Fylgi Frjálslyndra minnkar

Í Capacent Gallup könnun sem birt var í kvöld og gerð var á dögunum 3. til 30. janúar kom í ljós að fylgi Frjálslyndra fer minnkandi og er nú 9% í stað 11% í síðustu könnun.  Þetta er talsvert hrap og verður að teljast ósigur fyrir forystu flokksins.  Líklega hrapar  fylgið enn meira í næstu könnun því aðeins 1 vika af 4 sem könnunin tekur yfir er eftir landsþing Frjálslyndra.  Áberandi er að konur eru bara um 36% af fylgjendum Frjálslyndra og það hlutfall á eftir að minnka enn meir í kjölfar þess að Margréti var ekki veitt brautargengi í flokknum.  Kosningabandalag Nýs afls manna og forystunnar sá fyrir því að hún kæmist ekki að þó að meðal venjubundinna flokksmanna væri hún mun vinsælli en Magnús Þór.   Það sést nú á því að mikill meirihluti hins virka kjarna flokksins fyrir landsþingið hefur sagt sig úr honum og sumir þeirra sem þó héldu áfram studdu hana í kosningunni.  Einungis með gríðarlegri smölun á fólki sem vissi lítil deili á flokksstarfinu, tókst þremur þingmönnum og Nýju afli á Útvarpi Sögu að vinna Margréti.  Það fréttist alltaf á Íslandi þegar fólk kemur illa fram og þjóðin kveður upp sinn dóm.  Réttast væri að lýsa kosninguna á Landsþinginu ógilda og setjast við samningaborðið.  Stefna Frjálslyndra þarf á sameinuðu afli að halda. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband