Framfaraspor til fyrirmyndar!

Samþykkt þessara samskiptareglna er eitt mesta framfaraspor sem stigið hefur verið lengi í þróun mannréttinda á Íslandi.

Með þessu hefur stærsta bæjarfélag landsins sýnt að skilningur á mannréttindum fleygir fram. Í þessu tilviki er grunnur skólastarfs styrktur þannig að öllum foreldrum (ekki bara kristnum) líði vel með að senda börn sín í skóla borgarinnar og þurfi ekki að hafa áhyggjur að því að þar fari fram starfsemi ætluð til að snúa börnunum þeirra til lífsskoðunar sem þau aðhyllast ekki.

Einn megin lærdómur upplýsingarinnar og þróun lýðræðis á þeim tíma var aðskilnaður trúarlegra og veraldlegra þátta þjóðfélagsins. Ríkið og lögin varð að hafa veraldleg og vera óháð trúarsetningum valdamikilla kirkna. Tryggja þurfti að ríkið meðhöndlaði alla jafnt. Hér erum við 350 árum síðar og eigum enn í erfiðleikum með að framkvæma þetta sómasamlega. Mannréttindaráð og borgarstjórn Reykjavíkur hafa nú aukið þroska hins siðaða samfélags með þessari ákvörðun og sett gott fordæmi. Þetta er heillaspor og það sýnir sig á þeim jákvæðu viðbrögðum sem ákvörðunin hefur fengið (t.d. yfir 2 þúsund like á frétt mbl.is um efnið) að mikill hljómgrunnur er með þessu merkilega skrefi.

Til hamingju Reykjavíkurborg!


mbl.is Banna trúboð í skólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Niðurrifsstarfsemi af þeirri gerð sem spaugararnir í borgarstjórn beita sér fyrir mun seint flokkast sem heillaspor hjá meirihluta borgarbúa.  Það er andstyggilegt að horfa upp á þetta og hreint skelfilegt að verða vitni að því að vel menntað fólk tekur undir þessa fjárans vitleysu !

Flosi Kristjánsson, 5.10.2011 kl. 22:16

2 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Leitt að sjá þessa afstöðu frá þér Flosi, svo reyndur kennari sem þú ert. Leitt að heyra heldur engin rök frá þér. Hvernig getur jafnrétti flokkast sem niðurrifsstarfsemi? Er þér í nöp við góðar reglur bara af því að þær eru reglur? Vinsamlegast útskýrðu viðhorf þitt. Kannski lumar þú á einhverju góðu. Ég hef ekki séð það enn frá andstæðingum þessa máls.

Svanur Sigurbjörnsson, 5.10.2011 kl. 22:24

3 Smámynd: ThoR-E

Tek undir þetta.

Vona að þetta verði núna tekið upp á öllu landinu.

Trúboð á ekkert erindi í menntastofnanir.

ThoR-E, 8.10.2011 kl. 09:30

4 Smámynd: Sigurður Rósant

Tja, ekki get ég verið sammála þér Svanur, að samþykkt þessara samskiptareglna sé eitt mesta framfaraspor sem stigið hefur verið um langan aldur í þróun mannréttinda á Íslandi. Kosningaréttur kvenna er þarna í mínum augum miklu merkilegra skref í þróun mannréttinda.

En burt séð frá því, sýnist mér sem þessar reglur geti valdið deilum milli kennara í kristnum fræðum annars vegar og skólastjórnendum og foreldrum hins vegar.

Þá er ég með í huga eftirfarandi reglu:

b) Trúar- og lífsskoðunarfélög skulu ekki stunda starfsemi sína innan veggja leik- og grunnskóla borgarinnar á skólatíma né heldur á starfstíma frístundaheimila. Þetta á við allar heimsóknir í trúarlegum tilgangi og dreifingu á boðandi efni*.

* Með boðandi efni er átt við hluti sem gefnir eru eða notaðir sem hluti af trúboði, það er tákngripir, fjölfölduð trúar- og lífsskoðunarrit, bækur, hljóðrit, prentmyndir og kvikmyndir.

Mér virðist einnig sem þessi regla stríði gegn jafnræðisreglu Stjórnarskrárinnar -  65. gr. [Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.
Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.]1)

Þarna er ég með í huga þá venju sem ríkt hefur hjá t.d. félögum í Gidenfélaginu sem dreifa árlega Nýja-Testamentinu til grunnskólabarna.

Hér er félagsmönnum óheimilt að dreifa þessu riti framvegis en kennurum og skólastjórnendum ekki. Félagsmenn Gideons geta þess vegna samið við skólastjórnendur og/eða kennara um að dreifa Nýja-Testamentinu til nemenda án þess að brjóta framangreinda reglu.

Ef einhver glóra væri í hugsun þeirri sem liggur að baki samningu þessara reglna, hljómaði hún upp á niðurfellingu alls trúboðs í skólum, hvort heldur sem því er laumað inn sem viðurkenndu námsefni eða laumað inn af kennurum eða skólastjónendum.

Allt námsefni í kristnum fræðum er í raun trúboð. Sama má segja um jóla- og páskaföndur, helgileiki, upplestur jólasagna o.s.frv.

Reglur þessar eru því enn eitt skrefið í þá áttina að sundra skólastarfi og koma á enn meiri sundrung milli þeirra sem koma að fræðslu grunnskólabarna.

Sigurður Rósant, 8.10.2011 kl. 19:38

5 identicon

"Félagsmenn Gideons geta þess vegna samið við skólastjórnendur og/eða kennara um að dreifa Nýja-Testamentinu til nemenda án þess að brjóta framangreinda reglu."

Af hverju ættu stjórnendur og kennarar að semja við félagsmenn Gideons? Þú gætir þá alveg eins haldið því fram að það sé daglegt brauð að fyrirtæki semja við stjórnendur til að nálgast börnin.
Þú misskilur jafnræðisreglu Stjórnarskrárinnar. Með sömu rökum og þú notar ættu stórfyrirtæki að fá aðgang að börnunum rétt eins og Gideons menn hafa gert. 

OG nei ekki allt í Kristnum fræðum er trúboð. Það er engan vegin líkt að predika yfir barni eða gefa því nýja testamentið og syngja með því Adam átti syni sjö. 

Jakob (IP-tala skráð) 9.10.2011 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband