Færsluflokkur: Vefurinn

Þrýstum á stóru iðnríkin

Með hverjum deginum sem líður verður ljósara að hlýnun jarðar er óeðlilega mikil og hraði hennar eykst.  Djúpir fossar eru komnir í jökulstál Grænlandsjökuls og hætt er við að eftir 150-200 ár verði hann allur líkt og Vatnajökull.   Í mynd Al Gore, "An inconvenient truth" eru leiddar líkur að því að með bráðnun Grænlandsjökuls og álíka stórs svæðis á Suðurskautslandinu muni yfirborð sjávar hækka um 6 metra.  Ég endurtek 6 METRA!!!   Með þessu áframhaldi getum við hætt að hafa áhyggjur af Kvosinni, Reykjavíkurflugvelli og gamla miðbænum kringum Lækjargötu því hann yrði hreinlega undir sjó.

Það er ekki mikið sem við Íslendingar setjum í andrúmsloftið af koltvísýrlingi (CO2) og því er mjög mikilvægt að þrýsta á lönd eins og Bandaríkjamenn, Rússland og Kína til að minnka þeirra losun.  Ingibjörg Sólrún, ef þú lest þetta, vinsamlegast sendu þessum þjóðum kveðju.


mbl.is Íslenskir jöklar horfnir eftir 200 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband