Bloggfćrslur mánađarins, janúar 2007

Söguleg stund

Í kvöld átti sér stađ söguleg stund í Íslenskri stjórnmálasögu.   Margrét Sverrisdóttir lýsti ţví yfir í gćrkveldi ađ hún vćri hćtt í flokknum sem hún hefur starfađ svo ötullega fyrir frá stofnun hans.  Nćr 30 manns í Frjálslynda flokknum komu saman undir forystu Margrétar Sverrisdóttur til ađ rćđa pólitíska framtíđ sína í kjölfar Landsţings sem verđur minnst fyrir ţćr klúđurslegustu kosningar sem um getur hjá stjórnmálaflokki.  Öllu ţessu fólki og fjöldi annarra hefur blöskrađ atgangur forystumanna flokksins viđ ađ bola Margréti Sverrisdóttur frá framkvćmdastjórn flokksins og halda í völd međ ţví ađ bindast bandalagi viđ fólk sem ţeir kćra sig í raun ekkert um.  

Margir fundarmanna hafa setiđ í miđstjórn flokksins og veriđ mjög tryggir stuđningsmenn hans til fjölda ára.  Nú er svo komiđ ađ ţađ telur ekki lengur mögulegt ađ halda áfram stuđningi viđ flokkinn vegna algers skipbrots á trausti ţví sem ţađ bar áđur til forystu hans.   Stuđningsmenn Margrétar gáfu frá sér yfirlýsingu í tíu fréttunum. 

 Hér ađ neđan lýsi ég hluta af ađdraganda ţessa máls.

Ítrekađ hafđi Guđjón Arnar Kristjánsson formađur flokksins sagt viđ áhyggjufulla miđstjórnarmenn ađ hann sći enga ástćđu til ađ óttast 50 manna smáflokk.  Ţeir hefđu ekki styrkleika til ađ komast neitt innan flokksins.  Hann ţoldi ekki ađ menn töluđu um Jón Magnússon - hann kćmi ţessum málum ekkert viđ.  En hvađ gerđist?  Hann lét teyma sig í kosningabandalag međ Nýju afli til ţess ađ Magnús Ţór ynni Margréti.  Sjálfsagt hefur fokiđ í hann fyrst ađ Margrét vogađi sér ađ íhuga frambođ í hans eigiđ embćtti um tíma.  Ţađ var ljóst ađ Margrét skyldi tapa, sama hvađ ţađ kostađi. 

Hálfum mánuđi fyrir landsţing hélt Magnús Ţór ţví fram viđ mig ađ klofningur međ Margréti yrđi svo lítill ađ ţađ vćri ekki hćgt ađ kalla ţađ klofning.  Ég bađ hann um ađ fara ekki í frambođ til varaformanns og sýna ţannig stórmennsku og sáttavilja.  Ţannig sýndi hann í verki jafnréttishugsun međ ţví ađ hleypa jafningja af hinu kyninu ađ.  Hann yrđi mađurinn sem hefđi lykilinn ađ sátt í flokknum.   Hann hafnađi tillögu minni á ţeirri forsendu ađ hún vćri röng.   Fólkiđ í flokknum hefđi rétt á ţví ađ velja milli ţeirra í kosningum, og allt annađ vćri ađ möndla viđ úrslitin.  Ţađ gćtu ţess vegna ađrir bođiđ sig fram.  Hvar Magnús Ţór sá slíka frambjóđendur veit ég ekki en kannski hafđi hann liđsmenn fyrrum Nýs afls í huga.  

