Langsótt en ekki illa veitt
12.10.2007 | 12:22
Al Gore hefur flutt heiminum mjög mikilvæg skilaboð með fyrirlestrum sínum og heimildamyndinni "Óþægilegur sannleikur" (an inconvenient truth), þar sem hann varar við þætti okkar mannanna í hlýnun jarðar og þeim gífurlegu afleiðingum sem það getur haft að pólarísinn bráðni.
Þetta eru hins vegar friðarverðlaun, ekki umhverfisverndarverðlaun eða vísindaverðalaun. Í ræðu fulltrúa Nóbel nefndarinnar kemur fram að með því að stuðla að meira öryggi í heiminum, stuðli Al Gore að friði í heiminum. Þetta er trúlega rétt og maður skyldi ekki vanmeta þau áhrfi sem náttúruhamfarir og hungur geta haft á hegðun fólks. Hins vegar finnst mér val nefndarinnar bera þess vott að það hafi vantað nægilega kraftmikinn fulltrúa beinna friðarumleitana til þess að útnefna. Einhvern veginn er það ótrúlegt að slík persóna finnist ekki, en þetta lyktar af því að ekki sé bara nóg að vera góður baráttumaður fyrir friði til að fá útnefningu, heldur verður viðkomandi að vera frægur fyrir að básúna sínum skoðunum um allan heim eða a.m.k. komist í heimsfréttir, þ.e. fréttir hins vestræna heims. Þannig fá baráttumenn ekki verlaunin fyrr en búið er að viðurkenna þá annars staðar, sbr. Mandela. Kannski er þetta rangt hjá mér. Vissulega er ég ánægður yfir því að Al Gore fái verðlaun en kannski bara í öðrum flokki.
Hjúkk, a.m.k. fékk Sri Chinmoy ekki Nobbann.
Leiða friðarverðlaun Gores til forsetaframboðs? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Veistu mér finnst þetta álíka vitlaust og að sköpunarsinni einhver fengi einhver nóbels vísindaverðlaun
DoctorE (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 14:08
Nei, he he svo langt í frá er það nú ekki DoktorE.
Svanur Sigurbjörnsson, 12.10.2007 kl. 14:17
Hefði ekki þá verið nær að gefa það út að enginn hafi átt þau skilið og verðlaunin verði ekki afhent í ár?
Þessi popúlismi gjaldfellir verðlaunin að mínu mati og er jafnvel móðgun við þá sem hafa fengið verðlaunin áður. Allt fólk og stofnanir sem með störfum sínum hafa annað hvort unnið beint að koma á friði eða unnið að skapa aðstæður fyrir frið.
Daði Einarsson, 12.10.2007 kl. 14:31
Er ekki líklegt að loftslagsbreytingar eigi eftir að valda stríði í framtíðinni? Þær hafa að gert það áður. Til að mynda var uppskerubrestur af völdum þurrka að einhverju leiti upptök átakanna í Eþíópíu og jafnvel Súdan. Hvort þá þurrka má síðan rekja til athafna mannanna er annað mál, en skýr ábending um það hvað getur gerst ef lífsskilyrði breytast verulega á einhverjum svæðum.
Þetta eru þá kannski verðlaun fyrir störf að fyrirbyggjandi friðaraðgerðum - sem að mínu mati eru síst ómerkilegari en að grípa til aðgerða þegar allt er komið í bál og brand.
Hjálmar Gíslason (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 16:16
Þetta er góður punktur Hjálmar. Það hlýtur að hjálpa að halda umhverfinu stöðugu og tapa ekki stórfelldu landi undir sjó. Hins vegar finnst mér réttmæt sú gagnrýni að það hefði mátt veita einhverjum verðlaunin sem kæmi beint að sáttastarfi.
Svanur Sigurbjörnsson, 12.10.2007 kl. 16:40
Ekki er nú allt sem sýnist með heilindi Als Gore . Sjá t.d.´nýfallinn dóm í High Court í Bretlandi vegna myndarinnar hans :
http://agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 12.10.2007 kl. 18:14
Takk fyrir þessa ábendingu Predikari. Ég fór yfir þessi 9 atriði sem dómarinn setti útá og það er rétt að áminna Gore fyrir ónákvæmni en ég get ekkí séð að þetta breyti í raun neinu um eðli vandans. Hvort að Grænlandsjökull og álíka svæði úr Suðurskautsjöklinum bráðnar á næstu 50-100 árum eða 900-1000 árum, gæti skipt einhverju máli en ef við erum að tala um 7 metra hækkun sjávarmáls og því um 1 metra á öld sem er stórt áhyggjuefni. Gore hefur þarna gerst sekur um að gera ráð fyrir því að hið versta gæti gerst en því verður vart neitað að vandinn blasir við.
Svanur Sigurbjörnsson, 12.10.2007 kl. 18:53
Hjúkk......segi ég nú bara eins og þú Svanur að Sri karlinn varð ekki fyrir valinu
Er ekki líka verið að reyna að koma einhverjum friðarhugsunum inn í kollinn á kananum með þessum verðlaunum? Ha? Nú verða allir í USA voða grobbnir og fara að fylgja eftir friðarábendingunni
PS. Er með vangaveltur um botnlangann í mínum nýjasta pistil og okkur vantar álit læknis
Kveðjur
Margrét St Hafsteinsdóttir, 12.10.2007 kl. 19:41
HÉR er ágætis grein 15 ára Ástralskrar stúlku, sem hefur ýmislegt út á An Inconvenient Truth að setja auk þess, sem hún bendir á að Gorinn, sé nú ekki alveg að praktísera sjálfur það sem hann prédíkar. Afar rökföst hógvær og kröftug skrif.
Jón Steinar Ragnarsson, 12.10.2007 kl. 21:44
Al Gore er CO2 holdi klætt
DoctorE (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 22:24
Takk fyrir þessa ábendingu Jón Steinar. Skýrsla þessarar 15 ára stúlku er virkilega vel skrifuð og fræðilega sett fram. Það sem er aðdáunarvert við hana er að hún talar um bæði það sem hún er sammála Al Gore í (fátt) og það sem hún hefur fundið út með því að skoða gögn. Ég sé mynd Gore í öðru ljósi núna. Hins vegar vill maður fyrst heyra í góðum veðurfræðingi áður en maður tekur endanlega afstöðu. Þessi skýrsla Kersten er samt sú besta sem ég hef séð um þetta hingað til. Hún tekur tillit til allra gagnanna. Þetta er nú enn athyglisverðara en áður. Frábært hvernig hún hakkar í sig tal Gore um tölvuspár. Þetta er mjög rökrétt hjá henni.
Svanur Sigurbjörnsson, 13.10.2007 kl. 01:38
Sorry ég ætlaði að segja hér í færslu 11: ...bæði það sem hún er sammála Al Gore í og ósammála út frá því sem hún hefur...
Svanur Sigurbjörnsson, 13.10.2007 kl. 01:40
Ég er farinn að horfa á þetta sem eitt stórt allsherjar plott til þess að koma Gore á forsetastólinn
Annarrs verða örugglega allir búnir að gleyma global warming mjög fljótlega rétt eins og gati í ózonlagi og öðrum álíka sem poppar yfir okkur með reglulegu millibili, það er ekkert svo langt síðan að við vorum að berjast við global cooling
DoctorE (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 12:36
Já það er erftitt að segja. Ég vil nú fara varlega í að túlka ástæðurnar fyrir þessum yfirsjónum Al Gore, sem e.t.v. er of snemmt að segja að séu yfirsjónir. Þó hin 15 ára Kresten skrifi vel og sannfærandi þarf maður að fá sama mat hjá fleirum og út frá öðrum sjálfstæðum röksemdafærslum áður en maður leggur fullan trúnað á það. Þannig gengur vísindasamfélagið út á sig. Það þarf margar athuganir úr mörgum sjálfstæðum hornum áður en fullvissa fæst.
Ég tel ekki ástæðu til að halda annað en að Al Gore hafi gengið nema gott til þó að hann taki sér skáldaleyfi með því að gera ráð fyrir hinu versta og hafa ekki metið öll gögn rétt. Það aftur á móti rýrir talsvert trúverðugleika hans sem vísindalega hugsandi manns og setur hann í þá stöðu að hægt er að efast um tilgang baráttu hans með réttu eða röngu. Það að hann noti mikla orku á búgarði sínum og noti ekki sólarrafhlöður eða aðra hreina orku sannar ekkert um heilindi hans, líkt og hún Kresten vill halda fram. Vissulega er eðlilegt að fólk byrji átak til betra umhverfis heima hjá sér en það er nú ekki nærri alltaf þannig þó fólk sé fullkomlega heilt í sinni baráttu. Hann gefur þó ákveðið færi á sér sem hann hefði átt að koma í veg fyrir.
Hvað sem þessu líður vildi ég gjarnan sjá Al Gore í Hvíta húsinu frekar en heittrúaðan republikana. En verðum við ekki að sjá fyrst hvort að hann er nokkuð að bjóða sig fram?
Svanur Sigurbjörnsson, 13.10.2007 kl. 15:01
Viltu leggja pening undir, þú segir hann ekki bjóða sig fram :)
DoctorE (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 15:16
He he, nei, svo vel treysti ég ekki á að hann bjóði sig ekki fram.
Svanur Sigurbjörnsson, 13.10.2007 kl. 20:24
Það var annars í fréttum Mbl í dag að Sri Chinmoy er látinn. Í fréttinni var sagt að hann hefði unnið þrotlaust fyrir SÞ í 30 ár. Er það rétt? Úr hverju ætli hann hafi dáið? Þetta er dramatískt í kjölfar þessarar undirskriftar þingmannanna og umræðu um persónu hans.
Svanur Sigurbjörnsson, 13.10.2007 kl. 20:28
Nei, það held ég ekki - ég held að þetta sé áróður.
Nema verið sé að ræða um hugleiðslutímana sem hann bauð upp á í höfuðstöðvum þeirra.
Matthías Ásgeirsson, 15.10.2007 kl. 13:43
Við skulum ekki gleyma að IPCC, loftslagsnefnd SÞ deilir verðlaununum með Al Gore. Án IPCC mundi fáir trúa því sem Al Gore aðalboðskapnum hjá Gore. Og mun færri mundu vera meðvituð um þessi mál, sérstaklega í BNA, ef Al Gore hefði ekki lagt sitt á vogarskálunum.
Ég er sammála ykkur hér og til dæmis forstöðumanni friðarrannsóknarsetrinu PRIO ( Peace Research Institute of Oslo ) um að nú ætti að vera nóg komið af verðlaunahöfum sem ekki tengjast friðarvinnu með beinni hætti. Það er rétt að mjög margir af þeim sem hafa hlotið friðarverðlaununum undanfarið hefur verið frægt eða amk þekkt fyrir. Wangari Matthai sem plantar tré í Keniu (smá einföldun ...) var samt ekki mjög þekkt, og ekki Shirin Ebadi sem berst fyrir rmannréttindi í Íran. Það sama má kannski segja um Muhammad Yunus ?
Einn sem ég þekki til, hefur stundað þrotlausa vinnu í friðarveitleitana, og lítt þekktur, er Johan Galtung. Það er tvennt sem mælir á móti því að hann fái nokkurn tímann friðarverðlaun Nóbels : Hann er örugglega talinn of róttækur, og hann er norskur. Sumt af því sem er haldið fram að hann hafi sagt.t.d. í Wikipediu-greininni um hann var allt of langt gengið, og vekur upp hugsanir, en æfistarf hans fyrir friði er ansi einstakt. Tveir Norðmenn hafa þegar fengið verðlaunin. Og þó það er lagt síðan (1922), held ég að norska nefndin vilji helst ekki verðlauna Norðmann. Hvað mundi fréttamiðar og bloggarar segja...
Morten Lange, 15.10.2007 kl. 22:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.