Ánægjulegt!

Loksins góðar fréttir.  Ef xD og xS ná samkomulagi um myndun nýrrar ríkisstjórnar yrði það besta útkoma þessara kosningaúrslita að mínu mati.  Samkvæmt skoðanakönnun sem birtist í gær eru flestir á sama máli eða um 4/10 svarenda.  Skynsemin sigri!
mbl.is Geir og Ingibjörg sest á fund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll, þetta hélt ég líka.

Niðurstaðan er sú að Samfylkingin fellur algerlega frá sjávarútvegsstefnu sinni (fyrningarleiðin) og ríkisstjórnin ætlar að festa hið illræmda kvótakerfi í sessi. 

 Bæði Össur og Ingibjörg lofuðu hátíðlega að um leið og Samfylkingin kæmist í ríkisstjórn yrði nafn Íslands hreinsað með því að taka okkur af lista yfir viljugar og stríðsfúsar þjóðir. Jafnframt yrðu fórnarlömbin beðin afsökunar.  Niðurstaðan er sem sagt sú að þeir harma stríðsátök en ætla að standa vörð um veru okkar á listanum.

Sigurður Þórðarson, 24.5.2007 kl. 15:17

2 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Samfylkingin fékk náttúrlega ekki sjávarútvegsráðuneytið í sínar hendur þannig að Sjálfstæðisflokkurinn ræður áfram þeim málum.  Þjóðin kaus.  Í stöðunni kom vart þriggja flokka stjórn með Framsókn til greina og Kaffibandalagið náði ekki meirihluta.  Það er varla öll von úti enn varðandi sjávarútveginn.   Baráttan heldur áfram. 

Viljugi listinn.  Það verður engin hreinsun eftirá.  Það sem skiptir máli er hver framtíðarafstaða okkar verður.  Ég á eftir að sjá hvernig orðalagið var en ég held að stefna þjóðarinnar verði í góðum höndum hjá Ingibjörgu Sólrúnu.

Svanur Sigurbjörnsson, 24.5.2007 kl. 15:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband