Hjálpartæki kjósandans

Ég mæli eindregið með því hjálpartæki sem nokkrir nemendur við Háskólann í Bifröst hafa sett saman til að hjálpa fólki að finna "sinn flokk".  Nemendurnir fóru grannt í stefnuskrár flokkanna og völdu svo ákveðnar spurningar til að fá fram aðgreiningu. 

Styrkleiki prófsins liggur reyndar í því hversu vel nemendurnir túlkuðu stefnuskrárnar og hversu vel stefnuskrárnar sjálfar endurspegla viðkomandi flokka.  Það er reyndar veikleiki hversu fáar spurningarnar eru og það vantar spurningar um "mannagæði" innan flokkanna.  Það gæti nefnilega komið upp sú staða að maður sé málefnalega sammála tveimur flokkum að sama marki og þá hlýtur m.a. mannavalið að ráða úrslitum.  Auðvitað er þetta hjálpartæki bara nálgun en gagnleg samt.  Skjalið sem fylgir til útskýringar og hægt er að hala niður af útskýringarsíðunni er mjög fróðlegt og vel unnið. 

Takk Bifröst!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Rosalega er þetta sniðugt próf  Ég á semsagt að kjósa Vinstri græn

Margrét St Hafsteinsdóttir, 9.5.2007 kl. 12:44

2 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sumir sem hafa tekið það hafa orðið hissa, því þeir/þær hafa fengið þá niðurstöðu að Íslandshreyfingin eða Frjálslyndir passi best við skoðanir þeirra, þegar þeir/þær hafa ætlað að kjósa einhvern af stóru flokkunum.   Vissulega vantar ýmislegt í prófið eins og t.d. það að fólk leggur mismunandi vægi á mál og svo vantar spurningu um "einkarekstur" (ekki einkavæðingu) í heilbrigðiskerfinu og fleira.  Prófið vekur fólk a.m.k. til umhugsunar.

Svanur Sigurbjörnsson, 9.5.2007 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband