Ekki meiri skatta segja Sjálfstæðismenn - en þá greiða notendur

Áfram halda sjálfstæðismenn söng sínum um að hækka ekki neina skatta.  Þetta hafa þeir gert árum saman, en viðhaldið stimpilgjöldum og aukið kostnað notenda skólakerfisins og heilbrigðiskerfisins.  Þannig hefur kostnaður þeirrar þjónustu sem ríkið veitir færst frá breiðu bökum fyrirtækjanna yfir á þá efnalitlu einstaklinga sem nota hana mest.  Sjálfstæðismenn hafa ekki haft kjark til að hreinlega skera þá hreinlega niður þjónustuna fyrst að ekki eru til hennar peningar í ríkiskassanum, heldur hafa þeir tekið upp jaðarskatta í formi notendagjalda.  Samkvæmt hugmyndafræði þeirra má ekki hækka skatta, ekki undir neinum kringumstæðum, ekki í slæmri kreppu eða mikilli skuld ríkisins.  Ekki má einu sinni hækka þá tímabundið úr 10% í 14% eins og í tilviki fjármagnstekjuskatts eða úr 18% í 20% í tilviki skatts á fyrirtæki.  Með því að halda þessari ímynd verndara atvinnurekanda og verndara þeirra sem óttast skatta mest alls í þessum heimi, telja þeir að allt muni blómstra á ný.  Götin í velferðarþjónustunni megi stoppa upp í með tekjutenginu ellilífeyris, innlagnargjöldum á spítala, sérspítala fyrir efnameiri, skólagjöldum og aukinni gjaldþátttöku almennings í lyfjakostnaði.  Mitt í þessu á að viðhalda flottri utanríkisþjónustu og rándýrri þjóðkirkju sem t.d. hefur 6 stöðugildi á Landpítalanum og kostar í heild rúma 6 milljarða á ári.  Við vitnuðum um páskana þá hjálp sem kirkjan veitir - "lífið hefur sigrað dauðann með upprisunni!".  Líður okkur ekki betur? 

Skattastefna xD er óraunsæisstefna því um leið eru þeir ekki tilbúnir að rýja heilbrigðis- og menntakerfið inn af skinni.  Það myndi enginn sætta sig við.  Óraunsæið veldur því því að sett eru á notendagjöld sem koma verst niður á þeim sem síst skyldi.  Jafnvægi þarf að finna milli skattheimtu fyrirtækja og þörfinni fyrir opinbera þjónustu.  Það þarf að taka mið af því hvort að fyrir hendi er uppsveifla eða kreppa og þegar kreppa er, þurfa allir að axla á sig byrðarnar, fyrirtækin einnig.  Auðvitað má ekki kæfa þau því þá skapast ekki atvinna, en enginn er að tala um kæfandi skatta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga

Skrítið að læknirinn tali svona....  Þarf ég móðirin að minna þig á að í tíð Sjálfstæðisflokks voru ÖLL  komugjöld barna felld niður ef barnið þitt þurfti almenna læknisþjónustu?  Hvort sem um var að ræða komugjald á heilsugæslustöðvar, læknavaktina eða slýsó.....  Nú er samfylkingunni búið að takast að smyrja strax á heilbrigðiskerfi barna einhverjum gjöldum.... kostaði mig allavega 1200 kr að fara með dóttur mína á slysó sl fimmtudag, en ekki krónu þegar ég lenti í því eina nóttina sl. haust!

Helga , 14.4.2009 kl. 22:11

2 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Það gerðist aðeins eftir að xD myndaði ríkisstjórn með xS, en svo setti Guðlaugur Þór innlagnargjöld á sjúklinga.  Varstu hrifin af því?  Það hefur í langan tíma kostað eitthvað að fara á bráðamóttökur og það er eðlilegt, þurfi ekki innlögn. 

Svanur Sigurbjörnsson, 14.4.2009 kl. 22:54

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jamm..Viðkvæðið er: Náum þessu af þeim og gott betur. Bara ekki kalla það skatta.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.4.2009 kl. 23:02

4 Smámynd: Helga

Sæll aftur Svanur.... þetta er ekki rétt hjá þer... það kostaði ekkert að fara með börn til læknis 2008, hvorki á bráðamóttökur né á barnalæknaþjónustuna eða læknavaktina.  Ég á 4 stykki, mis heppin í meiðslamálunum og ætti að vita hvað ég er að tala um :-).  Þyrftir að kynna þér þetta betur.  Þetta gjald datt tímabundið niður, datt út alveg áramótin 2007-8 minnir mig og var sett inn aftur nú í ár, allt nema komugjald á heilsugæslu á dagvinnutíma.

Helga , 14.4.2009 kl. 23:55

5 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sæl Helga

Ég var að vísa til þess að það kostaði eitthvað alla tíð xD og xB (16 ár) að fara á bráðamóttöku.  Það var ekki fyrr en xD fór í sæng með xS að gjöld fyrir börn voru felld niður árið 2008 eins og þú vísar til.   Svo var ég að tala um innlagnargjald Guðlaugs Þórs. 

