég held við leysum þau ekki með rökum eða rökræðum í blog-heimum á netinu. Frekar ættu þessar stéttir að vinna saman að því að finna eðlilegan farveg fyrir þá sjúklinga sem á þeim þurfa að halda svo að sjúklingurinn þurfi ekki að lenda inn í skítkasti þeirra á milli, eða þurfa að hanga í lausu lofti úrræðalausir þar til ofangreindum stéttum hentar að láta af hrokanum í hverrar annarrar garð. Svo er líka leiðin að leifa sjúklingnum bara að ráða, svo lengi sem hann er að sækja löglega starfssemi. (Gætum við hugsanlega alhæft að það hafi skilað okkur þeirri heilsu og velmegun sem við búum við í dag?)

Af ofangreindu mætti ef til vill í góðlátlegu gríni útfæra lýsingu og gullkorn læknirinsins miðað við það sem hann er að láta frá sér:

“Ég er yfirlýsingaglaður kuklari og læt mig þjóðfélagsmál miklu varða.

Yfirlýsingar, alhæfingar og hroki eru besta lausnin á hvers kyns rangindum.”

góðar stundir

Bæringur

Bæringur (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 03:53

20 identicon

Og fræddu mig Svanur  ;)

 

Ég get ekki betur séð en að á meðal græðara séu nuddarar . . .

 

FÍHN - Félag íslenskra heilsunuddara

SMFÍ - Svæðameðferðafélag Íslands
SSOVÍ - Samband svæða- og viðbragðsfræðinga á Íslandi
SFÍ - Shiatsufélag Íslands

 

Þessi félög eru a.m.k. skráð í Bandalag Ísleskra Græðara . . . svo hvern varstu ekki að móðga áðan þegar þú sagðir græðara kuklara?

 

Á síðu landlæknisembættisins eru osteópatar á lista yfir heilbrigðisstéttir

http://www.landlaeknir.is/Heilbrigdisstettir

 

 

og á síðunni sjálfri segir að þeir hafi fengið löggildingu sem heilbrigðisstétt

http://www.landlaeknir.is/Pages/420

 

Osteópatar fengu löggildingu sem heilbrigðisstétt með reglugerð nr. 229/2005

Uppfært 4. nóvember 2008

Í reglugerðinni stendur að þeir hafi leyfi Heilbrigðisráðherra til að kalla sig Osteópata og að lögin taki gildi árið 2005.

 

Þetta tók mig 3min að googla á internetinu.

 

Svona fyrir leikmann . . . hver er munurinn? 

 

Bæringur

Bæringur (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 03:54

21 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Svanur er fullfær um að verja sig sjálfur, en ég ætla að leyfa mér að henda inn nokkrum orðum.

Mér þykir kuklvarnarfólkið vera komið á flug. En hverju sætir að varnirnar eru svona ómálefnalegar? Svanur var fyrst og fremst að fjalla um höfuðbeinabullið, Bowens og hómópata. Af hverju eru nuddarar svona móðgaðir og hvað skiptir það máli að sumir græðarar eru nuddarar? Á meðan t.d. nuddarar sætta sig við að vera settir í flokk með þessu höfuðbeina/craníó dóti eru þeir að því er virðist tilbúnir að setja þröskuldinn ansi lágan. Það er þeirra ákvörðun.

Ætli bifvélaverkstæði og bílréttingarverkstæði fáist til að láta flokka sig með bílheilunarverkstæðinu mínu undir regnhlífarsamtökunum BílaHeilsa?

Nei, sum gagnrýnin hér á skrif Svans eru fyrir neðan allar hellur.

Það er hlegið að kuklvæddum þjóðum, eins og Svanur segir, a.m.k. hristum við hausinn yfir Mogganum þegar segir að heilu þorpin í hinum og þessum löndum séu að láta einhvern galdralækni rugla í sér.

Og hvað er höfuðbeinabullið annað en galdralækningar?

Varðandi það að osteópatar séu löggild heilbrigðisstétt.

Í reglugerð 229/2005 segir m.a.

Ekki má osteópati taka sjúkling til meðferðar án samráðs við lækni.

Hér er augljóslega verulegur stigsmunur á því að vera osteopati eða t.d. læknir í augum Heilbrigðismálaráðherra. Hið sama segir síðan í reglugerð 60/1990 um hnykkja.

Þessar greinar starfa einmitt undir reglugerð þess efnis, en ekki sérstaklega undir landslögum.

Af hverju eru svör kuklaranna í 3. persónu, eins og þetta séu réttarhöld og verið sé að tala til kviðdóms?

Ég bíð spenntur eftir því að höfuðbeinafólkið og hómópatarnir komi með einhverjar varnir og rök fyrir hönd sinnar starfsgreinar, annað en að fólk hljóti að mega sækja í þeirra remedíur ef það vill.

Þess má geta að hér að ofan hafa menn aðeins gefið nálastungu og nuddi gaum, en önnur fræði hafa ekki verið varin með neinum hætti, heldur er Haraldur sem dæmi sérstaklega að reyna að aðgreina sig frá hinum óviðurkenndu fræðum með því að benda á að hans stétt sé þó viðurkennd.

Það bendir einfaldlega ekkert til þess að stór hluti þess sem græðarar bjóða upp á geri nokkuð annað en að kosta fólk tíma og peninga. Þó það sé vitaskuld ágætt að láta þukla sig dálítið og bera á sig olíur í hlýju herbergi.

Það hjálpar ykkar málstað ekki neitt að sýna fram á að læknavísindin séu ekki fullkomin eða að Svanur sé hrokafullur. Þið þurfið að einbeita ykkur frekar að því að sýna fram á að eitthvað sem hann segir um kuklið sé annað en satt og rétt - og þá helst höfuðbeinaþuklið, Bowens og smáskammtalækningar.

mbk,

Kristinn Theódórsson, 18.8.2009 kl. 07:36

22 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Til að viðhalda hér góðri stemningu og líflegri umræðu datt mér í hug a henda inn annarri pælingu sem ég var að hamra á lyklaborð.

Eitt sem stingur mig pínulítið í þessari umræðu er þegar kuklarar (orðið notað í hálfkæringi) tala um að leyfa beri fólki að sækja þær meðferðir sem það vill í friði, að það geti sjálft dæmt um sannleiksgildi meðferðanna út frá eigin reynslu og ánægju. Það sem mér finnst áhugavert við þetta er að stéttin sætti sig við vinsældir meðferðanna sem staðfestingu þess að fræði þeirra hafi raunverulega virkni. Auðvitað spilar þarna fleira inn í, en í athugasemdum kuklaranna kemur ítrekað fram að fyrir þeim snýst þetta mikið til um að fólk fái að velja þeirra lausnir ef það vill, en ekki að það þurfi að sýna fram á virkni þess sem gert er.

Drögum upp tvær myndir til að bera saman, og höfum þær dálítið ýktar til að merkingin sé skýr.

A.

Læknir tekur á móti sjúklingi sem á við bakverk og mígreni að stríða. Læknirinn hefur mikið að gera, er fremur stuttur í spuna og ávísar bara meira af vöðvaslakandi, en segir mígrenið ganga yfir þegar bakverkirnir hjaðna (skáldað dæmi, ekki endilega rökrétt).

Sjúklingurinn beið lengi á kuldalegri biðstofu, sat í vondum stól og þykir læknirinn ekki sýna sér athygli. Hann fer heim með sitt, sáttur, en lítið meira.

- ég minni á að dæmið er ýkt, svona upplifa vonandi fæstir lækna.

B.

Bakveiki maðurinn kemur inn á notalega kuklstöð. Það er ilmolíu- og reykelsisilmur í lofti og það er tekið vel á móti honum. Höfuðbeina- og spjaldhryggjafnari fær hann inn á hlýja stofu til sín og þar er kauði látinn afklæðast á meðan hann er spurður út í líðan sína á vingjarnlegu máli.

Á veggjunum eru myndir af líkamanum innan um allskyns grasafræðiplaköt og kukl  af ýmsu tagi. Allt mjög heilnæmt og náttúrulegt. Kuklarinn spjallar við karlinn og kinkar kolli þegar hann talar um ópersónulega þjónustu hjá læknum og óhóflega lyfjagjöf.

Kuklarinn leggur hlýjar hendur sínar hér og þar á hnakka og bak karlsins við lágan austurlenskan panpípu-undirleik og karlinn er við það að sofna á bekknum.

Karlinn klæðir sig aftur eftir tímann, slakur sem hvítvoðungur og fer út úr húsinu fullur ánægju með að hafa fengið athygli, snertingu, slökun og átt gott spjall um líðan sína og læknastéttina.

Spurning:

Er það furða að karlinn hugsi með sér að höfuðbeina- og spjaldhryggjöfnun virki kannski bara dálítið vel?

mbk,

Kristinn Theódórsson, 18.8.2009 kl. 11:20

23 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Takk Kristinn.  Ég tek undir þitt mál.

Bæringur - heitirðu Bæringur eða ert þú enn einn einstaklingurinn sem tjáir skoðanir sínar bak við dulnefni?

Varðandi orð Thomas Paine um rökræðuna ætla ég ekki að svara þér öðru en því að dæmið sem þú nefnir um að einhver ætli að keyra þig niður er bara hártogun á þessu spakmæli.  Þú veist svarið.

Svo segir þú eins og gjarnan er hjá fólki sem hefur ekki góða þekkingu á vísindalegum vinnubrögðum og rökfræði:

Hann kemur að vísu ekki með neinar rannsóknir sem sýna að einhver þeirra óhefðbundnu aðferða sem hann gagnrýnir virki ekki, þó að ég sé ekkert að verja þær.

Þessi "Hann" sem þú vitnar í er væntanlega ég, en eins og Kristinn bendir á, þá er notkun þriðju persónu í skoðanaskiptum hér óskemmtileg.  Hverju sem því líður þá er það ekki mitt eða annarra að koma með rannsóknir til að sýna fram á að eitthvað fabulerað bull virki ekki.  Fyrst verður sá sem kemur með bullið að sýna fram á að það sé ekki bull, með almennilegum rannsóknum.  Þú snýrð ekki sönnunarbyrðinni við.  Maðurinn hefur auðugt ímyndunarafl og vísindalegar aðferðir snúast að mörgul leyti um það að gera niðurstöðurnar hlutlægar, þ.e. að þær stjórnist ekki af óskhyggju.  

Áfram heldurðu svo með hártoganir og þá varðandi ungbarnakveisuna.  Þar hef ég engu við að bæta.  Ef að það færist í vöxt að ósannaðar meðferðir verði notaðar á fæðingardeild, þá verður það að aðhlátursefni, já.  Því miður verður samt ekki hægt að hlægja að því, því að það er alvarlegt mál. 

Svo segir þú:

 Kannski hafa vísindi í samhengi við aðra þróun að einhverju leiti skilað okkur betri heilsu, en það má rökræða í annarri grein.

Á þetta að vera gagnrýni á orð mín um að vísindin hafi skilað okkur þeirri velmegun sem við búum við?  Þú verður að gera betur en þetta.  Ef að þú skilur ekki mikilvægi vísinda undanfarin 400 ár og þó mun aftar væri farið í mannkynssögunni, er þekkingu þinni ábótavant um mikilvæga hluti.  Vísindi eru ekki bara það sem snýr að tæknilegum hlutum, heldur einnig að hlutlægum hugsunarhætti í félagsvísindum og almenn rökfræði sem gagnast á nær öllum sviðum mannlífsins.

Þér kann að finnast það "góðlátlegt grín" að setja mér orð í munn um yfirlýsingargleði og hroka, en auðvitað finnst mér það ekki.  Það er leitt að þú látir ekki nægja að koma með mótrök gegn því sem ég er að gagnrýna.  Það er ákaflega auðvelt að ásaka fólk um hroka, en aftur erfiðara að koma með eitthvað traust til að styðja mál sitt þegar engar rannsóknir sem rísa undir nafni hafa sýnt fram á raunverulegra virkni kuklgreina. 

Ef þú kýst að ausa yfir mig slíkum svívirðingum áfram í frekari færslum mun ég taka færslunar út.  Ég hef ekki áhuga á því að eiga frekari orðaskipti við þig Bæringur.   Ég sé ekki að það þjóni neinum tilgangi.

Svanur Sigurbjörnsson, 18.8.2009 kl. 12:10

24 identicon

Hehe áhugavert, hvað minnimáttarkennd lækna í garð óhefðbundinna aðferða virðist vera sterk. Eða er það óöryggi gagnvart hinu óþekkta, óskilgreinda og hugsanlega óskiljanlega? Alla vega finna sumir þeirra sig greinilega knúna til að alhæfa og uppnefna allavega sumar stéttir græðara, þó ekki sé komið alveg á hreint hverjar það eru.

Ég tek það fram - aftur - og þetta hefur kannski ekkert með mig að gera en það er áhugerð rökleysan sem kemur fram hjá annars menntaðri stéttunum í þessu 'málefnalegu rökræðum'.

Það er vel skiljanlegt þegar læknar hafa varann á því að fólk noti ólöggildar stéttir sem fyrst kontakt við greiningu á vandamálum sínum. Því það er auljóslega þeirra svið að aðgreina vísindalega þau einkenni sem vert er að veita athygli og skoða frekar, eða velja viðeigandi meðferð, sé hún einhver í boði. Og að sjálfsögðu hafa græðarar ekki réttindi til þess að gefa út sjúkdómsgreiningar, né hafa áhrif á læknismeðferðir fólks svo sem lyfjagjöf.

Auðvitað er það ólöglegt og óþolandi að vera með fullyrðingar, hvað þá að auglýsa að maður sé að gera eitthvað annað en maður er að gera eða hefur réttindi til.

Það er nú sem betur fer líklega meirihluti fólks sem leitar óhefðbundinna aðferða eins og Svanur og Kristinn eru báðir búnir að nefna til markvissrar slökunar, hlýju, eða hugsanlega til að prufa að rækta manneskju sína, líkama sinn eða einfaldlega breyta lífsstíl sínum til hins betra? Og þegar hefðbundin læknavísindi hafa ekki lausn á því sem er þá 'klárlega minniháttar' og utan þeirra verksviðs, leitar fólk í sefjun, stuðning, rækt eða aðra hjálp sem gæti virst þægileg, slakandi eða hjálpleg að einhverju leiti.

Er þá einhver skaði ef vandamálið lagast, á bekk hjá einhverjum kuklara eða ekki kuklara, þar sem barnið fann ró eða var tilbúið til að hætta að grenja? Ég sé ekki af hverju það ætti að pirra nokkurn lækni ef menn ná heilsunni, ef það var hvort eð'er ekkert að þeim fyrir!

Ég tek það fram og aftur að ég er bara leikmaður og ætti þess vegna kannski ekki að vera að skifta mér af . . . en þetta er búin að vera að mestu málefnaleg umræða.

Ég þakka fyrir að fá að skyggnast inn í heim hinna vitibornu manna . . .

 Ég kveð,

Bæringur.

Bæringur (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 12:48

25 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Það er nú einkennilega barnalegur fjandi að fara að tala hér um minnimáttarkennd og viðlíka leiðindi.

Bæringur er ekki gæfulegur talsmaður kuklara, enda segist hann ekki vera slíkur og veit því kannski ekkert hvað hann er að tala um, heldur bara að ota hér sínum tota í einhverjum undarlegum tilgangi.

Svanur kemur hér og víðar með ágæt rök fyrir því að kukl sé slæmt fyrir samfélagið, verið sé að grafa undan þekkingu og hafa fé af fólki. Vitaskuld hafa kuklararnir aðra sýn á málið, og að því gefnu að þeir séu sæmilega skynsamt fólk mætti ætla að þeir hefðu áhuga á að sýna að þeir skilji þessi sjónarmið en hafi ýmsu við að bæta sem skýrt gæti þeirra afstöðu.

Er það réttlætanlegt að upphefja eitthvað sem mögulega er bábilja til þess eins að bjóða fólki upp á slökun og hlýlegt umhverfi, ef það í sumum tilfellum er það eina sem verið er að gera?

Kemur slíkt niður á læknavísindum, og ef svo er, er það í lagi?

Þetta eru spurningar sem hægt er að velta fyrir sér án þess að demba sér í að koma fyrir eins og asni - eins og hann Bæringur hér kýs að gera.

mbk,

Kristinn Theódórsson, 18.8.2009 kl. 13:38

26 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Hæ Svanur.

Fínn og gagnlegur pistill.    Verð þó að segja það að það er verið að gera ansi viðamiklar rannsóknir í Svíþjóð varðandi nálastungur og gagnsemi þeirra og m.a. er einn íslenskur læknir að taka þátt í þeim, og rannsóknirnar lofa góðu.  Meira um það síðar þegar ég er með nákvæmari upplýsingar.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 19.8.2009 kl. 00:50

27 identicon

Kristinn ert þú læknir eða bara leikmaður eins og Bæringur?

Kv Halla

halla (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 01:33

28 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Halla
Kristinn ert þú læknir eða bara leikmaður eins og Bæringur?

He he, þar fór efinn. Ég hefði betur sleppt því að nefna að Bæringur vissi kannski ekki neitt.

Ég er bara áhugamaður.

mbk,

Kristinn Theódórsson, 19.8.2009 kl. 06:56

29 identicon

Það úr mörgu að taka við að svara mótsvarinu hans Svans. Ég byrja bara á þessu.

 

Svanur og Kristján hafa eitthvað út á það að segja að ég “verji” einungis nudd og nálastungur. Málið er einfaldlega að Svanur má hafa sitt álit á Cranio og Bowen eins og hann vill, mitt hlutverk er ekki að verja stéttar sem ég hef lítið vit á og sé enga þörf á að verja. Strax í upphafi athugasemdar minnar segi ég að ég sé skrifa mótsvar við rangfærslum og hroka. Hrokinn er að kalla fólk fáfrótt, blekkjara og féfléttara, og þó að þér líkar ekki eitthvað þá er óþarfi að kalla það “rugl” eða “bull”. Maður sem kann sér hóf og kemur fram með virðingu við annað fólk velur sér ekki svona niðrandi orð og hefur lýsingar svona ruddalegar. Blogggrein þín hefur farið eins og eldur um sinu þar sem fólk er stórhneykslað á skrifum þínum, fólk er að segja mér frá því að það sé verið að tala um þessa grein í vinnunni þeirra og saumaklúbbum og fólk eigi ekki orð yfir hátterni þínu.

Rangfærslurnar eru eftirfarandi, “Engar rannsóknir hafa getað staðfest verkjadeyfandi áhrif nálastungumeðferðar” og um nudd segir Svanur “Varðandi nuddið að þá eru ekki heldur neinar rannsóknir sem sýna fram á gagnsemi þess til lækninga” og svo bætir við “Á hinn bóginn þá er það ekki kukl að notast við nudd ef að ekki er verið að gefa út yfirlýsingar í leiðinni um einhver undraverð áhrif eða lækningar. Ef að nudd skilar vellíðan, þá hefur það sjálfstætt gildi hvað sem rannsóknum líður.” Þetta eru hreinar rangfærslur og síðasta setningin gefur í skyn að eina gagnsemi nudds er á sviði afslöppunar, með öðrum orðum, þeir sem nota nudd og nálastungur eru að kukla, nema þeir séu einungis að bjóða upp á afslöppun. Raunin er sú að við vitum að þeir sem stunda nudd og nálastungur gera það með það í huga að hafa jákvæð áhrif á ýmis vandamál. Með því að segja að það séu ENGAR/NEINAR rannsóknir sem styðja þessar meðferðir er gróf móðgun fyrir þær stéttir sem nýta sér þessar aðferðir. Með þessu ertu ekki bara að gera lítið úr óhefðbundnu meðferðaraðilum sem nota þær heldur líka þeim fjölda löggildu heilbrigðisstarfsmanna sem nota þær, svo sem lækna hér á landi sem nýta sér nálastungur í auknum mæli við ýmsum vandamálum, ljósmæður sem nota nálastungur til að minnka sársauka í fæðingum, sjúkraþjálfara, sjúkranuddara, hnykkjara og osteópata sem nota nudd og nálastungur (misjafnt á milli meðferðaraðila) til að hafa áhrif á stoðkerfi og ýmis önnur vandamál. Ég fæ til dæmis til mín fjölda kúnna sem eru að koma til mín þar sem læknirinn sagði við það að suðið í eyrum er vegna vöðvabólgu og það skal leita sér meðferðar við því. Mér finnst óviðeigandi að það sé verið að vega að starfsheiðri mínum, samstarfsmanna innan heilbrigðiskerfisins og óhefðbundinna meðferðaraðila með því að ranglega saka þá um að blekkja fólk með meðhöndlun sem engar sönnur eru fyrir þegar hið rétta er að fjöldi rannsókna styðja nudd og nálastungur fyrir fjölda mismunandi vandamála (skal ekki túlkast sem öll vandamál).

Hvað meinar þú með “Mér þætti verulega dapurt ef að löggiltur heilbrigðisstarfsmaður skrifaði svona um aðra heilbrigðisstarfsmenn”? Ég gagnrýni þig fyrir að vera hrokafullur í orðavali, koma með rangfærslur sem vega að starfsheiðri fjölda manna og bendi þér á að hluti af meðferðum lækna fellur undir þína eigin skilgreiningu á kukli (http://svanurmd.blog.is/blog/svanurmd/entry/203712/). Aðra heilbrigðisstarfsmenn gagnrýni ég ekki. Ef þú ert að tala um skrif mín á þeim vandamálum sem steðja að rannsóknum og hvernig þau geta yfirfærst á störf lækna þá eru þetta ekki mín orð, í öllum tilfellum vitnaði ég í rannsóknir sem benda á þennan vanda. EF ég hafði sagt eitthvað eins og “læknaruglið”, “fólk sem nýtir sér læknisþjónustu vitandi af þessum rannsóknum er fáfrótt”, “læknisþjónusta er meinsemd fyrir samfélagið þar sem það veldur svo mörgum dauðsföllum”, “það eru engar rannsóknir sem styðja gagnsemi læknismeðhöndlana” þá skil ég að þú myndir finnast að ég væri að vega að læknum. En sannleikurinn er að ég gerði ekkert þessu líkt, ófögur orð og ósannar alhæfingar voru ekki mín megin, öðru nær þá síendurtekið tók ég sérstaklega fram hver tilgangur þessara skrifa væri og að hann væri ekki til að gera lítið úr þjónustu lækna. Einnig er það rétt hjá þér að “Þú fegrar ekki einn fugl með því að benda á galla hjá öðrum”, þar er ég þér innilega sammála (og reyndar mörgum öðrum atriðum í blogginu og einnig hjá Kristin, en það er annað mál), en afhverju þú ert að henda þessu fram þegar ég gef upp nákvæman tilgang skrifanna, sem var ekki til að réttlæta óhefðbundnar meðferðir með því að benda á gallana í hefðbundnum hef ég ekki hugmynd.

 

Í eldri bloggfærslu Svans kemur hann með skilgreiningu á vísindum og kukli (http://svanurmd.blog.is/blog/svanurmd/entry/203712/) sem er hin allra ágætasta skilgreining og ég hef ekkert út á að setja. Einn tilgangur þess að benda á rannsóknir sem taka á þeim vandamálum sem steðja að hefðbundnum lækningum, þ.e. hvernig fyrirtæki aðlaga sumar rannsóknir sér í hag og hvernig þessar aðlöguðu rannsóknir yfirfærast yfir á störf lækna og þá augljóslega að sumar læknismeðferðir eru byggðar á röngum forsendum er sú að þessi rök falla undir þína eigin skilgreiningu á kukli í nokkrum atriðum.

Þó svo að þér þykir ég vera langorður í skrifum mínum í gagnrýni á hefðbundna geira þá notaði ég aðeins brot af þeim heimildum sem ég safnaði um þetta málefni og reyndi að stikla á stóru. Það koma reglulega nýjar rannsóknir fyrir augum mér þegar ég skima yfir fjölda síða af nýjum fréttum á sviði heilbrigðis á hverjum degi. Þessa rannsókn rakst ég meðal annars í dag og vissi ekki af í gær, hún er viðeigandi fyrir orðaskipti okkar. Í Times online segir frá nýlegri skoskri rannsókn sem birtist í vísindatímaritinu Public Library of Science One, sem er stærsta rannsókn sem hefur verið gerð á svikum í rannsóknum og þar kemur fram að svik í rannsóknum sé mun stærra vandamál en áður hefur verið talið. Þar meðal annars viðurkennir þriðjungur rannsakanda að aðlaga rannsóknarniðurstöður og þriðjungur að breyta rannsóknum vegna þrýsting frá þeim sem kosta rannsóknina. Niðurstöðurnar versnuðu þegar vísindamenn voru spurðir um hegðanir samstarfsmanna sinna þar sem 14% vísindamanna sögðust hafa verið vitni að hreinum rannsóknarsvikum og tveir þriðju sögðust hafa verið vitni að vafasömum starfsaðferðum. Rannsóknin var mjög stór og náði til 11.600 vísindamanna og mest var um rannsóknarsvindl á sviði klínískra-, lækna- og lyfjarannsókna þar sem oft er um mikla fjárstyrki að ræða.

Hvernig þú getur sagt “tilraun þín til að útvaska mörkin á milli raunvísinda og kukls með því að benda á alls kyns sjálfsgagnrýni hefðbundna geirans er ómerkileg. Það er ber himinn og haf þarna á milli og þú sýnir ekki fram á neitt með þessum talnarunum. Vandamál í hefðbundnum raunvísindum hafa ekkert með sannleiksgildi kukls að gera.“? Hvernig getur það verið að þetta sýnir ekki fram á neitt, hvernig er þetta ómerkilegt, hvaða himinn og haf er þarna á milli? Ólíkt þér, sem styður ekki mál þitt með neinum rannsóknum, þá tók ég mér þann tíma til að safna saman upplýsingum úr bókum, greinum og rannsóknum úr virtum læknatímaritum til að styðja mál mitt. Það er sú leið sem ég lærði í mínu námi og sú leið sem þú kallar vísindalega. Það gerist nú ekki oft en ég hreinlega orðlaus hvernig þú kemst að þessum niðurstöðum hér að ofan gagnvart þeim rannsóknum sem ég setti fram. Hvernig getur þú alhæft enn einu sinni með að segja að ég sýni ekki fram á NEITT með þessum rannsóknum? Ótrúlegt.

 

Á öðrum nótum varðandi “mótsvar” þitt. Það er alþekkt aðferð hjá þeim sem geta ekki svarað mótrökum á efnislegan máta að nota þá aðferð að færa deilurnar út fyrir upprunalega málefnið eða snúa út úr því sem sagt var. Til dæmis þá snýr Svanur út úr fyrstu rannsókninni sem ég lagði til með því að færa hana yfir á læknamistök þegar ég sérstaklega tók það fram að minnsti hluti þeirra 225 þúsund dauðsfalla sem rekja má til læknismeðhöndlunar sé vegna læknamistaka og kem með dæmi úr rannsókninni um það. Þú þarft ekki að “túlka” þessa rannsókn fyrir einn né neinn, hún talar fyrir sig sjálf og er birt í virtu vísindatímariti, alveg eins og þú segir að sé merki um góða vísindalega starfshætti. Stærsti hluti dauðsfalla kom vegna þeirrar innbyggðu áhættu sem fylgir sumum aðferðum sem notaðar eru í hefðbundnum lækningum. Hverja meðferð má flokka samkvæmt gagnsemi og annars vegar áhættu. Best er að nota meðferðir sem hafa litla áhættu og mikla gagnsemi og síst er að nota meðferðir sem hafa litla gagnsemi og mikla áhættu. Gallinn er að læknar notast við svo margar meðferðir sem hafa svo mikla áhættu. Dæmi, maður er rétt greindur með eitthvað ástand, fær lyf við því, þolir það ekki og deyr. Annað dæmi, maður fer í hnéuppskurð vegna slitins liðþófa, þolir ekki svæfinguna og deyr. Þetta eru ekki mistök, þetta eru óvæntar aukaverkanir af viðkomandi meðhöndlun. Það eru til fleiri svona rannsóknir á þessu sviði, til dæmis ein þar sem athugað var hvort dauðsföll myndu fækka eða aukast ef læknum yrði fjölgað í samfélaginu og niðurstaðan var sú dauðsföll myndu aukast með fleiri læknum. Ekki vera svekktur út í mig útaf þessum rannsóknum, ég framkvæmdi þær ekki né birti.