Nú standa ţeir félagar sem "sigurvegarar" smölunarkosninganna og hafa selt sig miđstjórn flokksins mönnum eins og Eiríki Stefánssyni, fyrrverandi Samfylkingarmanni, međ atkvćđaskiptum.  Eiríkur ţessi er sá sem međ offorsi og gífuryrđum hefur nítt niđur starf Frjálslynda flokksins og persónu Margrétar á fundum flokksins og endurtekiđ á Útvarpi Sögu.   Hann hafđi viđ orđ eins og "ekkert starf hefur veriđ unniđ í Frjálslyndum til undirbúnings komandi kosningum" og gagnrýndi ađ Margrét vćri á launum eftir ađ sáttanefnd miđstjórnar hafđi lagt til ađ hún tćki launađ leyfi frá störfum framkvćmdastjóra flokksins fram yfir landsţing.   Í fyrsta lagi var búiđ ađ vinna talsvert í sumum kjördćmunum ađ kosningarmálunum.  Í öđru lagi var ţađ Margrét sem beđin ađ taka leyfi - ţađ var ekki hennar val.   Á landsţinginu var greinilega stćrsti kosningalistinn samansettur af helmingi fólks frá Nýju afli - Eiríki Stefánssyni og helming frá stuđningsmönnum Guđjóns Arnars og Magnúsar Ţór.  Kosningabandalagiđ var augljóst og úrslitin stađfestu ţađ. 

Í byrjun desember var Margréti ýtt út úr framkvćmdastjórastöđu flokksins af forystunni fyrir tilstuđlan sáttanefndar.  Ástćđan var sú ađ forystan treysti henni ekki fyrir ţví ađ taka viđ innskráningum í flokkinn.  Magnús Ţór óttađist ađ hún myndi misnota ađstöđu sína og afla sér fylgismanna á međal nýrra flokksmanna.  Međ ţví ađ ţvinga hana í nafni sáttar til ađ taka sér leyfi, átti ađ fullnćgja hlutleysi og eđlilegum framgangi á undirbúningi landsţings.  Ţá átti ţetta ađ hjálpa Margréti viđ ađ einbeita sér ađ kosningu á ţing.  Hvílíkt göfuglyndi.  Einhvers stađar brást mér ţó ađ gráta af hrifningu yfir ţessari tillitssemi viđ Margréti.   Ég spurđi á miđstjórnarfundinum umrćdda hvort ađ hér vćru menn ekki bara ađ sýnast ţví varla breytti ţetta nokkru um raunverulega sátt.  Ég skyldi ekki svariđ.  Ítrekađ var ađ Nýtt afl vćri ekki á leiđinni inní miđstjórnina og ekki fylgdi međ í sáttinni hvernig átti ađ tryggja ađ Magnús Ţór hefđi ekki ađstöđumun og tögl og haldir á skrifstofu flokksins.  Í vikunni fyrir landsţingiđ reyndist ţađ svo vera Magnús Ţór sem svarađi á símasvara flokksins og bauđ ţađ velkomiđ.  Hann hafđi umsjón međ félagaskránni og hélt henni frá Margréti um nokkurra daga skeiđ. 

Magnús Ţór og Guđjón Arnar héldu fundi í Vestmannaeyjum og kjördćmisfund Sunnlendinga ásamt Grétari Mar en á ţessum fundum héldu ţeir langar rćđur og Magnús Ţór hamrađi á eigin ágćti.  Í rćđum sínum minntist hann ekki á Karen sem leiddi listann á Akranesi heldur eignađi sér kosningasigurinn ţar aleinn.  Hann endurtók ţessi sömu framkomu í Kastljósinu á móti Margréti og hún grillađi hann á ţví.  Daníel Helgason vogađi sér á Suđurlandsfundinum ađ minnast á ađ međ Margréti sem varaformann yrđi ásýnd og málefnastađa flokksins breiđari ađ Magnúsi ólöstuđum.  Ţrátt fyrir ţessa nćrgćtnu rćđu Daníels, trompađist Magnús Ţór og fékk ađ ţruma út úr sér hversu mikill jafnréttissinni hann vćri ţó ađ mćlendaskrá hefđi veriđ lokađ.   Sem flokksmađur en gestur á kjördćmisfundinum (er sjálfur í Suđvesturkjördćmi) lagđi ég ýmislegt til málana á fundinum til hjálpar hvađ starfsreglur kjördćmafélaga varđar en ţađ féll í frekar grýttan jarđveg.   Grétar Mar lokađi skyndilega mćlendaskrá međ ţví ađ bera starfsreglurnar upp til atkvćđa.  Einn fundarmanna reyndi ađ fá opnun á umrćđu á ný en var sagt af Grétari Mar og Magnúsi Ţór sameiginlega ađ ţađ vćri of seint.  Ţá var mér nóg bođiđ og sagđi "fundarstjórnina furđulega".  Magnús Ţór sýndi mér ţá, ţá óvirđingu ađ spyrja mig háđulega "Hvers vegna komstu á ţennan fund?".  Ég ákvađ ađ fara ekki í orđarimmu viđ Magnús Ţór til ađ fundurinn héldi smá virđingu og leystist ekki upp í deilur.  Baldvin Nielsen sveiđ ţessi framkoma Magnúsar Ţór og sagđi "hann er nú miđstjórnarmađur!".  Annar gestur, Ragnheiđur Fossdal, spurđi Guđjón Arnar hvort ađ hann hefđi einhvern tíma á ţeim tíma eftir ađ ósćttirnar byrjuđu reynt ađ tala einslega viđ Margréti.  Hann svarađi ţví ađ sáttanefndin hefđi haft milligöngu.  

Eftir ţessar ráđstafanir Guđjóns Arnars, Magnúsar Ţórs og afvegaleidda sáttanefnd hafđi Magnús Ţór alla ađstöđu flokksins fyrir sig.  Ráđinn var mikill vinur Guđjóns Arnars sem starfandi framkvćmdastjóri fyrir flokkinn og utanflokkskona í stöđu framkvćmdastjóra ţingflokks.  Fullkomiđ kosningahreiđur.  Margrét ţurfti ađ leita utan höfuđstöđva flokksins til ađ funda međ sínu stuđningsfólki.  Um framhaldiđ ţarf ekki ađ fjölyrđa.  Kosningavél ţingflokksins og fyrrum félaga Nýs afls međ greiđan og mikinn ađgang ađ Útvarpi Sögu, tókst vel í smölun, prentuđu yfir 1000 kjörseđla og ţóttust svo vera yfir sig hissa á mćtingu uppá um 800 manns.  Lélegri skipulagningu ađ fjöldaviđburđi hef ég aldrei séđ. 

Málefni Frjálslynda flokksins eiga mikla framtíđ fyrir sér.  Nú mun hefjast hrein samkeppni um ţađ hvern fólk vill sem fánabera ţeirra.   Ljóst er ađ Frjálslyndi flokkurinn verđur ekki samur og hann mun blćđa verulega af ţví fólki sem hefur veriđ hve ábyrgđafyllst og áhugasamast í trúnađarstörfum fyrir flokkinn.  Ţjóđin mun kveđa endanlega dóminn í kosningunum í vor hverjum ţađ treystir.


Ófyrirleitin árás Magnúsar Ţórs

Ég vil taka hér undir yfirlýsingu borgarstjórnarflokks Frjálslyndra varđandi ásakanir Magnúsar Ţórs Hafsteinssonar í Kastljósviđtali ţ. 23. jan s.l.   Magnús Ţór lýsti ţví yfir ađ forysta listans hefđi "brennt af" og mistekist ađ mynda stjórn međ Sjálfstćđismönnum eftir síđustu borgarstjórnarkosningar.  Ţetta er niđurrífandi málflutningur og stađhćfulaus eftir ţví sem ég best veit.  Sjálfstćđismenn höfđu ţetta allt í hendi sér og eftir hótanir Halldórs og Björns Inga rétt fyrir kosningarnar var ljóst ađ D-listinn gekk ekki heils hugar til viđrćđna viđ Ólaf F. Magnússon og stóđ svo ekki viđ fyrirhugađ framhald á viđrćđunum.  Ţađ er mér međ öllu óskiljanlegt ađ Magnús Ţór skuli nota ţessa óheppilegu útkomu til ađ koma höggi á Margréti Sverrisdóttur í ţessu Kastljósviđtali.  Alţingismađurinn segir sig vera í "toppformi" sem ţingmann en virđist hér hafa stigiđ á reimina og hrasađ. 
mbl.is „Ósannindum um borgarstjórnarflokk Frjálslyndra mótmćlt“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband