Höfundur
Ég er læknir og læt þjóðfélagsmál mig miklu varða. Uppáhalds gullkorn: "Rökræðan er besta lausnin á hvers kyns rangindum" - Thomas Paine
Vefsíða: http://svanursig.is
Tenglar
Mínir tenglar
- Húmbúkk - efast um furðufyrirbæri Vefrit það sem gagnrýnin hugsun er notuð til að skoða ýmis furðufyrirbæri
- Vefsíða Siðmenntar, félags siðrænna húmanista
- Vefsíða Svans Áhugamál og greinasafn
Bloggvinir
- johannbj
- astan
- mortenl
- kolgrima
- maggadora
- hjaltirunar
- binntho
- andmenning
- prakkarinn
- sigurjon
- peturhenry
- bene
- vest1
- bubot
- truryni
- agustolafur
- thorgnyr
- sigurjonn
- roggur
- svartfugl
- rustikus
- sigurjonsigurdsson
- krizziuz
- eggmann
- kiddip
- vantru
- frisk
- freedomfries
- mitteigid
- sms
- omarragnarsson
- margretsverris
- sjos
- juliusvalsson
- jonsigurjonsson
- egillrunar
- olimikka
- astromix
- organia
- pepp
- sannleikur
- fridaeyland
- ingolfurasgeirjohannesson
- harri
- lillo
- ernafr
- stebbifr
- sigurgeirorri
- vkb
- jevbmaack
- nerdumdigitalis
- steinibriem
- apalsson
- robertb
- sindri79
- fsfi
- gerdurpalma112
- gbo
- malacai
- valgeir
- hehau
- hlynurh
- ugluspegill
- visindavaka
- lucas
- drum
- neytendatalsmadur
- valgerdurhalldorsdottir
- ea
- king
- siggisig
- retferdighed
- salvor
- saemi7
- hilmardui
- ippa
- patent
- tara
- tbs
- partialderivative
- kamasutra
- ziggi
- savar
- gattin
- stjornuskodun
- rabelai
- kolbrunh
- kt
- lalamiko
Nýyrði: smalræði
17.2.2007 | 16:46
Í ljósi viðburða síðustu mánaða legg ég til að orðið "smalræði" verði tekið upp sem hugtak yfir aðferðir þeirra sem mest geta smalað fólki til að kjósa sjálfan sig í hæfileikakeppnum eða til ábyrgðarstarfa í félagasamtökum eða stjórnmálaflokkum. "Smalræðið" er ólíkt lýðræðinu að því leyti að sérstakir áhangendahópar og jafnvel keypt atkvæði ráða mestu um úrslitin. Þegar lýðræði virkar rétt, eru það þorri manna sem ekki á tilfinningaleg tengsl við keppandann eða frambjóðandann og hafa ekki orðið fyrir einhliða áeggjan einhvers eins, sem ráða úrslitum í kosningunni.
Smalræði er raunverulegt vandamál á Íslandi og víðar í heiminum í dag. Lýðskrumarar notfæra sér smalræðið og fólk í sjálfbyrgingslegu framapoti leitar skjóls í því. Hver þorir orðið að standa á eigin verðleikum? Án stuðningsmannavélar telur fólk sig glatað og er það því miður með vissri réttu í þessum óbilgjarna heimi. Það þarf að taka prófkjör og kosningamál til alvarlegrar endurskoðunar. Viljum við áfram sjá hina hæfileikaríku og ábyrgðarfullu fótum troðna? Ekki ég.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Spurt er
Eldri færslur
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hóst hóst hóst segir hver ?
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 18.2.2007 kl. 00:26
Ef þú átt eitthvað vantalað við mig Guðrún María er þér velkomið að hringja í mig eða senda mér netpóst. Þér er líka velkomið að rökstyðja hóst þitt hér ef þú vilt en þá skaltu vera viðbúin því að ég tali opinskátt. Þrátt fyrir að við værum ekki sammála um málin í Frjálslynda flokknum og þú hefðir kosið að sitja þar eftir hef ég ekki sett út á þig og hélt þér sem bloggvini. Aðdróttun þín hér að ofan er því köld og óviðbúin.
Svanur Sigurbjörnsson, 18.2.2007 kl. 11:16
Ég ætla ekki að tjá mig um hóstin hér þó ég hafi sannarlega skoðun á þeim! En ég verð að segja að mér finnst þetta snjallt nýyrði hjá þér. Hingað til hefur ekki verið til orð yfir þessa aðferð sem hefur þó verið mikið stunduð. Smölun hefur verið notað um fyrirbærið en nær ekki alveg utan um það sem á sér stað.
kveðja,
Rannveig Þorvaldsdóttir, 18.2.2007 kl. 12:53
Sæll Svanur.
Köld aðdróttun ???
Það er nokkuð sérkennilegur skilningur að mér finnst, hins vegar tel ég það koma að vissu leyti úr hörðustu átt að þeir aðilar sem hafa tekið þátt í " smalamennsku " svokallaðri gagnrýni aðferðafræðina eftir á.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 18.2.2007 kl. 13:00
Sæl Guðrún María
Það átti sér smölun á báða bóga fyrir landsþing Frjálslyndra s.l. janúar. Ég skal segja þér og öllum þeim sem þetta lesa hreinskilningslega mína aðkomu að þeim kosningum.
Ég var (og er) í stuðningsmannahópi Margrétar Sverrisdóttur, konu sem þú kaust ekki að styðja. Utan stuðningsmanna minna í flokknum bað ég 10 manns meðal minna ættingja og nánustu vina að styðja mig til miðstjórnarkjörs og styðja í leiðinni það fólk sem ég best treysti til setu í forystusætum flokksins. Þetta er allt fólk sem þekkir mig vel og mína dómgreind. Ég útskýrði einnig vel fyrir því hvers vegna ég kysi að styðja Margréti og það fólk sem við mæltum með. Níu af þessum tíu greiddu atkvæði á þinginu.
Nú vitum við að eðlilegast og best væri að einungis það fólk sem hefði af eigin frumkvæði áhuga á málefnum Frjálslynda flokksins og hefði komið að starfi hans í nokkurn tíma, kysi á landsþingi en lög flokksins gáfu möguleika á allt öðrum veruleika. Sá veruleiki var nýttur að meira eða minna leyti af vel flestum þeim sem fóru fram á landsþinginu.
Það er þó talsverður siðferðislegur munur á því að fá nokkra nána aðila sér til stuðnings en að safna saman liði fólks sem maður veit engin deili á og það veit lítil sem engin deili á þér. Allra siðlausast er að kaupa sér atkvæði af klúbbum eða félagasamtökum í fjárþörf eins og sögusagnir hafa hermt að hafi gerst í einhverjum prófkjörum. Hvort að hið síðar nefnda gerðist á umræddu landsþingi hef ég engar áreiðanlegar heimildir um.
Ég hefði getað kosið að sitja heima og gera ekki neitt fyrst að lög flokksins buðu uppá "smalræði" og svona illa var fyrir komið í deilumálum innan hans. Það hefði verið auðveldur kostur. Hins vegar úr því sem komið var vildi ég reyna hvað ég gat á þann máta sem ég taldi siðferðislega verjandi til að berjast fyrir bættri útkomu fyrir Frjálslynda flokkinn og lýðræðislegum verðmætum sem ég taldi mjög mikilvæg. Eftir að ég sá að sitjandi varaformaður hafði með atkvæðaskiptum við fólk sem hafði atað flokkinn og Margréti Sverrisdóttur rógi, tryggt sér sæti sitt, átti ég ekki lengur erindi með flokknum. Það kom líka margt fleira til sem ég ætla ekki útí hér.
Hvernig barst þú þig að í baráttu þinni fyrir ritaraembættinu Guðrún María? Baðstu ekki einhvern um að kjósa þig? Fékkstu ekki neinn utan þeirra sem voru virkir í flokknum til að styðja þig og kjósa? Varstu alveg yfir þetta hafin?
Þetta eru mín spil á borðinu. Ég tók þátt í þessu landsþingi og kosningabaráttunni fyrir það á þann máta sem að ofan er lýst. Ég tel rétt að gagnrýna það sem þar fór fram og það hvernig "smalræðið" gerði þetta þing, x-factor og fleira að skrípaleik. Þú getur láð mér fyrir það en það breytir engu um það að ég mun gagnrýna áfram smalræði.
Svanur Sigurbjörnsson, 18.2.2007 kl. 14:49
Takk fyrir þínar athugasemdir Rannveig.
Svanur Sigurbjörnsson, 18.2.2007 kl. 15:25
Sé þú beinir til mín nokkrum spurningum og sjálfsagt að svara þeim. Svarið við fyrstu spurningunni er það að ég bauð mig fram. Svarið við annarri er nei og þeirri þriðju líka nei. Svarið við þeirri síðustu er það að seint hefði mér dottið í hug að vera með fyrirfram útbúinn áróður á kjörstað hvað þá að biðja varaformannskandidata um stuðningsyfirlýsingar mér til handa.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 19.2.2007 kl. 02:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.