Önnur aðferð til að gera lítið úr rökum manns er að rangtúlka orð manns til að láta þau líta hæðnislega út þannig að þau missi gildi sitt. Svanur segir  “Ef þú ert ekki viss hvort að þú leitar til læknis eða kuklara, nema fyrir augljósa hluti eins og beinbrot , þá er það þinn missir ef að þú tapar heilsu vegna tafar á meðferð”. Hið rétta er að ég gaf upp nokkur dæmi þar sem ég tel viðeigandi að nota hefðbunda læknisþjónustu umfram óhefðbundna til að sýna fram á að röksemdarfærsla mín væri ekki ætluð til að rakka niður almenna læknisþjónustu í heild sinni. Ég get ekki gefið upp tæmandi lista fyrir þig hvenær ég myndi nota hefðbunda læknisþjónustu umfram óhefðbundna en ég get sagt þér að það væri langur listi því gagnsemi lækna er á mörgum sviðum. En þér er frjálst að snúa út úr þessu.

Enn önnur aðferð er að fara í hártoganir og benda á smáatriði eins og það sé stóratriði og blása það upp í þeirri von að hnekkja á góðum rökum. Sem dæmi þá ferð þú í hártoganir varðandi samantektar rannsóknina mína á nuddi og bakverkjum. Í fyrsta lagi þá kemur það mjög skýrt fram að ég legg þessa rannsókn fram til að sanna að það sé rangt hjá þér að það séu engar rannsóknir sem sýna fram á gagnsemi nudds. Það að samantektar rannsókn (sem er samansafn fjölda RCT rannsókna) gefur þá niðurstöðu að eitthvað kunni að virka fyrir eitthvað ástand þá hefur hún innihaldið rannsóknir með jákvæðum niðurstöðum. Sem sannar mitt mál að það séu til rannsóknir sem styðja nudd. End of story. Þú ættir að vita að niðurstaða sem segir “meðhöndlun getur verið viðeigandi” er nokkuð góð niðurstaða fyrir samantektar rannsókn. Engir meðhöndlun virkar 100%, virkar íbúfenið sem þú ávísar sjúklingum fyrir bakverk í 100% tilfellum, auðvitað ekki. Ef ég, þú eða hvaða heilbrigðisstarfsmaður sem er mætti einungis praktisera meðferðir sem hafa fengið fullkomna útkomu úr samantektar rannsóknum þá mætti ég nánast ekki gera neitt í mínu starfi og sama gildir fyrir þig. Þú segir einnig “....og nuddið eitt og sér skilaði ekki bata” og þá er hann að vitna í stuttu samantektina “In summary, massage might be beneficial for patients with subacute (lasting four to 12 weeks) and chronic (lasting longer than 12 weeks) non-specific low-back pain, especially when combined with exercises and education.” Ég veit ekki hvernig þú færð það út að nuddið virkaði ekki eitt og sér, þú verður að lesa þetta betur í heild sinni. Samantektar rannsóknin inniheldur rannsóknir sem sýna fram á virkni nudds eins og sér, hún inniheldur einnig rannsóknir þar sem mismunandi meðferðir eru bornar saman, niðurstaðan úr þeim er sú að æfingar og kennsla virkar einnig vel og þar af leiðandi er best að combinera þetta saman fyrir betri árangur. Þetta þýðir ekki að nudd eitt og sér virki ekki eins og þú heldur fram, einungis að þetta virkar betur saman (eins og setningin segir nú reyndar augljóslega, hún segir ekki ..only in combination with exercise and education). Ég er reyndar búinn að fara yfir margar af þessu rannsóknum því að ég er nýlega búinn að lesa nýjustu klínísku leiðbeiningarnar fyrir bakverki sem breska heilbrigðiskerfið var að gefa út. Til að fólk (sem kann að lesa úr þessu) sjái um hvað málið snýst þá er hérna niðurstaðan úr nudd-mjóbaksverkir rannsókninni sem er til umræðu hér:

“Thirteen randomized trials were included. Eight had a high risk and five had a low risk of bias. One study was published in German and the rest in English. Massage was compared to an inert therapy (sham treatment) in two studies that showed that massage was superior for pain and function on both short and long-term follow-ups. In eight studies, massage was compared to other active treatments. They showed that massage was similar to exercises, and massage was superior to joint mobilization, relaxation therapy, physical therapy, acupuncture and self-care education. One study showed that reflexology on the feet had no effect on pain and functioning. The beneficial effects of massage in patients with chronic low-back pain lasted at least one year after the end of the treatment. Two studies compared two different techniques of massage. One concluded that acupuncture massage produces better results than classic (Swedish) massage and another concluded that Thai massage produces similar results to classic (Swedish) massage.”

Síðan er hægt að leggja manni röng orð í munn. Svanur segir “Þú hefur stór orð um að ég hafi ekki vit á rannsóknum og sakar mig um siðleysi í líkingu við skrif einhverra á bloggsíðum sem þú virðist þekkja af slæmu eða óheiðarlegra stjórnmálamanna”. Ég sagði aldrei neitt um að þú hafir ekki vit á rannsóknum og ég talaði aldrei um neina óheiðarlega stjórnmálamenn.

Ef allt annað bregst þá er yfirleitt trompið að reyna að gera lítið úr manneskjunni. Svanur fer af einhverjum ástæðum að efast um að osteópatar séu ekki löggild heilbrigðisstétt. Þetta nú bara sannar það sem ég hef bent á að það sé við hæfi að eyða meiri tíma í að skoða allar hliðar mála og setja tíma í það að hafa grundvallaratriði á hreinu. Eins og Bæringur benti á þá tekur skotstund að komast að því að osteópatar eru löggild heilbrigðisstétt og hvort þetta séu lög eða reglugerðir skiptir engu máli, allar löggildar heilbrigðisstéttar eru jafn löggildar og heyra undir sömur stjórn. Til að taka allan vafa bendi ég hér á lög sem inniheldur lista af öllum heilbrigðisstéttum og eru drög að lögum sem heilbrigðisráðuneytið er búið að vinna að í mörg ár sem setur allar þessar stéttir undir ein og sömu lögin og ættu að fara í gildi í náinni framtíð (http://www.althingi.is/altext/137/s/0142.html)

 

Eins og ég kom léttilega inn á í fyrri athugasemd minni þá hafa svona bloggskrif eins og Svanur setur fram hérna slæm áhrif á samskipti almennings við lækna að mínu mati. Fólk virðist vera í síauknum mæli óánægt með afgreiðslu lækna á ýmsum vandamálum (kem með dæmi í fyrri athugasemd) og þar af leiðandi leita í auknum mæli í náttúrulegar lausnir eins og kannanir sýna. Svona skrif af hálfu læknis hefur einungis þann tilgang að breikka bilið á milli lækna og almennings og rýra álit þess á þeim þar sem það er í hrópandi ósamræmi við álit þess á náttúrulegum lausnum. Mér er það algjör ráðgáta afhverju stór hluti lækna hér á landi (takið eftir að ég alhæfi ekki með því að segja allir) séu svona hatrammir gagnvart óhefðbundnum aðferðum. Þetta er ekki svona í mörgum öðrum löndum. Í Bretlandi þar sem ég bjó í fjögur ár er mikið um að læknar noti og ávísi á hómópata, þar eru hómópatískir spítalar þar sem læknar notast við hómópatíu. Í Bretlandi er mikið um svona polyclinics sem eru stofur þar sem óhefðbundnir meðferðaraðilar og læknar vinna saman. Í Bandaríkjunum og Kanada er hægt að læra til náttúrulæknis sem er svona sambland heimilislækninga og náttúrulækninga og er jafnlangt nám og læknisnám og sá læknir má framkvæma smávægilegar skurðaðgerðir, ávísa lyfjum og senda í rannsóknir (starfsréttindi eru mismunandi eftir fylkjum) en námið miðast við að hann finni lausnir á náttúrulegri línu og lærir í námi sínu næringafræði, lífstílsbreytingar, grasalækningar, hómópatíu, nálastungur og smávægilegar líkamsmeðhöndlanir. Ég hef lesið að í Frakkalandi stundi um þriðjungur heimilislækna hómópatíu samhliða lækningum, ástandið í Þýskalandi og Austurríki er af svipuðum toga. Ef þú ferð í apótek í Þýskalandi og spyrð um lausn við t.d. ennisholubólgum þá eru miklar líkur að apótekarinn bendi þér líka á náttúrulegar lausnir. Í Hollandi var gerð könnun meðal lækna og í henni kom fram að stór hluti lækna (í kringum 50% minnir mig) fannst hómópatía vera virk læknisaðferð. Afhverju viðhorf stórs hluta lækna hér á landi er svona hatrammt gegn óhefðbundnum lækningum og náttúrulegum lausnum veit ég ekki. Ég vil taka það aftur fram að ég vil ekki með þessu setja alla lækna hér á landi í sama flokk og Svanur og til að gefa dæmi um læknir sem var opin og gaf mér góða þjónustu þá er hér stutt saga. Ég var búinn að vera að drepast í annari stóru tanni í nokkurn tíma, ég fer til læknis til að láta athuga þetta (ég sagði að ég nota lækna í ýmsum tilfellum), þegar hann vissi hvað ég væri lærður þá spurði hann mig nokkura spurninga og labbaði með mér síðan í röntgen og sagði við röntgentæknirinn að taka mynd af tánni minni og afhenda mér síðan röntgenmyndina og að ég myndi sjá um greininguna. Ég sá hvað var að og gat þá farið til meðhöndlara og látið laga hana. Ég fæ á eins eða tveggja ára fresti þennan verk útaf vinnunni en get lagað það strax með því að herma eftir því sem var gert við mig af þrýstipunktanuddaranum sem ég fór til. Er þetta ekki fullkomin samvinna? Væri ekki betra ef við myndum læra af hvor öðrum, sýna hvor öðrum virðingu fyrir þá kosti sem við höfum fram að færa? Ég þori að veðja að sjúklingaþjónusta væri betri og sömuleiðis álit almennings á heilbrigðiskerfinu.

Það er altalað á milli okkar meðferðaraðila að fólk þorir ekki að segja lækni sínum frá þeim óhefðbundnu meðhöndlunum eða fæðubótaefnum sem það er að taka þar sem það er hrædd við að vera skammað eða vera gagnrýnt fyrir það. Svona einstefnu, hatrammt viðhorf lækna gagnvart nátttúrulegum lausnum er ekki til að bæta heilbrigðiskerfið og er ekki til að auka öryggi sjúklinga. Hvað ef læknirinn gefur sjúklingi lyf og sjúklingur er að taka fæðubótaefni sem hefur neikvæða virkni gagnvart lyfinu og hann þorði ekki að segja frá fæðubótaefninu?

 

Ég er búinn að færa sönnur á að það séu til rannsóknir sem styðja notkun nudd og nálastunga, að hefðbundin læknismeðhöndlum (eins og óhefðbundin meðhöndlun) er ekki eingöngu byggð á staðfestum rannsóknum og einnig lýsa mínu áliti á að ósmekklegt orðaval er óviðeigandi og særandi gagnvart starfsheiðri mínum og öðru heilbrigðisstarfsfólki, einnig óhefðbundnum meðferðaraðilum og almenningi sem notast við þessar meðferðir hjá okkur. Meira get ég ekki sagt. Það er augljóst að orð mín og þær rannsóknir sem ég ber fram hafa lítið sem ekkert vægi, menn hafa ákveðið sína afstöðu og það er augljóslega engin rök sem hagga henni. Tilgangur rökræða er að komast að niðurstöðu, finna sannleika eða nálgun á sannleika. Ég nenni ekki að taka þátt í rökræðum sem menn koma ekki með sönnur fyrir máli sínu og taka skrif mín úr samhengi og ráðast á heiður stéttar minnar með efasemdum um stöðu hennar innan heilbrigðisgeirans. Ég hef lokið mínu máli. Ég mun ekki leggja inn fleiri athugasemdir við þessa umræðu þó að ég hafi ekki svarað öllu sem var beint að mér og ég hef mörgu við að bæta.

 

Með vinsemd og virðingu

Haraldur Magnússon

 

Ps. Var að taka eftir leiðinlegri stafsetningarvillu í fyrstu athugasemd minni þar sem ég segi “Ég les reglulega gagnrýni á hefðbundnar lækningar” sem á að vera “Ég les reglulega gagnrýni á ÓHEFÐBUNDNAR lækningar”. Reyndar eru báðar setningar réttar, ég les reglulega gagnrýni á hefðbundar sem óhefðbundar kenningar á sviði heilbrigðisvísinda.

 

Pps. Kristinn segir “Af hverju eru svör kuklaranna í 3. persónu, eins og þetta séu réttarhöld og verið sé að tala til kviðdóms?” Það er rétt, ég skrifa í 3 persónu og ég get nú bara sagt í fullum heiðarleika, og án alls hroka, að ég vissi ekki að það væri hefð fyrir því að skrifa í 2. persónu í bloggum. Ég er vanari  að skrifa greinar og fyrirlestra en ekki blogg. Ég vissulega breyti þessu ef þetta er raunin.

Og Kristinn, ég setti ekki “löggildur heilbrigðisstarfsmaður” til að aðgreina mig frá öðrum stéttum, heldur til að gera grein fyrir stöðu minni til að fólk geti sett svar mitt í samhengi. Osteópatía hefur kosti og galla umfram aðrar meðhöndlarastéttir en hún er ekki æðri. Ég gerði það vísvitandi að tala ekki um osteópatíu í skrifum mínum og bera hana saman við lækningar eða meðhöndlanir, fyrir utan eina persónulega sögu.