Svanur Sigurbjörnsson, 15.4.2009 kl. 01:39

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þorgerður Katrín, sem þykist ekki vera sósíaldemókrat, hvað þá sósíalisti, á líka "heiðurinn" af þeirri nýju skattheimtu, sem brátt hittir fólk, þ.e. að leggja nefskatt á öll heimili og lögaðila (jafnvel tekjulausa kennitölueigendur), já, flesta einstaklinga yfir 16 ára aldri, en með ákvörðun sinni um þetta JÓK hún meira að segja tekjur síns elskaða RÚVs um 6–700 milljónir króna, upp í um 3,6 til 3,7 milljarða króna í ár, eins og það hefði nú ekki verið nær í kreppunni að draga saman í þeim bruðlsama ríkisrekstri.

Jón Valur Jensson, 15.4.2009 kl. 09:24

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

En að leggja á réttlátan hátekjuskatt – það getur þetta lið EKKI.

Jón Valur Jensson, 15.4.2009 kl. 09:24

8 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Þar er ég sammála þér Jón Valur.   Það mætti skera niður hjá RÚV og bæta samkeppnisaðstöðu frjálsra fjölmiðla.  Ég er ekki hlynntur hátekjuskatti almennt nema að um sé að ræða á upphæðir sem eru fyrir ofan það sem launafólk getur aflað sér með grunnvinnu og aukavinnu, t.d. hærra en milljón, eins og Borgaraflokkurinn hefur lagt til. 

Svanur Sigurbjörnsson, 15.4.2009 kl. 10:11

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Borgaraflokkurinn var góður, a.m.k. í upphafi, en Borgarahreyfingin er allt annað fyrirbæri.

Ég vil 3–4% hátekjuskattsþrep á laun yfir hálfri milljón og 6–8%, einkum við núverandi aðstæður, á laun yfir 800.000 kr. á mán.

Jón Valur Jensson, 15.4.2009 kl. 10:55

10 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Já Borgarahreyfingin átti ég við.  Takk fyrir leiðréttinguna.

Svanur Sigurbjörnsson, 15.4.2009 kl. 12:16

11 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Þú fylgir því Vinstri grænum í þessu Jón Valur.  Viltu hafa þennan hátekjuskatt áfram eða bara á meðan við réttum úr kútnum?  Mér finnst ekki rétt að setja hátekjuskatt á taxtalaun.  Til hvers þá að að vera með hærri laun?  Fáir eru yfir 800 þúsund (eða milljón) sem taxtalaun og þar mætti byrja með hátekjuskatt.  Ekki neðar.

Svanur Sigurbjörnsson, 15.4.2009 kl. 12:20

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Við verðum í gríðarlegum vandræðum næstu tvö kjörtímabil. Þess vegna bakka ég hvergi með það sem eg sagði um hátekjuskatt. Jafnvel þótt ástandið hafi verið allt annað og, að því er talið var, betra um það leyti, sem 5% hátekjuskatturinn var tekinn af, var ég andvígur þeirri breytingu þá. Eitt skattþrep er stefna sem hentar þeim ríku, ekki alþýðunni.

Jón Valur Jensson, 15.4.2009 kl. 15:22

13 identicon

Já, það hlýtur að verða að leggja á hátekjuskatt, kannski yfir 500 - 700 þúsund og svo yfir milljón.  Fyrst 1 - 2% og stighækkandi að minum dómi, 1 prósentustig í hverju þrepi, en ekki í stökkum um nokkur prósentustig.  Það er bara mín skoðun.  Og þá þarf að draga úr gjöldum af slösuðu og veiku fólki, hætta að rukka unglinga um nefskatt og lækka ýmiss gjöld á almenna borgara.

EE elle (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 16:52

14 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Fólk ætti að líta á skattahækkanir kynntar á Írlandi í síðustu viku.

Tekjuskatta prósentan hækkuð um 2% á alla, 4% á millitekjur og 9% á hátekjur.  Fjármagnstekjuskattur hækkaður í 25%.

Þetta er lágmark fyrir Ísland.  Deilur munu standa um hækkaðan matarskatt og eignaskatt.

Ríkishallinn er svo gríðarlegur og það skilyrði að færa hann niður í núll 2012 mun þýða miklar og erfiðar skattahækkanir og niðurskurð.  Allt annað tal er blekking og afneitun á staðreyndum.  Við höfum þegar skrifað undir samningu um þetta við AGS í nóvember 2008. Sjálfstæðismenn skrifuðu undir þennan samning!

Andri Geir Arinbjarnarson, 15.4.2009 kl. 19:13

15 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Athyglisvert.  Fólk er á jörðinni hér.   Ég held að 25% fjármagnstekjuskattur sé samt allt of hár því það myndi letja verulega sparnað heimilanna.  Frekar að hafa aukaþrep 15% á fjármagn yfir 3 milljónir.  Varstu nokkuð að rugla saman við skatt á fyrirtæki Andri Geir?  Hann er um 18% nú og mætti hækka í 20%. 

Svanur Sigurbjörnsson, 16.4.2009 kl. 14:33

16 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Nei, Írar hreyfðu ekki við fyrirtækjaskatti sem er 12% en settu fjármagnstekjuskatt upp í 25%.  Þeir er hræddir við að fyrirtæki færi sig yfir til austur-Evrópu ef skattar á þau hækka.  Betra er að hækka fjármagnstekjuskatt upp í 20% hér en að setja á eignaskatt sem aðeins fer illa með eldri borgara sem sitja í skuldlausum húsum og hafa ekki greiðslugetu til að borga eignaskatt.  Flest þetta fólk hefur tapað miklu á Sjóð 9 fyrirbærum.

Andri Geir Arinbjarnarson, 16.4.2009 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband