Höfundur
Svanur Sigurbjörnsson
Ég er læknir og læt þjóðfélagsmál mig miklu varða. Uppáhalds gullkorn: "Rökræðan er besta lausnin á hvers kyns rangindum" - Thomas Paine
Vefsíða: http://svanursig.is
Tenglar
Mínir tenglar
- Húmbúkk - efast um furðufyrirbæri Vefrit það sem gagnrýnin hugsun er notuð til að skoða ýmis furðufyrirbæri
- Vefsíða Siðmenntar, félags siðrænna húmanista
- Vefsíða Svans Áhugamál og greinasafn
Bloggvinir
- johannbj
- astan
- mortenl
- kolgrima
- maggadora
- hjaltirunar
- binntho
- andmenning
- prakkarinn
- sigurjon
- peturhenry
- bene
- vest1
- bubot
- truryni
- agustolafur
- thorgnyr
- sigurjonn
- roggur
- svartfugl
- rustikus
- sigurjonsigurdsson
- krizziuz
- eggmann
- kiddip
- vantru
- frisk
- freedomfries
- mitteigid
- sms
- omarragnarsson
- margretsverris
- sjos
- juliusvalsson
- jonsigurjonsson
- egillrunar
- olimikka
- astromix
- organia
- pepp
- sannleikur
- fridaeyland
- ingolfurasgeirjohannesson
- harri
- lillo
- ernafr
- stebbifr
- sigurgeirorri
- vkb
- jevbmaack
- nerdumdigitalis
- steinibriem
- apalsson
- robertb
- sindri79
- fsfi
- gerdurpalma112
- gbo
- malacai
- valgeir
- hehau
- hlynurh
- ugluspegill
- visindavaka
- lucas
- drum
- neytendatalsmadur
- valgerdurhalldorsdottir
- ea
- king
- siggisig
- retferdighed
- salvor
- saemi7
- hilmardui
- ippa
- patent
- tara
- tbs
- partialderivative
- kamasutra
- ziggi
- savar
- gattin
- stjornuskodun
- rabelai
- kolbrunh
- kt
- lalamiko
Kemur mér ekki á óvart - því miður
2.7.2007 | 14:09
Lengi vorum við Íslendingar með þeim fátækari í Evrópu og jafnvel þó víðar væri leitað en upp úr árum seinni heimsstyrjaldar höfum við efnast verulega hvern áratug. Við keppumst nú við að verða sem ríkust og flottust. Í gagnrýni minni fyrir alþingiskosningarnar benti ég á hversu illa ríkisstjórnin hefði staðið sig í mannréttindamálum. Nægir að nefna hér lélegt framlag hennar til Mannréttindaskrifstofu Íslands, "24 ára reglan" og ójafnræði milli trú- og lífsskoðunarfélga. Við virðumst nú hafa gleymt því hvernig er að vera virkilega fátæk. Hvers vegna ættum við ekki að greiða 0.7% af þjóðarframleiðslu til þróunaraðstoðar? Hvernig getum við á sama tíma verið að sækja um há embætti (öryggisráðið) hjá SÞ og brotið loforð okkar? Erum við enn að hugsa að það séu við sem þurfum aðstoð? Erum við enn "litla Ísland"?
Þúsaldarmarkmiðin: Til skammar hvernig íslensk stjórnvöld hafa hagað sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Spurt er
Viljir þú leggja af þjóðkirkju hvernig viltu þá haga því?
Ríkið hætti öllum greiðslum (sóknargj, jöfnunarsj. og laun) 33.1%
Ríkið haldi sóknargjaldakerfinu og jöfnunarsjóði 13.6%
Ríkið haldi sóknargjaldakerfinu 14.3%
Ríkið greiði allt áfram en öll félög fái jafnt 13.7%
Annað fyrirkomulag 12.6%
Veit það ekki 12.6%
1313 hafa svarað
Hvernig viltu haga vali fólks á þing?
Aðeins prófkjör 9.8%
Prófkjör en kjósa megi aðra röð á kosningardegi 14.1%
Uppstilling kjördæmaráða 3.8%
Uppstilling en kjósa megi aðra röð á kosningardegi 13.6%
Röð aðeins ákveðin af kjósendum á kosningardegi 44.6%
Ekkert af ofangreindu 7.1%
Veit það ekki 7.1%
184 hafa svarað
Eldri færslur
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
Því þróunarhjálp hefur engum hjálpað. Eftir þróunaraðstoð standa afríkulöndinn verr að vígi heldur en áður. Við erum að hefta framleiðslu og getu þeirra. við erum að binda löndinn niður í fjötra peningagjafa svo þau þurfi ekki að hugsa um sig sjálf.
Nemdu 1 land sem hefur getað komist upp úr viðjum sárrar fátæktar í afríku til efna, vegna þess að það fékk svo mikla þróunarhjálp.
Ég veit ekki um 1 land sem komið hefur vel úr því að fá gefins peninga og þurfa ekki að taka ábyrgð á halla rekstri.
Ekki má síðan gleyma því að af þessum 0.7% færi nánast allt í spillta stjórnmála menn og einræðisherra. Bankareikningar í Sviss fylla sig ekki sjálfir.
Fannar frá Rifi, 2.7.2007 kl. 14:18
Þetta er að mörgu leyti rétt hjá þér Fannar. Það þýðir lítið að ausa fé í spillt stjórnvöld. Hins vegar, ef engin hjálp berst er víst að miljónir myndu deyja og ástandið versna. Sé maður ekki sáttur við hvernig peningunum er varið þarf að gagnrýna og taka ábyrga afstöðu. Heyrir maður Íslensk stjórnvöld mótmæla því hvernig staðið er að þróunaraðstoð eða mótmæla þessari prósentu? Kannski hef ég misst af því en mér finnst umræða um alþjóðamál hér á Íslandi verulega slöpp og litlum tíma varið í hana.
Svanur Sigurbjörnsson, 2.7.2007 kl. 14:27
Þróunaraðstoð brengla allan markað í þeim löndum sem hún berst til. Að senda föt og mat til afríku hefur sent fleyri bændur og fataframleiðendur á verðgang er efnahagskreppur og þurkar.
Matvæla aðstoðinn berst til lands þar sem miklir þurkar geisa. Jújú hún er eyrnamerkt þeim þurfandi en stjórnvöld og aðrir taka hana strax og selja fyrir lítið fé til þess eins að græða sjálfir. Þetta undirboð á markaðinum getur enginn bóndi kept við. Það er bara ekki hægt að keppa við eitthvað sem fæst nánast gefins. Hann leggur því niður búið og fer á vergang því hann getur ekki rekið það og á ekki efni á nýju korni til útsáningar. Þannig minnkar matvælaframleiðslan í landinu á árið eftir þurfa en fleyrri á hjálp að halda. þá kemur enn meira af mat sem setur enn fleyri á hausinn sem þýðir á endanum verður enginn matvæla framleiðsla.
En það er hinsvegar rétt hjá þér að hér á landi hefur nánast enginn áhuga á þessum málum. Reyndar einskorðast það ekki við Ísland því vesturlönd hafa lítinn áhuga á því að rétt við hlut þróunarlanda. Þróunar aðstoð í formi peninga og annarra gjafa er sýndarmennska og friðþæging á samviskunnar.
Ef við myndum virkilega vilja hjálpa þróunarlöndum myndum við opna markaði okkar fyrir landbúnaðar vörum frá þeim. Tollar og þá sérstaklega niðurgreiðsla á landbúnaði til óhagkvæmra matvælaframleiðslu hjálpar ekki okkur né þeim. Þeir fá ekki að vinna fyrir sér og við borgum tvisvar fyrir sömu vöruna.
Fannar frá Rifi, 2.7.2007 kl. 14:48
Það er svo mikið af erlendum fyrirtækjum víða í Afríku sem eiga framleiðsluna þar, flytja hana úr landi og selja svo Afríkubúum mörgum hverju aftur dýrum dómum. Mér finnst að það ætti að breyta þessum starfsháttum fyrst og fremst.
Síðan ættum við að hjálpa með því að sjá til þess að allir sem eru hiv smitaðir fái lyf. Svo foreldrar sem eru smitaðir geti alla vega sinnt börnum sínum og alið þau upp og svo má fræða fólk meira um alnæmisvandann og um gagnsemi smokksins og dreifa honum frítt.
Auðvitað á að senda neyðaraðstoð þegar þörf er á. Svo hafa verið tilgátur upp um það að uppskerubrestur sem verður víða í Afríku, vegna þurrka sé að hluta til vesturlöndum að kenna. Vindarnir sem eiga að bera skýin til Afríku ráða ekki við það vegna þess að mengun þyngir þau og því nái þau ekki til þeirra og regntíminn bregst.
Annars er ég hlynnt þróunaraðstoð að sjálfsögðu en það verður að vera á hreinu að hún geri gagn.
Margrét St Hafsteinsdóttir, 2.7.2007 kl. 18:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.