Einnig vil ég segja að dæmin þín og pælingar um lyfleysuáhrifin eru góð, það hefur verið skrifað um þetta og í samræmi við það sem ég hef lesið þá ertu að segja margt rétt þarna.

Haraldur Magnússon (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 07:17

30 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Takk Kristinn fyrir góð innlegg. 

Varðandi fagmennsku eða áhugamennsku:  Það góða er í þessari baráttu gegn ímynduðum meðferðum seldar sem "óhefðbundnar lækningar" og eru í raun bara kukl, er að fólk úr öllum áttum þjóðfélagsins tekur þátt í henni.  Það þarf ekki læknismenntun til að sjá í gegnum þetta, en það þarf skilning á því hvernig raunsönn þekking verður til og að maðurinn er fær um að skálda alls kyns hluti og trúa því sem sannleik.  Það þarf bara aðferðir til að þekkja í sundur skáldskap og raunveruleikann.  Þessar aðferðir kallast vísindi og þau geta allir tileinkað sér. 

Vegna þess að maðurinn hefur auðugt ímyndunarafl og er ekki alltaf fær að greina á milli þess og staðreynda, liggur sönnunarbyrðin allt á þeim sem kemur fram með eitthvað sem er ótrúlegt eða öðru vísi en það sem áður var talið réttast.  Auðvitað kann að vera að hið ótrúlega (t.d. að jörðin sé kringlótt) sé hið rétta, en þá þarf að sýna fram á það með fullnægjandi gögnum, rökleyðslum og rannsóknum.  (You need an extraordinary evidence to prove extraordinary things) Hvað það er sem nægir til að segja að ein tilgáta sé rétt en hin röng, fer eftir eðli málsins.  T.d. er það allt annars konar rannsókn sem er notuð til að kanna áhrif geðlyfs á fólk, en að kanna úr hverju frumefni eru gerð.  Stundum er látið nægja að fá fram áfhrif að hluta en í öðrum tilvikum snýst málið um að eitthvað sé rétt en hitt hreinlega rangt, t.d. getur jörðin ekki verið bæði flöt og kringlótt.  

Sæl Margrét  :-)

Stærstu rannsóknir síðustu ára á nálarstungum sýndu ekki fram á marktækan árangur, en það er mjög erfitt að gera samanburðarrannsóknir á meðferð sem ekki er hægt að líkja eftir með lyfleysu.  Það er því erfitt að fá endanlega niðurstöðu varðandi verkjadeyfandi áhrif þeirra.  Ég ætla mér ekki að útiloka neitt í þeim efnum en tek þeim með fyrirvara þar til annað kemur í ljós.  Það væri áhugavert að sjá niðurstöður í þessari sænsku rannsókn.  Takk og bestu kveðjur - Svanur

Sæll Haraldur.  Ég verð að svara þér síðar þar sem færsla þín er löng og krefst talsverðs tíma til að fara yfir.  Kveðja - Svanur

Svanur Sigurbjörnsson, 19.8.2009 kl. 16:19

31 identicon

Sæl Öllsömul,

Ég hef fylgst með þessari umræðu sem leikmaður og finnst hún fróðleg.

Mér blöskrar ákveðin orðanotkun hjá sérstaklega Svani sem stöðu sinnar vegna ætti ekki að notast við gífuryrði þau sem hann hefur sett fram. Gagnríni er góð og mikilvæg, orðhengilsháttur og staðhæfingasláttur á ekki við.

Ég vil þakka Haraldi fyrir innleggið og sérlega málefnalega umræðu.

Mig langar að henda inn athugasemd varðandi orðið ´kukl´sem Svani og Kristni er tíðrætt um.

Úr fyrsta bloggi Svans: ´Það fólk sem hefur hve best gert sér grein fyrir þessu undanfarnar aldir hefur þróðað aðferðir til að greina á milli þessarar ímyndunar (sem er oft hjálpað verulega af óskhyggjunni) og raunveruleikans svo að við gætum séð hvað virkar í formi greiningaraðferða og meðferða og hvað er bara plat. Þessar aðferðir eru kallaðar vísindi og fólkið klára vísindamenn, en aftur þeir sem hafa haldið áfram í ímyndunarlandinu stunda kukl og eru kuklarar. Kuklarar eru oft hið besta fólk, bara fáfróðir eða blindir á vísindalegar aðferðir.´

Þetta er ódýr skilgreining á mismun vísinda og kukls. Sagan segir okkur nefnilega að án þess að maðurinn leiti út fyrir rammann, leiti út fyrir hinn viðurkendu gildi þá þróast þekkingin ekki og framfærist. Yfirkuklari þess tíma, Galileó Galilei var árið 1632 dæmdur af vísindum þess tíma sem kukklari og skipað að afneita kenningum sínum opinberlega ella hljóta verra af. Í dag er Galileó Galilei oft nefndur faðir nútíma vísinda og án efa einn af frægustu raunvísindamönnum nýaldar.

Vísindi verða aldrei sannleikur. Einfaldlega geta það ekki. Þau eru verkfæri til að leita nýrrar þekkirnar, kanna hið óþekkta og nýta til framdráttar mannkyninu. Viðhorf þín Svanur til þeirra sem leita út fyrir vísindalegan skilning þinn bera vott um að þú teljir að vísindin hafi gefið þér ´sannleikan´og því sért þú í stöðu og hafir leyfi til að kalla alla aðra kuklara vegna þess að þú þekkir ´sannleikan´. Það er kannski tilviljun, eða kannski ekki að þetta voru einmitt viðhorf rannsóknarréttarins til Galileós. Það viðhorf átti eftir að breytast. Ég óska þínum viðhorfum þess sama.

Kærar þakkir fyrir umræðuna!

Ingvar Eyfjörð

Ingvar Eyfjörð (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 11:41

32 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Ingvar Eyfjörð

Þetta er skemmtilegt innlegg hjá þér. Það er gaman þegar menn leggja sig fram við að koma með ný sjónarhorn og rök.

Mig langar að koma með tvær athugasemdir við þetta hjá þér.

Fyrir það fyrsta er orðið kukl kannski bara heiti yfir óstaðfestar lækningarmeðferðir. Ég persónuleg legg ekki neina ofsalega neikvæða merkingu í orðið, það hljómar bara skemmtilega og í sumum tilfellum á raunmerking þess að því er virðist mjög vel við, þeas. þegar um hálfgerða galdra virðist vera að ræða - s.b. craníó pælingarnar.

Fyrir það annað er líking þín á kuklinu við hugmyndir Galileo Galilei fremur langsótt - þó það sé vissulega vert að hafa þetta í huga sem þú ert að segja. Galileo var ekki að reka stofu sem seldi þjónustu sem hann lifði á að fengi að vera í friði þrátt fyrir að ekkert gangi að sýna fram á virkni þess sem gert er á stofunni. Hann var þvert á mót einmitt að rökstyðja, skýra og sanna mál sitt, ekki bara að halda fram nýjum hugmyndum af beiskri þrjósku.

Þegar t.d. craníófólkið fer í það af heilum hug að finna leið til að sýna umheiminum að höfuðbeinanudd með 5 g álagi geri eitthvað fyrir meintan heilapúls, sem aftur verki á heilbrigði líkamans, mun allt krítískt þenkjandi fólk fagna því, en ekki bölva og ragna.

Ég get alveg tekið undir með þér í að Svanur sé nokkrum prósentum of ákveðinn í málflutningi sínum. En að líkja málflutningi íslenskra kuklara við baráttu Galileo og annarra Copernicanista er fremur mikið lof fyrir kuklara sem hafa farið á vikunámskeið í að þukla fólk og getur ekki með nokkru móti útskýrt hvað það er sem það er að gera, og bullar af þeim sökum um orkur, strauma og fleira í þeim dúr.

Sumir kuklarar eru einfaldlega loddarar, viljandi eða óviljandi. En aðrir kunna að hafa heilmikið til síns más, en af hverju leggja þeir sig svona lítið fram við að ávinna sér virðingu vísindaheimsins?

mbk,

Kristinn Theódórsson, 22.8.2009 kl. 13:35

33 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Afsakið stafsetningar og innsláttarvillur.

Kristinn Theódórsson, 22.8.2009 kl. 14:14

34 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sæll Ingvar

Þú ert andvígur einhverjum "gífuryrðum" sem að þú segir mig nota, en nefnir hvorki hver þau eru né hvers vegna þér finnst þau svo óviðeigandi.  Vinsamlegast færðu rök fyrir þessu. 

Ef ég gef mér að þú sért að gagnrýna notkun mína á orðinu "kukli" yfir iðkanir sem fylgjendur þeirra vilja kalla "óhefðbundnar lækningar" þá hef ég við því að segja að ég hef rökstutt að ég tel slíkt alls engar lækningar, hvorki hefðbundnar né óhefðbundnar.  Þetta slær örugglega skökku við í þínum huga en ég vil ekki gengisfella orðið lækningar með því sem með réttu er bara kukl.  Hugtakið kukl hef ég skilgreint ítarlega í blogggrein nýlega sem ég kalla "Hvað er kukl?".

Varðandi virðingu fyrir því sem fyrir utan hinn hefðbundna læknageira liggur, þá beinist gagnrýni mín ekki að kukli vegna þess að það er utan læknageirans, heldur af því að það er kukl.  Gæði hlutanna markast ekki endilega af því hvort að þeir eru innan kerfis eða utan, þó að nú á dögum séu mun meiri líkur á því að vönduð vinnubrögð komi frá háskólamenntuðu fólki innan viðurkenndra háskóla en ekki.  Hvert dæmi þarf að skoða fyrir sig og ég fagna öllu sem eitthvað vit er í, hvort sem að það er frá rafvirkja, skúringarkerlingu eða lækni.  Málið er bara að ég get ekki gefið afslátt af vísindalegum kröfum og þær fara ekki manngreiningarálit ef svo má segja.  Allir sem vilja láta taka vísindastörf sína alvarlega þurfa að standa skil á alvöru aðferðafræði og ef að aðferðafræðin er ný þarf að færa fyrir henni verulega góð rök og sýna fram á með sérlega vandaðri vinnu.  

Eins og Kristinn segir þá þarf kukl ekki endilega að vera hræðilegur áfellisdómur því fólk er sjaldnast í kuklinu af slæmum ásetningi.  Prettir og loddaraskapur er mun verra og það eru vissulega til mörg dæmi þess innan kuklsins eins og plataðgerðirnar sem voru stundaðar á Filipseyjum um árið og flett var ofan af svo skemmtilega af Baldri Brjánssyni.  Það er neyðarlegt að hafa látið blekkjast og ástunda kukl án þess að hafa góð betur að sér, en ég get ekki í umræðunni farið í einhvern orðaleik um það hvað þetta er.   Hafi einhver aðferð eða meðferð mögulega einhverja verkun er ég tilbúinn að kalla það einhvers konar læknismeðferð, eins og t.d. ákveðinn hluti náttúrulyfja og má þá kalla það náttúrulækningar, en t.d. homeópatíu og lithimnugreiningu og fleira í þeim dúr mun ég ekki kalla annað en kukl. 

Það er ekki þannig að ég leyfi mér að kalla alla aðra kuklara "vegna þess að [ég] þekki sannleikann".  Auðvitað veit ég ekki alla hluti, en ég hef þekkingu og þjálfun í að skoða það sem er borið fram með gagnrýnni vísindalegri hugsun.  Ég kalla það kukl sem stenst ekki vísindalega skoðun og hefur engan fót fyrir sér samkvæmt þeim skilmerkjum sem ég setti í greininni "Hvað er kukl", þ.e. hvorki hugmyndafræðilegur, þekkingafræðilegur né aðferðafræðilegur grunnur sem stenst skoðun liggur fyrir viðkomandi aðferð eða "meðferð". 

Hneykslastu eins og þú vilt Ingvar á beinskeyttu orðavali mínu, en væri ekki nær að hneykslast á þessum ímyndunarheimi sem halar inn milljörðum út á trúgirni fólks og saklaust traust?

Svanur Sigurbjörnsson, 25.8.2009 kl. 12:51

35 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sæll Haraldur

Afsakaðu seint svar. 

Það er eflaust hart t.d. fyrir hómeópata að ég kalli tilgátu þeirra um að "líkt lækni líkt" og að hægt sé að lækna eitthvað með útþynntum remidíum, kukl eða bull.  Því miður á ég ekki aðra einkunn um þetta.  Með orðinu kukl á ég ekki endilega við að viðkomandi sé vísvitandi að reyna að plata fólk og hafa af því fé, heldur að þarna sé á ferðinni eitthvað sem reynt er að halda fram að sé læknismeðferð án þess að það standist vísindalega skoðun.  Það er einfaldlega kukl.  Hvað viltu að ég kalli það annað?  Ekkert annað orð sem ég veit um nær þessari merkingu.  Ég gæti kallað bakgrunninn gervivísindi og kannski bryddað upp á orðinu gervimeðferð, en vart væri það skárra en kukl. 

Málið er að orðasambandið "óhefðbundnar lækningar" segja mér ekkert um það sem er í gangi annað en að um sé að ræða tilraun til lækninga utan hins hefðbundna vísinda og læknageira.  Það að eitthvað sé "óhefðbundið" segir mér ekkert um gæði þess.  Aftur þegar ég nota orðið kukl er ég að nota orð sem felur í sér að notandi orðsins telur að viðkomandi aðferð eða meðferðartilraun fái ekki staðist vísindalega skoðun og skili ekki þeim árangri sem er lofað.  Öll skoðun og athugun á aðferðinni bendi til að hún sé kukl.  Kukl getur hugsanlega verið innan hefðbundinnar læknisfræði einnig en með þeim aðferðum sem þar er beitt er það mjög ólíklegt og kapp er lagt á að allt sem boðið sé uppá sé vel rannsakað áður. 

Viltu að ég noti "gervigreinar", "gervivísindi" og "gervimeðferðir" í staðinn?

Verð að svara öðru seinna ef að ég kemst í það.

Kveðja  -  Svanur

Svanur Sigurbjörnsson, 1.9.2009 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband